Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 25
Dómstóll götunnar Þær vinna á staðnum Þetta er mjög gaman „Því miður kemst ég ekki, ég er að...“ „Já, ég vil sleppa honum. Mér finnst óréttlátt að taka einn. Það hefði átt að kæra fleiri.“ Haukur Ingi Jónsson 36 ára verslunareigandi „Já og nei, ég er ekki alveg búin að mynda mér skoðun. Auðvitað finnst mér ósanngjarnt að hann sitji einn undir þessu.“ Agnes Ýr Stefánsdóttir 26 ára laganemi „Já, ég vil sleppa honum. Til hvers að halda málinu til streitu?“ Alexandra Gjaldkeri í Arion banka „Nei, en mér er eiginlega alveg sama.“ Hanna Karen Hafþórsdóttir 20 ára í fæðingarorlofi Finnst þér að sleppa eigi Geir? Drengir í dótabúð F yrir u.þ.b. aldarfjórðungi var ég námsmaður í útlöndum og átti þá einhverju sinni brosmilda vin­ konu, sú indæla kona var af ætt Abrahams. Þegar mér er núna hugsað til þeirrar yngismeyjar, man ég fyrst og fremst eftir brosinu. En þetta segir vænt­ anlega meira um mig en stúlkuna. Ég nefni þessa ungmey hér vegna þess að hún fékk mig til að leika á gítar í afmælisveislu. En þar var mér falið að stjórna fjöldasöng þegar veislugestir sungu hinn ameríska afmælissöng. Af­ mælisbarnið var fimm ára hnáta og veisl­ an var haldin í leikfangaverslun, einn sunnudagseftirmiðdaginn í febrúar­ mánuði. Ég lék mitt hlutverk eflaust ágætlega og sat svo við borð með full­ orðnum gestum á meðan rúmlega tveir tugir barna lék að leikföngum sem líktust væntanlega ekki neinu sem þau höfðu áður kynnst. Börnin fengu þarna aðgang að slíkri leikfangahrúgu að mér sjálfum þótti stórmerkilegt að fylgjast með. Kannski var þó merkilegast að sjá hversu ólík aðkoma að dótinu var, eftir því hvort um drengi eða stúlkur var að ræða. Stúlk­ urnar settust nokkrar saman í námunda við indíánatjald og lítinn plastkofa. Þar sátu þær hver með sitt leikfang og léku sér. Og það var einsog allt látbragð þeirra væri hjúpað dygðum einsog nægjusemi, skynsemi og sanngirni. En í leikfanga­ hrúgu hlupu drengir og stjórnuðust af átökum, græðgi, tillitsleysi og öðru sem seint verður flokkað sem góð gildi. Ekki ætla ég að leyfa mér að halda því fram að kynin séu eðlislega ólík. Ég get ekki einu sinni fullyrt neitt um að til sé eitthvert eðli sem frekar er karllegt en kvenlegt. En einsog þessi veisla þarna í dótabúðinni birtist mér, efast ég um að drengir og stúlkur fari sömu leið að markmiðum. Og væntanlega eiga vís­ indin eftir að sanna það fyrir okkur að rafboðum og boðefnaflæði sé ekki stýrt með sama hætti hjá körlum og konum. En þangað til ég hef fengið þær sann­ anir, verð ég að búa við vanþekkingu mína og leyfa upplifun og getgátum að segja sitt. Afar forvitnileg mynd af þessum téða mun á hegðunarmynstri drengja og stúlkna birtist þegar eigandi verslun­ arinnar tók að deila út leikföngum. En hann stóð við stafla leikfanga, sagðist ætla að gefa hverju barni eitt leikfang og dró fram hvert leikfangið af öðru. Hann spurði hvort eitthvert barnanna lang­ aði í tiltekið leikfang. Og í ljós kom að stúlkurnar voru tilbúnar að taka við því sem þeim var boðið að þiggja, á meðan drengirnir virtust vera að bíða eftir því að stærstu og dýrustu leikföngin stæðu þeim til boða. Og þegar maðurinn hætti að útdeila gjöfum, höfðu stúlkubörnin fengið gjafir. En drengirnir eru væntan­ lega ennþá að bíða eftir öllu því stóra sem aldrei var í boði. Kannski er komið að því í sögu okkar að við skoðum hvort það sem sumir kalla femíníska hugsun geti jafnvel gefið mannkyninu nýja von. Við skulum standa stillt og prúð er stundir okkar tifa því hér í draumsins dótabúð er dásamlegt að lifa. Í vikunni stóð ég mig að því að ætla að svara spurningu sem ég kunni ekkert svar við. Sennilega þótti mér spurningin, sem kom frá útlendingi og laut að Bláa lóninu, þess eðlis að ég ætti að vita svarið. Áður en ég romsaði út úr mér ágiskunum eins og um stað­ reyndir væri að ræða náði ég að staldra við og svaraði heldur með þeim ein­ falda hætti: „Ég veit það ekki.“ Þetta kom mér til hugar þegar ég heyrði Liz Kelly, prófessor og sérfræð­ ingi í meðferð kynferðisbrotamála, tala um kröfur sem gerðar eru til brotaþola kynferðisofbeldis þegar þeir leita réttar síns. Hvernig tengist þetta tvennt? Jú, Liz Kelly vekur athygli á því hvernig við hegðum okkur í daglegu lífi og hvernig sönnunarkröfur í kynferðisofbeldis­ málum geta gengið á skjön við mann­ lega hegðun. Út frá rannsóknum á meðferð kynferðisbrota á Bretlandi og í Bandaríkjunum tekur hún tvö dæmi: 1. Þegar við segjum frá einhverju sem reynist okkur erfitt á frásögnin til að vera óreiðukennd og óyfirveguð. Ef við þekkjum viðmælandann takmark­ að byrjum við stundum á því að prófa hann með því að segja frá litlum þætti þess sem liggur okkur á hjarta, til að átta okkur á því hvernig hann tekur upplýsingunum og hvort honum sé treystandi. Í kynferðisbrotamálum er hins vegar gerð krafa um skipulega frá­ sögn frá fyrsta stigi og það kann að vera notað gegn brotaþola komi hann fram með nýjar upplýsingar á síðari stigum. 2. Þegar við höfnum einhverju í daglegu lífi gerum við það sjaldnast hreint út heldur tölum við í kringum neitunina, til að særa ekki tilfinning­ ar annarra. Einfalt svar við matarboði frá vini getur jafnvel innihaldið langa afsökun: „Því miður kemst ég ekki, ég er að...“. Þegar kemur að því að greina hvort manneskja hafi hafnað kynlífi getur hins vegar verið gerð krafa um miklu skýrari neitun, helst með orðinu nei og jafnvel líkamlegri mótspyrnu. Með sama hætti eigum við til að svara spurningum með ágiskunum, e.t.v. vegna þess að við teljum upp­ lýsingarnar litlu máli skipta. Slíkt getur hins vegar komið sér afar illa þegar sakamál er til rannsóknar! Liz Kelly verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðis­ brota sem innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Evrópuráðið og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr standa fyrir í dag, föstudag. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um barnvinsamlegt rétt­ arkerfi, þróun nauðgunarhugtaksins og mat á trúverðugleika. Ráðstefnan er liður í að skoða hvort og þá hvernig megi halda áfram að bæta meðferð kynferðisbrota til að brotaþolar og sak­ borningar upplifi að þeir hljóti réttláta málsmeðferð. Ráðstefnan hefst kl. 10 og er öllum opin. Í vetrarbúningi Það hefur verið napurt hjá okkur á Íslandi undanfarnar vikur og ekki mikið útivistarveður. Þessi lét það þó ekki á sig fá enda vel varinn og pattaralegur með vetrarfeldinn. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Mest lesið á DV.is 1 Hjörtur rekinn frá RÚV: Ástar-samband endaði illa Ósætti meðal starfsmanna RÚV um þá ákvörðun að reka Hjört strax. 2 Uppnám á RÚV: „Starfsmenn hjá RÚV sem voru vitni að þessu“ Haukur Harðarson: „Við ákváðum að tala ekki við neina fjölmiðla.“ 3 Ellen hyggst kæra kívíárás nágranna Sonurinn með bráðaofnæmi – Nágranna- erjur fóru yfir strikið. 4 Grunaðir um hrottalega nauðgun við Reykjavíkurflug- völl: „You look cold“ Tóku konu upp í bíl við Laugaveg. 5 Popparinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Ríkissaksóknari hefur ákært sex einstaklinga fyrir aðild að stórfelldum fíkniefnalagabrotum. 6 Popparinn Sævar Sverrisson ákærður í dópmáli Söng lagið Andartak sem gefið var út árið 1991. 7 Unnið að sáttum milli Eddu og Hjartar Lögmenn reyna að miðla málum. Umræða 25Helgarblað 20.–22. janúar 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Samúel Örn Erlingsson er aftur farinn að lýsa handboltaleikjum. – DV Geiri á Goldfinger býður starfsstúlkum á James Bond-tónleika Sinfóníunnar. – DV Ég var reið yfir öllu Söngkonan Íris Hólm vann bug á þunglyndi. – DV Aðsent Halla Gunnarsdóttir „Já, ég væri til í að sleppa honum. Það eru mun fleiri sem bera ábyrgð á málum en hann einn.“ Hildur Rut Hermannsdóttir 21 árs vinnur í mötuneyti „Þegar kemur að því að greina hvort manneskja hafi hafnað kynlífi getur hins vegar verið gerð krafa um miklu skýrari neitun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.