Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 18
18 | Erlent 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Þ ann 23. júlí síðast- liðinn rákust sam- an tvær hraðlest- ir fyrir utan borgina Wenzhou á austur- strönd Kína með þeim af- leiðingum að 40 manns létu lífið. Klaufaleg viðbrögð yfir- valda sem í fyrstu reyndu að þagga niður umfjöllun um atburðinn – en sögðu svo eld- ingu hafa valdið árekstrinum – vöktu þegar í stað tortryggni og reiði í kínversku samfélagi. Netheimar hafa logað í opin- skáum umræðum undanfarn- ar vikur sem orðið hefur til að opinbera veikleika stjórn- valda í Peking, sem reyna eft- ir fremsta megni að handstýra opinberri umræðu, gagnvart samskiptatækni veraldarvefs- ins. Nú í vikunni viðurkenndu samgönguyfirvöld svo að bilun í fjarskiptabúnaði og mannleg mistök hefðu valdið árekstr- inum en stór hluti almennings bendir hins vegar á gerspillt embættismannakerfi sem hina eiginlegu orsök. Gagnrýni breiðist út í gegnum samskiptasíður „Barnsgrátur ómar um lestar- vagninn og enginn starfsmað- ur lestarfélagsins er sjáanlegur. Hjálpið okkur!“ Svo hljómaði Weibo-færsla Yang Min, eins af farþegum annarrar hrað- lestarinnar aðeins nokkrum mínútum eftir að lestirnar skullu saman. Weibo er nokk- urs konar kínversk útgáfa af ör- bloggsíðum á borð við Twit- ter. Skilaboðin orsökuðu strax sterk viðbrögð í kínverskum netheimum, blóðbankar í ná- grenni slysstaðarins fylltust af sjálfboðaliðum sem vildu leggja sitt af mörkum og skila- boðum Yang Min og annarra farþega hafði verið deilt hátt í milljón sinnum á samskipta- vefjum veraldarvefsins áður en fyrstu fregnir af árekstrinum tóku að birtast í opinberum fjölmiðlum í Kína. Misvísandi fréttaflutning- ur og fálmkennd viðbrögð yf- irvalda fyrst eftir slysið ásamt þeirri ákvörðun að grafa skemmda lestarvagna í jörðu af ótta við að viðkvæm tækni kæmist í rangar hendur vakti strax tortryggni og mikla reiði í landi þar sem stærsti hluti íbúa reiðir sig á lestarsamgöngur sem samgöngumáta á lengri ferðalögum. Skoðanakönnun sem gerð var á fyrrnefndu vef- svæði Weibo leiddi í ljós að 98 prósent aðspurðra tóku ekki opinberar skýringar yfirvalda á orsökum slyssins trúanlegar. Stjórnvöld líða óvenju opinskáa umræðu Viku eftir áreksturinn höfðu verið birtar yfir 60 milljón færslur um þetta sorglega lestarslys á samskiptavefnum Weibo sem taldi yfir 170 millj- ón virka notendur í maí síð- astliðnum. Sú mikla umræða sem spunnist hefur um ábyrgð stjórnvalda á slysinu smitaðist fljótlega yfir í almenna prent- miðla sem tóku upp óvenju hispurslausa umfjöllun um at- burðina í kjölfarið. Samskiptasíður eins og Weibo hafa lengi verið þyrnir í augum margra ráðamanna í Peking þar sem stunduð er almenn ritskoðun á opin- berri umræðu. Í ljósi hinnar gífurlegu reiði sem skapaðist í kínversku samfélagi í kjölfar klaufalegra viðbragða stjórn- valda við slysinu telja menn hins vegar að í stað þess að hætta á enn meiri óánægju almennings með því að stíga fram og banna neikvæða umræðu um atburðinn hafi stjórnvöld tekið þá ákvörð- un að bregða sér í hlutverk verndarans mikla og spila með ríkjandi ástandi. Óvenju opin- ská umræða var því liðin í kjöl- far slyssins þar sem meira að segja málgagn kommúnista- flokksins, Dagblað alþýðunnar, kallaði eftir ábyrgari stjórnar- háttum á sviði samgöngumála. Spilling í járnbrauta- ráðuneytinu Í því mikla flóði skoðana- skipta sem brotist hefur út hjá almenningi hér í Kína í kjöl- far slyssins í Wenzhou hef- ur helsta gagnrýnin beinst að landlægri spillingu í kín- verskri stjórnsýslu. Samkvæmt viðamikilli könnun sem fram- kvæmd var af félagsvísinda- deild Pekingháskóla hafa níu af hverjum tíu kínverskum embættismönnum meira ráð- stöfunarfé en opinberar tekjur þeirra segja til um. Þessi víð- tæka spilling er orðin að einu stærsta vandamáli sem komm- únistaflokkurinn stendur frammi fyrir og hefur orðið til að grafa undan trú almennings á handhöfum valds í kínversku samfélagi. Í maí síðastliðinn var ráðu- neytisstjóri í ráðuneyti járn- brautamála, Liu Zhijun, leystur frá störfum í kjölfar opinberrar rannsóknar á spillingu innan ráðuneytis hans. Zhang hafði verið treyst fyrir því verkefni að ljúka við byggingu 16.000 kíló- metra hraðlestanets um ger- vallt Kína fyrir árið 2020 ásamt fjárlögum upp á 35 þúsund milljarða íslenskra króna en er nú sakaður um að hafa dregið sér hundruð milljóna af opin- beru fé. Fljótlega eftir að Zhang var leystur frá störfum fóru að heyrast raddir um að verktaka- fyrirtækjum án tilskilinna leyfa hefði verið úthlutað verkefn- um við byggingu lestarkerfis- ins í skjóli spillingar auk þess sem eðlilegum útboðsreglum hefði ekki verið fylgt í innkaup- um á byggingarefni og ýmsum öðrum búnaði, þar á meðal ör- yggisbúnaði. Stjórnvöld, sem líta á hraðlestavæðingu kín- verska lestakerfisins sem tákn fyrir hina miklu sigra sem Kína hefur unnið í efnahagsmálum síðastliðin ár, hafa ætíð neitað ásökunum um að öryggismál- um hafi ekki verið nægjanlega framfylgt við byggingu járn- brautanna. Að auki hefur mikið legið á framkvæmdum við þetta stór- brotna hraðlestakerfi. Til að mynda var leiðin milli Pek- ing og Sjanghæ opnuð fjórum mánuðum á undan áætlun, á níutíu ára afmæli kommún- istaflokksins í júlí síðastliðn- um. Bilanatíðni hefur hins vegar verið óvenju há á Pek- ing-Sjanghæleiðinni auk þess sem rafmagn hefur skort til að halda járnbrautinni gang- andi á köflum. Árekstur hrað- lestanna tveggja fyrir utan Wenzhou undirstrikaði svo það stórvægilega vandamál sem ástand hraðlestakerfisins er orðið fyrir kínverska ráða- menn. „Við erum öll farþegar“ Þessi sterku viðbrögð sem slys- ið vakti í kínversku þjóðfélagi endurspegla undirliggjandi reiði almennings í kjölfar ým- issa hneykslismála sem rekja má til spillingar og veikburða regluverks af hálfu stjórnvalda. Hraðlestir hafa reynst einn öruggusti almenningsferða- mátinn í vestrænum heimi til þessa og sem dæmi hafa þær ekki kostað eitt einasta manns- líf í Japan síðan hraðlestir voru teknar í notkun þar á sjöunda áratug síðustu aldar. Fyrsta hraðlestin var hins vegar tekin í notkun í Kína árið 2007 og hafa þær nú þegar kostað 40 manns lífið. Það skal því engan undra að kínverskur almenningur spyrji sig í málum sem þessum að hve miklu leyti megi skella skuldinni á spillingu og van- hæfni kínverskra ráðamanna. Örblogg sem notandi að nafni XiaoYang skrifaði á Weibo-síðu sína hefur farið eins og eldur í sinu um kín- verska netheima undanfarið: „Þegar land er orðið svo spillt að ein elding getur valdið lest- arslysi, einn flutningabíll fær brú til að hrynja og börn fá nýrnasteina af því að drekka mjólkurduft er ekkert okkar lengur óhult. Kína í dag er eins og lest á ferð í gegnum þrumu- veður. Ekkert okkar er áhorf- andi, við erum öll farþegar.“ n Mikil reiði ríkir í kínversku samfélagi í kjölfar mannskæðs áreksturs tveggja hraðlesta n Slysið opin- berar spillingu og vanhæfni kínverskra embættismanna n Stjórnvöld ráða ekkert við samskiptamiðla Kínversk stjórnsýsla langt út af sporinu „Kína í dag er eins og lest á ferð í gegnum þrumuveður. Ekkert okkar er áhorfandi, við erum öll farþegar. Hræðileg aðkoma Að minnsta kosti 40 létu lífið í slysinu. Hér sjást vinnuvélar hreinsa upp brakið. Mynd ReuteRS Sorg Aðstandendur syrgja ættingja og vini sem létu lífið í slysinu. Mynd ReuteRS Sveinn Kjartan Einarsson blaðamaður skrifar frá Kína Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.