Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 55
Sport | 55Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 9. Stoke Þjálfari: Tony Pulis. Sæti í fyrra: 13. Komnir: Matthew Upson frá West Ham, Daniel Bachmann frá AKA Austria, Jonathan Woodgate frá Tottenham. Farnir: Eiður Smári Guðjohnsen til AEK. Íslendingahatarinn Tony Pulis lætur lið sitt ekki spila skemmtilegasta boltann en guð minn almáttugur hvað hann er árangursríkur. Bikarúrslit í fyrra og Evrópukeppni. Leikmenn Stoke vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera, þeir mæta inn á völlinn og eru tilbúnir að berjast til síðasta blóðdropa, alltaf. Pulis hefur verið að styrkja liðið með leikmönnum sem ekki hafa átt góða tíma síðastliðin misseri eins og Woodgate og Upson. Þá er spurning hversu mikil áhrif þátttaka í Evrópudeildinni mun hafa á liðið. 8. Everton Þjálfari: David Moyes. Sæti í fyrra: 7. Komnir: Enginn. Farnir: James Vaughan til Norwich. Enn og aftur fær greyið David Moyes enga fjármuni þrátt fyrir að vera búinn að vinna kraftaverk með Everton- liðið ár eftir ár. Maður hlýtur að spyrja sig ef hann fengi ekki nema helminginn af því sem til dæmis Tottenham hefur eytt á undanförnum árum hvort Everton væri ekki hreinlega fastagestur í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir að fá aldrei leikmenn er trúin mikil á Moyes sem er snillingur að sjóða saman eitthvað úr engu. Því hanga þeir bláu alltaf í og við Evrópusætin en það vantar leikmenn! Strax! Roy Hodgson gerði undraverða hluti með WBA- liðið í fyrra. Bjargaði því ekki bara frá falli heldur stýrði því upp í miðja deild. Hann er snillingur að stýra minni klúbbum og hefur verið skyn- samur á leikmannamarkaðinum. Mikið hefur verið verslað með markverði en kaupin á Shane Long frá Reading eru gríðarlega áhugaverð. Þar fer leikmaður sem er fljótur, áræðinn og mikill markaskorari. 11. Bolton Þjálfari: Owen Coyle. Sæti í fyrra: 14. Komnir: Chris Eagles frá Burnley, Tyrone Mears frá Burnley, Nigel Reo-Coker frá Aston Villa, Darren Pratley frá Swansea. Farnir: Matthew Taylor til West Ham, Ali Al-Habsi til Wigan, Johan Elmander til Galatasaray, Jlloyd Samuel til Cardiff, Joey O’Brien til West Ham, Tamir Cohen til Maccabi Haifa. Það ætti kannski að spá Bolton neðar. En Owen Coyle er bara með svo flotta sýn á hlutina og mikill baráttujaxl. Kaup og sölur hafa ekki verið neitt ótrúlega sterkar þótt Chris Eagles sé leikmaður sem fróðlegt verður að sjá aftur í úrvalsdeildinni. Slatta af rusli hefur verið sópað út en þó var vont fyrir Bolton að missa Johan Elmander. Grétar Rafn Steinsson er kominn með samkeppni í hægri bakvörðinn frá Tyrone Mears sem reyndar meiddist illa um daginn. Grétar ætti því að eiga stöðuna. 12. Fulham Þjálfari: Martin Jol. Sæti í fyrra: 8. Komnir: Pajtim Kasami frá Palermo, Marcel Gecov frá Slovan Liberec, John Arne Riise frá Roma, Csaba Somogyi frá Rakospalota, Dan Burn frá Darlington. Farnir: Jonathan Greening til Nottingham Forest, Zoltan Gera til WBA, Diomansy Kamara til Leicester, John Paintsil til Leicester. Martin Jol er kominn aftur í enska boltann og er aftur að stýra liði í Lundúnum sem spilar í hvítum búningum. Núna er það aftur á móti Fulham en ekki Tottenham. Lítið hefur verið gert með leikmannahópinn sem er þó nokkuð sterkur og Craven Cottage hefur verið einn erfiðasti heimavöllurinn undanfarin ár. Það hefur þó lengi vantað fleiri afgerandi leik- menn í Fulham-liðið en góðu fréttirnar eru þó þær að Bobby Zamora er heill og hefur verið ferskur á undirbúningstímabilinu. 13. QPR Þjálfari: Neil Warnock. Sæti í fyrra: 1. (B-deild) Komnir: D.J. Campbell frá Blackpool, Danny Gabbidon frá West Ham, Jay Bothroyd frá Cardiff, Kieron Dyer frá West Ham. Farnir: Pascal Chimbonda til Blackburn. DV ætlar að spá því að QPR verði spútnikliðið í ár. Neil Warnock er stjóri af gamla skólanum en hann kann svo sannarlega að setja saman lið og mynda stemningu. Það getur líka myndast ótrúlegt andrúmsloft á Loftus Road, heimavelli QPR, og verður það vígi QPR í ár. Það virðist sem svo að liðið haldi líka sínum besta manni frá því á síðasta tímabili, Adel Taaarabt, í það minnsta fram að jólum. Það eitt gæti skilað liðinu helling af stigum en Taarabt gjörsamlega rúllaði yfir Championship- deildina í fyrra. 14. Newcastle Þjálfari: Alan Pardew. Sæti í fyrra: 12. Komnir: Gabriel Obertan frá Manchester United, Sylvain Marveaux frá Rennes, Demba Ba frá West Ham, Yohan Cabaye frá Lille, Mehdi Abeid frá Lens. Farnir: Kevin Nolan til West Ham, Kazenga LuaLua til Brighton. Blackburn gerði vel í að bjarga sér í fyrra en tímabilið núna verður heldur enginn dans á rósum. Liðið er illa mannað og þótt skoskur landsliðs- maður með ótrúlega fyndið nafn hafi verið keyptur er hann algjörlega óreyndur í bestu deild í heimi. Þótt DV spái því að Blackburn hangi áfram í deildinni verður það aðeins á bláþræði og lítið má fara úrskeiðis ætli strák- arnir í Blackburn ekki að kveðja þessa deild á ný. Gulu og grænu kanarífuglarnir eru komnir aftur upp en Skotinn Paul Lambert hefur unnið algjört kraftaverk með liðið síðan hann tók við því fyrir tveimur árum. Hann tók við því í 1. deildinni og vann hana á fyrsta ári. Svo í fyrra kom hann liðinu upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. Lambert er fyrrverandi atvinnumaður og vann meðal annars Meistara- deildina með Dortmund árið 1997. Lítið er til af peningum hjá Norwich og anga kaupin af liði sem er að fara að falla. Það verður líka raunin, sama hversu mikill kraftaverkamaður Paul Lambert er. 20. Norwich Þjálfari: Paul Lambert. Sæti í fyrra: 2. (B-deild). Komnir: Kyle Naughton frá Tottenham, Anthony Pilkington frá Huddersfield, Bradley Johnson frá Leeds, Elliott Bennett frá Brighton, James Vaughan frá Everton, Ritchie de Laet frá Manchester United á láni, Steve Morison frá Millwall. Farnir: Rob Edwards til Barnsley, 19. Swansea Þjálfari: Brendan Rodgers. Sæti í fyrra: Upp í gegnum umspil. Komnir: Wayne Routledge frá Newcastle, Leroy Lita frá Middlesbrough, Jose Moreira frá Benfica, Danny Graham frá Watford. Farnir: Enginn. Newcastle er að fara inn í tímabilið í miðju rifrildi við Joey Barton sem var rekinn um daginn en er nú byrjaður að æfa aftur. Alan Pardew hefur gert ágætis kaup í Sylvain Marveaux og Demba Ba en stórt spurningamerki má setja við kaupin á Gabriel Obertan. Með fleiri leikjum gæti hann þó þroskast í flottan fótbolta- mann. Newcastle er með einn flottasta heimavöllinn í deildinni og dyggustu og háværustu stuðningsmennina. Þeir þurfa að láta vel í sér heyra í ár. Úlfarnir björguðu sér á ævintýrlegan hátt í fyrra og sluppu þar við fall á öðru ári í deildinni. Þeir appelsínugulu horfa nú fram á veginn og hafa styrkt sveit sína meðal annars með miðverð- inum Roger Johnson frá Birmingham sem meðal annars Arsenal hafði lengi horft til. Úlfarnir geta verið engum líkir og berjast til síðasta flauts. Það hefur haldið þeim á floti í deildinni þannig að haldi menn að þeir séu orðnir eitthvað svalir, fastagestir í úrvalsdeildinni getur farið mjög illa. Úlfarnir eru baráttan ein og hún verður að haldast. 15. Úlfarnir Þjálfari: Mick McCarthy. Sæti í fyrra: 17. Komnir: Roger Johnson frá Birmingham, Dorus di Vries frá Swansea, Jamie O’Hara frá Tottenham. Farnir: David Jones til Wigan, Michael Mancienne til Hamburg SV. Það er eins og Aston Villa hafi gjörsamlega engan metnað til að gera eitt né neitt. Að liðið hafi endað í níunda sæti í fyrra er í raun ótrúlegt því þegar tímabilinu var að ljúka var liðið að falla. Enn og aftur hafa skærustu stjörnur liðsins verið seldar en bæði Downing og Young eru farnir. Charles N’Zogbia eru góð kaup en hann getur ekki gert neitt einn. Eins verður flott að sjá Shay Given aftur á milli stanganna en Villa lyktar af metnaðarleysi og það mun skína í gegn hjá leikmönnum liðsins. 16. Aston Villa Þjálfari: Alex McLeish. Sæti í fyrra: 9. Komnir: Charles N’Zogbia frá Wigan, Shay Given frá Manchester City. Farnir: Stewart Downing til Liverpool, Ashley Young til Man. United, Brad Friedel til Tottenham, Nigel Reo-Coker til Bolton, Isaiah Osbourne til Hibernian. Eins og segir í auglýsingunni: Ef Wigan gat haldið sér uppi í fyrra með þennan mannskap er allt hægt. Það ætti í raun að gera kvikmynd um tímabil Wigan í fyrra svo ótrúlegt er að þetta skelfilega lið hafi haldið sér í deildinni. Og það besta – eða versta – er að eigin- lega öllum í bænum var sama. Áhuginn er sama og enginn og völlurinn ekki einu sinni fullur þegar stórliðin koma í heimsókn. Nú er N’Zogbia farinn og David Jones er ekki að fara að bjarga málunum. Töfrar Roberto Martinez duga ekki til að bjarga þessu liði. 18. Wigan Þjálfari: Roberto Martinez. Sæti í fyrra: 16. Komnir: David Jones frá Úlf- unum, Ali Al-Habsi frá Bolton. Farnir: Charles N’Zogbia til Aston Villa, Jason Koumas til Cardiff, Steven Caldwell til Birmingham. 17. Blackburn Þjálfari: Steve Kean. Sæti í fyrra: 15. Komnir: Radosav Petrovic frá Partizan Belgrad, David Goodwillie frá Dundee United, Mariano Pavone frá Riber Plate, Myles Anderon frá Leyton. Farnir: Jermaine Jones til Schalke, Phil Jones til Man. United. 10. WBA Þjálfari: Roy Hodgson. Sæti í fyrra: 11. Komnir: Márton Fülöp frá Ipswich, Ben Foster frá Birmingham, Zoltan Gera frá Fulham, Shane Long frá Reading. Farnir: Scott Carson til Bursaspor, Boaz Myhill til Birmingham, Abdoulaye Meïté til Dijon. Swansea mun heilla marga í ár með skemmti- legri spilamennsku en þjálfarinn Brendan Rodgers vill að sínir menn spili boltanum og skori mörk. Því miður er leikmannahópurinn hjá þessu fyrsta velska liði til að spila í úrvals- deildinni ekki nægilega sterkur til að hanga uppi. Það gæti vel verið að Swansea fari vel af stað en þegar fer að líða á tímabilið fara fleiri og fleiri leikir að tapast. Þessu ævintýri lýkur fljótt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.