Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn S altmálið er lýsandi fyrir það kæruleysi sem Íslendingar hafa tamið sér þar sem lög og reglur eru annars vegar. Tals- menn Ölgerðarinnar sem seldu saltið til matvælaframleiðslu hafa beðist afsökunar en benda á ábyrgð þeirra sem keyptu vöruna í þeim tilgangi að láta viðskiptavini sína borða salt sem ekki var framleitt til þess. Matvælaframleiðendur sem gefa sig út fyrir að framleiða gæða- vöru hafa hikstalaust notað iðnað- arsaltið í kræsingar sínar. Og fæstir skammast sín nóg til þess að taka vörurnar úr umferð og biðjast afsök- unar. Í undantekningartilvikum lýsa framleiðendur leiða sínum yfir því að hafa brugðist neytendum og selt svikið salt. Sökudólgar hafa sagt að skaðinn sé enginn þar sem iðnaðarsaltið og matarsaltið sé tekið úr sama haugn- um. Þessi málflutningur stenst enga skoðun því með þessu er verið að segja að merkingarnar á umbúðun- um séu sýndarmennska. Kjarni máls- ins er sá að iðnaðarsaltið er undir miklu minna eftirliti og ekki til þess ætlast að fólk láti þá vöru ofan í sig. Kröfurnar við pökkun þess og flutn- ing eru miklu minni en þegar í hlut á matarsaltið. Það eru sem sagt miklu meiri líkur á því að fólk sé að láta ofan í sig aðskotaefni eða óþverra með því borða vörur með iðnaðarsalti í. Sagan um maðkaða mjölið endurtekur sig með þessum hætti. Það gætu orðið aðrar og alvarlegri afleiðingar af málinu. Íslendingar gætu fengið skell í þeim tilvikum sem útflutningsvörur eru framleiddar með svikasaltinu. Það er óvíst að aðrar og siðvæddari þjóðir líti á málið af sömu léttúð. En hugsanlega dugir aðferð strútsins og við sleppum með því að stinga höfðinu í saltið. Það undar- lega við allt málið er að eftirlitsaðil- arnir, sem létu viðgangast að svikið salt væri notað, sitja sem fastast. Eðli málsins samkvæmt ætti að reka þá yf- irmenn stofnana sem bera ábyrgð. Og ráðherra málaflokksins ætti að axla ábyrgð á undirmönnum sínum. En þjóð hins svikna salts snýr sér undan og fer að rífast um tittlinga- skít. Viðhorfið er að þetta hafi allt sloppið fyrir horn og engin drepist. Stjórnmálamenn verða að láta málið til sín taka og krefjast ábyrgðar. Þótt enginn hafi látið lífið má það ekki gerast að það viðgangist að árum saman séu lög og reglur brotnar. Það var í stórum stíl verið að selja neytendum svikna vöru og fyrir það verður að refsa. Annars mun okkur halda áfram að hnigna og svikin verða sjálfsögð. Og kæruleysið mun kosta mannslíf. Þá fyrst vaknar þjóð- in kannski. Finnbogi og N1 n Finnbogi Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Fram- takssjóðs, lét að því liggja við starfslok að þau ættu sér þær skýringar einar að hann vildi fara og hvílast. Nú er komið á daginn að hann hafði takmarkaðan stuðning til að þess að fara áfram með peninga lífeyrissjóðanna. For- kólfar sjóðanna höfðu fengið nóg. Ástæðan er sá mokstur á lífeyrisfé sem átt hefur sér stað inn í olíurisann N1 sem undanfarin ár hefur nærst á lífeyri landsmanna og tapað feitt. Fréttablaðið upplýsti um raunir Finnboga og brostið bakland hans. Ármann tilbúinn n Sprenging meirihlutans í Kópavogi kom flatt upp á Guðríði Arnardóttur, leiðtoga Samfylking- ar, sem hélt að sambúðin við Hjálmar Hjálmarsson og Næst besta flokkinn væri með miklum ágætum. Á hægrivængnum bíða menn spenntir undir forystu Ármanns Kr. Ólafsson- ar sem er tilbúinn í að stýra nýjum meirihluta. Ármann sló Gunnar Birgisson, fyrrver- andi bæjarstjóra, út af borð- inu í prófkjöri en nú er fullyrt að sættir hafi tekist með þeim og báðir séu tilbúnir að leiða Kópavog til móts við nýja tíma. Friðun Geirs n Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra er maður sem fer sínar eigin leiðir og þá helst á gagn- stæðri stefnu við leiðtoga sinn, Stein- grím J. Sigfús- son. Það útspil Ögmundar nú að vilja friða Geir Haarde gagnvart landsdómi er sagt fara mjög fyrir brjóst Steingríms sem er dauðþreyttur á slagnum við undirsátann. Menn telja það einungis tímaspursmál hve- nær þessum tveimur turnum Vinstri grænna lýstur saman og uppgjör fari fram. Smári sér bólu n Hrannar B. Arnarsson, að- stoðarmaður forsætisráð- herra, er virkur á Facebook þar sem hann lætur gjarn- an sitt pólitíska ljós skína. „Íbúðarverð hækkar jafnt og þétt – nálgast nafnverð eins og það var fyrir hrun. Eigna- verð hækkar nú uþb helmingi meira en verðtryggingin. Allt í rétta átt!“ skrifar hann í gleði sinni. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlakóngur, er ekki jafnhrifinn og segir þetta vera villuljós: „Þetta eru ekki góðar fréttir; heldur slæmar. Bendir til eignabólu.“ Ég veitti aldrei neinn afslátt Hvorki í þessu né öðru Jens Kjartansson lýtalæknir þvertekur fyrir að hafa þegið greiðslur undir borðið. – Kastljós Birna Þórðardóttir um löngun borgaryfirvalda til að ganga vel um borgina. – DV Svikið salt„Kæruleysið mun kosta mannslíf Þ egar 300 milljónir manna losn- uðu loksins undan oki komm- únismans í Austur-Evrópu og nærsveitum eftir fall Berlínar- múrsins 1989, stóðu vonir til, að lýð- ræði á vestur-evrópska vísu yrði regl- an um alla Evrópu og einnig í gömlu Sovétríkjunum. Þessar vonir rættust vestan landamæra Rússlands, en þó ekki í Rússlandi sjálfu og ekki heldur í suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu, þar sem gamlir kommúnistajálkar ráða enn ríkjum sums staðar eins og ekkert hafi í skorizt. En Austur-Evrópa tók sér tak, bæði Eystrasaltslöndin þrjú (Eistland, Lettland, Litháen) og gömlu Varsjárbandalagslöndin, ekki bara Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland, heldur einnig Rúm- enía, Búlgaría og Albanía auk Júgó- slavíu, sem skiptist nú í mörg lönd. Þessi lönd eru nú öll nema Albanía komin inn í Evrópusambandið og einnig Slóvenía, nyrzti hluti Júgóslav- íu. Króatía bíður inngöngu innan tíðar líkt og Albanía. Eftir hverju eru öll þessi austur- evrópsku aðildarlönd ESB að slægj- ast? Svarið er friður og framfarir. Og aðhald. Þau sækjast eftir að deila full- veldi sínu með öðrum Evrópulönd- um svo sem reglur hússins mæla fyrir um. Sameiginlegt fullveldi á tiltekn- um sviðum finnst þeim vera kostur, ekki galli, þar eð það veitir þeim vernd gegn innlendu ofríki. Búdapest í bobba Nú reynir á þolrifin. Flokkur stjórnar- andstæðinga í Ungverjalandi náði meira en tveim þriðju hlutum þing- sæta í kosningum 2010 með 53% atkvæða að baki sér. Þetta gerðist í kjölfar mikilla sviptinga á fjármála- mörkuðum og í efnahagslífi lands- ins m.a. vegna óstjórnar og spilling- ar í stjórnartíð sósíalista árin næst á undan. Sigurvegararnir, andstæðingar sósíalista, mynduðu nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar undir forustu Vikt- ors Orbán fyrrverandi forsætisráð- herra og neyttu aukins þingmeirihluta til að skipta um stjórnarskrá. Meðal breytinganna, sem tóku gildi í byrjun þessa árs, eru ýmis ákvæði, sem ganga í þveröfuga átt við frumvarp stjórn- lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár hér heima og veikja lýðræði, lög og rétt. Nú er Ungverjaland að vísu eina Austur-Evrópulandið, sem ekki setti sér nýja stjórnarskrá eftir hrun komm- únismans, en það er ekki haldbær afsökun fyrir harðýðgi stjórnarmeiri- hlutans nú. Nýja ungverska stjórnar- skráin rífur niður eldveggi, veikir vald- mörk, mótvægi og mannréttindi til að mylja undir flokk forsætisráðherrans. Þetta er gert m.a. með því að skerða sjálfstæði dómstólanna (með því að knýja á um afsagnir dómara með skyndilegri lækkun eftirlaunaldurs þeirra úr 70 árum í 62 til að rýma fyrir nýjum dómurum úr röðum stjórnar- flokksins), skerða sjálfstæði seðla- bankans (til að koma bankanum und- ir yfirráð stjórnarflokksins) og skerða frelsi fjölmiðla og aðgang að upplýs- ingum. Nýja stjórnarskráin kveður á um, að tvo þriðju hluta þingmanna þurfi til að breyta ýmsum lögum, sem einfaldur meiri hluti dugði áður til að breyta. Þannig hefur ríkisstjórnin gert það erfiðara að breyta lögum aftur í betra horf. Stuðningur almennings við stjórnina minnkaði til muna við þessi tíðindi. Fólkið þusti út á göturnar til að mótmæla. Hjálp að utan Feneyjanefndin, sem á vegum Evr- ópuráðsins er iðulega fengin til að fjalla um nýjar stjórnarskrár í álfunni með lýðræði, lög og rétt að leiðar- ljósi, gagnrýndi frumvarp ung- versku stjórnarinnar, en ríkisstjórn- in hefur enn sem komið er látið þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Evrópuþingið og framkvæmda- stjórn ESB hafa nú einnig látið málið til sín taka. Evrópusambandinu er málið skylt m.a. vegna þess, að nýja stjórnarskráin stríðir að dómi þings og framkvæmdastjórnar ESB gegn skuldbindingum Ungverja varðandi mannréttindi skv. alþjóðasamningn- um um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þetta er sami samningur og Íslendingar halda áfram að brjóta gegn með fiskveiðistjórnarkerfinu skv. áliti mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna frá 2007. Sjái ungverska ríkisstjórnin ekki að sér, getur ESB skv. reglum sínum gripið til þess ráðs að taka fyrir aðgang Ungverja að styrkjum úr sameiginleg- um sjóðum sambandsins. ESB líður ekki mannréttindabrot innan sinna vébanda. Þar eru engir afslættir í boði. Þessa meginreglu þurfa Ungverjar að virða ekki síður an aðrar aðildarþjóð- ir ESB. Svo vill til, að Ungverjar þurfa sem stendur á fjárhagsaðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda. Samningar standa yfir. Að rífa niður eldveggi „Sameiginlegt fullveldi á tiltekn- um sviðum finnst þeim vera kostur, ekki galli, þar eð það veitir þeim vernd gegn innlendu ofríki. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.