Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað É g er furðu lostinn yfir þessu,“ segir Sigurjón Þórðarson, for- maður Frjálslynda flokksins. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú stefnt Reykjavíkurborg vegna fjárframlaga sem Ólafur F. Magnús- son, læknir og fyrrverandi borgar- stjóri, lét borgina greiða inn á reikn- ing nýstofnaðs Borgarmálafélags F-lista árið 2008. Þá hafði Ólafur sagt skilið við Frjálslynda flokkinn. Aðal- meðferð fór fram í málinu á fimmtu- dag. Í áliti samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins sáluga, sem DV hef- ur undir höndum, kemur fram að borginni hafi borið að greiða Frjáls- lynda flokknum fjárframlagið en ekki Ólafi eða Borgarmálafélagi hans. Upphæðin sem um ræðir nemur um 3,4 milljónum króna. Lét færa peningana inn á sitt félag Í borgarstjórnarkosningunum árið 2006 fékk Frjálslyndi flokkurinn einn mann kjörinn. Efsti maður á lista var Ólafur F. Magnússon. Frjálslyndi flokkurinn fékk framlag ársins 2007 greitt en ekki árið 2008, en þá var Ólafur ekki lengur í flokknum og var raunar borgarstjóri fyrri hluta þess árs. Að sögn lögmanns Frjálslynda flokksins, Björns Jóhannessonar, hefur verklag borgarinnar verið á þann veg að efsti maður á lista sendir borginni upplýsingar um hvert skuli senda peningana. Ólafur hafi látið millifæra féð á reikning síns félags, Borgarmálafélagsins. Björn segir að borgin hafi verið tvístígandi árið eft- ir og sent erindi til innanríkisráðu- neytisins vegna málsins. „Þeir gefa það álit að þetta tilheyri Frjálslynda flokknum. Framlagið fyrir árið 2009 og 2010 fór til Frjálslynda flokksins, eins og vera bar.“ Björn segir að Reykjavíkurborg beri ekki brigður á að Frjálslynda flokknum bar að fá þetta framlag. Hún telji sig hins vegar hafa uppfyllt skyldu sína með því að greiða félagi Ólafs F. Samkvæmt upplýsingum DV bar borgin fyrir dómi að hún hefði greitt framlagið í góðri trú til Ólafs, sem hún lítur svo á að hafi haft um- boð til að ráðstafa fénu. Þess má geta að alls er um að ræða á bilinu sex til sjö milljónir króna, þegar búið er að reikna vexti á upp- hæðina frá 2008 og annan kostnað. Féð fari til Frjálslynda flokksins Að sögn Sigurjóns hefur Besti flokk- urinn virt álit ráðuneytisins að vett- ugi. Þeir hafi ekki tekið upp við- ræður við Frjálslynda flokkinn og látið eins og álitið sé ekki til staðar. Í álitinu segir meðal annars að óum- deilt sé að Frjálslyndi flokkurinn sé þau stjórnmálasamtök sem buðu fram F-lista frjálslyndra og óháðra í Reykjavík í sveitarstjórnarkosning- unum 2006. Listinn fékk 10,1 pró- sent atkvæða. Í niðurlagi segir að það sé álit ráðuneytisins að Frjáls- lyndi flokkurinn eigi rétt til framlags Reykjavíkurborgar. Engu máli skipti hvort og hvenær Ólafur F. Magnús- son hafi verið í flokknum. Ljóst sé að framlagið sé skilgreint sem framlag til stjórnmálasamtaka en ekki sem framlag til kjörins einstaklings. Sigurjón er afar ósáttur við að borgin, eða Besti flokkurinn, hafi ekki viljað leysa málið nema fyrir dómstólum. Hann segir raunar að fyrrverandi formaður flokksins, Guð- jón Arnar Kristjánsson, hafi eitt sinn verið boðaður á fund Jóns Gnarr borgarstjóra vegna málsins en að borgarstjórinn hafi ekki mætt. Guð- jón staðfestir þá frásögn í samtali við DV en S. Björn Blöndal, aðstoðar- maður borgarstjóra, kannast ekki við fundarboðið. Hann hafi sjálfur setið fund með Sigurjóni þar sem málin voru rædd án niðurstöðu. Björn seg- ir að hafi Frjálslyndi flokkurinn at- hugasemdir við verklag Reykjavíkur- borgar sé honum frjálst að leita réttar síns fyrir dómi, eins og reyndin sé. Segir Ólaf hafa misnotað vald sitt Sigurjón er óhress með að málið þurfi að fara fyrir dómstóla þegar skýrt álit ráðuneytis um málið liggi fyrir. „Það er ljóst samkvæmt lögunum hvernig þetta á að vera. Mér finnst þetta hálf- gert pólitísk níðingsverk sem Besti flokkurinn hefur framið,“ segir hann. Hann segir að hægt hefði verið að leysa málið með tíu mínútna spjalli yfir kaffibolla. Þá hefði verið hægt að komast hjá miklum kostnaði. Guð- jón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir í samtali við DV að hann telji athæfi Ólafs F. ólöglegt. „Að stofna félag eftir kosningar og reyna að halda því fram að það eigi rétt á einhverjum fjár- munum út af kjörfylgi annars flokks er fráleitt.“ Guðjón Arnar segir Ólaf hafa misnotað vald sitt sem borgar- stjóri með því að koma í veg fyrir að fjármunirnir færu á þann stað sem vera bar. Hann nefnir sem dæmi að Hreyfingin eigi engan rétt á pening- unum sem Borgarahreyfingin afli sér eftir að hafa náð mönnum inn á þing – jafnvel þó þingmennirnir sjálfir færi sig um set. Ólafi F. Magnússyni og Borgar- málafélaginu var stefnt til réttargæslu í málinu. Það þýðir að Ólafur átti þess kost að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, án þess að honum væri stefnt. Hann mætti ekki fyrir dóminn og hefur ekki látið sig málið varða en ekki er ólíklegt að niðurstaðan gæti haft afleiðingar fyrir hann. Ekki náð- ist í Ólaf F. Magnússon vegna fréttar- innar, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Hann starfar sem læknir en ku vera í veikindaleyfi. Líklegt er að dómur falli innan fjögurra vikna. „Níðingsverk“ Besta flokksins n Frjálslyndir í baráttu við borgina n Vilja fá peningana sem Ólafur F. tók Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Saltkaupum í allar sínar vörur! Þessigamligóði virðing gæði „Mér finnst þetta hálfgert pólitísk níðingsverk sem Besti flokkurinn hefur framið Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins Ólöglegt? Guðjón Arnar segir Ólaf hafa misnotað vald sitt. Leitið til dómstóla Besti flokkur Jóns Gnarr vill ekki leiðrétta að greiðslur til Frjáls- lynda flokks hafi runnið til Ólafs F. Ósáttur Sigurjón er ósáttur við að málið þurfi að leysa fyrir dómstólum. Hann kvíðir ekki niðurstöðu dómsins. Varð borgarstjóri Ólafur F. Magnússon fékk peninga milli- færða á sitt félag. Össur í Rúmeníu: Meira sam- starf á milli landanna Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra fundaði á fimmtudag með utanríkisráðherra Rúmeníu, þingforseta rúmenska þingsins og Evrópuráðherra Rúmeníu. Össur er í opinberri heimsókn í Rúm- eníu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur utanríkisráðherra sækir landið heim undir þeim formerkj- um. Á fundunum lagði Össur meðal annars fram hugmyndir um að nýta styrki úr Þróunarsjóði EFTA, sem Ísland á aðild að, til að hefja jarðhitaverkefni í Rúmeníu. Í til- kynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að í vesturhluta Rúm- eníu séu mörg svæði sem henta til að setja upp hitaveitur. Jafnframt ræddi utanríkisráðherra ítarlega stöðu aðildarumsóknar Íslendinga að Evrópusambandinu. Teodor Baconschi, utanríkis- ráðherra Rúmeníu, lýsti miklum áhuga á því að nýta styrki úr Þró- unarsjóði EFTA til jarðhitavæðingar en íslenskir aðilar, Orkustofnun og Mannvit, hafa lýst áhuga á að koma að slíkum verkefnum og eru í við- ræðum við rúmensk stjórnvöld um það. Ráðherrarnir voru á einu máli um að auka mætti viðskipti ríkjanna og ræddu hugmyndir um það til að mynda með því að halda þing sprotafyrirtækja. Utanríkisráðherra Rúmeníu lýsti áhuga á að læra um hvernig Íslendingar hafi byggt upp velferðarkerfi sitt og hvernig þjóðin hafi náð því að komast í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni. Utanríkisráðherra skýrði gang- inn í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og hétu Rúm- enar fullum og eindregnum stuðn- ingi við umsókn Íslands. Þeir hefðu skilning á því að einstakir þættir viðræðnanna, eins og um sjávar- útvegsmál, skiptu sköpum þegar kæmi að því að íslenska þjóðin tæki afstöðu til samningsins. Utanríkisráðherra tilkynnti rúmenska ráðherranum að frá og með áramótum hefðu takmarkanir á flutningi fólks frá Rúmeníu til Ís- lands á grundvelli EES-samningsins verið numdar úr gildi eins og hjá flestum Evrópuríkjum. Þá lýsti hann stuðningi við þátttöku Rúmena í Schengen-samstarfinu og í starfi Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD. Utanríkisráðherra átti sérstakan fund með Leonard Orban, Evrópu- málaráðherra Rúmeníu, sem fer með málefni Evrópusjóða, til að hvetja Rúmena til að setja meiri kraft í jarðhitaverkefnin. Þá átti ráðherra fund með Petru Filip, starfandi forseta rúmenska þingsins, sem einnig hefur mikinn áhuga á að hvetja til hitaveituverk- efna í vesturhluta landsins, þaðan sem hann kemur og var borgarstjóri um árabil. Allir lýstu viðmælend- urnir miklum vilja til samstarfs við Íslendinga og lögðu mikið upp úr að efla samband þjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.