Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Þ að leggst bara ágætlega og engan veginn í mig,“ seg- ir Valgeir hlæjandi þegar hann er spurður hvernig það leggist í hann að ná þeim tímamótum að verða sextugur. „Þetta er svona einhver mælistika sem er notuð. Nú tekur fólk minna mark á árafjöldanum, það hlustar meira á líkamann og sálina. Þjóð- félagið eiginlega ákvað hér áður fyrr að þegar þú varst orðinn ákveð- ið gamall þá værir þú bara búinn og sextugt þótti nú bara prýðilega hár aldur hérna einhvern tímann. Ég get nú ekki séð annað en að sextugt fólk í dag sé bara algjörlega í spræk- asta lagi. Ég finn ekkert fyrir aldrin- um – annaðhvort er ég svona vitlaus eða svona klár,“ segir hann og skellir upp úr. „Það er gaman að geta sagst vera orðinn 60 ára gamall en mér líð- ur ekkert þannig frekar en ég væri fimmtugur eða fertugur.“ Spilar með gömlu félögunum Blaðamaður mælir sér mót við Val- geir í húsinu að Tryggvagötu 11, starfsstöð þeirra beggja. Valgeir og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragn- arsdóttir, starfa á fjórðu hæðinni en DV er á annarri hæðinni. Fjórða hæðin er innréttuð í heimilislegum stíl og það er ekki laust við að sú til- finning sæki að blaðamanni að hann sé í heimsókn á heldri manna heim- ili hér í borg. Húsgögn og munir bera vott um það. Hér eru hjónin með að- stöðu sem þau leigja út til veisluhalda og hér halda þau líka námskeið. Undanfarna viku hafa þekkt dæg- urlög ómað af fjórðu hæðinni og létt starfsfólki DV lundina við vinnuna sem og líklega öðrum hér í húsinu. Hér hafa staðið yfir stífar æfingar fyr- ir afmælistónleika Valgeirs sem fram fara á sunnudaginn. Valgeir er einn afkastamesti lagahöfundur þjóðar- innar og því úr nægu að moða. Tónleikarnir verða haldnir í Eld- borg, stærsta salnum í nýrisnu tón- leikahúsi Íslendinga, Hörpu. Þar ætl- ar hann að flytja öll sín bestu lög og fær til aðstoðar við sig marga af fær- ustu tónlistarmönnum þessa lands. Meðal annars gömlu félagana úr Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum. Misstu tvö börn Valgeir er ánægður með að fá gömlu vinina með sér á svið. „Ég er svo kátur með þessa gömlu félaga mína, þetta er gert af svo fallegum hug,“ segir Val- geir einlægur. Oft hefur gustað um Valgeir og félaga hans í Stuðmönn- um og verið talað um deilur þeirra á milli en hann yfirgaf bandið seint á níunda áratugnum. „Allar hljómsveitir ganga í gegn- um ýmislegt eins og í hjónabönd- um. Það er gengið yfir hæðir og nið- ur í dali. Menn greinir á um hluti en við erum komin á þann stað að þetta byggir allt á væntumþykju og gagn- kvæmri virðingu. Það er bara eins og gengur. Það hefur nú kannski verið meira talað um vatnsglasið en vatnið. En ég meina, jú, ég hætti í Stuðmönnum. Það var náttúrulega bara fyrst og fremst af persónuleg- um ástæðum, fjölskylduaðstæðum,“ segir Valgeir hikandi en heldur svo áfram. „Það var erfitt að vera í hljóm- sveit og vera með fjölskyldu sem var að verða til. Á þessum tíma átt- um við einn son.“ Elsta soninn eign- uðust þau hjónin árið 1977, Árna Tómas. Þau höfðu hug á að stækka fjölskylduna en það gekk ekki sem skyldi. „Við reyndum að eignast fleiri börn en við misstum tvo syni þegar langt var komið á meðgöngu. Það gekk okkur mjög nærri og var afskap- lega erfið reynsla. Fyrir mér var þetta spurningin um að fjölskyldan er svo mikilvæg eining. Sérstaklega þegar maður er búinn að stofna til einnar slíkrar og það er komið barn. Eftir að ég hætti í Stuðmönnum eignuðumst við tvö börn til viðbótar. Börnin eru auðvitað augasteinar lífs okkar,“ segir hann brosandi. Hafa fært persónulegar fórnir Valgeir er lærður félagsráðgjafi og eiginkona hans Ásta Kristrún er lærð- ur náms- og starfsráðgjafi. „Haustið ´78 fórum við til náms í Noregi. Við komum heim eftir þrjú ár og þá var Ásta búin að ljúka framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf ofan á sitt BA-próf í sálarfræði hérna heima. Það varð starfsvettvangur hennar og minn reyndar að hluta til líka vegna þess að ég hef unnið með henni um langt skeið að þróun og útfærslu hennar aðferða við að leiðsegja fólki í námi og við að velja sér nám. Svona samhliða tónlistarstarfi mínu höfum við unnið mjög náið saman núna í tíu ár, við Ásta.“ Hjónin eru mjög samrýmd enda gengið í gegnum súrt og sætt sam- an. „Við erum mjög náin og það skilja ekki allir hvernig hægt er að búa saman og vinna saman. Við erum enn þá að því. Við höfum verið að vinna frumkvöðla- og nýsköpunar- starf. Það er ekkert grín í sjálfu sér. Við höfum fært persónulegar fórnir. Lagt það sem við höfum átt undir í þessu samhengi og sjáum núna fram á að við erum nær því en nokkru sinni fyrr að koma þessum verkum í þann farveg að þau fara að vinna fyrir sér og gera gagn fyrir allt þetta fólk.“ Ásta og Valgeir kynntust við óvenjulegar aðstæður árið 1975. Sameiginleg vinkona þeirra leiddi þau saman í fjallgöngu. „Það er til- tölulega rómantískt hvernig við kynntumst. Við gengum saman í litlum vinahópi frá Þingvöllum og yfir í Hvalfjörð. Það var mikil þoka á leiðinni og við sáum ekkert voða- lega mikið þegar við gengum þarna yfir þessa gömlu þjóðleið. Þarna ein- hvern veginn kviknaði nú eitthvert bál. Þarna gekk líka með okkur séra Þorbjörn Hlynur Árnason sem síð- ar varð prestur á Borg á Mýrum og gifti okkur löngu síðar, á fimmtugs- afmæli Ástu. Þessi gönguferð var ör- lagarík og stendur enn,“ segir Valgeir og brosir. „Á svipuðum tíma, kannski að- eins fyrr, kynntist Egill Ólafsson Tinnu Gunnlaugsdóttur. Þau er enn þá til sem hjón og það segir að þetta er alveg hægt í rokkinu. Þetta reynir auðvitað á ýmis bein og uppistöð- ur í okkur öllum. Við förum í gegn- um gleði og sorg saman og þetta allt styrkir sambandið.“ Sakaður um húsgagnastuld Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá hjónunum. Þau hafa þurft að þola ýmislegt sem hefur geng- ið ansi nærri þeim og reynt á sam- bandið til hið ýtrasta. „Við höfum bæði lent í erfiðum málum sem hafa tengst atvinnu hennar. Ég varð fyrir alveg ægilegu áfalli þegar ég var for- maður STEFs. Það var borið á mig að ég hefði misnotað aðstöðu mína í STEFi og svo gott sem stolið hús- gögnum,“ segir Valgeir alvarlegur og heldur áfram: „Þetta magnaðist upp þannig að mín stétt, tónskáld á léttari kantinum, skiptist í tvo hópa. Hvort þeir trúðu þessum áburði eða ekki. Ég tók þetta alveg ofboðslega nærri mér,“ segir hann með áherslu. „Það sanna í málinu var að það var verið að henda gömlum hús- gögnum, það átti að fara með þau á haugana. Þetta stóð á gangstéttinni fyrir utan STEF þegar ég kom þarna einhvern tímann, ég vissi ekki einu sinni að þetta stæði til. Ég spurði hvort ég mætti kaupa þetta. Mér var þá sagt að ég mætti kaupa þetta fyr- ir það sem það kostaði að fara með það á haugana. Sendibílsfargjaldið. Þannig að ég tók þessi húsgögn og borgaði fyrir flutninginn þannig að STEF bar ekki skaða af. En menn settust við símann og það var farið að breiða út þessa sögu, að ég hefði stolið þessum hús- gögnum,“ segir Valgeir og augljóst er að hann hefur tekið þetta nærri sér. Hann segist gruna ákveðna að- ila sem stóðu að baki áburðinum um að hafa viljað ryðja honum úr for- mannsstólnum. „Ég er búinn að vera að reyna að gleyma þessum nöfnum. Það hafa nú færri kannast við að hafa tekið þátt í þessu en gerðu. Þessu lauk með því að það bauð sig fram maður gegn mér í formanns- kjöri í Félagi tónskálda og textahöf- unda þar sem ég var felldur með einu atkvæði. Ég var þá búinn að vera þarna í eitt ár. Þessi maður sat þarna í 14 ár og það þurfti að senda ann- an mann gegn honum, ekki reyndar með rógsherferð, en hann fékkst ekki til að hætta svo það kallaði á kosn- ingaslag. En upphafleg skýring hans fyrir því að ýta mér úr stóli var sú að honum lægi svona mikið á að komast í embættið áður en hann yrði of full- orðinn. Við erum svo gott sem jafn- aldrar. Þetta tók alveg gífurlega á mig og Ástu.“ Eiginkonan líka flæmd úr starfi Ásta varð líka fyrir áfalli í sínu starfi. „Síðan gerðist það seinna að Ásta lenti í heiftarlega rætnu máli í Há- skólanum þar sem hún var í raun flæmd úr starfi fyrir að reyna að taka á áfengisvandamálum starfsmanna sinna sem sameinuðust svo gegn henni,“ segir Valgeir. Ásta var for- stöðumaður námsráðgjafardeildar Háskóla Íslands í 18 ár og hafði, að sögn Valgeirs, unnið þar gott og óeig- ingjarnt brautryðjendastarf. „Þessar konur fengu það fram- gengt að henni var ekki sætt í starfi. Þetta var alveg ótrúlega erfitt mál og fékk á Ástu því að þetta voru hennar nánustu vinkonur. Hún hafði ráðið þær til starfa því þær höfðu menntun til. Þetta er reyndar þekkt heilkenni, að konur sameinast gegn konum. Sú sem stýrði þessu var kona sem var daglegur gestur á heimili okkar á þessum tíma. Hún hafði nýlega skil- ið við eiginmann sinn og Ásta hafði borið hana á höndum sér í gegn- um þann skilnað. Hún kom á hverj- um einasta degi heim til okkar, Ásta var stoð hennar og stytta og tók alls konar slagi fyrir hana sem hún síð- an launaði með því að ráðast gegn Ástu.“ Vinkonan mætti, að sögn Val- geirs, angandi af áfengislykt til vinnu. Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson verður sextugur um helgina. Hann segist þó ekki finna fyrir því að aldur hans telji sex tugi og er á toppi tilverunnar. Í einlægu viðtali segir Valgeir frá ástinni, ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Stuðmenn, ofsóknum sem fjölskylda hans þurfti að sæta, hvernig eiginkona hans var flæmd úr starfi, rógburði um að hann hafi stolið húsgögnum frá STEFi, tónlistinni og langtímaverkefn- inu sem þau hjónin hafa lagt mikið á sig til þess að koma á koppinn.„Við reyndum að eignast fleiri börn en við misstum tvo syni þegar langt var komið á meðgöngu. Það gekk okkur mjög nærri og var afskaplega erfið reynsla. Uppgjör Valgeirs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.