Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 44
44 Lífsstíll 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Hárið lagað meðan þú sefur n Þrjár leiðir til að umbreyta blautu hári yfir nótt H árgreiðslu- maðurinn Ted Gibson lumar á þremur skemmti- legum ráðum til þess að umbreyta blautu hári í fallega hár- greiðslu yfir nótt. Venjulega þýðir það að fara að sofa með blautt hár held- ur skelfilega sýn í baðherbergisspegl- inum morguninn eftir, hárið stend- ur út í loftið, er ef til vill flatt öðrum meg- in en úfið eins og á rokkstjörnu hinum megin. Góð lyfting Fínt hár hefur tilhneigingu til að vera flatt og líflaust. Áður en þú ferð að sofa skaltu sprauta í það hárlyftingarvökva (til dæmis Aveda Volumizing hártóner) sem lyftir hárinu frá rótunum. Settu allt hárið í hátt tagl og snúðu upp á það í lausan hnút. Festu lauslega undir teygjuna. Notaðu fáeinar spennur til þess að festa lausa hnútinn. Betra er að nota mjúka teygju. Um morguninn leysir þú taglið úr teygjunni og greiðir í gegnum hárið með fingrunum. Ekki nota bursta. Náttúrulegar bylgjur Settu froðu í hárið frá rótum til enda. Skiptu hárinu í tvennt í miðju. Skiptu hárinu beggja vegna í tvennt. Fléttaðu hvorn helming frá miðju. Byrjir þú ofar verður hárið ekki eins fallegt. Snúðu fléttunni svo lauslega í hringi og festu með spennum. Spreyjaðu með saltspreyi eða léttu vaxspreyi og notaðu fingur til að ýfa það mjúklega. Mjúkar krullur Notaðu létta hárnæringu sem má skilja eftir í hárinu. Notaðu grófa greiðu til þess að dreifa nær­ ingunni allt til hárendanna. Skiptu hárinu í miðju. Skiptu hárinu í þrjá hluta báðum megin og vefðu hárinu utan um fingur og snúðu upp á það upp að rótum. Festu með spennum. Þegar þú vaknar skaltu losa spenn­ urnar, hrista lokkana og spreyja örlítið af vatni yfir til að lífga upp á það. Spreyið svo yfir krullurnar með afar mildu hárspreyi. 1 2 3 Fallegt hár yfir nótt Hárnæring sett í með greiðu. G etur verið að vinkona mín hafi verið hérna fyrir viku?“ spurði ég manninn sem hafði boðið mér í eftirpartí í Hlíð- unum. Hann hafði sýnt mér áhuga fyrr um kvöldið og var farinn að færa sig nær mér í sófanum. Ísland er mjög lítið land. Nokkrum mínútum áður en ég bar upp þessa spurningu við manninn hafði ég einmitt áttað mig á því. V iku áður en ég sat við hlið umrædds manns á sófa í Hlíðunum hafði ég vaknað við SMS-skilaboð frá vin- konu minni. Í þeim stóð: „Ég var að vakna, á vindsæng í Hlíðunum.“ Það var fimmtu- dagur og klukkan var átta. Auð- vitað fékk ég sjokk. Á sama tíma færðist þó smá bömm- er yfir mig, skynsömu stúlk- una sem sleppti barnum kvöldið áður. „Djöfull hlýt ég að hafa misst af miklu í gær,“ hugsaði ég og svaraði SMS-skilaboðum vinkonunnar með þremur spurningamerkjum. Heimtaði svo hádegismat og frek- ari fréttir af þessu áhugaverða máli. Yfir sveittum hamborgurum fræddi vinkona mín mig um ævin- týri miðvikudagskvöldsins sem ég missti af, fyrir skynsemi sakir. H ún hitti þennan líka myndar- lega mann á barnum sem bauð henni og vinkonun- um í eftirpartí, í Hlíðunum. Atburðarásin æxlaðist svo á þann veg að hún vaknaði á vindsæng morguninn eftir. Þetta var allt saman stórkostlega fyndið að okk- ur fannst. Enda með eindæmum góð saga. Sérstaklega í miðri viku. Viku síðar var ég stödd á sama bar með annarri vinkonu. Vin- konan af vindsænginni var fjarri góðu gamni. Nokkrir menn gáfu sig á tal við okkur og við skáluðum hvert við annað þangað til barnum var lok- að. Þá kallaði einn þessa klassísku setningu sem allir vilja heyra á slíkri stundu: „Eftirpartí hjá mér!“ V ið tókum öll leigubíl saman og enduðum á hæð í Hlíðun- um. Partíhaldar- inn hafði vissu- lega sagt til nafns en einhvern veginn kveikti þetta ekki á neinu hjá mér. Hvorki nafnið né Hlíðarnar. Eða þetta tvennt saman. Partíið hófst með gítar- spili og almennri gleði. Partíhald- arinn settist í sófann hjá mér og ég fílaði það. Fljótlega þurfti ég á klósettið og á leið minni þangað sá ég glitta í vindsæng á gólfi inni í einu herberginu. Ding! Á þessum tímapunkti hringdu viðvörunar- bjöllurnar hátt og snjallt. Ég rétt komst inn á klósett áður en ég ældi af hlátri. Ég var komin heim til mannsins með vindsængina. Af öllum stöðum í Reykjavík. Honum var mjög brugðið og viðurkenndi lúpulegur að þekkja vinkonuna. Í kjölfarið dó partíið, enda ljóst að engin stúlka myndi vakna á vindsænginni daginn eftir. Eftir þetta óþægilega en jafn- framt kostulega atvik höfum við vinkonurnar reynt að samræma aðgerðir okkar betur, með ágætis árangri. Spurningunni af hverju mað- urinn átti ekkert rúm heldur bara vindsæng, er þó enn ósvarað. Vaknað á vind- sæng í Hlíðunum Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir M argar konur hafa reynt að fylgja í fótspor Marilyn Monroe, Jayne Mansfield og Sheree North og á okk- ar dögum, Christinu Agui- lera, Gwen Stefani, Scarlett Johansson og Madonnu. Stjarna Michelle Willi- ams skín nú skært í hlutverki Marilyn og þykir vera nútímaleg útgáfa kyn- bombunnar. Harpa Dögg Káradóttir færir í sama gervi. „Eydís Helena er kynbomba, það er engum blöðum um það að fletta og auk þess hefur hún mikla samsvörun við Marilyn, hefur áþekkar línur, þykkar varir og þennan mjúka og heillandi kvenleika.“ Lærðu að mála þig eins og þokkagyðja Dökkur augnlínupenni, rauðar varir og húð eins og postulín. Nútímalegt og fagurt gervi Michelle Williams í hlutverki Marilyn Monroe í myndinni My Week With Marilyn hefur vakið verðskuldaða athygli. Harpa Dögg Káradóttir hjá MAC endurskapar útlitið með ráðlegg- ingum fyrir lesendur DV og setur fyrirsætuna Eydísi Helenu Evensen í sama gervi. n „Ég byrjaði á því að undirbúa húðina vel,“ segir Harpa Dögg Káradóttir. „Ég byrjaði á því að setja strobe cream á húðina til þess að gefa henni góðan raka og fallegan ljóma. n Því næst notaði ég Studio Sculpt meik, aðallega á miðju andlitsins. Meikið er mjög kremað og kemst maður upp með að nota frekar lítið meik og blandast það vel inn í húðina. n Einnig notaði ég select moisturecover hyljara bæði undir augun, kringum nefið og munninn. Í kinnarnar setti ég kremkinnalit sem heitir So sweet so easy sem gefur húðinni ferskan ljóma og einnig krem high­ lighter sem heitir Luna. n Á augun setti ég painterly paint pot sem grunn til þess að fá betri lit út úr augn­ skugganum. n Ofan á það notaði ég 2 augnskugga. Augnskugga í vanillulit yfir allt augnlokið og lit í ljósbrúnum lit undir augnbeinið til þess að gefa augnsvæðinu betri dýpt. n Ég notaði Blacktrack eye liner og bursta nr 210 á augun og False lashes extreme black maskara til þess að gera augnhárin lengri og þykkari. n Á varirnar notaði ég Brick varablýant til þess að móta varirnar, Barcelona red varalit og Love alert dazzelglass varagloss til þess að gera varirnar enn meira djúsí.“ Förðun í anda Marilyn Monroe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.