Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 54
54 | Fólk 30. september–2. október 2011 Helgarblað Tveir drengir á leiðinni Blaðamannahjónin Andrés Magnússon og Auðna Hödd Jónatansdóttir hafa bæst í hóp þekktra Íslendinga sem eiga von á tvíburum á næstu mán- uðum. Hjónin eiga saman eitt barn og bæði eiga þau börn af fyrra sambandi og nú munu tveir drengir bætast í hópinn. Aðrir frægir sem eiga von á tví- burum eru iðnaðarráðherrann Katrín Júlíusdóttir með sínum manni, leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirs- son og Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson en Tinna er dóttir Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Slá í gegn er best Í viðtali við skemmtiritið Monitor upplýsir stórsöngv- arinn Egill Ólafsson hvert uppáhaldslag hans með Stuð- mönnum er. „Með fullri virð- ingu fyrir öllum lögum Stuð- manna þá held ég að lagið Slá í gegn sé kannski það lag sem hefur höfðað til flestra enda meistaralega samið af Valla [Valgeiri Guðjónssyni, innsk. blm.],“ segir Egill sem viður- kennir þó að fá stundum leiða á lögunum sem hann hefur þurft að syngja í nokkra tugi ára. „Já, já, ég þurfti oft að taka á öllu mínu til þess að komast í gegnum þau,“ segir Egill við Monitor. É g segi bara nó kom- ment. Eða ókei, kannski. Hugsanlega,“ segir Vilhjálmur Þór Davíðsson þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé að elta ástina til Noregs en Vilhjálmur mun flytja til Berg- en í næsta mánuði. „Ég tók þessa ákvörðun í skyndi en mig langar að rífa mig upp úr hversdagslegri tilverunni hér heima og upplifa ný ævintýri,“ segir Vilhjálmur sem sigraði í keppninni Herra Gay Ísland í fyrra og átti í kjölfarið að keppa í Mr Gay Europe. „Keppnin var flautuð af en svo var hún hald- in síðar en með miklu minna sniði en upphaflega stóð til og þá komst ég ekki vegna anna,“ segir Vilhjálmur sem hefur borið titilinn Herra Gay Ís- lands í að verða tvö ár. „Það er ekki búið að kjósa arftaka svo ég er farinn að halda að ég eigi að bera þennan titil enda- laust,“ segir hann hlæjandi en bætir við að hann mæli með að þessari keppni verði haldið við. „Mér finnst virkileg þörf á svona keppni því mín þátt- taka varð til þess að ég opn- aðist mikið sem einstaklingur auk þess sem ég lærði mikið um mannréttindabaráttu sam- kynhneigðra sem varð svo til þess að ég fór að kynna mér þau mál enn betur. Ég er ekk- ert endilega talsmaður fegurð- arsamkeppna en þegar þessar keppnir snúast meira um innri pakkann þá er ég „all for it“.“ Vilhjálmur Þór er spenntur fyrir að komast til Noregs en segir marga vini hans hneyksl- aða á að hann velji ekki ein- hvern meira spennandi stað en Bergen. „Þeir segja að þetta sé eins og Selfoss. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Ég hlakka bara til að koma mér inn í nýja borg og hefja nýtt líf.“ indiana@dv.is n Herra Gay Ísland eltir ástina til Noregs n Ber titilinn enn tveimur árum seinna Nýtt líf í Bergen Herra Gay Ísland Vilhjálmur Þór var einn af sex strákum sem kepptu um titilinn. Hann segir að ekki hafi verið krýndur arftaki og er hræddur um að hann beri titilinn ævilangt. Spenntur Vilhjálmur ætlar að flytja til Bergen í Noregi. Vinum hans finnst hann geta valið meira spenn- andi stað en að þeirra sögn er Bergen eins og Selfoss. myNd GuNNar GuNNarSSoN Þ að hefðu ekki fleiri kom- ist fyrir í húsinu,“ segir kvikmyndagerðarmað- urinn Hrafn Gunnlaugs- son sem í tengslum við RIFF- kvikmyndahátíðina hélt bíókvöld heima hjá sér við miklar og góðar undirtektir. Sjálfur hafði hann gaman af því að fá gestina heim í höllina við Laugarnesið. „Ég skemmti mér alveg ágætlega. Ég hef aldrei gert svona áður en það er tölu- vert öðruvísi að horfa á mynd- ir með öðrum en að vera einn,“ segir Hrafn. Myndin sem varð fyrir val- inu var hið sígilda Gullæði eft- ir Chaplin. „Það er ein af fáum kvikmyndum sem er algjört höfundarverk. Hann leikstýrir, leikur aðalhlutverkið og sem- ur líka tónlistina. Það var mjög fróðlegt að rifja þessa mynd upp fannst mér. Ég stoppaði myndina á nokkrum köflum sem ég vildi vekja athygli á og svo sat ég fyrir svörum eft- ir myndina. Það komu marg- ar spurningar því þarna mætti fólk sem hafði raunverulegan áhuga á kvikmyndagerð,“ segir Hrafn sem bauð auðvitað upp á bíógóðgæti með myndinni. „Það var kók og sódavatn og popp í boði. Svo var mynd- inni hent upp á tjald með kast- ara. Þetta var mjög ánægjulegt kvöld,“ segir Hrafn sem getur vel hugsað sér að gera svona aftur að ári. „Það gæti bara vel verið. Þá myndi ég kannski sýna mína eigin mynd og út- skýra hana. Ég er viss um að margir hefðu áhuga á því,“ seg- ir Hrafn Gunnlaugsson. tomas@dv.is n Áhugafólk sá Chaplin í Laugarnesinu Hrafninn bauð í bíó málin útskýrð Hrafn Gunnlaugsson sat fyrir svörum eftir að Chaplin hafði lokið sér af. Fullt út úr dyrum Mikill áhugi var fyrir heimabíóinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.