Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 23
Erlent 23Helgarblað 20.–22. janúar 2012 „Búið ykkur undir það versta“ Alþjóðabankinn hefur hvatt þróun- arlönd til að gera varúðarráðstafanir vegna yfirvofandi samdráttar í hag- kerfi heimsins. Bankinn spáir því að hagvöxtur verði áfram í heiminum en að hann dragist engu að síður saman. Það gæti bitnað illa á fátæk- ustu ríkjum heims. Raunar gefur bankinn í skyn að annað áfall á borð við það sem varð í kjölfar falls banka Lehmans-bræðra haustið 2008 gæti verið í vændum. Alþjóðabankinn telur að hag- vöxtur á heimsvísu verði 2,5 pró- sent á þessu ári en 3,1 prósent á því næsta. Þetta er mun minni hagvöxt- ur en áður var búist við en fram til þessa hefur bankinn spáð 3,6 pró- senta hagvexti á heimsvísu. Ástæðu þessarar niðursveiflu segir bank- inn að megi rekja til skuldavanda á evrusvæðinu og minni hagvaxtar í nýmarkaðsríkjum, en nýmarkaðs- ríki eru skilgreind sem ríki sem hafa miðlungs eða lágar tekjur og skamma reynslu af markaðsbúskap. Dæmi um slíkt ríki er Brasilía. „Þróunarríki verða að finna veik- leika sína og búa sig undir enn frekari áföll, á meðan enn er tími til þess,“ segir aðalhagfræðingur Al- þjóðabankans, Justin Yifu Lin, í spá sinni. Samdrátturinn muni stig- magnast og „engum eira“. Kanadíski hagfræðingurinn Andrew Burns, sem starfar við Alþjóðabankann, segir að áfallið gæti orðið mikið. Bæði þróuð lönd og þróunarlönd gætu upplifað meiri þrengingar en í kjölfar atburðanna haustið 2008. Þess megi þegar sjá merki í lægra hrávöruverði. Matvælaverð hafi þeg- ar fallið um 14 prósent frá hátindi þess í febrúar í fyrra. Fram kemur á vef BBC að skert fæðuöryggi þróun- arlanda sé eitt stærsta vandamálið sem af samdrættinum hlýst. BBC hefur eftir Burns að niðursveifl- an muni vara lengur og gæti haft mun alvarlegri afleiðingar en 2008. Þróunarlöndin muni ef til vill tapa minna en Vesturlönd en þau megi síður við áföllum. Það gæti einfald- lega haft alvarlegan matarskort í för með sér. Ríkari lönd verði ekki í stakk búin til að hlaupa undir bagga með þeim, eins og fyrir þremur eða fjórum árum. Á mannamáli segir Al- þjóðabankinn: Búið ykkur undir það versta. Boltum kastað í farþega Forsvarsmenn lestarfyrirtækis í Indónesíu hafa gripið til örþrifaráðs í baráttunni gegn farþegum sem greiða ekki fargjöld. Ekki er óalgengt að sjá fjölda farþega á þökum járn- brautarlesta í Indónesíu. Farþegar grípa til þessa ráðs ef þeir eiga ekki pening eða ef uppselt er í lestarnar. Nú hefur fyrirtækið PT Kereta Api, sem er ríkisrekið, gripið til þess ráðs að kasta stórum boltum í þá sem ferðast ólöglega. Búið er að koma fyrir aðstöðu fyrir ofan lestarteinana skammt frá aðallestarstöðinni í Jak- arta þar sem starfsmenn fyrirtækis- ins geta kastað umræddum boltum í farþega á þökum lestanna. Boltarnir eru harðir og mjög sársaukafullt er að fá þá í sig. A ðgerðir stórra netfyrirtækja á borð við Wikipedia og Google, sem eru andstæð tveimur umdeildum laga- frumvörpum sem nú eru til meðferðar í bandaríska þinginu, virðast ætla að skila tilætluðum ár- angri. Á miðvikudag ákváðu for- svarsmenn Wikipedia, sem er stærsta alfræðiorðabókin á netinu, að loka henni í einn sólarhring til að mótmæla frumvörpunum. Ef frumvörpin, sem í daglegu tali kall- ast SOPA og PIPA, verða samþykkt munu miklar hömlur verða settar á aðgang að síðum á netinu. Banda- ríska ríkið mun þannig fá leyfi til að loka á erlendar vefsíður og taka þær út úr niðurstöðum leitarvéla á borð við Google. Tilgangurinn er að berj- ast gegn höfundarréttarbrotum á netinu, en verði frumvörpin að lög- um geta bandarísk yfirvöld lokað á vefsíður sem talið er að brjóti gegn höfundarréttarlögum í Bandaríkj- unum. Frelsið hverfur Áætlað er að sjö þúsund vefsíðum hafi verið lokað tímabundið til að mótmæla frumvörpunum. Þar á meðal voru Wikipedia, sem fær 2,7 milljarða heimsókna í Bandaríkjun- um að meðaltali í hverjum mánuði, og Reddit, sem er ein vinsælasta tenglasíða Bandaríkjanna. Google. com setti svartan borða yfir lógó fyrirtækisins á forsíðunni og vísaði notendum inn á undirskriftarsöfn- un þar sem frumvörpunum er mót- mælt. Telja forsvarsmenn þessara fyrirtækja að bandarísk stjórnvöld séu að færast of mikið í fang og með frumvörpunum hverfi það frelsi sem internetið hefur alltaf boðið upp á. Skipta um skoðun „Raddir internetsins hafa talað hátt og skýrt,“ segir Darrell Issa, þing- maður repúblikana í Kaliforníuríki, í samtali við The Washington Post. Issa segir að hann hafi þegar fengið að vita að þeir hlutar frumvarpsins, sem stóru netfyrirtækin eru á móti, muni ekki fara óbreytt í gegnum bandaríska þingið. The Washington Post greinir frá því að allt hafi bent til þess fyrir um hálfum mánuði að frumvörpin færu óbreytt í gegnum þingið. Aðgerðir almennings og stóru netfyrirtækjanna virðast hins vegar hafa gert það að verkum að svo verður ekki. Og margir þing- menn sem studdu frumvörpin hafa nú skipt um skoðun. Meðal þeirra eru Benjamin L. Cardin, þingmað- ur demókrata, og sex þingmenn repúblikana sem allir studdu frum- vörpin til að byrja með. Þeir hafa nú lagt til að afgreiðslu frumvarpanna verði seinkað svo hægt sé að endur- skoða þau í heild sinni. Um hvað snúast SOPA og PIPA? Þetta eru þær leiðir sem bandarískum stjórnvöldum verða færar ef frumvörpin ná fram að ganga. 1 Fyrirskipa vefþjónustufyrirtækjum að breyta DNS-skráningum á vefþjónum sínum til að loka á vefsíður utan Bandaríkjanna sem hýsa ólögleg afrit af myndböndum, tónlist og myndum. 2 Fyrirskipa leitarvélum á borð við Google að breyta leitarniðurstöðum og loka á vefsíður utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. 3 Fyrirskipa greiðsluþjónustuaðilum á borð við PayPal að loka á greiðslur og reikninga tengda vefsíðum utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. 4 Fyrirskipa auglýsingaþjónustuaðilum á borð við AdSense frá Google að auglýsa eða greiða fyrir auglýsingar tengdar vefsíðum utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Netrisar að leggja bandaríska þingið Óánægja með frumvörp Mikil óánægja ríkir vegna frum- varpanna og lokaði Wikipedia vefsíðu sinni til að mótmæla þeim. Mynd ReuteRS n umdeild lagafrumvörp vekja reiði n Aðgerðir stórra fyrirtækja skila árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.