Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 11
Fréttir 11Helgarblað 20.–22. janúar 2012 Þingmenn ræða Geir Þingmenn ræða í dag, föstudag, hvort sleppa skuli Geir H. Haarde við áframhaldandi málarekst- ur fyrir landsdómi. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðis- flokks ætla að leggja fram dag- skrártillögu um að vísa tillögunni frá. Þingflokksformaður Vinstri grænna telur meirihluta fyrir slíku. Verði dagskrártillögunni hafnað er það líklega stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar að leggja mat á hvort Geir skuli sleppa og leggja aftur fyrir þing. Þingsályktunartil- lögur þurfa enda tvær umræður. Þrír þingmenn VG hafa lýst yfir stuðningi við Geir þar á með- al Ögmundur Jónason innanrík- isráðherra sem gerði það í langri grein í Morgunblaðinu. Mikil reiði er meðal flokksfélaga VG vegna málsins en val Ögmundar á fjölmiðli til að birta yfirlýsingu sína vekur athygli. Samfylkingin er sögð loga vegna málsins. „Stjórn [Sam- fylkingarinnar í Reykjavík] væntir þess að allir þingmenn Samfylk- ingarinnar greiði atkvæði gegn þingsályktunartillögunni,“ segir í ályktun. Kjartan Valgarðsson, formaður félagsins, virðist hafa óttast að þingmenn læsu ekki ályktanir aðildarfélaga. Í viðtali við vefritið Smuguna, sem er að hluta í eigu VG, hótaði Kjartan stuttu eftir að ályktunin var send út að þingmenn sem kysu með Bjarna yrðu þurrkaðir af fram- boðslistum. Eldsneytis- skattar verði lagðir niður Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra mælti á Alþingi á fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar um samgön- guáætlun 2011 til 2022 og 2011 til 2014. Meðal þess sem fram kemur í tillögunni er að á áætl- unartímabilinu verði breytt skipan á gjaldtöku fyrir umferð á vegum könnuð. Greindir verði kostir og gallar þess að ökutæki greiði í samræmi við ekna vega- lengd,jafnhliða því að núverandi kerfi sérstakra eldsneytisskatta yrði lagt niður. Tólf ára áætlunin er stefnu- markandi samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022 en hin er verk- efnaáætlun fyrir árin 2011–2014 sem er hluti af og innan ramma stefnumarkandi áætlunarinn- ar. Þá fór Ögmundur yfir helstu áherslubreytingar frá tillögu að síðustu tólf ára samgönguáætl- un en fyrrnefndar breytingar á gjaldtöku eru þar á meðal. Meðal annarra breytinga sem stefnt er að má nefna að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna með það að mark- miði að þær verði umhverfislega sjálfbærar. Stefnt verði að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna verði undir 750 þúsund tonnum árið 2020, sem er 23 prósenta samdráttur frá 2008. Markmiðið er í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Fær borgað og styður geir n Stefán Már Stefánsson segir stuðning sinn ekki falan J á, ég kom að greinargerðinni vegna frávísunarkröfu lög- manna Geirs,“ segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor að- spurður um störf í þágu máls- varnar Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég mætti á fund með þeim þegar þeir voru að semja greinargerðina fyrir kröfuna og vann í fimm tíma og fékk fyrir það 75 þús- und krónur.“ Skrifaði til stuðnings Geir Stefán skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann gagnrýndi verklag Alþingis við ákvörðun um ákæru á hendur Geir. „Forsenda sumra þingmanna kann t.d. að hafa verið sú að þeir samþykktu því að- eins ákæruna að allir yrðu ákærðir líkt og þingmannanefndin lagði til. Heildarniðurstaðan gæti því hafa orðið önnur en meirihluti þing- manna reiknaði með og gerði ráð fyrir. Það er illa stætt á því að tilvilj- anir geti ráðið því hverjir skuli sæta ákæru.“ Bæði Andri Árnason lög- fræðingur Geirs og Valtýr Sigurðs- son, fyrrverandi ríkissaksóknari, hafa vitnað í greinina málstað sín- um til varnar. Þá má nefna að grein Stefáns er gerð að umfjöllunarefni í leiðar Morgunblaðsins. „Allmargir þing- menn sem greiddu atkvæði með ákæru á sínum tíma, hafa upplýst að þeim þyki ljóst að forsendubrest- ur hafi orðið í málinu með atkvæða- greiðslunni um það, þar sem aðeins fjórðungur tillagna sérstakrar nefnd- ar hlaut samþykki,“ segir í leiðaran- um sem að öllum líkindum er skrif- aður af Davíð Oddssyni. Þess má geta að einhverjir telja sig sjá á frétta- flutningi Morgunblaðsins af málinu að blaðið hallist nokkuð á sveif með málstað Geirs. „Fræðilegur pirringur“ „Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki sáttur við niðurstöðu lands- dóms um að vísa málinu ekki frá,“ segir Stefán og bætir við að það sé ekkert óeðlilegt enda hafi ekki verið fyllilega tekið mark á þeirri röksemd sem hann aðstoðaði verjendur Geirs við að semja. „Það er samt alvanalegt og við fræðimenn verðum að búa við slíkt.“ Stefán segir það af og frá að af- staða hans smitist af störfum hans fyrir verjanda Geirs. Hann segir verj- anda hafa leitað til hans vegna fyrri skrifa. „Greinin í Morgunblaðinu er algjörlega að mínu frumkvæði. Það blundar auðvitað í mér að þessi málsmeðferð sé ósanngjörn. Í mín- um huga kann að koma til greina að málsmeðferðin sé brot á mann- réttindasáttmálanum. Ég er bara að pirra mig fræðilega með greinarskrif- um.“ Aðspurður segir Stefán það af og frá að hann hefði átt að taka fram í greininni að hann hafi áður þegið greiðslu fyrir ráðgjöf frá verjendum Geirs. „Það kemur fyrir að fólk ósk- ar eftir sérfræðiráðgjöf og að ég fái greitt fyrir slíkt,“ segir hann og ítrekar að hann telji ekki þarft að telja upp slíkar greiðslur í greinum sem hann skrifar að eigin frumkvæði. Jón Steinar neitar að svara DV leitaði svara hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardóm- ara um það hvort hann hefði þegið greiðslur frá verjendum Geirs en blaðinu barst ábending um að hann væri meðal þeirra sem aðstoð- uðu við málsvörn forsætisráðherr- ans fyrrverandi. Jón Steinar vildi ekki svara því enda væri það ekki í hans verkahring að svara fjölmiðl- um. Hann kvaðst þó spenntur að sjá hvaða ályktanir „ágætur blaða- maður“ drægi út frá því að hann neitaði að svara spurningunni. Þess má geta að Andri Árnason, lögfræð- ingur Geirs, sagðist ekki kannast við að Jón Steinar hefði unnið fyrir sig í málinu. Líkt og í almennum dómsmálum er það dómstólsins að dæma verj- endum sakbornings þóknun. Þær upplýsingar fengust hjá ritara lands- dóms að greiðslur dómsins vegna útlagðs kostnaðar verjenda væru hingað til 251 þúsund krónur. Þær greiðslur voru dæmdar verjendum þegar landsdómur tók afstöðu til frá- vísunarkröfu verjenda. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Geir H. Haarde Fyrrverandi forsæt- isráðherra og Andri Árnason, lögmaður hans, við þinghald landsdóms. „Það kemur fyrir að fólk óskar eftir sér- fræðiráðgjöf og að ég fái greitt fyrir slíkt. Stefán Már Stefánsson Þáði greiðslu fyrir sérfræðiráðgjöf frá verjendum Geirs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.