Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað
R
óbert Spanó, lagaprófess
or og forseti lagadeildar Há
skóla Íslands, upplýsir í nýút
kominni lögfræðibók sinni,
Ne bis in idem, að hann hafi
veitt verjanda Baldurs Guðlaugs
sonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu, launaða ráð
gjöf. Baldur var í apríl síðastliðnum
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
innherjasvik eftir að hann seldi hluta
bréf sín í Landsbankanum. Baldur
nýtti sér innherjaupplýsingar sem
hann aflaði sér sem ráðuneytisstjóri
og seldi hlutabréf sín að verðmæti
193 milljóna króna rétt fyrir fall bank
ans í október 2008. Fjármálaeftir
litið tilkynnti Baldri á sínum tíma að
rannsókn á málum hans hefði verið
hætt. Síðar komu fram ný gögn og því
var málið tekið upp aftur.
Sannfærandi rök fyrir sýknu
Fræðibók Róberts, Ne bis in idem,
heitir eftir réttarreglu sem snýst um
bann við endurtekinni málsmeðferð
vegna refsiverðrar háttsemi en kveðið
er á um hana í Mannréttindasáttmála
Evrópu. Í bók sinni kemst Róbert að
þeirri niðurstöðu að færa megi sann
færandi rök fyrir því að ákvörðun Fjár
málaeftirlitsins um að fella málið gegn
Baldri niður hafi í ljósi dómafram
kvæmdar og rúms gildissviðs laga fal
ið í sér sýknu. Hann setur hins veg
ar fyrirvara á ályktanir sínar. Róbert
bendir einnig á að Hæstiréttur taki
ekki af öll tvímæli er þetta varðar. „Af
forsendum Hæstaréttar verður ráðið
að ekki var tekin endanleg afstaða til
þess hvort ákvörðun Fjármálaeftir
litsins teldist til sýknu.“ Því álitaefni sé
haldið opnu með orðalagi í dómnum.
Í umfjöllun sinni um mál Baldurs, rit
ar Róbert í neðanmálsgrein: „Það skal
upplýst að höfundur þessa rits hefur
veitt verjanda X (Baldurs Guðlaugs
sonar, innsk. blaðamanns) ráðgjöf
um ákveðna þætti málsins við með
ferð þess fyrir dómi eftir að gefin var út
ákæra í því 13. október 2010.“
Baldur hefur tvívegis krafist frávísunar
í máli sínu á grundvelli þessarar reglu
en ekki haft erindi sem erfiði. Fjár
málaeftirlitið tilkynnti Baldri skriflega
sumarið 2009 að rannsókn á málum
hans hefði verið felld niður. Hins veg
ar var gerður sá fyrirvari að FME gæti
hafið rannsókn málsins á nýjan leik ef
ný gögn kæmu fram. Baldri var síðan
tilkynnt bréfleiðis að FME hefði hafið
rannsókn málsins á nýjan leik. FME
sendi málið til ákæruvaldsins sem síð
an leiddi til þess að hann var dæmdur.
„Í samræmi við akademískar
kröfur“
Róbert Spanó segir aðspurður í sam
tali við DV að umfjöllun hans í bókinni
sé að hluta til byggð á fyrirlestri sem
hann hélt á vegum Lögfræðingafélags
Íslands í janúar í fyrra. Á þeim tíma
hafði hann ekki komið neitt að ráðgjöf
í málinu. Hann telji það jafnframt rétt
að prófessor í Háskóla Íslands upplýsi
skilmerkilega um slík ráðgjafarstörf
líkt og hann gerir í bókinni. Aðspurður
hvort hann hafi unnið sambærileg
störf fyrir aðra aðila sem eru til rann
sóknar hjá sérstökum saksóknara seg
ir Róbert að hann sé með ráðgjafar
samning við lögmannsstofuna Logos,
en hann sé bundinn trúnaði um ein
staka viðskiptavini.
DV spurði Róbert hvers eðlis ráð
gjöfin hefði verið, hvað hann hefði
fengið greitt fyrir hana og hvort hann
teldi það vera við hæfi að forseti laga
deildar HÍ blandaði sér í sakamál með
þessum hætti. Í skriflegu svari segir
Róbert:
„Bókin er niðurstaða tæplega sex ára
rannsóknar á þessari lagareglu þar
sem fjallað er um rúmlega 100 dóma
og aðrar úrlausnir, innlendar sem er
lendar. Í þessu ferli veitti ég ýmsum
aðilum, bæði opinberum aðilum og
einkaaðilum, ráðgjöf um þetta efni
sem gaf mér tækifæri til að auka við
þekkingu mína. Í bókinni fjalla ég
um dóm Hæstaréttar í máli fyrrver
andi ráðuneytisstjóra fjármálaráðu
neytisins sem gekk á rannsóknarstigi
málsins í febrúar 2010 enda fræðilega
mjög áhugaverður fyrir það efni sem
ég var að skrifa um. Er sú umfjöllun að
hluta til byggð á opinberum fyrirlestri
sem ég hélt á vegum Lögfræðinga
félags Íslands í janúar á síðasta ári. Á
þeim tíma hafði ég ekki komið neitt að
ráðgjöf í því máli. Eins og ég upplýsi í
bókinni veitti ég hins vegar verjanda í
málinu tiltekna ráðgjöf eftir að ákæra
var gefin út í því haustið 2010 en um
efnismeðferð málsins er eðli máls
samkvæmt ekki rætt í bókinni þar sem
endanlegur dómur Hæstaréttar liggur
ekki fyrir. Um þessa ráðgjöf mína upp
lýsi ég hins vegar með skýrum hætti í
samræmi við akademískar kröfur sem
fram koma í siðareglum og stefnu Há
skóla Íslands auk þess að upplýsa um
önnur tilvik. Mikilvægt er að háskóla
menn á sviði lögfræði taki virkan þátt í
lagaframkvæmdinni til að dýpka eigin
skilning, en að fylgt sé því verklagi að
upplýsa um slíka ráðgjöf ef nauðsyn
krefur við útgáfu efnis.“
Aflar tekna utan háskólans
Ekki liggur fyrir hvað Róbert fær greitt
fyrir þau störf sem hann sinnir utan
háskólans en fram kom í tekjublaði
DV á síðasta ári að Róbert hefði um
tvær milljónir króna í mánaðarlaun.
Ljóst er að stór hluta þeirra tekna
aflar hann utan háskólans. Auk þess
að sinna fyrrgreindum ráðgjafarstörf
um var hann meðal annars formað
ur rannsóknarnefndar Kirkjuþings á
síðasta ári, sem fór ofan í saumana á
viðbrögðum kirkjunnar við ásökun
um kvenna á hendur Ólafi Skúlasyni
biskupi.
n Forseti lagadeildar með ráðgjafarsamning við Logos
Veitti verjanda
Baldurs ráðgjöf
„Um þessa ráð-
gjöf mína upplýsi
ég hins vegar með skýr-
um hætti í samræmi við
akademískar kröfur sem
fram koma í siðareglum
og stefnu Háskóla Íslands
auk þess að upplýsa um
önnur tilvik.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Róbert Spanó Forseti lagadeildar HÍ veitti
verjanda Baldurs Guðlaugssonar launaða
ráðgjöf og er einnig með samstarfssamning
við lögmannsstofuna Logos. mynd SigtRygguR ARi
Baldur guðlaugsson Hefur tvívegis kraf-
ist frávísunar á grundvelli réttarreglunnar
sem Róbert Spanó fjallar um í fræðibók sinni.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.isár drekans
Heilsumeðferð
· opnar orkuflæði
· slökun
· losar um spennu og kvíða
· dregur úr verkjum
· styrkir líkamann
· o.fl.
Jafnvægi fyrir
líkama og sál
Var hegnt fyrir hetjudáð:
Þórarinn fær
bæturnar
„Þetta eru náttúrulega gleðitíð
indi fyrir mig, og ekki bara fyrir
mig heldur fyrir launamenn í
landinu,“ segir Þórarinn Björn
Steinsson sem á fimmtudag fékk
viðurkennda skaðabótaskyldu
Norðuráls vegna
líkamstjóns sem
hann varð fyrir
þegar hann, í
félagi við annan
mann, bjargaði
samstarfskonu
sinni í kjölfar
vinnuslyss. DV
hefur fjallað
talsvert um
málið en Þórarinn hlaut alvarleg
bakmeiðsli þegar hann lyfti ofan
af samstarfskonu sinni svokall
aðri bakskautsklemmu sem fallið
hafði á hana. Klemmu sem vegur
620 kíló.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði áður hafnað því að Norður
ál væri skaðabótaskylt í málinu og
var ákvörðun Hæstaréttar mikil
gleðitíðindi fyrir Þórarinn sem
thlaut örorku við þessa hetjudáð
þann 21. september 2005.
„Fyrir mig persónulega þýðir
þetta að ég fæ viðurkenningu á
þeim skaða sem ég beið og að
þessir aðilar séu skaðabótaskyldir
vegna hans,“ segir Þórarinn. Hann
vill koma á framfæri þökkum til
Verkalýðsfélagsins á Akranesi sem
hann segir hafa staðið rækilega
við bakið á honum.
Í dómi Hæstaréttar segir að
Norðurál beri vinnuveitenda
ábyrgð á mistökum sem urðu hjá
stjórnanda krana sem bakskautsk
lemman losnaði úr. Tjón Þórarins
teljist til bótaskyldrar afleiðingar
á slysinu. Þá var Norðuráli gert að
greiða Þórarni 1,2 milljónir króna
í málskostnað. Sem fyrr segir slas
aði Þórarinn sig við áreynsluna
sem fylgdi því að lyfta klemmunni
þungu af samstarfskonunni.
„Ég er búinn að vera óvinnu
fær nú í eitt og hálft ár og veit ekk
ert hvað ég verð lengi í viðbót,“
segir Þórarinn sem sjálfur vill ekki
ganga svo langt að kalla þetta
hetjudáð.
„Ég veit ekki með það, þetta er
nú bara eitthvað sem allir hefðu
gert. Við vorum tveir sem stóðum
þarna næst og við bara gerðum
þetta.“
Og þú myndir gera það sama
aftur?
„Já, já, já, ekki spurning.“
mikael@dv.is