Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 40
1 Hugo bendir á muninn á því að segja „komdu“ og „farðu“ en það er mikill munur á því hvað börnin upplifa þegar við notum þessi orð. Notum frekar setningu eins og „komdu að hátta“ heldur en „farðu að hátta“. Þá er einnig mikilvægt að eiga smá samverustund með þeim á meðan háttað er. 2 Á ákveðnum aldri verða börn mjög upptekin af því hvort foreldrarnir og aðrir geri „rétt“ og fylgi reglum. Þau fylgjast til dæmis iðulega með hvort fullorðna fólkið fylgi umferðarreglum. Ef við segjum til dæmis að það sé í lagi að tala í síma á meðan við keyrum eða það sé í lagi að fara aðeins yfir hámarkshraða erum við að gefa þeim þau skilaboð að það sé í lagi að breyta reglum eftir hentisemi. Það er slæmt veganesti fyrir þau út í lífið. Við erum fyrirmyndir barnanna. 3 Útskýring þarf ekki alltaf að vera afsökun. Leyfum börnunum að útskýra hvað gerðist áður en við skömmum þau. Skammir án útskýringa leiða oft til fleiri vandamála. 4 Þrátt fyrir allt sem við foreldrar hafa gert fyrir börnin þá skulda þau okkur ekki fyrir það. Það er því ósanngjarnt að gefa það í skyn þegar börnin óhlýðnast okkur og nota það gegn barninu. 5 Börn eiga að taka þátt í heimilishaldi en ekki að hjálpa okkur við það. Segjum „þú þarft að fara út í búð og kaupa...“ í stað þess að segja „viltu fara út í búð fyrir mig og kaupa...“ en börnin alast þá upp við að líta á heimilisþrif sem sameiginlegt verkefni. 6 Börn sýna foreldrum sýnum að jafnaði trúnaðartraust og fyllstu einlægni en dæmi um það er þegar börn koma til foreldra sinna full eftirsjár yfir reiðikasti eða slæmri hegðun. Foreldrarnir taka afsökunarbeiðninni og börnin lofa að gera þetta aldrei aftur. Hugo segir að foreldrar sem eignast slíkt traust verði að fara vel með það og megi ekki grípa til þess næst þegar barnið „missir sig“ og rifja upp það sem barnið sagði í síðasta uppgjöri. Það geti kennt barninu að hætta að vera einlægt og treysta þér þar sem það gæti verið notað gegn því seinna. 7 Hugo hefur heyrt börn og unglinga segja að þau kvíði því að koma heim, sér í lagi ef þau hafa gert eitthvað af sér. Eins geta þau kviðið því að foreldrarnir komi heim úr vinnu þar sem þau eru áhyggjufull yfir að hafa ekki efnt eitthvað sem þau höfðu lofað. Börnin bregða því oft á það ráð að vera ekki heima þegar foreldrarnir koma heim því þau kvíða „skömmunum“. Þau draga það að fara heim og láta vita af sér. Þetta gerir ástandið enn verra og getur komið af stað vítahring óheppilegra samskipta. Hugo leggur til að foreldrar taki alltaf taka vel á móti börnunum , sér í lagi ef þau hafa gert eitthvað af sér. Það þýðir þó ekki að við eigum að líta fram hjá brotinu en það á enginn að þurfa að kvíða því að koma heim til sín. 8 Skömm, eftirsjá og óánægj með hegðun sína er sterkasti hvatinn til að börn vilji bæta sig og taka á hegðun sinni. Hugo segir það mikilvægt fyrir foreldra að fá barnið til að treysta þeim nægilega vel til að segja satt og rétt frá. Barnið verði að að vita að það eigi ekki von og skömmum eða ávítum heldur að skilningur ríki á að barnið sjái eftir því sem það gerði. Einnig er mikilvægt að nudda börnunum ekki upp úr sektarkennd sinni því þá eiga þau til að fara að afsaka sig og jafnvel réttlæta hegðun sem þeim finnst sjálfum óréttlætanleg. Með því gerir barnið minna úr ábyrgð sinni og þess sem gerðist í stað þess að læra og þroskast. Þá glötum við tækifæri til að hjálpa barninu að læra af reynslunni. 9 Þegar ræða þarf mál við ungling-inn, sem foreldrarnir vita fyrirfram að muni verða hitamál, er gott að vera vel undirbúinn. Hugo mælir með að foreldrar setjist við hliðina á unglingnum í sófa í stað þess að sitja andspænis hvert öðru við eldhúsborðið. Skilaboðin eiga að vera að við séum samherjar sem takast saman á við að leysa verkefni en ekki andstæð- ingar sem takast á. 10 Hugo bendir á að ein af ástæðum þess að unglingar hlusta ekki á aðfinnslur okkar og afskipti er sú að foreldrum hættir til að nota sterk eða ýkt alhæfingarorð. Dæmi sem hann gefur eru orð eins og „alltaf“, „aldrei“, „sífellt“, „stöðugt“, „endalaust“, „þúsund sinnum“, „drasl og rusl“, „allt út um allt“, „allt á hvolfi“, „eins og í svínastíu“. Þau séu oftast óréttmæt og ósönn og setji unglinginn skiljanlega í vörn. Foreldrar þurfi því að vanda orðaval og tón þegar rætt er um umgengni eða hegðun. Það sé ekki merki um ósigur eða uppgjöf að taka tillit til þessara viðbragða unglingsins heldur eðlileg tillitssemi og kennsla í góðum samskiptum. Ekki viljum við kenna barninu að alhæfa því þá heyra foreldrar fljótlega setningar á borð við „Það er aldrei neitt gott að borða hérna!“ 40 Lífsstíll 20.–22. janúar Helgarblað Opnunartímar mán–fim 8.00 - 18.00 föst 8.00 - 19.00 laugardaga 10.00 - 13.00 Þekking gæði Og Þjónusta Húð og hár í kulda og roki Öflugt rakakrem n Veturinn er vandræðatími fyrir þá sem eru með ójafna húð og leitin að rétta rakakreminu reynist mörgum erfið. Rakakremið La Mer er mest lofað af konum víða um heim en er venjulegum konum helst til of dýrt, það fæst ekki hér á landi en túba af kreminu er seld á rúm 500 pund erlendis sem gera um 100 þúsund íslenskar krónur. Fyrirsætur sem þurfa oft að standa sína vakt utandyra í alls kyns veðrum lofa hins vegar margar tvö önnur krem sem þær segja standa undir væntingum þegar veður er bæði kalt og umhleypingasamt. Rakakremið Dry Skin Relief frá Eucerin er lofað af Adrianne Lima og fleiri ofurfyrirsætum og komst reyndar í fréttir fyrir nokkrum árum þegar hún var andlit Estée Lauder. Þá hentar kremið Skin Fortifying Hydrator frá Clarins einkar vel í umhleyp- ingunum og heldur fjármálunum á réttu róli á sama tíma. Gott í töskunni n Um hávetur finna margir fyrir þurrki á vörum, olnbogum og hnjám. Slíkur þurrkur kemur oft til vegna mikilla umhleypinga í veðri. Húðin reynir að bregðast við umskiptum úr hita í kulda með þeim afleiðingum að hún á það til að dragast saman. Þá er gott að hafa handhæga lausn í töskunni. Rosebud-varasalvinn er lofaður af mörgum og fæst nú á Íslandi. Hann hefur verið framleiddur í meira en 100 ár þótt uppskrift- in hafi verið uppfærð reglulega. Salvinn inniheldur ekki vax og má nota á minni háttar þurrk á húð sem og brunasár. Nýr Rosebud-salvi fæst í umbúðum sem minna á gamla tíma og er með mintu- og rósatónum. Þvoðu hárið sjaldnar n Hárið á það til að verða þurrt yfir veturinn og mörgum finnst hárið verða líflausara en á öðrum tímum ársins. Til að gæða hárið lífi yfir veturinn er ráð að verja það gegn veðri og vind- um. Notaðu húfu eða trefil til að verja hárið gegn kuldanum, notaðu hárnæringu oftar en vanalega og takmarkaðu blástur og notkun heitra járna. Ekki þvo hárið oft og alls ekki upp úr heitu vatni þó það sé freistandi í kuldanum. Notaðu fremur volgt vatn. Hugo Þórisson sálfræðingur Hefur starfað við ráðgjöf í 30 ár og er höfundur bókarinnar Hollráð Hugos. n Hvað skal gera þegar barnið óhlýðnast? „Höfum ávallt í huga að við erum fyrir- myndir barnanna n Hafðu hugfast að þegar barnið þitt hefur fengið fyrirgefningu frá þér máttu ekki nota það gegn því síðar. n Vertu ekki „sagnfræðingurinn“ í upp- eldinu, en það er sá sem rifjar upp slæmu atvikin þegar það hentar honum. n Mundu að í endursögn af rifrildi milli foreldris og barns hentar það foreldrinu best að segja aðeins frá því sem barnið sagði og gerði. Foreldrar g(l)eyma að segja frá sínum hlut í atburðarásinni. Það er ekki sanngjarnt gagnvart barninu né þeim sem heyra söguna, því þeim hættir til að taka afstöðu á röngum forsendum. n Með því að fyrirgefa barninu þínu mistök þess í raun og veru og þar með að rifja þau aldrei upp þegar það hentar ekki barninu ertu að styrkja það og gefa því færi á að komast burt frá mistök- unum. n Með því að vera sagnfræðingurinn sem rifjar upp leiðinleg atvik gerir þú barninu þínu erfiðar fyrir að „byrja upp á nýtt“ og eykur líkurnar á þrjósku og stífni. Það er líka til þess fallið að draga úr styrkingu á sjálfsmynd barns sem hugsar þá jafnvel á þessa leið: „Ég geri aldrei neitt rétt, ég er ömurleg(ur)“. góð ráð í uppeldinu Vert að huga að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.