Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 20.–22. janúar 2012 Sól og heilsa ehf B e t r i a p o t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s SucoBloc SucoBloc-pillurnar hindra að líkaminn taki upp sykurinn í fæðunni. Borði maður eitthvað sætt fer hluti af því ekki út í líkamann. Allt sem gera þarf er að taka 2-3 pillur af þessu norska jurtalyfi fyrir hverja máltíð (ekki fleiri en 9 stk. á dag.) Þær veiða sykurinn og kolvetnið úr fæðunni og hindra að hann breytist í fitu. Þannig er auðveldara að halda sér grönnum. V ið höfum farið í marga sparisjóði og banka á Ís- landi og það er ekki krónu að fá. Allt tal um uppbygg- ingu með bönkum og sjóð- um á Íslandi er þunnur þrettándi,“ segir Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og forsvarsmaður fyrir- tækisins Heilsuþorp á Flúðum ehf. Hann vinnur nú að því, ásamt fleir- um, að reisa stórt heilsuþorp á jörð- inni Gröf á Flúðum. Sunnlenska fréttablaðið greindi fyrst frá þessu. Árni segir að Kínverjar séu áhuga- samir um að leggja fé í verkefnið en fullreynt sé að afla fjár hér á Íslandi. Verkefnið í heild gæti kostað á bilinu sex til sjö milljarða króna. Árni seg- ir að innan fárra vikna eða mánaða gæti fullbúin viljayfirlýsing við kín- verska fyrirtækið CSST International, verið undirrituð, um að leggja til það fé sem þarf. Drög að viljayfirlýsingu hafi þeir þegar séð. Undirbúnings- vinnan er vel á veg komin en Árni segir þó að mörg ljón séu enn í veg- inum áður en þorpið rís. 180 íbúðir gætu risið Árni segir að hugmyndin að heilsu- þorpi hafi fæðst fyrir allnokkrum árum. „Grunnhugmyndin er sú að fólk geti komið, fengið ítarlega úttekt á heilsu sinni, hvílt sig hjá okkur og fengið ráðleggingar til að bæta heils- una.“ Ef allt gengur upp gætu, að sögn Árna, risið 180 íbúðir á svæð- inu, sem spannar sjö hektara. Íbúðir á bilinu 60 til 80 fermetrar að stærð. Vitanlega verði þó byrjað á færri íbúðum en aðalatriði sé að koma upp þjónustuhlutanum; laugum og allri aðstöðu til heilsuræktar. Árni hefur gengið með hugmynd- ina í maganum lengi en fyrir um átta árum stofnaði hann félagið Heilsu- þorp ehf. Hann segir að hann hafi átt í viðræðum við fjársterka Spán- verja en þeir hafi horfið þegar krepp- an skall á. Leit að fjármagni á Ís- landi hafi, eins og áður segir, ekki borið árangur. Viðræður við lífeyris- og framtakssjóði hafi einnig reynst árangurslausar. Það var ekki fyrr en þeir komust í tæri við Kínverj- ana, í gegnum Íslandsstofu, að mál- ið komst á skrið. Öllu máli hafi skipt að fá vottun bandarísku stofnunar- innar Sustainable Sites, en verkefnið Heilsuþorp á Flúðum hafi verið eitt einungis þriggja verkefna sem hlutu náð fyrir augum þeirra í allri Evrópu. CSST fáist aðallega við að framleiða öryggisbúnað af ýmsum toga en fjár- festi einnig í umhverfisvænum og sjálfbærum verkefnum. Allt til alls á Flúðum Spurður hvað hafi valdið því að Flúðir urðu fyrir valinu segir Árni að þar sé allt til alls. Veðurfar sé þar gott, stað- setningin sé góð hvað vegasamband snertir, gróðurhúsabyggð sé á svæð- inu, vistvæn ræktun, jákvætt sveitar- félag, flugvöllur, náttúruperlur og af- þreying á borð við hestaferðir. „Allt til matargerðar er innan 25 kílómetra radíuss,“ segir hann og bætir við að staðsetningin gæti vart verið betri. Sveitarfélagið hafi lagt þeim til jörð og fulltrúi þess sitji í stjórn félagsins en Smugan hefur eftir Jóni Valgeirs- syni sveitarstjóra á svæðinu að hann vonist til að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Árni vonast til að á byggingar- tíma muni á bilinu 100 til 120 manns vinna við verkið en áætlanir gera ráð fyrir að starfsfólk, að byggingu lok- inni, verði á bilinu 120 til 130. Árni segir að markhópurinn sé jafnt Ís- lendingar sem útlendingar, hann vonist til að stærri fyrirtæki og félaga- samtök, bæði hér og í útlöndum, sjái hag sinn í að kaupa íbúðir á svæðinu til að bjóða starfsfólki sínu. Ljóst er að um gríðarlega innspýt- ingu fyrir sveitarfélagið yrði að ræða, ef af verkefninu verður. „Þetta ræðst á næstu tveimur mánuðum,“ segir Árni að lokum. Reisa heilsuþorp fyrir sjö milljarða n Kínverjar íhuga að fjármagna 180 íbúðir við Flúðir n Ekki gekk að fá peninga á Íslandi Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Mörg ljón í veginum Árni vandar íslenskum bönkum ekki kveðjurnar. Þar sé ekkert að fá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.