Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 46
46 Sport 20.–22. janúar Helgarblað S teini var einfaldlega eins góður liðsfélagi og hægt var að hugsa sér,“ segir Þórður Guðjóns- son, fyrrverandi lands- liðsmaður í fótbolta, um Sig- urstein Gíslason, sigursælasta leikmann Íslandsmótsins, en hann féll frá á mánudaginn eft- ir stutta en erfiða baráttu við krabbamein aðeins 43 ára að aldri. Þórður spilaði ásamt Sig- ursteini í síðasta gullaldarliði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á milli 1992 og 1996. Sig- ursteinn bætti fjórum Íslands- meistaratitlum í safnið með KR nokkrum árum síðar og vann því heila níu Íslandsmeistara- titla á sínum ferli, miklu fleiri en nokkur annar. Það var þó ekki bara innanvallar sem Sig- ursteinn vann hug og hjörtu manna en þessi mikli sigur- vegari er mærður af fyrrverandi samherjum sínum. Gullöldin á Skaganum Sigursteinn fæddist á Akranesi og spilaði með ÍA upp yngri flokkana. Það vita það kannski ekki allir að Sigursteinn spilaði með KR áður en hann hóf leik með ÍA. Hann skipti yfir á ung- lingsárunum og varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1986. Hann spilaði svo fimm leiki fyrir Meistaraflokk KR áður en hann hélt aftur á Skagann fyrir tímabilið 1988. Hjá ÍA var hann hluti af gull- aldarliði Skagans sem varð Ís- landsmeistari fimm ár í röð, árin 1992–1996. ÍA gaf tóninn strax í janúar 1992 þegar liðið varð Íslandsmeistari innanhúss í fyrsta skiptið í 22 ár. Í úrslita- leiknum gegn Fram skoraði Sig- ursteinn sigurmarkið, 3–2, og lyfti bikarnum fyrir þá gulu. Það var bara fyrsti bikarinn af mörg- um næstu árin. Árið 1994 var óumdeilanlega besta ár Sigursteins í boltanum en hann var þá kjörinn knatt- spyrnumaður ársins á lokahófi KSÍ. „Hann er örugglega eini vinstri bakvörðurinn sem hef- ur verið valinn bestur. Það segir ýmislegt um Steina,“ segir Þórð- ur Guðjónsson. Vildi vinna allt Eftir tímabilið 1994 bauðst Sig- ursteini að gera samning við sænska liði Örgryte en hann kaus að vera áfram á Skag- anum, þeim gulu til mikillar gleði. Þórður Guðjónsson spil- aði með Sigursteini þegar titill- inn kom aftur á Skagann 1992 eftir átta ára fjarveru. „Steini var svo ótrúlega jákvæður og hugs- aði alltaf fyrst um liðið. Hann var alltaf tilbúinn að berjast fyr- ir liðsfélagana. Hann var ósér- hlífinn og dró alla með sér. Svo var bara svo gaman í kringum hann. Það var svo stutt í húmor- inn hjá Steina,“ segir Þórður. Aðspurður hversu stórt hlutverk Sigursteinn spilaði í gullaldarliðinu er hann fljót- ur að svara: „Hann var klár- lega ein af driffjöðrum liðs- ins. Það er alveg á hreinu. Hann var samt ekki þann- ig gerður að þetta snérist um hann. Hann vildi aldrei vera í fararbroddi. Liðið átti bara að vinna. Það var alltaf númer eitt hjá honum. Hans ferill gekk ekki út á að vera í sviðsljósinu,“ segir Þórður sem lýsir Sigursteini sem miklum keppnismanni. „Það var alveg sama um hvað var að ræða, útihlaup eða hvað það var, Steini vildi alltaf vinna. Hann lagði mikið á sig og þannig smitaði hann út frá sér og dró aðra með sér. Útihlaup- in voru ekki eins og í dag þeg- ar þessir stráklingar setja á sig iPodinn og lulla af stað. Þarna héldu menn hver í annan og svo var sprett af stað. Hjá Steina kom ekkert annað til greina en að vinna og hann var alltaf fremstur í flokki. Það er góður maður fallinn frá,“ segir Þórður. Hjálpaði að fá Steina Eftir keppnistímabilið 1998 kvaddi Steini ÍA og hélt aftur í KR. „Það er alltaf gott að breyta til. Mér stóð til boða að fara til Örgryte 1994 og ég sé örlítið eft- ir að hafa ekki farið,“ sagði Sig- ursteinn við Morgunblaðið eftir að hann gekk í KR. Hann bætti svo við: „Svo má líka segja að ég sé á síðustu metrunum, eigi ekki eftir nema þrjú til fjögur ár í boltanum.“ Það urðu reyndar fimm ár og ekki bara einhver fimm ár heldur var Sigursteinn eitt af síðustu bitunum sem KR þurfti í púslið til að vinna loksins aft- ur Íslandsmeistaratitilinn. Lið- ið hafði ekki unnið Íslandsmót- ið frá því árið sem Sigursteinn fæddist, 1968, og var 31 árs bið að gera út af við KR-inga. En það var eins og við manninn mælt. Sigursteinn gekk í raðir KR og Vesturbæjarstórveldið halaði inn fjóra Íslandsmeistaratitla á fimm árum og vann meðal ann- ars tvennuna á fyrsta ári Sigur- steins. „Ég held að allir KR-ingar, þó ég geti aðallega talað fyrir sjálf- an mig, verði Steina alltaf þakk- látir fyrir að hafa fengið hann til liðsins. Eins og flestir vita sem fylgjast með boltanum átti KR svolítið erfitt með að vinna titil- inn á þessum tíma. Það er alveg ljóst í mínum huga að með því að fá þennan mikla sigurveg- ara til liðsins hjálpaði það til við að fá bikarinn aftur í Vesturbæ- inn. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er engin tilvilj- un að Steini vann níu Íslands- meistaratitla,“ segir Guðmund- ur Benediktsson sem var ásamt Steina í liði KR sem vann loks aftur titilinn eftir 31 árs bið. Heiður að spila með honum Innanvallar vita flestir sem fylgjast með boltanum hvers megnugur Sigursteinn Gíslason var. Uppalinn á Skaganum sem þýddi eitt: Það var ekkert gefið eftir. Sanngjarn þótt hann væri harður og hreinræktaður sigur- vegari. Hann heillaði þó ekki bara samherja sína og and- stæðinga innanvallar held- ur þótti hann einnig mögnuð persóna utanvallar. „Steini er einhver heil- steyptasta persóna sem ég hef kynnst,“ segir Þórður Guð- jónsson, liðsfélagi hans úr ÍA. „Hann var fjölskyldumað- ur fram í fingurgóma. Það er kannski klisja að segja það en hann var vinur vina sinna. Það var alveg sama hvar Steina bar niður og hverja hann hitti, leik- menn, vinnufélaga eða þjálf- ara, hann tók öllum eins og þeir voru. Hann var einstakur að því leyti,“ segir Þórður og Guð- mundur Benediktsson tekur í sama streng. „Þótt hann hafi verið frábær fótboltamaður þá er það hitt sem stendur upp úr, hversu frá- bær maður hann var. Algjörlega einstök persóna sem allir hrif- ust með. Það var alltaf gaman í kringum hann. Stutt í húm- orinn og hann hjálpaði öllum. Hann var drífandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vildi gera það vel. Hann baslaði ekki í hlutunum til þess að gera þá með hangandi haus,“ segir Guðmundur. Reif upp Breiðholtið Sigursteinn prófaði sig aðeins áfram í atvinnumennsku en hann spilaði nokkra leiki með Stoke eftir að KR vann Íslands- meistaratitilinn árið 1999. Hann var þó kominn aftur fyrir næsta tímabil. Gamall félagi hans af Skaganum, Sigurður Jónsson, vissi nákvæmlega hvaða mann Sigursteinn hafði að geyma og fékk hann sem spilandi aðstoð- arþjálfara Víkings árið 2004 en Fossvogspiltar voru þá nýliðar í deildinni. Sigursteinn snéri aft- ur í KR árið eftir og var þar þjálf- ari 2. flokks og aðstoðarþjálfari meistaraflokks þar til árið 2008 þegar hann tók við sem aðal- þjálfari Leiknis í Reykjavík. Það verður ekki annað sagt en að sigurvilji og metnaður Sigursteins hafi rifið Leikni upp um nokkur þrep. Liðið var hárs- breidd frá því að vinna sér inn sæti í efstu deild á fyrsta tímabili Sigursteins en aðdráttarafl hans hjálpaði Leikni að fá til liðsins stærri leikmenn en áður. Sigur- steinn fékk svo frí vegna veik- inda í maí í fyrra þegar krabba- mein fannst í lungum hans. Honum var seinna um sumar- ið sagt upp hjá Leikni, ákvörð- un sem hann var ekki ánægður með. Sigursteinn laut svo á end- anum í lægra haldi í baráttunni við krabbameinið og lést mánu- daginn 16. janúar. Íslenskur fót- bolti kveður sinn sigursælasta son. Titlarnir níu engin tilviljun n Sigursteinn Gíslason kvaddi 43 ára að aldri n Sigursælasti leikmaður Íslandsmótsins n Lýst sem frábærum liðsfélaga og enn betri manneskju Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti „Steini er einhver heilsteyptasta persóna sem ég hef kynnst Nífaldur Íslandsmeistari Sigursteinn var sigursælasti leikmaður Íslandsmótsins. myNd FótBoLti.Net Bestur Sigursteinn vann Íslandsmeistaratitlinn með ÍA árið 1994 og var þá valinn knattspyrnumaður ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.