Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina og næstu níu mánuðina verður þessi besta knattspyrnudeild heims á milli tannanna á landsmönnum. Leik- menn hafa gengið kaupum og sölum, ný lið eru mætt með spennandi leikmenn og aldrei hafa fleiri lið gert tilkall til titils- ins. Ef spá DV rætist verður Manchester United þó meistari í tuttugasta sinn. Ef að spá DV rætist verður titillinn áfram á Old Trafford og vinnur liðið titilinn í tuttug- asta skipti. Liðið hefur virst vera í fanta- formi á undirbúningstímabilinu og skólaði nágranna sína í City til í leiknum um Sam- félagsskjöldinn fyrir viku. Markvarðarstaðan gæti orðið vandamál sem og miðjuspilið nái United ekki að landa Wesley Sneijder. En að sama skapi er breiddin mikil og fleiri ungir strákar eru orðnir hungraðir í árangur. Svo er Manchester United alltaf með gamla kallinn Ferguson á hliðarlínunni og það er meira en hin liðin geta sagt. 1. Manchester United Þjálfari: Sir Alex Ferguson. Sæti í fyrra: 1. Komnir: David de Gea frá Atletico Madrid, Ashley Young frá Aston Villa, Phil Jones frá Blackburn. Farnir: Gabriel Obertan til Newcastle, John O’Shea til Sunderland, Wes Brown til Sunderland, Owen Hargreaves fékk ekki samning, Edvin Van der Sar hættur, Paul Scholes hættur, Bébé til Besiktas. 2. Manchester City Þjálfari: Roberto Mancini. Sæti í fyrra: 3. Komnir: Sergio Aguero frá Atletico Madrid, Stefan Savic frá Partizan, Costel Pantilimon frá Timisoara, Gael Clichy frá Arsenal. Farnir: Michael Johnson til Leicester, Jo til Internacional, Shay Given til Aston Villa, Jerome Boateng til FC Bayern, Patrick Viera hættur. City gerði vel í fyrra þrátt fyrir að vera ekki alltaf skemmtilegasta lið í heimi. Það hefur bætt við sig öðrum frábærum framherja með Sergio Aguero og hópurinn er árinu reyndari og væntanlega samrýndari. Það virðist sem svo að City muni halda Carlos Tevez en hann var algjör lykilmaður í fyrra og einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. City-liðið er orðið nægilega gott til að taka auðveldu stigin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel og er alltaf óhræddara í stóru leikjunum. Það mun fleyta liðinu mjög langt en spurning er þó hvernig þátttaka í Meistaradeildinni kemur við liðið. Á meðan Chelsea hefur legið í dvala á leik- mannamarkaðnum hefur kóngurinn Kenny verið með veskið á loftið og keypt flotta leikmenn til Liverpool. Hópurinn lítur töluvert betur út en í fyrra og það sást undir lok síðasta tímabils hversu mikinn neista Kenny kveikti í mönnum. Ef Steven Gerrard verður ekki áfram skugginn af sjálfum sér, smá heppni fellur með Liverpool og menn haldast heilir getur liðið blandað sér í toppbaráttuna. Ljóst er þó að það eru mun bjartari tímar fram undan á Anfield en á sama tíma í fyrra. 5. Arsenal Þjálfari: Arsene Wenger. Sæti í fyrra: 4. Komnir: Alex Oxlade- Chamberlain frá Southampton, Gervinho frá Lille, Carl Jenkinson frá Charlton. Farnir: Denilson til Sau Paulo, Gael Clichy til Man. City, Jens Lehmann hættur. „Arsenal spilar besta boltann á Englandi,“ er orðin einhver allra þreytt- asta lumman í boltanum. Sex ár án titla segir það sem segja þarf og enn og aftur þráast Wenger við að kaupa leikmenn til liðsins sem hafa sannað sig. Karl- menn sem kunna að vinna. Að sama skapi virðast tveir af bestu leikmönnum liðsins á förum, bara svona til að gera stuðnings- mennina enn reiðari. Það er farið að hitna undir Wenger, það skal enginn horfa fram hjá því. Það er eins gott að hann fari á flug með veskið nú í ágúst ef og þegar Fabregas verður seldur. Annars gæti farið enn verr. 3. Chelsea Þjálfari: Andre Villas-Boas. Sæti í fyrra: 2. Komnir: Romelu Lukaku frá Anderlecht, Oriol Romeu frá Barcelona, Lucas Piazon frá Sao Paulo. Farnir: Yuri Zhirkov til Anzhi Makhachkala. DV hefur mikla trú á nýja stjóranum hjá Chelsea og svo virðist sem leikmenn hafi tekið Villas-Boas fagnandi þrátt fyrir að sumir leikmenn séu eldri en hann. Villas- Boas vill flotta knattspyrnu og Chelsea hefur svo sannarlega mannskapinn til að framfylgja þeim plönum. Gallinn hefur þó verið að liðið hefur ekki verið nægi- lega mikið endurnýjað og sumir leikmenn eru því miður með áskrift að sæti sínu í liðinu. Villas-Boas hefur oft lítið gert á leikmannamarkaðinum og er því hætta á stöðnun. Hópurinn er samt sem áður það góður að Chelsea verður alltaf í titilbaráttu. 7. Sunderland Þjálfari: Steve Bruce. Sæti í fyrra: 10. Komnir: John O’Shea frá Man. United, Wes Brown frá Man. Uni- ted, Connor Wickham frá Ipswich, Craig Gardner frá Birmingham, Dong-Won Ji frá Chunnam Dragons, Kieran Westwood frá Coventry, Sebastian Larson frá Birmingham, Ahmed Elmoham- ady frá Enppi. Farnir: Steed Malbranque til ASSE, John Mensah til Lyon, Jordan Henderson til Liverpool, Zenden fékk ekki samning. Það er til nóg af peningum hjá Sunderland og þar nota menn þá til að versla. Sunderland var orðið ævintýralega fáliðað undir lok síðasta tímabils þegar hver leikmaðurinn á fætur öðrum meiddist. Nú á að sjá til þess að það gerist ekki aftur og hefur nóg verið verslað. Kaupin á United- mönnunum O’Shea og Brown eru einstaklega klók. Bruce er þar að fá menn inn sem kunna að vinna og geta smitað út frá sér. Fyrir utan að þeir eru báðir hörku- varnarmenn. Connor Wickham er líka spennandi leikmaður og loks virðist Sunderland-liðið nægilega vel mannað til að gera eitthvað af viti. 4. Liverpool Þjálfari: Kenny Dalglish. Sæti í fyrra: 6. Komnir: Doni frá Roma, Stewart Downing frá Aston Villa, Charlie Adam frá Blackpool, Jordan Henderson frá Sunderland. Farnir: Milan Jovanovic til Anderlecht, Paul Konchesky til Leicester. Þrátt fyrir digra sjóði hefur sumar Tottenham meira snúist um að halda Luka Modric frá Chelsea en að kaupa leikmenn. Það sést líka á kaupunum sem eru ein: Fertugur markvörður er genginn í raðir Tottenham. Liðið ætlaði sér að koma sér aftur í meistaradeildina í ár en það er ekki hægt séu ekki keyptir sterkir leik- menn. Redknapp hefur verið þekktur fyrir að gera góð kaup á lokadegi eins og sást með Van der Vaart í fyrra. Tottenham tekur ekki skref fram á við nema að kaupa betri leikmenn. Því þurfa menn að átta sig á. 6. Tottenham Þjálfari: Harry Redknapp. Sæti í fyrra: 5. Komnir: Brad Friedel frá Aston Villa. Farnir: Jamie O’Hara til Úlfanna, Kyle Naughton til Norwich, Jonathan Woodgate til Stoke. Titillinn fer hvergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.