Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Síða 12
Ö gmundur Jónasson innan- ríkisráðherra og æðsti yfir- maður dóms- og lögreglu- mála í landinu, verður ekki viðstaddur setningu Alþing- is á laugardagsmorgun. Ögmundur hefur verið á ferðalagi erlendis und- anfarna daga og hefur ekki svarað fyrirspurn DV um málið. Úr innan- ríkisráðuneytinu fengust hins vegar þær upplýsingar að Ögmundur mæti ekki á setninguna þar sem hann er í útlöndum. Skýtur skökku við Það vekur óhjákvæmilega undrun að ráðherrann skuli vera fjarver- andi setningu sama þings og lög- reglan neitar að standa heiðursvörð við og hreinlega þarf að skikka lög- reglumenn til að vinna á Austurvelli þennan daginn vegna kjarabaráttu þeirra. Engar ástæður eru hins vegar gefnar upp fyrir því hvers vegna Ög- mundur sér sér ekki fært að vera við- staddur setninguna. Samkvæmt upplýsingum DV er Ögmundur í Mexíkó á ráðstefnu um samgöngumál. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, segir það vissulega skjóta skökku við að Ögmundur skuli ekki vera viðstaddur á þessum tíma, það hafi legið fyrir áður en hann fór út að ólga í röðum lögreglumanna væri mikil og að menn hafi gert breytingar á áformum sínum. Hins vegar kunni ráðstefnan að vera mikilvæg. Samkvæmt heimildum DV er bú- ist við því að allnokkur forföll verði við þingsetninguna á meðal þing- manna. Þannig mun Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa sagst vera önn- um kafinn við verkefni í kjördæmi sínu á laugardaginn og geta því ekki verið viðstaddur. Heimildir eru fyrir því að margir þingmenn séu á sömu braut og Sigmundur Ernir, þeir hafi reynt að finna sér ástæður til að vera ekki viðstaddir. Allt upp í 50 prósent þingmanna kunni að verða fjarver- andi á laugadag. Afar sjaldgæft er að þingmenn láti ekki setningu Alþingis ganga fyrir í störfum sínum. Lýsir ástandinu Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, er ein þeirra sem hafa gagnrýnt harðlega andrúms- loftið á Alþingi. Í samtali við DV segir hún það lýsandi fyrir ástandið í land- inu ef stjórnvöld og stjórnmálamenn eru á flótta undan almenningi. „Mér finnst mestu máli skipta að þetta er kjánaleg athöfn og það líður eng- um vel undir þessu. Gæsagangur- inn með heiðursvörð lögreglunnar og að hann verður ekki á staðnum heldur komi óeirðalögregla í staðinn og að sama skapi komi upp mál þar sem lögreglan fer ekki eftir lögum. Það líka að stjórnvöld og stjórnmála- menn séu á flótta undan almenningi. Þetta lýsir ástandinu í landinu í hnot- skurn. Stjórnvöld hafa ekkert traust og það er enn minna traust á stjórn- arandstöðuna vegna þess hvernig hún hefur hagað sér að undanförnu. Það er ekki talað við fólk og það er ekki verið að hlusta á fólk,“ segir Mar- grét. Biskup mætir ekki Áður hafði Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, boðað forföll á setningu Alþingis, en haft var eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur, varaforseta Alþing- is, á vefmiðlinum Smugunni að ekki væri vitað um ástæðuna en sam- kvæmt Biskupsstofu verður hann lík- lega staddur í Niðarósi um helgina. Í hans stað kemur Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. Nánast samfellt frá árinu 1845 hefur biskup verið viðstaddur þingsetn- ingu. Mögulegt er að einhvern tíma á þessum 166 árum hafi biskup forfall- ast vegna veikinda. Áður höfðu þingmenn Hreyfing- arinnar mótmælt því að biskupinn ætti að leiða þingmenn frá Dóm- kirkjunni og inn í sali Alþingis. Það þætti hreinlega óviðeigandi og ekki síst í ljósi viðbragða biskupsins við kynferðisbrotamálum Ólafs Skúla- sonar. 12 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Ú T S A L A 17,6 kw/h Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 106.000 74.900 YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI 13,2 kw/h FULLT VERÐ 59.900 39.900 Grill sem endast FULLT VERÐ 139.000 99.900 www.grillbudin.is Opið laugardag og sunnudag til kl. 16 „Mér finnst mestu máli skipta að þetta er kjánaleg athöfn og það líður engum vel undir þessu. n Yfirmaður lögreglumála tekur ráðstefnu í Mexíkó fram yfir setningu Alþingis n Biskup boðar forföll n Búist við að margir þingmenn mæti ekki n „Lýsir ástandinu í landinu í hnotskurn“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Ögmundur ekki við þingsetningu Fjarverandi Biskupinn fékk óblíðar móttökur í fyrra og er á ráðstefnu erlendis að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.