Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Katrín Hall er listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins Hvaða tónlist ert þú að hlusta á? „Ég er að hlusta á The Four Seasons eftir Vivaldi. Það er undirbúningur fyrir dansverk sem ég er að fara að semja fyrir erlendan dansflokk á næsta leikári.“ Hvaða bók ert þú að lesa? „Ég er alltaf með margar hálflesnar bækur á náttborðinu mínu. Núna eru þar á meðal Hreinsun eftir Sofi Oksanen, Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson, Kuðungakrabbarnir eftir Anne B. Ragde, en akkúrat núna er ég að lesa Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur.“ Hvert ferðu út að borða ef þú mátt velja staðinn? „Ég fer ekki mjög oft út að borða enda finnst mér maturinn hans Gío, mannsins míns langbestur. En Fiskimarkaðurinn og Dill koma sterkir inn. Annars er uppáhalds- veitingastaðurinn minn í Barcelona. Hann er sýrlenskur og heitir Ugarit.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég fer í matarboð til tengdaforeldra minna á föstudaginn. Þar verður nánasta fjölskylda samankomin, alltaf gaman að hittast. Á laugardaginn er mér svo boðið í afmæli og brúðkaup. Ég væri líka til í að fara í Flatey á laugardaginn þar sem hljómsveit- in Skárrenekkert mun stíga á svið. Ég verð að fara að ákveða hvað ég ætla að gera. Sunnudagurinn verður svo vonandi bara fjölskyldudagur og kósíkvöld í sófanum.“ Gío langbestur mælir með... bíómynd Captain America: The First Avenger „Þokkalega vel heppnuð mynd. Einföld og nokkuð hnökralaus.“ – Ásgeir Jónsson bóK Skurð læknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir bíómynd Friends With Benefits „Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni en það er ekkert skilyrði að sjá hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson mælir ekki með... bíómynd Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson bíómynd Rise of the Planet of the Apes „Handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár.“ – Jón Ingi Stefánsson Maturinn hans I ndípoppsveitin Árstíðir er að gera það gott þessa dagana en hún er stödd í Tékklandi þar sem hún verður næstu dagana á tón- leikaferð. Árstíðir spilar melód- ískt indípopp með rödduðum söng og vakti fyrsta plata sveitarinnar mikla athygli. Fékk hún meðal ann- ars fjórar stjörnur í plötudómi DV. Sveitin er nýkomin heim frá Þýska- landi þar sem hún spilaði á tvennum tónleikum á Bardentreffen-tónlist- arhátíðinni og þá er ný plata á leið- inni sem bandið hefur unnið ásamt Ólafi Arnalds. Í september er svo skipulagður tíu borga túr um Rúss- land en tónlist Árstíða hefur verið tekið einstaklega vel í Austur-Evr- ópu. „Ég er með mína eigin kenningu hvað það varðar,“ segir Ragnar Ólafs- son, einn af þremur gítarleikurum Árstíða. „Vísna- og þjóðlagahefð er rík í þessum löndum og þar sem við blöndum þjóðlagastefnu saman við indí og popp verður þetta bara hitt- ari þarna. Þetta fer vel í liðið og það er fólk á öllum aldri sem er að mæta,“ segir Ragnar. Fann Árstíðir á netinu „Við lentum í Tékklandi í gær og spil- uðum í klukkutíma á einum tón- leikum. Það var alveg kjaftfullur bar – bar segi ég – en samt var dauða- þögn á meðan við vorum að spila. Ég verð alltaf jafnhissa á hversu ógeðs- lega hrifið fólk er af okkur þarna,“ segir Ragnar um fyrstu tónleika Árs- tíða í Prag en auk þess að spila í Tékk- landi mun sveitin spila í Austurríki. En hvernig kom til þessi áhugi Rúss- lands og Austur-Evrópu á Árstíðum? „Það kom til af tilviljun. Það var kona sem var að skipuleggja tón- leikafestival og hún vildi fá eitt band frá Íslandi. Hún fór að skoða heima- síðu ÍMX og leist vel á okkur. Hún hafði samband og bað okkur um að koma og spila. Svo bauð hún okkur að búa til túr í kringum það ferða- lag og þá fórum við á Rússlandstúr í fyrra. Viðtökurnar voru svo rosa- legar að það seldist meðal annars upp á tónleika í Pétursborg. Þeg- ar við mættum var meira að segja aðdáendaklúbbur Árstíða mættur og tók á móti okkur. Eftir þetta ákvað þessi kona að gerast umboðsmaður okkar en hún hefur áratugareynslu í bransanum. Það má því segja að Rússland hafi fundið okkur. Okkur hefði aldrei dottið í hug að leita inn á þennan markað,“ segir Ragnar og bætir við að túrinn sé að gefa vel af sér peningalega en bæði séu tónleik- arnir vel sóttir og þeir séu að selja mikið af diskum. byrjuðu sem trúbadorar Árstíðir voru stofnaðar árið 2008 þegar Ragnar og hinir tveir gítarleik- ararnir í bandinu, Daníel og Gunnar Már, færðu út kvíarnar eftir að hafa verið að spila sem trúbadorar. „Við vorum að spila á börum bæj- arins og radda lögin. Eftir það fórum við að semja tónlist saman og það gekk vel. Frá því að bandið var stofn- að hafa bæst við þrír meðlimir og það hefur tekið miklum breytingum. Við fórum í einhverja átt sem við reikn- uðum aldrei með að fara í en það hitti samt í mark einhvern veginn. Tón- listin er í grunninn bara popptónlist en með svona indí- og þjóðlagaívafi. Strákarnir í bandinu hafa verið í alls konar hljómsveitum, allt frá þunga- rokki til fönks þannig að þetta er al- gjör bræðingur,“ segir Ragnar en fyrsta plata sveitarinnar seldist vel. „Rússland fann okkur“ n Hljómsveitin Árstíðir slær í gegn í Austur-Evrópu n ný plata á leiðinni og risa Rússlandstúr n Voru að panta þriðja upplagið af fyrri plötunni n Kalla hljómsveitina litla lýðræðið Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Tónlist Gerðu vel í Þýskalandi Árstíðir spiluðu á hátíð í Nürnberg fyrr í mánuðinum. Vel tekið Gítarleikari hljómsveitarinnar segir henni vel tekið alls staðar. Úlfurinn á heimavelli n Tónlistarhátíðin Gæran fer fram á Sauðárkróki um helgina T ónlistarhátíðin Gæran verð- ur haldin á Sauðárkróki um helgina en þetta er í annað skipti sem hún fer fram. Fjöldi frábærra listamanna verður mættur í húsnæði Loðskinns þar sem hátíðin fer fram. Á þriðjudaginn bættust Morðingj- arnir, Dimma og Lockerbie í annnars gríðarlega fjölbreyttan og flottan hóp tónlistarmanna sem munu spila á hátíðinni. Meðal annarra listamanna má nefna Blaz Roca, Valdimar, Múg- sefjun og auðvitað Geirmund Valtýs en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Króknum um helgina. Nýja rapphljómsveitin Úlfur úlfur mun enda föstudagskvöldið en hún er afsprengi Bróður Svartúlfs, hljóm- sveitarinnar sem vann Músíktilraun- ir í fyrra. Í sveitinni eru rapparinn Arnar Freyr Traustason og píanó- leikarinn Helgi Sæmundur Kaldalón Guðmundsson ásamt nýjum með- limi, Þorbirni Einari Guðmundssyni. „Úlfur úlfur var alltaf hliðarverk- efni okkar Arnars,“ segir Helgi Sæ- mundur. „Svo þegar Bróðir Svart- úlfs hætti þá fórum við bara alla leið í rappið því okkur hafði alltaf meira langað að spila það á meðan Bróð- ir Svartúlfs spilaði í raun bara rokk með rappi yfir,“ segir hann. Helgin verður sérstök fyrir þá Arnar og Helga því þeir eru ekki bara lokaatriðið á föstudeginum heldur eru þeir einnig frá Sauðárkróki og verða því á heimavelli. „Við búumst bara við hinu besta. Í fyrra enduðum við laugardagskvöldið og það var al- veg frábært,“ segir Helgi en Úlfur, úlf- ur hefur nú þegar gefið út fimm lög á Youtube og meira er á leiðinni. „Við erum að vinna með Redd Lights og það er mikið á leiðinni. Ég held samt að við munum bara gefa út lögin á netinu og þá frítt,“ seg- ir píanóleikarinn með langa nafn- ið, Helgi Sæmundur Kaldalón Guð- mundsson. tomas@dv.is Úlfur, úlfur. Arnar Freyr og Helgi Sæmundur verða á heimavelli á Gærunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.