Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Qupperneq 46
46 | Sport 30. september–2. október 2011 Helgarblað Nágrannaslagir af bestu gerð n Everton og Liverpool berjast um bítlaborgina n Tottenham fær Arsenal í heimsókn n Adebayor mætir Arsenal í búningi liðsins sem hann hataði n Kuyt skorar alltaf gegn Everton en kemst ekki í liðið F yrsti og síðasti leik- ur helgarinnar í enska boltanum verða sann- kallað augnakonfekt því þar verður um alvöru nágranna slagi að ræða. Helgin verður flautuð af stað í hádeg- inu á laugardaginn þegar Ever- ton og Liverpool mætast í bar- áttunni um bítlaborgina en leikurinn hefst klukkan 11.45 að íslenskum tíma. Átta leikj- um síðar kemur svo að slagnum um Norður-Lundúnir þar sem Tottenham fær Arsenal í heim- sókn á White Hart Lane klukkan 15.00 á sunnudaginn. Leikur- inn í Lundúnum er sannarlega leikur sem Arsenal hreinlega verður að vinna ætli það ekki að heltast enn frekar úr lestinni í baráttunni um sæti í Meistara- deildinni. Emmanuel Adebayor mætir þar aftur sínum gömlu félögum í Arsenal og nú í bún- ingi liðsins sem Arsenal-menn hata. Adebayor er vægast sagt ekki vinsælasti maðurinn hjá Arsenal eftir 100 metra sprettinn fræga sem hann tók með Man- chester City fyrir tveimur árum. Barist í bítlaborginni Liverpool hefur haft tangarhald á nágrönnum sínum í Everton undanfarin ár. Allt þar til í fyrra þegar Everton náði í fjögur stig af af sex mögulegum í viður- eignum sínum gegn Liverpool með sigri á heimavelli og jafnt- efli á útivelli. Tímabilið í fyrra var þó að stórum hluta martröð fyrir Liverpool-menn, eða allt þar til kóngurinn Kenny bjarg- aði málunum. Það sem ein- kennir viðureignir þessara liða undanfarin tímabil er að einn maður virðist ekki getað reim- að á sig skóna í þessum nágran- naslag án þess að skora. Hol- lendingurinn Dirk Kuyt virðist nefnilega elska að skora gegn Everton. Hann skoraði annað mark Liverpool í viðureignum liðanna í fyrra, eitt mark í báð- um leikjunum tímabilið þar á undan og bæði í fræknum 2–1 sigri árið 2008 svo dæmi séu tekin. Kuyt hefur þó ekki hlotið náð fyrir augum Kenny Dalgl- ish á þessari leiktíð en þessi harðduglegi leikmaður hefur þurft að verma tréverkið meira og minna á tímabilinu. Kuyt vonast til að fá tækifæri gegn Everton á laugardaginn. „Það væri gaman að fá að spila þennan leik því þetta er einn af stærstu leikjum tímabils- ins. Að skora sigurmark í svona leik er einhver besta tilfinning sem ég hef fundið. Leikirnir gegn Everton eru eitthvað sem ég hef virkilega gaman af og það eru þessir leikir sem mað- ur vill spila. Líka þessi leikur, Liverpool gegn Everton, þetta er bara einn af stærstu leikj- um ársins á Englandi á hverju tímabili. Að vinna svona leik er einstakt, sérstaklega á útivelli,“ segir Kuyt. Heppinn að vera á heimavelli Tímabilið hjá Arsenal hefur vægast sagt farið illa að stað og var liðið nú í vikunni hreinlega heppið að leggja gríska liðið Olympiakos að velli í Meistara- deildinni. Varnarleikur liðs- ins er losaralegur, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem enginn í teignum virðist vita hvað hann á að gera. Leikurinn um helgina gegn erkifjendun- um í Tottenham er liðinu gríð- arlega mikilvægur. Bæði þarf Arsenal einfaldlega á stigunum að halda í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni að ári og einnig þarf liðið að sanna fyrir sjálfu sér að það geti unnið gott lið. Það vantar nefnilega mikið upp á sjálfstraustið í Arsenal- liðinu og Robin van Persie get- ur ekki alltaf komið til bjargar. Á sunnudaginn hittir Arse- nal fyrir gamlan félaga sem nú er orðinn óvinur, Emmanuel Adebayor. Tógómaðurinn öfl- ugi var í miklum metum hjá Arsenal áður en hann elti pen- ingana til Manchester City. Hann fór síðan úr því að vera illa liðinn hjá Arsenal í það að vera hataður þegar hann tók 100 metra sprett að stuðnings- mönnum Arsenal og fagnaði fyrir framan þá eftir að hafa skorað fyrir City. Nú er hann án efa orðinn enn óvinsælli enda kominn í treyju Totten- ham. Hann hefur þó farið vel af stað með þeim hvítu og munu stuðningsmenn Tottenham taka hann í sátt skori hann gegn Arsenal á sunnudaginn. Stuðn- ingsmenn Tottenham eru þó þeir sem sömdu um Adebayor einhvern dónalegasta níðsöng í enska boltanum. En hlutirnir eru fljótir að breytast þegar mörk eru skoruð. Baðst afsökunar „Hann baðst afsökunar eft- ir City-atvikið en hvað gerði hann í rauninni sem var svo rangt,“ segir Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, sem hefur nýtt vikuna í að verja sinn mann og róa mann- skapinn fyrir átökin gegn Arse- nal um helgina. „Hann baðst afsökunar eftir það atvik en þann daginn hafði hann fengið það óþvegið frá sínum gömlu stuðningsmönnum allan leik- inn. Hann bara brást svona við. Þegar hann skoraði þá bara réð hann ekki við sig. Það verður alltaf þannig að menn verða illa liðnir þegar þeir fara frá félögunum sínum en vana- lega standa þeir sig vel. Í fyrra spilaði William Gallas fyrir mig eins og herforingi og var mað- ur leiksins. Hann sýndi virki- legan karakter í þeim leik og ég er viss um að Adebayor geti gert það sama á sunnudaginn,“ segir Harry Redknapp. Leikir helgarinnar Laugardagur 1. október 11.45 Everton - Liverpool 14.00 Aston Villa - Wigan 14.00 Blackburn - Man. City 14.00 Man. United - Norwich 14.00 Sunderland - WBA 14.00 Úlfarnir - Newcastle Sunnudagur 2. október 12.30 Bolton - Chelsea 14.00 Fulham - QPR 14.00 Swansea - Stoke 15.00 Tottenham - Arsenal Staðan 1 Man. Utd 6 5 1 0 22:5 16 2 Man. City 6 5 1 0 19:5 16 3 Chelsea 6 4 1 1 12:7 13 4 Newcastle 6 3 3 0 7:3 12 5 Liverpool 6 3 1 2 8:8 10 6 Tottenham 5 3 0 2 9:9 9 7 Stoke 6 2 3 1 4:6 9 8 Aston Villa 6 1 5 0 7:5 8 9 QPR 6 2 2 2 5:7 8 10 Everton 5 2 1 2 6:6 7 11 Wolves 6 2 1 3 5:8 7 12 Arsenal 6 2 1 3 9:14 7 13 Sunderland 5 1 2 2 6:4 5 14 Norwich 5 1 2 2 5:7 5 15 Wigan 6 1 2 3 5:9 5 16 Swansea 6 1 2 3 4:9 5 17 Fulham 6 0 4 2 4:7 4 18 Blackburn 6 1 1 4 8:13 4 19 WBA 6 1 1 4 3:8 4 20 Bolton 6 1 0 5 8:16 3 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Óvinsæll Emmanuel Adebayor á nákvæmlega ekkert inni hjá stuðnings- mönnum Arsenal. Vill vinna Kenny Dalglish er með Liverpool-hjarta og vill vinna Everton. Hart barist Það er alltaf fjör þegar Everton og Liverpool mætast. myndir rEuTErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.