Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–22. janúar 2012 Helgarblað H alldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1956, MA-prófi frá Flet- cher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum 1957 og öðlaðist hdl.-réttindi 1963. Halldór var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1957 og í viðskiptaráðuneytinu 1957–62, deildar stjóri þar 1962–65, skrifstofu- stjóri Landsvirkjunar 1965–71, að- stoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar 1971–83 og var forstjóri Landsvirkjunar 1983–99. Halldór var ritari stóriðjunefndar 1961–64, sat í stjórn SÍR, Sambands íslenskra rafveitna, 1983–95 og síðan Sam- orku, sambands raf-, hita- og vatns- veitna til 1999, sat í stjórn NORDEL, samtaka norrænna raforkufyrir- tækja, 1983–99, í stjórn landsnefnd- ar Alþjóða verslunarráðsins á Íslandi 1983–90, í stjórn Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar 1995–98, í stjórn Fjárfestingar- stofunnar 1998–99 og var stjórnar- formaður Hollvinafélags Lagadeildar Háskóla Íslands 1999–2002. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum um orkumál og ritað fjölda greina um orkumál í blöð og tímarit. Halldór hlaut riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu árið 1970 og Grand Dukes of Luxemburg Order of Merit árið 1986. Fjölskylda Halldór kvæntist 3.5. 1958 Guðrúnu Dagbjartsdóttur, f. 18.1. 1935, dótt- ur Dagbjarts Lýðssonar, f. 10.2. 1906, d. 9.7. 1958, og k.h., Jórunnar Ingi- mundardóttur, f. 29.1. 1911, d. 24.7. 2008. Jórunn var dóttir Ingimundar Benediktssonar og Ingveldar Einars- dóttur frá Hæli, systur Eiríks Einars- sonar, fyrrverandi alþm. Dagbjartur var frá Hjallanesi í Landssveit, sonur Lýðs Árnasonar bónda og Sigríðar Sigurðardóttur. Börn þeirra Halldórs og Guðrúnar eru Dagný, f. 22.10. 1958, rafmagns- verkfræðingur, gift Finni Sveinbjörns- syni hagfræðingi, en börn þeirra eru Guðrún Halla, f. 25.2. 1984, verkfræð- ingur, gift Herði Kristni Heiðarssyni, verkfræðingi, og Sveinbjörn, f. 30.3. 1989; Rósa, f. 25.8. 1961, tölvunar- fræðingur, gift Vilhjálmi Þorvaldssyni rafmagnsverkfræðingi og eiga þau þrjá syni, Halldór, f. 1.3. 1990, Ingi- mund, f. 4.2. 1994, og Þorvald Kára, f. 11.3. 1997; Jórunn, f. 8.10. 1962, byggingar- og jarðvegsverkfræðingur; Steinunn, f. 24.11. 1973, innanhúss- arkitekt FHÍ, gift Raj Kumar Bonifa- cius viðskiptafræðingi og eru börn þeirra Ívan Kumar, f. 23.4. 2002, Mik- ael Kumar, f. 20.12. 2004, og Viktoría Inez, f. 3.5. 2007, en Raj Kumar átti fyrir soninn Rafn Kumar Bonifacius, f. 17.10. 1994. Systur Halldórs eru Bergljót, f.11.4. 1935, gift Jóni Sigurðssyni lög- fræðingi og eiga þau þrjú börn; Sig- ríður, f. 18.4. 1937, en eiginmaður hennar var Þórður Þ. Þorbjarnarson, heitinn, borgar verkfræðingur, og eru börn þeirra þrjú. Foreldrar Halldórs voru Jónatan Hallvarðsson, f. 14.10. 1903, d. 19.1. 1970, hæstaréttardómari, og k.h., Sig- urrós Gísladóttir, f. 9.11. 1906, d. 8.3. 1992, húsmóðir. Ætt Jónatan var bróðir Einvarðs, starfs- mannstjóra Landsbankans og Seðla- banka Íslands, föður Jóhanns, fyrrv. alþm. og Hallvarðs, fyrrv. ríkissak- sóknara. Annar bróðir Jónatans var Jón sýslumaður, faðir Bjarna Braga, fyrrv. aðstoðarseðlabankastjóra, föður Jóns Braga heitins, prófess- ors. Þriðji bróðir Jónatans var Sigur- jón skrifstofustjóri, faðir Birgis sem lengi var yfirdeildarstjóri Pósts og síma. Jónatan var sonur Hallvarðs, b. í Skutuls ey á Mýrum Einvarðs- sonar, b. í Skutulsey og í Hítarnesi Einarssonar, b. í Miðhúsum í Álfta- neshreppi Sigurðssonar. Móðir Ein- varðs í Hítarnesi var Vigdís Sigurð- ardóttir. Móðir Hallvarðs í Skutulsey var Halldóra Stefánsdóttir, b. í Skut- ulsey Hallbjörnssonar, og Þórnýj- ar Snorradóttur. Móðir Jónatans var Sigríður Jónsdóttir, b. í Skiphyl á Mýr- um, bróður Páls, langafa Megasar, en systir Jóns var Oddný, móðir Ingvars, pr. á Skeggjastöðum, föður Helga, yf- irlæknis á Vífilsstöðum, föður Guð- rúnar skólastjóra, móður Ólafs heit- ins Oddssonar íslenskukennara, en bræður Guðrúnar voru Lárus yfir- læknir, Sigurður, sýslumaður á Seyð- isfirði, og Ingvar stórkaupmaður, fað- ir Júlíusar Vífils borgarfulltrúa. Jón var sonur Jóns, dýrðarsöngs í Hauka- tungu Pálssonar. Móðir Jóns í Skiphyl var Guðríður Benediktsdóttir. Móðir Sigríðar var Guðbjörg Þorkelsdóttir, b. í Einarsnesi Jónssonar, og Guðríð- ar Þorvaldsdóttur. Sigurrós var dóttir Gísla, sjó- manns frá Ánanaustum Kristjáns- sonar, í Ánanaustum, bróður Pét- urs Ólafs, útvegsb. og bæjarfulltrúa í Reykjavík, föður Gísla, héraðslækn- is á Húsavík og á Eyrarbakka, föður Jakobs orkumálastjóra, Guðmundar læknis og Ólafs cand.phil, en systir Gísla var Valgerður, móðir Áka Jak- obssonar, alþm. og ráðherra. Hálf- systir Gísla og Valgerðar, samfeðra, var Guðrún, móðir Bergþórs, föð- ur Páls, fyrrv. veðurstofustjóra, föð- ur Bergþórs óperusöngvara. Ann- ar bróðir Kristjáns var Guðmundur, útvegsb. í Ánanaustum, afi Sverris Kristjánssonar, sagnfræðings og rit- höfundar. Guðmundur var auk þess langafi Gerðar G Bjarklind útvarps- konu og langafi Ingveldar, móður Þorsteins Pálssonar, fyrrv. forsætis- ráðherra. Kristján var sonur Gísla, b. í Ánanaustum Ólafssonar, b. í Breið- holti Magnússonar. Móðir Krist- jáns var Hólmfríður Eyleifsdóttir frá Skildinganesi. Móðir Sigurrósar var Halldóra Sig- urðardóttir af Melahúsaætt á Akra- nesi. L ovísa fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Garðabæ og í Reykjavík á unglingsárun- um. Hún var í Flataskóla og Réttarholtsskóla og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Lovísa starfaði hjá Samvinnu- tryggingum í nokkur ár, var síðan tölvuritari við Landsbankann á ár- unum 1984–88. Lovísa flutti til Svíþjóðar 1990 þar sem hún starfaði hjá sveitarfélaginu Gislaved Kommune á árunum 1990– 95. Eftir heimkomuna var hún versl- unarstjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- fjarðar, síðan hjá Nettó í Mjódd og loks hjá Samkaupum. Hún starfaði síðan við safnaðarheimili Bústaða- kirkju á árunum 2000–2005, hjá Fríkirkjunni í Reykjavík 2005–2010 en hefur síðan verið kirkjuvörður í Guðríðarkirkju frá 2010. Lovísa hefur starfað í Krísuvík- ursamtökunum og situr í stjórn þeirra. Fjölskylda Eiginmaður Lovísu er Arnþór Heim- ir Bjarnason, f. 1.2. 1956, rannsókn- arlögreglumaður. Dætur Lovísu og Arnþórs Heim- is er Jóhanna Sigríður Arnþórsdótt- ir, f. 18.1. 1956, nemi og húsmóðir, búsett í Reykjavík en maður hennar er Bryngeir Sigurðsson og eiga þau tvær dætur, Lovísu Unu og Arneyju Stellu; Stella Arnþórsdóttir, f. 19.10. 1988, nemi í guðfræði við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík. Lovísa heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. J ón fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hann las undir lands- próf hjá séra Þorgrími Sigurðs- syni á Staðarstað, lauk kenn- araprófi 1965, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968 og var við nám í Berlín veturinn 1984. Jón vann algeng sveitastörf og verkamannavinnu í heimahögum á unglingsárum, var um tíma lögreglu- þjónn en var auk þess á sjó á haust- og vetrarvertíðum og einnig á síldveið- um og skaki. Hann stundaði kennslu og síðar blaðamennsku með leiklist- arstörfum, fimm ár á Vísi og síðar við Þjóðviljann. Jón hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem Magnús vinnumað- ur í Fjalla-Eyvindi 1967, hefur leikið á annað hundrað hlutverk síðan og á að baki töluvert á fjórða þúsund leiksýn- ingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur auk þess leikstýrt fjölmörgum verkefnum hjá atvinnuleikhúsum og með áhugafólki, leikið í nokkrum sýn- ingum með leikhópum og í sjónvarpi, útvarpi og nokkrum kvikmyndum. Jón hefur samið fjölda leikrita og þátta fyrir svið, sjónvarp og útvarp og auk þess flutt pistla fyrir útvarp. Hann skrifaði um tíma reglulega greinar fyr- ir Þjóðviljann og síðar DV. Eftir hann hafa komið út þrjár barna- og ung- lingabækur og þrjár viðtalsbækur. Hann var um tíma ritstjóri Spegils- ins og ennfremur sá hann um útgáfu tímarits leikara, Leikhúsmál, í þrjú ár, í fyrstu ásamt Bríeti Héðinsdóttur. Hann var formaður Leikfélags Reykja- víkur 1974–75 og 1981–87. Jón hefur verið virkur í hlaupa- hópnum TKS sl. tuttugu ár. Hann hef- ur stundaði fjallaferðir undanfarin ár og skipulagt slíkar hópferðir. Fjölskylda Jón kvæntist 21.5. 1988 Ragnheiði Tryggvadóttur, f. 3.11. 1958, fram- kvæmdastjóra Rithöfundasambands Íslands. Hún er dóttir Tryggva Stefáns- sonar, sem er látinn, bónda í Skraut- hólum, og k.h., Sigríðar Arnfinnsdótt- ur húsfreyju sem er látin. Börn Jóns og Ragnheiðar eru Hjörtur Jóhann, f. 29.5. 1985, sem er er útskrifast sem leikari frá Listahá- skóla Íslands en sambýliskona hans er Brynja Björnsdóttir; Sigríður Láretta, f. 20.10. 1988, nemi í bókmenntum við Háskóla Íslands. Dóttir Jóns og Svölu Bragadóttur, f. 26.5. 1943, er Helga Braga, f. 5.11. 1964, leikkona. Fyrri kona Jóns var Guðleif Guð- laugsdóttir, f. 26.6. 1945, kaupkona. Þau skildu. Dóttir Jóns og Guðleifar er Ingveld- ur Ýr, f. 26.7. 1966, óperusöngkona, en dóttir hennar og eina barnabarn Jóns er Jasmín Kristjánsdóttir, f. 11.3. 1999. Önnur kona Jóns var Elíza Þor- steinsdóttir, f. 28.8. 1946, flugfreyja. Þau skildu. Dóttir Elízu og uppeldisdóttir Jóns er Jódís Jóhannsdóttir, f. 5.2. 1966, bókari. Systkini Jóns eru Snorri, f. 7.3. 1931, d. 1.12. 2010, var rafvirki á Akranesi; Hreinn, f. 31.8. 1933, d. 28.3. 2007, var sóknarprestur við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík; Rafn, f. 27.7. 1935, fyrrv. bankastarfsmaður á Akranesi; Hróð- mar, f. 25.10. 1939, fyrrv. tæknimaður við Sjúkrahús Akraness; Aðalheiður, f. 19.8. 1947, d. 10.1. 1997, var hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík; Vigfús Krist- inn, f. 25.6 1956, bankastarfsmaður í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Hjörtur Jónsson, f. 28.10. 1902, d. 10.8. 1963, hreppstjóri og útvegsbóndi á Hellissandi, og Jó- hanna Vigfúsdóttir, f. 11.6. 1911, d. 29.4. 1994, organisti við Ingjaldshóls- kirkju og húsmóðir. Ætt Hjörtur var bróðir Jóhanns, formanns á Hellissandi, afa Guðmundar Inga læknis og Þórðar, framkvæmdastjóra hjá Nýherja, Sverrissona. Hjörtur var sonur Jóns, formanns í Bjarneyjum Jónssonar, bókbindara í Dagverðar- nesseli, Magnússonar, b. í Fremri- Langey Jónassonar. Móðir Jóns bók- bindara var Guðrún Jónsdóttir, prentara við prentverkið í Hrafnsey Gottskálkssonar. Móðir Jóns í Bjarn- eyjum var Katrín, systir Ingibjarg- ar í Stóru-Tungu, ömmu Ingibjargar Einarsdóttur á Ytra-Leiti, langömmu Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra. Bróðir Katrínar var Jón, faðir Þorleifs, pr. og fræðimanns á Skinnastað, og Jóns Snorra, kopar- smiðs á Skafsstöðum, langafa Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara og Magn- úsar Hreggviðssonar. Katrín var dótt- ir Odds, b. á Kjarlaksstöðum Guð- brandssonar, og Þuríðar ljósmóður sem talin var njóta aðstoðar huldu- fólks Ormsdóttur ættföður Ormsættar Sigurðssonar. Móðir Hjartar var Jóhanna Krist- ín Jóhannsdóttir Mouhl. Móðir Jó- hönnu Kristínar var Jóhanna, dóttir Johanns Ludvigs Mouhl, þess er reisti mylluna í Flatey, af þýskum ættum. Móðir Jóhönnu Mouhl var Kristín Magnúsdóttir, systir Jochums, föður Matt híasar skálds. Meðal tólf systkina Jóhönnu má nefna Erling, óperusöngvara við Köln- aróperuna. Jóhanna var dóttir Vigfús- ar, smiðs á Hellissandi. Meðal sextán systkina Vigfúsar var Jóhanna, amma Bjarna Friðrikssonar, júdókappa og framkvæmdastjóra. Önnur systir Vig- fúsar var Þuríður, móðir Sigmundar arkitekts og Guðmundar byggingar- fulltrúa Halldórssona og söngvaranna Erlings og Sigurðar Ólafssonar, föð- ur Þuríðar söngkonu. Elsta systir Vig- fúsar var Stefanía, móðir Jóhanns Sæ- mundssonar, yfirlæknis, prófessors og ráðherra; Oddfríðar, móður Guð- mundar Ingólfssonar, djassleikara og píanósnillings; Guðmundar, föð- ur Hjalta, fyrrv. dómkirkjuprests, og Aðalheiðar, móður Baldurs Símon- arsonar prófessors. Vigfús var bróðir Halldórs, föður Helgu skáldkonu og Þórðar, refaskyttu, hagyrðings og list- málara. Vigfús var sonur Jóns, hrepp- stjóra á Elliða í Staðarsveit Jónssonar, og Jóhönnu Vigfúsdóttur. Elsti bróðir Jóns á Elliða var Árni, móðurafi Jóns Sigurðssonar, b. og kaupfélagsstjóra á Stapa, föður Víglundar, útgerðar- manns í Ólafsvík, og Tryggva skip- stjóra, föður Jóns, leikara og kvik- myndagerðarmanns. Sonur Árna var Nikulás, faðir Bjarna b. í Böðvars- holti, afa Sturlu Böðvarssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Aðrir synir Niku- lásar voru: Víglundur, afi Guðmund- ar Ólafssonar, rithöfundar og leikara, og langafi Kristins Björnssonar skíða- kappa; Guðmundur, móðurafi Jó- hönnu Þórhallsdóttur söngkonu, og Þórður, faðir Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors. Móðir Jóhönnu var Kristín Jens- dóttir, útvegsb. í Bjarneyjum og á Rifi Sigurðssonar, Sakaríassonar, bróður Guðlaugar, húsfreyju í Ólafsdal, ömmu Snorra skálds og Torfa sátta- semjara Hjartarsona, föður Ragn- heiðar, fyrrv. rektors Menntaskólans í Reykjavík, og Hjartar, fyrrv. hæstarétt- ardómara. Móðir Kristínar var Guðný Bjarnadóttir, formanns í Bjarneyjum Jóhannessonar, sægarps þar og hafn- sögumanns í Flatey Magnússonar. Fjölskyldan verður með afmælis- teiti í Iðnó á afmælisdaginn. Jón J. Hjartarson Leikari, leikstjóri og rithöfundur Halldór Jónatansson Fyrrv. forstjóri Landsvirkjunar Lovísa Guðmundsdóttir Kirkjuvörður í Guðríðarkirkju í Grafarholti 80 ára á laugardag 50 ára á föstudag 70 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.