Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 25
og stjörnu-þetta fyrir framan alla starfstitla. Hvað í fjand- anum er til dæmis stjörnufast- eignasali? Eftir á að hyggja þá var bólan bara hvað stærst á þessum tíma og við vorum að missa okkur. Vorum í miðju ruglinu. Og þegar ég sá ein- faldleikann þarna úti þá lang- aði mig bara til þess að kom- ast úr þessari gerviveröld. Sem maður dróst samt alltaf sjálfur inn í.“ Boðið að dansa á barborðum Gunna Dís dvaldi í hálft ár í Chile þar sem hún var meðal annars í spænskuskóla. Síðan átti ég flug heim og millilenti á Spáni. Ég var ekki alveg tilbú- in til þess að fara heim þannig að ég varð bara eftir á Spáni þó svo að ég ætti pantað flug alla leið heim. Þarna var ég orðin líbó og búin að taka prikið úr rassgatinu á mér.“ Gunna Dís fór því úr vélinni í Madríd og tók lest til Costa Blanca. „Ég þekkti fólk á Torre- vieja og ætlaði bara að redda mér vinnu og halda áfram í spænskunáminu. Þetta end- aði þannig að ég kúldraðist á Benidorm í sex vikur. Ég leitaði að vinnu þarna hátt og lágt og þetta var mjög lærdómsríkur tími.“ Gunna Dís var svo heppin að fá að búa hjá íslenskri konu og fjölskyldu hennar á með- an á dvöl hennar stóð. „Alveg yndisleg kona sem ég þekkti ekkert áður.“ Það gekk erfið- lega að finna vinnu þar sem að ferðamannatíminn var ekki kominn almennilega af stað snemma sumars. „Ég dreifði ferilskrá út um allt sem var á spænsku og þar var tekið fram hvar ég hefði unnið og að ég væri með þessa háskólagráðu og svo framvegis. En ég fékk fá svör. Undir rest- ina var ég svo farin að fá ein- hver atvinnutilboð en þá var ég bara komin með nóg og ákvað að koma heim. Ég fékk reynd- ar nokkur mjög skrítin tilboð og til dæmis í einu atvinnuvið- talinu var mér boðið að gerast dansari. Sem sagt að vinna á bar og svo þegar það væri góð stemning átti ég að fara upp á barborð að dansa í frekar efn- islitlum fötum. Þótt ég væri nú flippuð á þessum tíma þá af- þakkaði ég það pent.“ Súrrealísk vinna Gunna Dís kom svo heim síð- sumars 2006. „Var svolítið í lausu lofti og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég kom heim með sært stolt og skottið á milli lappanna, í það minnsta upplifði ég það þannig. Ég hafði ætlað mér að vera leng- ur ytra og sigra heiminn. En svo bara gerðist það ekki. Ég lærði mikilvæga lexíu á þessum tíma og hún er sú að stundum ganga hlutirnir bara ekki upp. Á Spáni þurfti ég að sætta mig við það að ég væri „game over“. Að ég væri kom- in á endastöð og þyrfti að fara heim. Ég var pínu óánægð með það.“ Það tók Gunnu Dís smá tíma að fóta sig eftir heim- komuna en fljótlega fann hún vinnu. „Ég fór að vinna við að selja auglýsingar á Blaðinu sem síðar varð 24 stundir. Ég á ekki að vinna við að selja auglýsingar. Það hentaði mér engan veginn. Sérstaklega þar sem ég var nýkomin að utan þar sem ég hafði lagt áherslu á að ýta efnishyggj- unni frá mér. Þá var ekki alveg málið að koma inn á vinnu- stað þar sem eina markmið- ið var að græða sem mest og selja. Hringja í fólk og vera ýtin. Þetta var bara alls ekki ég þar sem ég kann varla svo mikið sem að biðja fólk um greiða. Ég sat þarna í næstum því heilt ár og tók varla upp símann,“ segir hún og hlær. „Frábær starfsmaður. Inni á milli náði ég þó að selja eina og eina auglýsingu, þannig að ég stóð alveg fyrir mínu þannig séð.“ Gunna Dís segir stemn- inguna á vinnustaðnum hafa verið súrrealíska á köflum. Þetta er svo undarleg stemn- ing þar sem allir eru í keppni í stað þess að vera í sama lið- inu. Þetta hentaði mér eng- an veginn, með fullri virð- ingu fyrir öllu því góða fólki sem þarna vann með mér, en það þarf alveg sérstaka týpu í þetta starf og ég er ekki hún.“ Ástin bauð ömmu upp í dans Gunna Dís segir einu leiðina til að lýsa þessum tíma í sínu lífi sé sem stórfurðulegum. Þó ekki bara á neikvæðan hátt því þarna kynntist hún líka kær- asta sínum og barnsföður. „Við hittumst fyrir hreina tilviljun,“ segir Gunna og hlát- urinn hennar sem er svo smit- andi brýst fram. „Við hittumst á Broadway, á þingi framsóknar- manna,“ segir hún og enn og aftur er hlegið í dágóða stund. „Ég var sem sagt vön að fylgja ömmu minni og afa að austan á framsóknarhófið og þetta árið var það á Broadway. Við komum svolítið seint og ég endaði ein á borði með kúa- bændum af Suðurlandi sem ég þekkti ekki neitt og amma og afi voru víðs fjarri á öðru borð. Ég var bara þarna 27 ára í góðum stemmara með hvítvín að spjalla við bændurna en á sama tíma var afi á hinu borð- inu að reyna að koma mér út. Hann sat þá með hópi af ung- um mönnum og sagðist vera með sonardóttur sinni á hóf- inu sem væri enn þá einhleyp og að hann skildi nú ekkert í því. Við borðið sat ungur mað- ur að nafni Kristján Þór, þá nýfluttur heim frá Bandaríkj- unum, og hlustaði með at- hygli á þessa raunasögu pip- armeyjarinnar. Nema hvað að afa hefur greinilega tekist að telja honum trú um að ég væri alveg frábær pía. Hann bauð ömmu upp í dans og vatt sér svo upp að mér og þannig var ísinn brotinn. Við enduðum í skemmtistaðasleik á Kaffi- barnum þetta kvöld og eigum í dag þriggja ára dóttur“. Hélt á dóttur sinni eftir fimm daga Hlutirnir gerðust hratt hjá Gunnu Dís eins og svo oft áður og ástin blómstraði. Hún flutti með Kristjáni Þór til Mont- real í Kanada þar sem hann lagði stund á doktorsnám í lýð- heilsufræðum „Árið 2008 eignaðist ég litla gullmolann minn Aðalheiði Helgu.“ Fæðingin gekk ekki áfallalaust fyrir sig og Gunna Dís segist í raun ekki hafa átt- að sig á því fyrr en eftir á hversu alvarlegt ástand hefði skapast. „Fæðingin gekk mjög illa og Aðalheiður Helga þurfti að fara inn á vökudeild í kassa. Hún fékk sýkingu í fæðingu. Það var ekki vitað í fyrstu hvaða sýking þetta var og því erfitt að koma í veg fyrir hana. Ég hélt ekki á henni fyrr en hún var orðin fimm daga gömul. Ég gerði mér ekki grein fyr- ir því á þeim tíma hversu veik hún var. Það hefði getað brugð- ið til beggja vona með hana á tímabili. En þökk sé okkar frá- bæra heilbrigðiskerfi og frá- bæru starfsfólki vökudeildar- innar fórum við heim eftir tíu daga með heilbrigt barn. Hún er algjör orkubolti í dag, þetta litla rassgat.“ Skinkan og subbinn Gunna Dís hafði aldrei sagt alveg skilið við útvarpið og á meðan hún vann á Blaðinu hafði hún unnið á Bylgjunni um helgar. Ekki löngu eftir að hún lauk svo fæðingarorlofi fór hún að vinna á útvarps- stöðinni Kananum sem Einar Bárðarson stofnaði árið 2009. Gunna Dís vann á Kananum veturinn 2009 til 2010 og lík- aði vel en hún hafði lengi haft augastað á starfi hjá Ríkisút- varpinu. „Ég var svolítið komin með nóg af þessum hraða. Topp 40 og svona. Mega bara tala um ákveðna hluti og allt það. Þannig að ég hætti á Kanan- um og byrjaði að vinna á Rás 2 mánuði seinna.“ Nú hefur Gunna Dís unn- ið á Rás 2 í rúmt ár og stýrir eins og áður kom fram Virk- um morgnum ásamt Andra Frey Viðarssyni. „Við Andri höfðum reyndar unnið áður innan sama fyrirtækis. Þeg- ar ég var á Kiss FM þá var hann á X-FM. Þegar hann sá mig fyrst þá fannst honum ég vera svona skinka og þeg- ar ég sá hann fyrst þá fannst mér hann vera svona subbi. Svolítið sveittur og ekki mín týpa.“ En síðan hófst samstarfið á Rás 2 og Gunna Dís og Andri náðu ljómandi vel saman. „Við bara smullum eins og við hefð- um alltaf þekkst.“ Fær að tala Gunna Dís er ánægð í útvarp- inu en hún er óhrædd við breytingar. „Vonandi geng- ur þetta áfram vel hjá okkur Andra en fólk fær alveg örugg- lega leið á okkur einhvern tím- ann. Það er óumflýjanlegt. Þá veit ég ekki alveg hvað ég fer að gera en það er líka allt í lagi. Ég hef einhvern veginn aldrei ver- ið rólegri yfir hlutunum heldur en núna. En útvarp er frábær miðill og ég mun örugglega starfa á þessu sviði áfram. Þetta er starf sem hentar mér vel því ég tala mikið og þarna fæ ég að tala og fæ borgað fyrir það,“ segir hún að lokum hlæjandi. Viðtal | 25Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 „Hann bauð ömmu upp í dans og vatt sér svo upp að mér og þannig var ís- inn brotinn. Við enduðum í skemmtistaðas- leik á Kaffibarnum þetta kvöld og eigum í dag þriggja ára dóttur. Flúði góðærið og fór til Chile „Ég grenjaði á flugvellinum á leiðinni út aftur. Ég sat alein með einn lítinn víking og Cosmopolitan-blað og hringdi í vinkonur mínar og mömmu. Sá eftir öllu saman og spurði sjálfa mig hvað í fjandanum ég væri að spá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.