Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar Vodafone segir upp 28 manns Vodafone hefur sagt upp 28 starfs- mönnum. Fjarskiptafyrirtækið segir að þetta sé liður í viðbrögð- um þess við miklum kostnað- arhækkunum á undanförnum misserum. Ekki kemur fram í til- kynningu sem barst frá fyrirtæk- inu á fimmtudag hvort stjórnend- um félagsins hafi verið sagt upp eða hvort um sé að ræða lágt setta starfsmenn. Ekki kemur heldur fram um hvaða kostnaðarhækk- anir er að ræða. Starfsfólkið fær laun í þrjá mánuði og krefur fyrirtækið fólkið ekki um að vinna út uppsagnar- frestinn. Talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að fjöldauppsagnirnar hafi ekki áhrif á þjónustu fyrirtæk- isins. Eftir uppsagnirnar starfa 390 manns hjá fyrirtækinu. Bílþjófar gómaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði hendur í hári fjögurra einstaklinga á fimmtudag vegna gruns um að þeir hefðu stolið bifreið. Þremenningarnir, þrír karlar og ein kona, voru hand- teknir í Reykjavík í tengslum við rannsókn málsins en bifreiðin sem var stolið er af gerðinni Mercedes Benz. Þau hafa öll komið við sögu lögreglu áður. Mikil fækkun Á fjórða ársfjórðungi 2011 voru 175.700 á vinnumarkaði sam- kvæmt tölum sem Hagstofan birti í vikunni. Þetta jafngildir 78,4 prósenta atvinnuþátttöku sem er lægsta hlutfall sem Hagstofan hefur mælt frá upphafi mælinga árið 1991. Frá fjórða ársfjórðungi 2008 hefur vinnuaflið minnkað um 6.700 manns, en það taldi þá 182.400 manns. Frá fjórða ársfjórðungi 2010 hefur fólki á vinnumarkaði fækkað um 3.100. Atvinnuþátttaka karla á 4. ársfjórðungi 2011 var 82,7 prósent en kvenna 74 prósent. Mikill viðbúnaður vegna vítisengla n Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintu árásarfólki n Menn úr sérsveit lögreglu á staðnum þegar fólkið var fært fyrir dóm F arið var fram á áframhald- andi gæsluvarðhald yfir fjór- um einstaklingum vegna lík- amsárásar á konu sem átti sér stað í Hafnarfirði þann 22. desember í fyrra og er talin tengj- ast Hells Angels. Fólkið var leitt fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag en það hefur verið í einangrun vegna rannsóknarhags- muna. Farið var fram á áframhald- andi gæsluvarðhald til 16. febrúar á grundvelli almannahagsmuna og varð héraðsdómur við þeirri beiðni. Ekki var farið fram á áframhaldandi einangrunarvist. Einn af þeim sem eru í gæsluvarð- haldi er Einar „Boom“ Marteinsson, forseti Hells Angels, en hann er grun- aður um að hafa fyrirskipað árásina á konuna. Hinir eru taldir vera með- limir Hells Angels, en konan sem er í haldi, Andrea Kristín Unnarsdótt- ir, sem notar nafnið Andrea slæma stelpa á Facebook-síðu sinni, er í sambandi með einum mannanna. Haldið úr augsýn Gífurlegur viðbúnaður var í héraðs- dómi þegar fólkið var fært fyrir dóm. Fjöldi lögreglumanna var á staðn- um, meðal annars menn úr sérsveit lögreglunnar og rannsóknarlög- reglumenn. Fyrir utan héraðsdóm voru lögreglubílar í viðbragðsstöðu dreifðir um svæðið. Fólkið var leitt inn í bygginguna og dómsal hvert í sínu lagi af lögreglumönnum og var ávallt haldið úr augsýn hvers annars. Allir nema Andrea Kristín og Einar „Boom“ huldu andlit sín. Einar vildi ekki tjá sig um afstöðu til kærunnar við blaðamann á leið inn í dómsal. Hrottaleg árás Af þeim fjórum sem eru í haldi eru þrjú, tveir menn og ein kona, grun- uð um að hafa veist að konunni á hrottalegan hátt. Eiga þau meðal annars að hafa notað töng í þeim til- gangi að klippa af konunni fingur sem og beitt hana grófu kynferðis- legu ofbeldi. Konan var flutt með- vitundarlítil á bráðamóttöku eftir að vinkona hennar sem var gestkom- andi hringdi á lögreglu eftir að fólkið hafði haft sig á brott. Konan dvaldi á sjúkrahúsi í nokkra daga en var síðar útskrifuð. Samkvæmt heimildum DV held- ur konan því fram að aftur hafi verið ráðist á sig af mönnum tengdum Hells Angels á nýársmorgun, en gæsluvarðhaldskrafan tók aðeins til fyrri árásarinnar. Leynd ríkir yfir dvalarstað konunnar en þar er hún undir nokkurs konar vernd. Fórnarlambið og Andrea Krist- ín, sem grunuð er um árásina, voru áður góðar vinkonur. Andrea Kristín ku telja fórnarlambið hafa svikið sig og í kjölfarið hafi fólkið ráðist á kon- una á heimili hennar. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Leiddur inn Einn hinna meintu árásarmanna leiddur fyrir dóm. Hrottaleg árás Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fólkinu á grundvelli almannahagsmuna. Slæma stelpa Andrea Kristín Unnarsdóttir notar nafnið Andrea slæma stelpa á Facebook. Forsetinn Einar „Boom“ Marteinsson, forseti Hells Angels, er grunaður um að tengjast árásinni. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.