Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 32
Þ að var stór dagur í vændum hjá Donald og Mörshu Le- vine þann 9. nóvember 1989. Innan örfárra klukkustunda myndi sonur þeirra, Mark, verða lögfræðingur og nýtt starf beið hans í Cincinnatti. Klukkan var að verða níu að morgni og Mark var að setja föggur sínar í bíl sinn fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Munster, út- hverfi Chicago. Blárri Chevrolet Corsica-bifreið var þá ekið upp að húsinu og út úr henni steig maður með tvo böggla í fanginu. „Federal Express,“ sagði maðurinn. Þagar Mark var við að kvitta fyrir mót- töku bögglanna í sömu andrá og hann opnaði útidyrnar sló maðurinn hann í höfuðið með skammbyssu. Maður- inn ruddist síðan inn í húsið þar sem hann mætti Mörshu. Hann hikaði ekki eitt andartak og skaut hana tveimur skotum í andlitið. Donald var inni á baðherbergi og maðurinn skaut hann í andlitið og bringuna. Meðan á þessu stóð tókst Mark að komast í nærliggj- andi skóla og hringja á lögregluna. Marsha dó á leiðinni á spítalann og Donald nokkrum klukkustundum síð- ar. Mark var höfuðkúpubrotinn og lá á spítala í þrjá daga. Skildi bögglana eftir Það varð strax ljóst að morðinginn var ekki starfsmaður Federal Express og innihald bögglanna, sem morð- inginn gleymdi á vettvangi, var ekki merkilegt; hárþurrka í öðrum og tvö landakort í hinum. Sérfræðingar rannsökuðu kortin og fundu á þeim fingraför, en á þeim tíma var fingrafaraleit ívið flóknari aðgerð en nú um stundir og lögregla þurfti að hafa einhverja hugmynd um að hverjum ætti að leita. Hvað sem því líður voru Levine- hjónin mjög vel efnuð og á með- al þess sem Donald hafði verið með fingurna í var námafyrirtæki í Mont- ana, en annað fyrirtæki sem hann átti þróaði og sá um rekstur verslunar- miðstöðva. Donald hafði reyndar verið í samstarfi með einum bræðra sinna, Róbert, en með þeim hafði kastast í kekki og leiðir hafði skilið. Donald hafði á sér orð fyrir að vera hvatvís og sagt var að hann vílaði ekki fyrir sér að svindla. Sagði sagan að hann hefði einu sinni skilið föður sinn eft- ir í 100.000 dala skuldasúpu. Með bræðrunum ríkti lítil vinátta þegar þeir skildu að skiptum. Reyndar hafði Róbert farið fram á að fá lista yfir eignir Donalds kvöld- ið eftir að hann var myrtur og síð- ar lagði hann fram 11 milljóna dala kröfu í dánarbúið. Hvað Mark varðaði gerði lögregl- an sér grein fyrir því að hann væri einkaerfingi allra auðæva foreldra sinna og níu dögum eftir morðin samþykkti Mark að taka lygamælis- próf; niðurstaðan varð ófullnægj- andi. Gamlar syndir gleymast seint Lögreglan velktist ekki í vafa um að tilgangurinn hefði fyrst og fremst verið að myrða hjónin. Ekkert hafði verið tekið og skotfærin voru af dýrri og sjaldgæfri tegund. Eftir nokkrar vikur hljóp á snær- ið hjá lögreglunni þegar henni barst ábending um að morðing- inn væri hugsanlega Bruce William McKinney, fertugur Phoenix-búi og fyrrverandi starfsmaður hjá bræðr- unum Donald og Róbert. Reyndar var fátt sem var sam- merkt með Bruce og kaldrifjuðum morðingja, en gamlar syndir gleym- ast seint – Bruce hafði verið hand- tekinn vegna marijúana árið 1982 og fingraför hans voru á skrá hjá lög- reglunni í Phoenix. Lögreglan komst enn fremur að því að Bruce hafði notað ökuskír- teini Róberts þegar hann leigði bif- reið sem líktist þeirri sem morðing- inn hafði ekið. Við húsleit á heimili Bruce fann lögreglan skammbyssu, kvittun fyrir skotfærum, klemmu- spjald líkt því sem sendlar Fede- ral Express nota og yfirhöfn eins og morðinginn hafði klæðst. Bruce var handtekinn skömmu fyrir jól og vitni bar að hann hefði verið við heimili Levine-fjölskyldunnar hinn örlaga- ríka morgun. Róbert hvergi að finna Bruce hélt statt og stöðugt fram sak- leysi sínu og fullyrti að hann hefði verið í Tucson þegar morðin voru framin, að hann hefði fundað með tveimur aðilum úr fasteignabrans- anum. Saksóknarar voru ekki reiðubúnir til að leggja trúnað á frásögn Bruce og kærðu hann fyrir tvö morð. Einnig vildu saksóknarar ná tali af Róbert en jörðin virtist hafa gleypt hann. Hann hafði selt fyrirtæki sitt og látið sig hverfa ásamt eiginkonu sinni. Lögð var fram ákæra á hend- ur Róbert þrátt fyrir að hann væri hvergi að finna, en gaf sig fram þremur mánuðum síðar í Los Ange- les. Þegar réttarhöldin nálguðust ákvað Bruce að lýsa yfir sekt og vitna gegn Róbert gegn því að sleppa við dauðadóm. Bruce sagði að Róbert hefði látið sig fá skammbyssu, 60 Bandaríkja- dali fyrir skotfærum og lofað að gera hann að milljónamæringi. Bruce fékk einnig afhenta 2.000 dali af há- skólareikningi dóttur Roberts. Réttardrama Réttarhöldin hófust 13. júní 1991, í dómhúsinu í Hammond í Indíana, og stjarna saksóknara var að sjálf- sögðu Bruce McKinney. Hann lýsti undirbúningi morðanna; mánuði fyrir morðin fóru hann og Róbert til Chicago svo Bruce þekkti nágrenni heimilis Donalds og Mörshu. Reynd- ar átti Bruce fyrst að fara til Cincin- natti og koma Mark fyrir kattarnef og láta lítu út fyrir að um slys væri að ræða. Bruce átti að koma of stórum skammti svefnlyfja ofan í Mörshu og síðan skjóta Donald. Reynd- ar gerði Bruce sér ferð til Cincin- natti en guggnaði á að myrða Mark og því þurfti Róbert að upphugsa annað plan; öll skyldu þau skotin – Donald síðastur – síðan átti Mark að láta greipar sópa um heimilið til að kasta ryki í augu lögreglunn- ar. Til að tryggja þagmælsku Bruce hótaði Róbert að siga mafíunni í Chicago á hann ef hann opnaði munninn. Verjandi Róberts reyndi að beina athyglinni að Mark, enda hefði hann mestan hag af dauða foreldra sinna. Amma Marks var kölluð til vitnis og sagði hún að Mark hefði höfðað mál á hendur henni þegar hann komst að því að hans var hvergi getið í erfða- skrá hennar. Verjandi Róberts kallaði nágranna Levine-hjónanna til vitnis og samkvæmt vitnisburði nágrann- ans hafði Mark ekki hlaupið eftir hjálp fyrr en eftir að morðinginn var horfinn á braut. En allt kom fyrir ekki; Róbert var fundinn sekur um morð og samsæri eftir 12 stunda íhugun af hálfu kvið- dómara. Þann 18. október 1991 fékk Róbert þrjá samfellda lífstíðardóma fyrir morðið á bróður sínum og mág- konu. Bruce McKinney fékk 45 ára dóm við önnur réttarhöld. Bróðurmorð 32 20.–22. janúar Helgarblað Sakamál 150 Fjöldi fórnarlamba raðmorðingjans Daniels Barbosa er talinn vera um 150, einkum og sér í lagi ungar stúlkur. Daniel játaði þó aldrei að hafa myrt „nema“ 72. Daniel, sem var frá Kólumbíu, kyrkti fórnarlömb sín. Hann var handtekinn en tókst að flýja til Ekvador þar sem hann hélt morðunumn áfram. Hann var aftur handtekinn árið 1989 og var síðar drepinn af samfanga sínum. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk n Bræðurnir Robert og Donald stunduðu viðskipti saman n Þeim sinnaðist og leiðir skildi í lítilli sátt n Donald og kona hans voru myrt af óþekktum manni n Böndin beindust að syni þeirra og Róbert „Einnig vildu saksóknarar ná tali af Róbert en jörðin virtist hafa gleypt hann Robert Levine Var fund- inn sekur um að hafa staðið að baki morðum á bróður sínum og fjölskyldu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.