Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 48
48 | Lífsstíll 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Betra kynlíf ef þú léttist Ástarlíf of feitra karlmanna batnar ef þeim tekst að léttast. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í The Journal of Sexual Medicine. Vísinda- menn við háskólann í Adelaid rann- sökuðu þrjátíu of þunga menn sem einnig þjáðust af sykursýki, týpu tvö. Eftir að hafa sett hópinn á afar strangt mataræði kom í ljós að þeir sem léttust um 5% eða meira áttu auðveldara með að halda reisn auk þess sem þeir greindu meiri kyn- lífslöngun. Einnig kom í ljós að þeir sem léttust áttu síður í erfiðleikum með þvag. Niðurstöðurnar eru sam- kvæmar fyrri rannsóknum og sýna að jákvæðar breytingar á lífsstíl geta bætt lífskjör. Vandamál hans falin Samkvæmt rannsókn Penn State- háskólans og háskólans í Iowa skipt- ir máli hvort vandamálið liggur hjá karlinum eða konunni þegar hjón segja sínum nánustu frá frjósemis- erfiðleikum. Þegar rót vandans ligg- ur hjá karlmanninum er ólíklegra að hjónin deili erfiðleikum sínum með öðrum en ef vandamálið liggur hjá konunni eru þau bæði duglegri að segja öðrum frá. Höfundur rann- sóknarinnar, prófessorinn Keli Ryan Steuber, telur útskýringuna vera þá að hjón vilji viðhalda karlmennsku- ímynd hans á meðan staðalímynd kvenna sé að vilja eignast börn. Kon- ur sem ekki vilji börn séu oft álitnar sjálfselskar og of framadrifnar. S amkvæmt nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í há- skóla í Skotlandi eru konur sem hafa skarpa, háa hnúða á eftir vörinni tólf sinnum líklegri að ná fullnægingu í kynmök- um eingöngu en konur með flat- ari efri vör. Rannsóknin var byggð gögnum um 258 konur á aldrinum 18 til 35 ára en þátttakendur voru fengnir til að lýsa vörum sínum og kynlífi. Yfir 95% kvenna í rannsókn- inni sem skörtuðu kyssilegri efri vör eða svokölluðum „boga Amors“ eða „Cupid’s bow“ á ensku, sögðust fá fullnægingu í kynmökum á með- an aðeins 60% hnúðalausra kvenna sögðust fá fullnægingu í samförum. Stuart Brody, sálfræðiprófess- or og höfundur rannsóknarinnar, segir stórar og miklar varir hing- að til hafa verið tengdar kynlífi og losta. Að hans sögn ættu konur með þunnar varir ekki að örvænta. „Þykkt varanna skiptir ekki máli í þessu sambandi heldur hnúðarnir á efri vörinni,“ segir Brody sem er sann- færður um tengsl milli lögunar vara og fullnægingar og lætur gagnrýni á niðurstöðurnar sem vind um eyru þjóta. Brody þessi er heldur enginn nýgræðingur þegar kemur að furðu- legum rannsóknum en 2008 rann- sakaði hann tengsl milli göngulags kvenna og fullnægingar. Þar kom fram að konur sem voru léttar á fæti væru líklegri til að fá fullnægingu en þær stirðu. Brady tók hins vegar ekki með í reikninginn að þær kyssilegu þykja líklega kynþokkafyllri og lifa því meira kynlífi. „Þykkt varanna skiptir ekki máli í þessu sambandi heldur hnúðarnir á efri vörinni. n Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn skipta kossar og knús karlmenn meira máli en konur K nús og kúr eru mikilvægir þættir í langtímasambönd- um, samkvæmt alþjóð- legri rannsókn sem birt- ist í tímaritinu Archives of Sexual Behavior. Vísindamenn við háskólann í Indiana skoðuðu sam- bönd para í Bandaríkjunum, Bras- ilíu, Þýskalandi, Japan og á Spáni en öll pörin höfðu verið saman lengur en í 25 ár. Ýmislegt kom vísinda- mönnunum á óvart í rannsókninni. Til að mynda kom í ljós að innileiki skiptir meira máli fyrir karlmenn en konur, en konur eru líklegri til að vera ánægðar með kynlífið. Rannsóknin er sú fyrsta þar sem skoðað eru ástar- og kynlífssam- bönd miðaldra hjóna á alþjóðlega vísu. „Við heyrum endalausar töl- ur af skilnuðum en í rauninni eru meira en 50% giftra hjóna í Banda- ríkjunum í sínu fyrsta hjónabandi og talan fer upp yfir 90% á Spáni,“ segir dr. Julia Heiman sem vann að rannsókninni. Hraustir karlmenn mældust hamingjusamari í samböndum sínum en aðrir karlmenn og einnig kom í ljós að það skiptir miðaldra karlmenn miklu máli að geta full- nægt maka sínum kynferðislega. Bæði kynin mældust hamingju- samari eftir því sem þau höfðu ver- ið í lengri samböndum. Japönsk hjón mældust þau hamingjusömustu en spænsk hjón þau óhamingjusömustu. Einnig kom í ljós að þeir karlmenn sem höfðu átt marga bólfélaga yfir æv- ina mældust síst ánægðir með ást- arlíf sitt. Karlmenn vilja kúra Miðaldra hjón Þau hjón sem höfðu verið lengi saman mældust hamingjusamari en þau hjón sem höfðu verið skemmri tíma saman. n Umdeildur skoskur sálfræðiprófessor segir tengsl milli lögun efri varar og möguleika kvenna til að fá fullnægingu Kyssileg Kate Fyrirsætan Kate Moss er með afar háa hnúða á efri vörinni. Sam- kvæmt rannsókn Brodys á hún auðvelt með að fá kynferðislega fullnægingu. Færðu það eins og Rihanna? Bogi Amors Ert þú með fallega efri vör með háum hnúðum líkt og söngkonan Rihanna? Engir hnúðar Fallegar varir leikkonunnar Juliu Roberts eru dæmi um flata efri vör. Kidman Líkt og Roberts er leikkonan fagra Nicole Kidman með slétta efri vör og ætti því, samkvæmt fræðum Stuarts Brody, að eiga erfiðara með að ná fullnægingu í kynmökum en t.d. fyrirsætan Kate Moss. Hálsfesti sem róar fóstrið Margar verðandi mæður bera síða hálsfesti sem kallast bola en siður- inn er upprunninn frá Mexíkó. Bolur koma af ýmsum gerðum og stærð- um en oftast er um að ræða fallega málmkúlu á langri festi sem stað- sett á bumbunni. Flestir sérfræð- ingar telja að fóstur heyri hljóð úr umhverfi móðurinnar eftir 20. viku en bolan myndar fallegan óm sem veitir róandi áhrif. Einnig er hægt að nota boluna áfram eftir að barnið er fætt og segja sumir að hún hjálpi til við brjóstagjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.