Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 20.–22. janúar 2012
Ásta sem var full metnaðar fyr-
ir þeirri þjónustu sem hún hafði
byggt upp frá grunni og gat ekki lið-
ið ástandið. Fjölskylda vinkonunnar
hafði einnig beðið Ástu um að beita
sér í málinu því það skaðaði börn-
in hennar. Hann segir Ástu hafa átt
breiðan og traustan bakhjarl innan
Háskólans en þó hafi hún ekki mætt
stuðningi þeirra sem voru hæstráð-
andi þar.
„Páll Skúlason hafði nýtekið við
rektorsembætti þarna. Hann hafði
öðlast mikla virðingu fyrir siðfræði-
túlkanir og greiningar á siðleysi þjóð-
félagsins sem hann var mjög áberandi
með í sjónvarpi og öðrum miðlum á
þessum tíma. Ásta ákvað að styðja
hann til rektors og beitti sér fyrir
kjöri hans. Ásta var vel tengd innan
skólans og virkjaði jafnt starfsmenn,
kennara og stúdenta í kosningaferl-
inu. Hann sigraði í þessu rektorskjöri
en svo var það með hans fyrstu emb-
ættisverkum að neita að tala við Ástu
en hann var hennar næsti yfirmaður.
Þar braut hann öll þau siðferðislög-
mál sem hann var búinn að tala svo
mikið um alls staðar. Siðfræði er hans
sérsvið. Hann vildi aldrei tala við Ástu
í einrúmi eins og hann gerði við alla
starfsmenn og starfslok hennar fóru
að mestu fram í gegnum lögfræðinga.
Siðfræðin reyndist hér bara í orði en
ekki í verki. Hann var ekki meiri mað-
ur en svo. Fyrir mér er hann bara ávís-
un sem ég myndi aldrei taka við,“ segir
Valgeir þungt hugsi og heldur áfram.
Hafði aflað sér óvina
„Þetta var gífurlega þungbært og stóð
mánuðum saman. Ásta hafði mikinn
stuðning inni í Háskólanum en hún
hafði líka búið sér til óvini. Í starfi
sínu sem talsmaður stúdenta hafði
hún tekið afstöðu gegn embættis-
mönnum, meðal annars í dóms-
máli þar sem hafði verið brotið gegn
blindum stúdent í skólanum. Hún
stóð með stúdentinum í máli sem
Háskólinn tapaði. Það vann gegn
henni seinna meir en það mun eng-
inn gangast við því að það hafi gert
það,“ segir hann sannfærður.
„Þegar svo alkarnir, sem voru
bæði starfsmenn og vinkonur henn-
ar í senn, sameinuðust gegn henni,
þá voru þeir teknir um borð Háskóla-
skútunnar og Ásta sett frá borði. Hún
byggði upp þessa deild frá grunni og
vann alveg gífurlegt starf í að ryðja
þessu fagi brautina. Hún var líka ein
þeirra sem beitu sér hvað mest fyrir
stofnun námsdeildar innan Háskól-
ans og nú eru námsráðgjafar í öllum
skólum. Þetta er stétt sem telur núna
um 3–400 manns sem hlotið hafa
menntun í því námi. Þessi sama deild
lætur eins og Ásta hafi aldrei verið til.
Þarna er þöggun í gangi á vegum Há-
skólans. Þetta hefur valdið okkur al-
veg ótrúlega miklum sársauka.“
Hótað líkamsmeiðingum,
dauða og íkveikjum
Annað mál olli hjónunum og fjöl-
skyldunni allri miklum og erfiðum
sársauka. Mál sem tengist hinu mál-
inu óbeint. Umsátursástand sem
varði í rúm tvö ár, nokkuð sem er svo
ótrúlegt að halda mætti að um reif-
ara væri að ræða, ekki raunveruleika
í Reykjavík. Ástu Kristrúnu bárust
hótunarbréf þar sem dauða og lík-
amsmeiðingum var meðal annars
hótað. Fjölskyldan var ofsótt. „Þetta
var ástand sem varði í rúm tvö ár. Við
fengum hótanir um líkamsmeiðing-
ar, dauða, íkveikjur og það sagt hvað
hún væri lélegur fagmaður og mikill
asni, bara alls kyns ógeð. Eins ömur-
legt og það gerist.“
Fjölskyldan leitaði til lögreglunn-
ar en þar var fátt um svör. Ekki fyrr en
til þeirra barst bréf með hvítu dufti
sem 8 ára dóttir þeirra tók á móti.
„Þeir gerðu ekkert fyrr en það bréf
barst. Þá fóru þeir að taka þetta al-
varlega. Við náttúrulega áttum öll
bréfin og fyrsta bréfið var með frí-
merki á. Aftan af þessu frímerki var
tekið lífsýni sem vísaði á ákveðna
manneskju,“ segir Valgeir. Á svipuð-
um tíma fóru Ástu að berast tölvu-
póstar frá Hotmail-póstfangi. „Í
þessum póstum stóð: „Ég fylgist með
þér“ og „Ég er að fylgjast með börn-
unum þínum“ og eitthvað þannig.
Þetta var orðið þannig að við fylgd-
um börnunum okkar til og frá skóla
út af þessum bréfum.“
Þau unnu í miðbænum á þessum
tíma og var ekki vært í vinnunni. „Við
vorum með aðstöðu í miðbænum og
fengum bréf og tölvupósta þar sem
var sagt: „Ég fylgist með ykkur dag-
lega. Ég sit hérna á kaffihúsi og sé
ykkur þegar þið komið og farið. Ég sé
mig í anda þegar ég er með eldspýtur
og kveiki í hárinu á þér.“ Þetta var
bara eins og út úr einhverjum svæsn-
um krimma.“
Önnur vísbending varð til þess
að sá sem stóð að baki ofsóknunum
fannst. „Á þessum tíma var au pair-
stúlka að vinna hjá okkur sem sendi
þeim hjá Hotmail póst og fékk upp-
lýsingar sem við fórum með til Sím-
ans. Lögreglan gat út frá þessum
upplýsingum fundið IP-tölu þess
„Það er eitt sem
ég get sagt um
það að vera sextugur:
Þú færð enga vinnu
Var hótað Ástu Kristrúnu barst
fjöldinn allur af hótunarbréfum þar
sem fjölskyldunni var hótað líkams-
meiðingum og jafnvel dauða.
Saman á ný Stuðmenn
koma aftur saman á afmælis-
tónleikum Valgeirs um helgina.
Myndin er tekin á æfingu á
fimmtudagskvöldið.