Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 54
Jón Jónsson auglýsir Jón Jónsson n Jón Jónsson treður upp í Köben T ónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur ræki­ lega við sögu í nýj­ asta tímariti Monitor en hann er einmitt líka rit­ stjóri blaðsins. Strax á ann­ arri síðu er heilsíðuauglýs­ ing um Músíkpartý í Köben sem Express ferðir standa fyrir. „Helgardjamm með Jóni Jónssyni og hljómsveit,“ stendur í auglýsingunni og efst á síðunni gnæfir Jón Jónsson sjálfur. Svo á síðu þrjú má finna ritstjórnar­ leiðara Jóns Jónssonar þar sem hann skrifar skemmti­ lega um grjónagraut. En hlutverki Jóns Jóns­ sonar í blaðinu er ekki lok­ ið þar. Á síðu fjögur er svo viðtal við hljómborðsleikara Jóns Jónssonar um tónleika Jóns Jónssonar og hljóm­ sveitar í Köben í lok mánað­ arins. Jón Jónsson tekur það viðtal reyndar ekki sjálfur en blaðamaður spyr Krist­ ján Sturlu hljómborðsleik­ ara: „Hvað er framundan hjá hljómsveitinni á árinu 2012? Er forsprakkinn bú­ inn að semja nýtt efni?“ en þegar hann segir forsprakk­ inn meinar hann ritstjórinn, Jón Jónsson. Á myndinni af Kristjáni Sturlu og Binna bassa sem er með honum á myndinni má sjá sjálfan Jón Jónsson, forsprakka Jóns Jónssonar, úr fókus að velta sér í snjónum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hinn góðlegi Jón Jóns­ son kemur á skrýtinn hátt við sögu í blaðinu. Þegar Björn Bragi Arnarsson, nú­ verandi þáttarstjórnandi Týndu kynslóðarinnar, var ritstjóri blaðsins tók hann viðtal við Jón Jónsson. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi þar sem Jón Jóns­ son er frægur og vinsæll tónlistarmaður en hann var á sama tíma auglýsingastjóri Monitors. 54 Fólk 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Sjónvarps- stjarna á bikiní Sjónvarpskonunni Þórunni Antoníu þykir greinilega lítið mál að klæðast bikiní einu fata fyrir framan alþjóð. Þór­ unn Antonía lærði hvernig hnykla á vöðvana í fitness í Týndu kynslóðinni í haust og á dögunum glímdu þær Guðrún Margrét Gísladóttir við fjölmiðlamanninn Nilla í skyrglímu. Innslagið vakti töluverða athygli og varð kveikjan að fjöldaumræða á Facebook. Leikarinn Jóhann­ es Haukur Jóhannesson var einn þeirra sem gagnrýndu atriðið. Félagi hans, leikar­ inn Guðjón Davíð Karls­ son, blandaði sér inn í um­ ræðuna á skemmtilegan hátt með spurningunni: „Hvar er gamla góða Hringekjan?“ en eins og flestir muna var Gói stjórnandi þess umdeilda þáttar. Í uppáhaldi hjá Mark Wahlberg Ólafur Darri Ólafsson leik­ ari var kampakátur á frum­ sýningu á Contraband í Laugarásbíói. Áhorfendur blístruðu og klöppuðu þegar hann sást á skjánum. Áður en sýning myndarinnar hófst sagði Baltasar að Mark Wahl­ berg hefði hrifist ákaflega af honum. „Ólafur Darri er uppáhaldsleikari Mark í dag,“ sagði hann og uppskar hlátur gesta. Alsæl með hrausta dóttur Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, eignaðist dóttur á fimmtudagsmorg­ un, þann 19. janúar. Dóttir Sigmundar er fjórtán merkur og fimmtíu sentímetrar. Er þetta fyrsta barn Sigmundar og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, og eru bæði foreldrar og barn hraust og glöð. Þau hjón eru alsæl með dótturina og fengu að fara heim af spítal­ anum með hana um helgina. Jón Jónsson Jón Jónsson er for- sprakki Jóns Jónssonar. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Þ etta er búið að vera æv­ intýri,“ segir fyrirsætan og leiklistarneminn Ornella Telmudóttir sem býr í New York. Þar leggur hún nám á leik­ list í William Esper­leiklistar­ skólanum. Skólinn, sem stað­ settur er á Manhattan, er afar virtur en hann leggur áherslu á Meisner­tæknina sem margir stórir leikarar hafa sóst í. Með­ al þeirra sem hafa útskrifast úr skólanum eru Aaron Eckhart (Thank you for smoking, The Dark Knight) og Óskarsverð­ launaleikkonan Kathy Bates. Ornella býr ein úti en hún flutti sig nýlega um set. „Ég er flutt til New Jersey,“ segir hún, en tekur það hana þá ekki óra­ tíma að fara í skólann? „Nei, ég bý rétt við göngin þannig það eru bara svona tuttugu mín­ útur,“ segir Ornella sem nýtur lífsins í stóra eplinu. „Þetta er ótrúlega gaman. Það er hrika­ lega spennandi að búa hér í þessum frumskógi.“ Ornella er með umboðs­ mann úti sem hefur hjálpað henni að finna nokkur verk­ efni þrátt fyrir að hún eigi enn eitt og hálft ár eftir af náminu. „Ég hef verið að fá verkefni sem aukaleikari í nokkrum sjón­ varpsþáttum. Ég var einn slíkur í nýjum gamanþætti sem Larry David er að gera,“ segir Ornella en Larry David er, ásamt Jerry Seinfeld, hugmyndasmiður og handritshöfundur hinna goðsagnakenndu þátta, Sein­ feld. Þá hefur hann einnig ver­ ið aðalstjarnan í sínum eigin þætti undanfarin ár, Curb Your Enthusiasm. David kom auga á Ornellu í skólanum þar sem nam sjálfur og sækir enn tíma. Hann lær­ ir hjá sama kennara og kenn­ ir Ornellu. „Hann er oft með fyrirlestra fyrir okkur í skólan­ um. Hann er sjálfur ennþá að læra hérna og því er hann mjög tengdur skólanum. Maður er alltaf að sjá leikara sem eru löngu búnir með námið koma hingað í einkatíma. Menn hætta nefnilega ekkert að læra leiklist,“ segir Ornella. Á meðal annarra leikara sem stunda einkatíma í William Esper eru stjörnurnar úr þátt­ unum Prison Break; Went­ worth Miller sem lék sjálfan Michael Schofield, og Robert Knepper sem lék T­Bag. Ornella stefnir ekki á heim­ komu strax að námi loknu, heldur á að finna sér verkefni úti. „Þetta er bara svo ótrú­ lega gaman og spennandi,“ segir Ornella Telmudóttir kát í bragði. n ornella telmudóttir stundar nám í virtum leiklistar- skóla í new york n Lék í gamanþætti Larry david Með sama kennara og Larry David Sá ornellu í skólanum Larry David er með sama kennara og Ornella. mynd reuterS „Þetta er bara svo ótrúlega gaman og spennandi gaman í new york Ornella stundar nám í virtum leiklistarskóla. mynd BJörn BLöndAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.