Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 20.–22. janúar 2012 Helgarblað K ristmundur Axel er fæddur 1993. Hann er rappari og hefur ort frá barnsaldri. Hann yrkir oft um líf sitt og fær þannig útrás fyrir tilfinn- ingar sínar. „Reiði og sorg á ekki að geyma með sjálfum sér, það er skemmandi,“ segir Kristmundur. „Þegar ég finn fyrir neikvæðum tilfinningum yrki ég. Ég fæ útrás með því að yrkja og rappa. Ég yrki samt ekki alltaf um erfiða reynslu mína, ég vil líka bara fá að vera venjulegur strákur. Ég er glað- ur að eðlisfari og vil fá að fíflast og hafa gaman líka.“ Hann er mættur til að hitta blaðamann á 101 hóteli í mið- borginni. Við nærliggjandi borð sitja prúðbúnir strákar og lesa hönnunartímarit. Hann stingur í stúf. Hann er íklædd- ur hettupeysu og Stüssy- buxum og heilsar með þéttu handabandi og geislandi brosi. „Afsakið hvað ég er seinn, ég hafði ekki hugmynd um þetta glæsihótel hérna í miðborg- inni, ég er bara úr Grafarvog- inum, sjáðu til.“ Nær allir í fjölskyldunni fíklar Það var grunnskólakennari hans í Engjaskóla, Aðalheið- ur, sem hvatti hann til þess að yrkja. „Hún sá að ég hafði áhuga á ljóðum og hvatti mig óspart áfram. Gaf mér bók til að skrifa ljóðin mín í og kenndi mér margt. Hún á mikið í mér og ég er henni þakklátur. Skólastjór- inn fylgdist líka vel með mér og mér þótti vænt um það líka.“ Þennan sama dag hefur hann gefið út nýtt lag, Alveg eins og er, með félaga sínum Daníel Alvin. Þeir kynntu einn- ig nýtt myndband á vefnum. „Þetta er glæsilegt myndband, það flottasta sem ég hef gert,“ segir hann stoltur frá. Mynd- bandið er unnið af Nikulási Nikulássyni, eða Noke eins og hann kallar sig, og sýnir Krist- mund Axel og Daníel Alvin á ferð um borgina um dimma vetrarnótt. Myndbandið hafði fengið mikla athygli aðeins nokkrum mínútum eftir að það var sett á Youtube. „Ég vona að sem flestir skoði það,“ segir hann. Hann hefur ótal mörgu að sinna í tónlistinni þessa dag- ana. Hann keppir í undan- keppni Eurovision og syngur lagið Stattu upp með hópnum Blár ópall. Mörgum er minnis- stætt þegar hann vann Söng- keppni framhaldsskólanna með lagi um pabba sinn sem féll árið 2008. Það reyndist honum erfið lífsreynsla og text- inn sem hann orti hreyfði við mörgum landsmönnum. Í lag- inu biður hann pabba sinn um að koma til baka. Hann sakni hans. „Ég skrifaði textann um pabba á fimm mínútum og orðin komu beint frá hjartanu, eins og þau eiga í raun alltaf að gera,“ segir hann. Kristmundur Axel var aðeins 16 ára þegar hann vann keppnina. „Ég var of ungur, ég hélt ekki jarðteng- ingu og náði ekki að einbeita mér eftir að ég vann keppnina. Ég er tilbúinn núna að vinna að tónlist. Ég var það ekki þá.“ Faðir Kristmundar er Krist- mundur Sigurðsson, upp- nefndur Mundi morðingi. Það eru áratugir síðan hann var dæmdur fyrir hrottalegt morð. Það var sumarið 1976 sem hann myrti leigubíl- stjóra. Hann var í sterkri fíkni- efnavímu þegar hann framdi morðið. Aðkoman var óhugn- anleg og blóði drifin. Mundi var dæmdur í tólf ára fangelsi en náði sér á strik eftir fang- elsisdóminn. Hann hætti allri óreglu og náði að byggja upp líf sitt aftur. Var edrú með syni sínum og fjölskyldu. En fjölskylda Kristmundar var ekki sloppin úr greipum fíknarinnar. Langt í frá. Hún komst aftur í fréttirnar árið 2005 þegar bróðir hans Krist- mundar, Sigurður Freyr, stakk besta vin sinn og neyslufélaga til bana. Það morð vakti einn- ig óhug og þá sérstaklega að feðgar hefðu báðir fallið svo grimmilega fyrir fíkninni. „Nærri því öll fjölskylda mín er fíklar. Það er bara ég og Teddi bróðir sem hefur tek- ist að vera á beinu brautinni. Hann er flugmaður, smakkar varla vín og gengur vel með sitt,“ segir Kristmundur Axel. „Pabbi var skrímsli“ Kristmundur Axel þekkir ekki föður sinn sem Munda morðingja. Hann segist skilja þá að í huganum. Skrímslið bugað af fíkn sem var Mundi morðingi og föður sinn, Krist- mund, sterkan og alúðlegan félaga með erfiða lífsreynslu að baki. „Við bjuggum saman bara við tveir, pabbi og ég. Ég hafði búið hjá honum í ellefu ár. Flutti til hans ungur meðan mamma var að koma und- ir sig fótunum vegna eigin drykkjuvanda. Mamma var að standa sig vel, en það æxl- aðist samt þannig að ég bjó hjá honum. Ég átti gott líf með honum. Hann er alúðlegur maður, fullur af kærleika. Hann er enginn morðingi. Hann er bara manneskja eins og ég og þú sem á erfiða lífs- reynslu að baki. Hann vann sig í gegnum martröðina og var sterkari og betri maður fyrir vikið. Pabbi minn er fé- lagi minn. Fíkillinn er hins vegar ekki pabbi minn og alls enginn félagi. Hann þekki ég ekki og vil ekki þekkja. Það var sárt að kveðja pabba og sjá fíkilinn birtast. Þetta skrímsli. Ég missti heimili mitt með honum á einni svipstundu.“ Krist- mundur Axel getur sagt frá þessari erfiðu reynslu með bros á vör. Hann segir það auðvelt. Það sé spurning um val að segja frá með bros á vör. „Ég er alltaf brosandi og ég hef fengið pabba aftur. Hann er búinn að vera edrú í meira en tvö ár og býr í Sví- þjóð þar sem hann hefur ver- ið í meðferð. Hann er reyndar á ferðalagi um Taíland ein- mitt núna en ég hlakka til að sjá hann brátt. Hann hefur það gott karlinn.“ Mamma kom sterk til leiks Hann segir móður sína hafa komið sterka til leiks þegar pabbi hans féll. „Mamma er nú búin að vera edrú í meira en áratug og ég hef búið með henni og systur minni henni Jónínu síðustu ár. Eða síðan pabbi féll. Mamma kom strax og hjálpaði mér, hún flutti í næsta hús svo ég gæti geng- ið áfram í sama skóla og til að styðja við mig í erfiðleikunum. Ég fékk endalausan stuðning frá mömmu minni og systur minni sem þá hafði líka snúið baki við drykkjusýki. Hún er nú reyndar að flytja til Noregs þannig að ég er einn í kotinu þessa dagana. Ég stefni á að heimsækja hana bráðlega.“ Finnst honum ekkert erfitt að vera einn eftir? Hann hristir höfuðið. „Ég er langt í frá einn. Ég hef vini mína og ég hef enn stuðning fjölskyldunnar. Kannski fer ég líka til Noregs, ég á góða vini í Svíþjóð og tón- listarsenan þarna er ekki síðri en hér.“ Átti hann erfiða æsku? „Ég átti ekki erfiðari æsku en hvert annað barn hér á landi. Eða þekkjum við ekki öll kvalirnar sem fylgja alkóhólisma? Er einhver sem þekkir þær ekki? Það efast ég um. Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Sem barn þurfti ég að þola margt sjúkdómsins vegna. Afsakaðu orðbragðið en fjölskylda mín er kolklikkuð og auðvitað er þetta álag. Ég er stundum kallaður Stressmundur, ætli það sé ekki einhver afleið- ing,“ segir hann og hlær. „Við höfum alveg húmor. Mamma segir stundum: Komdu hérna Stressi minn. En ég er líka stundum kallaður Krúttmund- ur enda talinn af flestum ljúfur. En síðan þarf ég að minna mig á að ég er hann Kristmundur. Ég er ég sjálfur. Ég er ekki fjöl- skylda mín og ég er ekki sjúk- dómurinn hennar. Ég fékk gott atlæti, ást og stuðning. En ég þurfti líka að horfa upp á for- eldra mína og sum systkini fara í fíknina. Sjúkdómurinn tekur öll völd og afleiðingarn- ar eru hörmulegar. Einn bróð- ir minn er í fangelsi fyrir morð. Annar bróðir minn er í fangelsi fyrir aðra minni háttar glæpi. Og pabbi minn sat í fangelsi fyrir morð fyrir mörgum árum. En ég er þakklátur fyrir að hafa þó fengið að eiga barnæskuna með föður mínum edrú. Það gefa sér margir að ég hafi átt hörmulega æsku. Það er bara ekki rétt. Ég hafði það fínt með pabba.“ „Meðan ég er glaður gengur mér vel“ Tveir eldri bræðra hans í fang- elsi. Hvernig tilfinning er það? „Ég heimsæki þá sjaldan í fangelsið en tala oft við þá í síma. Þeir eru hvor í sínu fang- elsinu og ég vil frekar hringja en fara í heimsókn. Bræður mínir eru góðir strákar inn við beinið. Þeir urðu einfaldlega fíkninni að bráð. Bróðir minn verður kallaður morðingi eins og faðir minn, hann drap besta vin sinn. Ég meina, hugsaðu þér martröðina. Hvernig vinn- ur bróðir minn úr því? Vaknar úr eiturlyfjamóki og hefur myrt besta vin sinn. Hvernig lifir maður með svona? Ég veit það ekki. Ég get ekki ímyndað mér það sjálfur en hef oft reynt að hugsa um það, setja mig í þessi spor. En það er ómögu- legt. Það getur enginn nema sá sem hefur upplifað það. Það eina sem ég get gert er að lifa mínu lífi og halda mig frá mar- tröðum þessa lífs. Meðan ég er glaður, þá gengur mér vel. Þeir hafa kennt mér sitt með sínum hætti og það er verðmætt. Ég vona að þeim gangi vel þegar þeir losna úr fangelsi. Pabba gekk vel eftir að hann afplán- aði sinn dóm. Stóð sig vel.“ Stoltur af fjölskyldunni Hann segir fjölskylduna smám saman vera að ná styrk sínum og hann er stoltur af henni. Hann hefur þó ekki alltaf ver- ið sáttur við hlutskipti sitt. „Ég samdi lag um fjölskylduna mína þegar ég keppti í Rímna- flæði á sínum tíma og það var ansi biturt. En nú hefur við- horf mitt breyst. Ég er ekki reiður eða bitur yfir því hvað fjölskylda mín er klikkuð. Þau eru öll óvirkir alkar í dag, ég er stoltur af þeim og í mínum augum eru þau sterk. Óvirkir alkóhólistar eru margir hverjir frábært fólk, mér líður vel með þeim. Mér finnst ég oft þekkja þá úr hópi fólks, ég get bent á þá og sagt: Hey, þú ert óvirkur alki. Ég hef þá alltaf rétt fyr- ir mér. Mamma og systir mín hafa í nokkur ár unnið við að hjálpa heimilislausum. Pabbi er orðinn ráðgjafi úti í Svíþjóð þar sem hann hefur stundað meðferð. Við viljum hjálpa. Ég líka. Það er vegna þess að við höfum lært hversu mikilvæg hjálpin er. Fólk hefur rang- hugmyndir um fólk sem hefur lent í fíknivanda. Það kemur ekki endilega bugað frá slíkri reynslu. Margir koma tvíefldir til baka. Ég elska að láta gott af mér leiða og geri til að mynda allt fyrir SÁÁ sem þeir biðja mig um. Alltaf þegar þeir tala við mig, kem ég, þeir hjálpuðu foreldrum mínum og ég hjálpa þeim.“ Þurfti í meðferð til Svíþjóðar Faðir hans er greindur með lyfja- og áfengissýki á háu stigi. Óttast hann að hann falli aft- ur? „Nei, hann er sterkur, hann rústar þessu. Hann er flottur, gamli karlinn, heví flottur, bú- inn að vera edrú núna í heil tvö ár. Ég hef styrkinn frá honum og mömmu líka. Við erum öll svo sterk í þessari fjölskyldu, með stórt hjarta.“ Pabbi hans fór í meðferð til Svíþjóðar. Hvers vegna alla leiðina þangað? „Hann prófaði árangurslaust að fara í með- ferð hérna heima. Ég held að hann hafi farið í meðferð í ein 20 skipti. Þetta er svo lítið land, það þekkjast allir og þú ert strax kominn í eitthvert rugl. Þetta er auðvitað einstaklings- bundið en af minni reynslu segi ég þetta. Pabbi var alltaf fljótur að finna flóttaleiðirnar í kunningjunum. Þetta gengur ekkert of vel hér heima. Um leið og þú ert kominn í fallega sveit og ekkert í kringum þig nema kærleikur, vilji og jákvætt fólk, þá tekst þetta.“ Vill fá að vera venjulegur strákur En hann sjálfur, er hann hræddur við að verða fíkninni að bráð? „Maður veit ekki hvað gerist, ég tek enga sénsa. Lík- ami minn er ekki fullþroskað- ur. Kannski er ég alkóhólisti, kannski ekki. Sjáðu til, í minni fjölskyldu eru líkurnar meiri frekar en minni þótt ekkert hafi í raun og veru komið upp sem bendir til þess. Ég drekk alveg. Ég fæ mér einn og einn bjór. En stundum fæ ég það ekki af mér að drekka bjórinn. Það gerðist um daginn eftir keppnina. Við Nærri því öll fjölskylda rapparans unga Kristmundar Axels Kristmundssonar hefur orðið fíkninni að bráð. Tveir bræður hans eru í fangelsi, annar fyrir að myrða besta vin sinn. Hinn fyrir ótal smáglæpi. Faðir hans myrti mann á áttunda áratugnum og er upp- nefndur Mundi morðingi. Móðir hans, systir og nærri öll fjölskylda hans hefur þurft að heyja harða glímu við fíknina. Hann þekkir ekki föður sinn sem morðingja og segist skilja þá að – skrímslið bugað af fíkn sem var Mundi – og föður sinn, Kristmund, sterkan og alúðlegan félaga. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Bróðir minn verður kall- aður morðingi eins og faðir minn, hann drap besta vin sinn. Langt því frá einn Kristmundur Axel með félögum sínum, Daníel Alvin og Nikulási Nikulássyni, sem kallar sig Noke. „Ég hef vini mína og ég hef enn stuðning fjölskyldunnar.“ MyNd eyÞór árNaSoN „Pabbi er enginn morðingi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.