Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 36
36 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–22. janúar 2012 Helgarblað G uðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan prófum árið 1938. Að námi loknu var Guðmundur við verslunarstörf hjá Hvannbergs- bræðrum í Reykjavík á árunum 1938–42, var síðan fulltrúi hjá Gísla Jónssyni & Co í Reykjavík 1942–45 og skrifstofustjóri þar á árunum 1945–55. Hann var síðan forstjóri, meðeigandi og stjórnarmaður hjá Sveini Egilssyni & Co 1955–57. Guðmundur stofnaði, ásamt fleirum, innflutningsfyrirtækið Bif- reiðar & landbúnaðarvélar hf. árið 1954, var stjórnarformaður fyrirtæk- isins fyrstu árin, sat í stjórn þess og var framkvæmdastjóri þess 1954–55 og 1957–75 og var síðan stjórnarfor- maður og forstjóri fyrirtækisins frá 1974 og til loka síns starfsferils. Guðmundur sat í stjórn Bíl- greinasambandsins á árunum 1975–79. Guðmundur og Erna, kona hans, voru búsett á Bárugötunni í Reykjavík fram á miðjan sjötta ára- tuginn en fluttu á Starhaga 8, árið 1954, þar sem Guðmundur byggði fjölskyldunni hús. Þar bjuggu þau hjónin í fjörutíu og níu ár upp á dag, og þar er nú Garðar, sonur þeirra hjóna, búsettur, ásamt fjöl- skyldu sinni. Guðmundur fór nánast ár- vissar ferðir til Sovétríkjanna um langt árabil, vegna starfa sinna og viðskipta, en auk þess höfðu þau hjónin yndi af ferðalögum og fóru í fjölda ferðalaga, víða um heim, s.s. víða um Asíu og Suður-Ameríku. Þau ferðuðust einnig mikið innan lands. Guðmundur og Erna festu kaup á landi við Sandvatn í landi Gríms- staða í Mývatnssveit árið 1967, byggðu þar myndarlegt hús og létu síðan endurreisa þar fallegt bæna- hús. Bænahúsið sem var teiknað af Herði Ágústssyni, listamanni og helsta fræðimanni Íslendinga á sviði híbýlasögu hér á landi, er tal- ið mjög nákvæm eftirgerð af gömlu Reykjahlíðarkirkjunni sem var reist fyrir 1674. Íbúðarhúsið og bæna- húsið nefndu þau hjónin Rönd og þar voru þau með börnum sínum og síðar einnig barnabörnum öll sumur meðan heilsa Guðmundar leyfði. Þar voru þau hjónin jafn- an með fjölda hrossa og stunduðu þaðan útreiðar auk þess sem þau stunduðu umtalsverða skógrækt á staðnum um langt árabil. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 17.4. 1946, Ernu Adolphsdóttur, f. 19.8. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Adolphs Rósinkranz Bergssonar, lögfræð- ings og heildsala í Reykjavík, og Margrétar Helgadóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Ernu: Gísli Guðmundsson, f. 11.2. 1947, fyrrv. forstjóri Bifreiða- & land- búnaðarvéla og stjórnarformað- ur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um lagt árabil og nú aðalræðis- maður Suður-Kóreu á Íslandi, var kvæntur Bessí Jóhannsdóttur, sagnfræðingi og kennara, og eru börn þeirra Erna Gísladóttir, f. 5.5. 1968, stjórnarformaður Sjóvár-Al- mennra og B&L Ingvar Helgason, gift Jóni Gunnarssyni og eiga tvö börn, Bessí, f. 20.10. 1994, og Einar, f. 24.12. 1999; Guðmundur Gísla- son, f. 12.2. 1975, viðskiptafræð- ingur, búsettur á Seltjarnarnesi en kona hans er Berglind Berndsen og eiga þau börnin Gísla, f. 15.4. 2008, og Ingveldi, f. 24.12. 2010; Jóhanna Margrét Gísladóttir, f. 8.8. 1988, sjónvarpsfréttamaður á Stöð 2 en sambýlismaður hennar er Ólafur Sigurgeirsson. Ingigerður Ágústa Guðmunds- dóttir, f. 7.3. 1951, tannlæknir í Reykjavík, var gift Ingvari Jón- adab Karlssyni lyflækni og er dóttir þeirra Helga, MA í fjölmiðlafræði. Garðar Guðmundsson, f. 31.3. 1953, fornvistafræðingur og fyrrv. formaður Félags fornleifafræð- inga, búsettur í Reykjavík en kona hans er Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur og eru dætur þeirra Sigrún Inga Garðarsdóttir, f. 20.3. 1990, menntaskólanemi, og Gunn- hildur Garðarsdóttir, f. 24.2. 1993, menntaskólanemi og skylminga- meistari. Systkini Guðmundar voru Gunnar Gíslason, f. 14.7. 1922, d. 9.10. 2005, vélstjóri í Reykjavík, var kvæntur Björgu Hermannsdóttur; Gyða Gísladóttir, f. 2.4. 1924, hús- freyja í Reykjavík; Geir Gíslason, f. 26.10. 1926, d. 20.10. 1996, skipa- meistari í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Þorleifsdóttur húsmóð- ur; Jóhann Gíslason, f. 15.3. 1928, d. 22.6. 2004, lögmaður við Út- vegsbanka Íslands um langt árabil, búsettur í Reykjavík, var kvænt- ur Guðrúnu Öldu Kristjánsdóttur húsmóður. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Gísli Guðmundsson, f. 5.1. 1888, d. 14.5. 1980, skipstjóri og síðar hafsögumaður í Reykjavík, og k.h., Einara Sigríður Jóhanns- dóttir , f. 30.10. 1891, d. 10.8. 1981, húsfreyja. Ætt Guðmundur var bróðir Gunnars vélstjóra, föður Hemma Gunn. Guðmundur var sonur Gísla, skip- stjóra og hafnsögumanns í Reykja- vík Guðmundssonar Gíslasonar, b. á Dynjanda í Arnarfirði og á Höfn í Dýrafirði Guðmundssonar, Ólafssonar, b. á Hallkjáseyri Ill- ugasonar, b. á Hrauni Finnssonar, í Ögri í Helgafellsveit Eggertsson- ar. Móðir Guðmundar Ólafssonar var Sigríður Ásgrímsdóttir. Móð- ir Guðmundar Gíslasonar á Dynj- anda var Guðrún Bjarnadóttir, b. í Rana í Dýrafirði Sigmundssonar, b. og smiðs í Ytrihúsum hjá Núpi í Dýrafirði Bjarnasonar, b. í Sæbóls- húsum Jónssonar. Móðir Bjarna í Rana var Guðrún Ingimundar- dóttir. Móðir Guðrúnar var Vigdís Magnúsdóttir, húsfreyja í Leiti í Dýrafirði. Móðir Guðrúnar Bjarna- dóttur var Guðrún Níelsdóttir, b. í Haukadal í Dýrafirði Jónssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Gísla skipstjóra var Guð- munda Guðmundsdóttir, b. í Lækj- arósi Natanelssonar, vinnumanns frá Vöðlum Ólafssonar, b. á Vöðl- um í Holtssókn Jónssonar. Móðir Natanels var Sesselja Jónsdóttir. Móðir Guðmundar í Lækjarósi var Guðrún Markúsdóttir. Móðir Guð- mundu var Sigríður Jónsdóttir, b. í Lambadal ytri Jónssonar, vinnu- manns Ólafssonar, Jónssonar. Móðir Sigríðar Jónsdóttur var Sig- ríður Jónsdóttir. Einara Sigríður var dóttir Jó- hanns, sjómanns í Reykjavík Níels- sonar, b. í Leirvogstungu Þor- steinssonar, b. í Leirvogstungu Hákonarsonar, b. í Dæli í Fljótum Guðmundssonar, pr. á Barði Sig- urðssonar. Móðir Hákonar var Ólöf Sturludóttir. Móðir Þorsteins í Leirvogstungu var Elín Jónsdóttir. Móðir Níelsar í Leirvogstungu var Sólveig Guðmundsdóttir, hús- manns í Arnarhólskoti á Arnarhól í Reykjavík Árnasonar, formanns í Gróttu á Seltjarnarnesi Jónsson- ar. Móðir Guðmundar í Arnar- hólskoti var Elísabet Jónsdóttir. Móðir Sólveigar var Sigríður Jóns- dóttir. Móðir Jóhanns, sjómanns í Reykjavík var Elín Guðlaugsdóttir, b. í Hjarðarnesi og síðar í Lamb- haga í Mosfellshreppi Jónsson- ar, b. í Varmadal í Mosfellshreppi Þorkelssonar, b. í Þerney á Kolla- firði Sigurðssonar. Móðir Jóns í Varmadal var Guðrún Guðlaugs- dóttir. Móðir Elínar Guðlaugsdótt- ur var Guðný Jónsdóttir yngra, b. í Ey í Vestur-Landeyjum og síðar á Sogni í Ölfusi Þorgilssonar, og Elínar Loftsdóttur. Móðir Einöru Sigríðar var Þóra, systir Margrétar, langömmu Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar rit- höfundar. Þóra var dóttir Gamal- íels, b. í Riftúni Guðmundssonar, og Ingveldar Þorsteinsdóttur, b. í Riftúni Magnússonar. Móðir Þor- steins var Þuríður, systir Odds í Þúfu, forföður séra Gunnars Björnssonar, fyrrv. sóknarprests í Holti og á Selfossi. Móðir Ing- veldar var Sigríður Guðmunds- dóttir. Móðir Sigríðar var Ingveld- ur Þórólfsdóttir, b. í Háeyrarhverfi, bróður Beinteins, langafa Magn- úsar í Litlalandi, langafa Ellerts B. Schram, fyrrv. alþm., ritstjóra DV og forseta ÍSÍ, Bryndísar Schram, fyrrv. dagskrárgerðarmanns, og Magnúsar H. Magnússonar, fyrrv. ráðherra, föður Páls útvarpsstjóra. Þórólfur var sonur Ingimundar, b. á Hóli Bergssonar, ættföður Bergs- ættar Sturlaugssonar. Útför Guðmundar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtu- daginn 19.1. sl. Guðmundur Gíslason Fyrrv. forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla f. 1. 1. 1920 – d. 7. 1. 2012 Andlát Merkir Íslendingar S éra Jakob var fæddur á Hofi í Álftafirði í Suður- Múlasýslu og ólst upp á Djúpavogi þar sem faðir hans gegndi prestþjón- ustu lengst af. Foreldrar hans voru Jón Finnsson, pr. á Hofi í Álftafirði og á Djúpavogi, og Sig- ríður Hansdóttir húsfreyja. Þau hjónin eignuðust þrjá syni og komust tveir þeirra til fullorðins- ára og báðir urðu landsfrægir af- burðamenn, hvor á sínu sviði. Jakob sem sóknarprestur, lengst af í Hallgrímskirkju og lærðasti Nýja testamentisfræðingur hér á landi og þó víðar væri leitað, og Eysteinn, bróðir hans, lengi fjár- málaráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins. Í Grikklandsárinu má finna hugþekkar endurminningar Hall- dórs Laxness frá heimsókn hans til séra Jóns og Sigríðar á Djúpa- vogi, er þeir nafnarnir Halldór Laxness og Halldór Kolbeins voru þá á leiðinni að sinna heim- iliskennslu í Austur-Skaftafells- sýslu, kornungir menn: „Stekkjar- leið undan var prestsetrið og þar var ég sammældur nafna mínum að morni hjá séra Jóni Finnssyni sem hafði stórbrotnara andlitsfall og öldurmannlegra fas en flestir höfðíngjar núna, og að sama skapi vakandi í hugsun og vel máli farinn, einn þeirra útkjálka- presta sem erlendum ferðalaung- um þótti hafa sagnaranda um fleiri hluti í heimi en þó Place de la Concorde hefði verið bæjarhlað þeirra allan tímann. Alla ævi síð- an fanst mér ég vera vinur þessa hjartahlýa stórskorna guðsmanns og hafði framkomu heimsmanns.“ Halldór getur þess einnig að hann hafi hitt þar syni séra Jóns þegar hann var að kveðja, - „tveir svein- ar í miðjum litla skattinum, …“ Séra Jakob varð stúdent ut- anskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1928, var í framhaldsnámi í háskólan- um í Winnipeg 1934–35 og síð- an í námi í kennimannlegri guð- fræði og Nýja testamentisfræði í háskólanum í Lundi 1959–60, tók licentiat-próf í guðfræði í Lundi 1961 og varð doktor í guðfræði frá Háskóla Íslands 1965 fyrir bók sína um kímni og skop í Nýja testamentinu. Jakob vígðist aðstoðarprestur föður síns á Djúpavogi 1928 og var prestur á Norðfirði 1929–35, prestur íslenskra safnaða vestan- hafs 1935-40 og í Hallgrímspresta- kalli í Reykjavík 1941–74. Jakob var kennari í barnaskóla, mennta- skóla, guðfræðideild háskólans og hélt námskeið í hjúkrunar- skólanum. Hann var skólastjóri gagnfræðaskólans í Neskaupstað 1931–34 og sat í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar 1934. Jakob sat í stjórn Prestafélags Austfjarða, Presta- félags Íslands og var formaður þess 1954–64. Hann var formað- ur slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík 1942–53, sat í Skál- holtshátíðarnefnd og í sálmabók- arnefnd 1940 og 1961, var fulltrúi íslensku kirkjunnar á stofnfundi alkirkjuráðsins í Amsterdam 1948 og var félagi í hinu kunna vísinda- félagi Studiorum Novi Testamenti Societas (SNTS). Jakob samdi fjölda rita, m.a. leikrit, tvær ljóðabækur og bækur um Nýja testamentisfræði. Eiginkona séra Jakobs var Þóra Einarsdóttir húsmóðir. Börn Jakobs og Þóru: Guðrún Sigríður, hjúkrunarfræðingur og Íransfræðingur; Svava, nú látin, bókmenntafræðingur, rithöfund- ur og alþingismaður; Jökull, sem lést 1978, leikritaskáld, blaða- maður og rithöfundur en fyrri kona hans var Jóhanna Kristjóns- dóttir og eru börn þeirra rithöf- undarnir Illugi, Hrafn og Elísa- bet; dr. Þór, fyrrv. deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, og Jón Einar, héraðsdómslögmaður. Séra Jakob var um langt ára- bil einn af höfuðklerkum þjóð- arinnar, ástsæll sóknarprestur, virtur lærdóms- og kennimað- ur, flugmælskur predikari en að sama skapi alþýðlegur og einlæg- ur í allri framsetningu. Hann lést er hann var á ferðalagi á æsku- slóðum sínum á Djúpavogi, en þangað hafði hann farið, ásamt Eysteini, bróður sínum, til að minnast fjögur hundruð ára af- mælis Djúpavogs sem verslunar- staðar. Útför sr. Jakobs frá Hall- grímskirkju mun vera einhver fjölmennasta útför sem um get- ur hér á landi. Sú staðreynd segir sína sögu um vinsældir þessa ein- læga og hógværa guðsmanns. Jakob Jónsson Sóknarprestur og rithöfundur f. 20.1. 1904 – d. 17. 6. 1989 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.