Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 20.–22. janúar 2012 vorum í heita pottinum, við strákarnir í Eurovision, og ég gaf þeim bara bjórinn minn. Ég hafði ekki lyst á honum. Stund- um er það þannig. En stundum vil ég bara fá að vera venjuleg- ur strákur, fíflast og skemmta mér. Fá mér bjór með félög- unum og þá verð ég stundum fyrir aðkasti. Mér finnst það fá- ránlegt.“ Hann þagnar og hugs- ar sig um smástund. Brosir svo breitt og segir: „Allt í lagi, ég skal viður- kenna að þetta er smá bogið. Ég persónulega veit það, en ég er ekki að gera neitt rangt. Ég fæ mér einn og einn bjór og líf- ið er í skorðum.“ Hættum að fela En hefur hann orðið fyrir að- kasti fyrir að eiga föður sem er í daglegu tali kallaður morð- ingi? „Nei,“ segir Kristmundur ákveðinn. „Við erum þroskað fólk í Grafarvoginum. Og Ís- lendingar eru ekki með svona stæla. Við erum flest á sama plani hér og við erum með stórt hjarta og skiljum ógæfu því hún blandast lífi okkar allra. Ókei, mínu lífi ef til vill oftar en margra annarra. En við þekkjum öll ógæfuna sem fylgir fíkn. Ég fæ miklu fremur stuðning og skilning.“ Kristmundi Axel finnst samkenndin af hinu góða en finnst vandinn felast í því hversu mikið Íslendingar hylma yfir hver með öðrum og hann vill breyta því. „Það er ekki tekið nógu hart á áfengisvanda þjóðar- innar. Það þarf að breyta svo mörgu. Ég væri til í að breyta heiminum. Ég er svo geð- veikur í hausnum. Þeir brjál- uðu eru þeir sem geta,“ seg- ir hann. „Þeir eru þeir einu sem trúa því að þeir geti það. Trú á breytingar er forsenda þeirra. Áfengis- og lyfjafíkn er verst fyrir aðstandendur, þetta eru kvalir og þjáningar svo margra. Maka, foreldra, barna og systkina. Ég fæ svo mikið af pósti og símtölum frá bjargar- lausum börnum og ungling- um sem vilja bara deila með mér sársaukanum. Þetta eru börn sem glíma við áfengis- sjúka foreldra og heimilis- ofbeldi. Þetta er svo ljótt og sársaukafullt en allir eru í feluleiknum. Allir eru bros- andi og það vill enginn vita af öllum þessu ljótu leyndarmál- um. Er þetta samfélagið sem við viljum búa í? Það eru allir að fela. Burt með það. Hætt- um að fela og byrjum að tala.“ Opið hjarta gegn ógæfu Hann segir að það að hann hafi opnað hjarta sitt hafi bjargað honum frá ógæfu. „Já, það bjargaði mér. Þú sérð mig í dag. Mér líður vel. Hef dregið mörk í kringum tilveru mína, þangað kemst ógæfan ekki inn, skal ég segja þér. Ég lifi glaður og sáttur. Að tala um reynslu sína er þroskandi, að fela og ljúga er flótti sem stöðvar allan þroska. Að tala er að leysa vanda, að þora ekki að tala eykur allt- af á vandann og hjálpar eng- um. Síst sjálfum þér. Það er skemmandi. Ég er bara heví flottur gaur, kannski aðeins pínu feitur,“ segir hann og klípur í kinnarn- ar og hlær. „Annars er fínt að vera ég.“ Kristmundur Axel horfir björtum augum á framtíðina og tilveruna. Hann segist ætla að einbeita sér að því að vera hann sjálfur. „Ég orti um þessa þörf mína í nýju lagi sem kom út í vik- unni, Alveg eins og er.“ Hann syngur fyrir blaðamann. Þjón- ar hótelsins stöðvast í sporun- um og horfa í átt til okkar. Á ég að breyta mér Svo aðrir þrái að vera ég Eitt líf, lágmark að ég Fái að vera ég „Ég á ekki við að ég sé að fara að verða eitthvað slæm- ur. Ég er oft að rífa kjaft að gamni mínu. En ég meiði ekki með orðum mínum. Ég tala aldrei um að misnota eða vanvirða konur og tala ekki niður til nokkurs manns. Það versta sem ég segi í þessu lagi er: Troddu þessum iP- hone upp í rassgatið á þér. En hann Pétur Jóhann Sigfússon segir það hvort sem er ann- an hvern dag,“ segir hann og skellihlær. Sleppir stórum draumum Eurovision á hug hans þessa dagana. Hann segist njóta hverrar stundar og segist ánægður með að hafa kynnst Ingólfi Þórarinssyni, höfundi lagsins Stattu upp. „Hann er hlýr og hæfi- leikaríkur listamaður, hann Ingó, hann kom mér á óvart. Það er skemmtilegt að taka þátt í þessari keppni og ég nýt hverrar stundar. Ég er að kynnast miklu af hæfileika- fólki. Ég hef verið einfari svo lengi, það er þroskandi að vinna í hópi með öðru fólki. Það er alveg frábært.“ Aserbaídsjan, hefur hann flett því upp í heimsatlasn- um? Hann hlær. „Nei, en mamma og pabbi gerðu það. Þau eru að rifna úr stolti. Þetta er einhvers staðar úti í rassgati. En veistu, að mér finnst betra að sleppa því að leyfa mér að dreyma svona stórt. Ég þarf að vera jarð- bundinn með báða fætur á jörðinni. Ég myndi bara fá þetta á heilann. Í staðinn einbeiti ég mér bara að mér sjálfum og vonandi dugar það.“ n „Pabbi er enginn morðingi“„Það var sárt að kveðja pabba og sjá fíkilinn birtast. Þetta skrímsli. Vill fá að vera hann sjálfur „Það eina sem ég get gert er að lifa mínu lífi og halda mig frá martröðum þessa lífs. Meðan ég er glaður þá gengur mér vel,“ segir Kristmundur Axel Kristmundsson rappari um fjölskyldusögu sína. mynd eyþór árnaSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.