Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 23
Erlent 23Helgarblað 20.–22. janúar 2012 „Búið ykkur undir það versta“ Alþjóðabankinn hefur hvatt þróun- arlönd til að gera varúðarráðstafanir vegna yfirvofandi samdráttar í hag- kerfi heimsins. Bankinn spáir því að hagvöxtur verði áfram í heiminum en að hann dragist engu að síður saman. Það gæti bitnað illa á fátæk- ustu ríkjum heims. Raunar gefur bankinn í skyn að annað áfall á borð við það sem varð í kjölfar falls banka Lehmans-bræðra haustið 2008 gæti verið í vændum. Alþjóðabankinn telur að hag- vöxtur á heimsvísu verði 2,5 pró- sent á þessu ári en 3,1 prósent á því næsta. Þetta er mun minni hagvöxt- ur en áður var búist við en fram til þessa hefur bankinn spáð 3,6 pró- senta hagvexti á heimsvísu. Ástæðu þessarar niðursveiflu segir bank- inn að megi rekja til skuldavanda á evrusvæðinu og minni hagvaxtar í nýmarkaðsríkjum, en nýmarkaðs- ríki eru skilgreind sem ríki sem hafa miðlungs eða lágar tekjur og skamma reynslu af markaðsbúskap. Dæmi um slíkt ríki er Brasilía. „Þróunarríki verða að finna veik- leika sína og búa sig undir enn frekari áföll, á meðan enn er tími til þess,“ segir aðalhagfræðingur Al- þjóðabankans, Justin Yifu Lin, í spá sinni. Samdrátturinn muni stig- magnast og „engum eira“. Kanadíski hagfræðingurinn Andrew Burns, sem starfar við Alþjóðabankann, segir að áfallið gæti orðið mikið. Bæði þróuð lönd og þróunarlönd gætu upplifað meiri þrengingar en í kjölfar atburðanna haustið 2008. Þess megi þegar sjá merki í lægra hrávöruverði. Matvælaverð hafi þeg- ar fallið um 14 prósent frá hátindi þess í febrúar í fyrra. Fram kemur á vef BBC að skert fæðuöryggi þróun- arlanda sé eitt stærsta vandamálið sem af samdrættinum hlýst. BBC hefur eftir Burns að niðursveifl- an muni vara lengur og gæti haft mun alvarlegri afleiðingar en 2008. Þróunarlöndin muni ef til vill tapa minna en Vesturlönd en þau megi síður við áföllum. Það gæti einfald- lega haft alvarlegan matarskort í för með sér. Ríkari lönd verði ekki í stakk búin til að hlaupa undir bagga með þeim, eins og fyrir þremur eða fjórum árum. Á mannamáli segir Al- þjóðabankinn: Búið ykkur undir það versta. Boltum kastað í farþega Forsvarsmenn lestarfyrirtækis í Indónesíu hafa gripið til örþrifaráðs í baráttunni gegn farþegum sem greiða ekki fargjöld. Ekki er óalgengt að sjá fjölda farþega á þökum járn- brautarlesta í Indónesíu. Farþegar grípa til þessa ráðs ef þeir eiga ekki pening eða ef uppselt er í lestarnar. Nú hefur fyrirtækið PT Kereta Api, sem er ríkisrekið, gripið til þess ráðs að kasta stórum boltum í þá sem ferðast ólöglega. Búið er að koma fyrir aðstöðu fyrir ofan lestarteinana skammt frá aðallestarstöðinni í Jak- arta þar sem starfsmenn fyrirtækis- ins geta kastað umræddum boltum í farþega á þökum lestanna. Boltarnir eru harðir og mjög sársaukafullt er að fá þá í sig. A ðgerðir stórra netfyrirtækja á borð við Wikipedia og Google, sem eru andstæð tveimur umdeildum laga- frumvörpum sem nú eru til meðferðar í bandaríska þinginu, virðast ætla að skila tilætluðum ár- angri. Á miðvikudag ákváðu for- svarsmenn Wikipedia, sem er stærsta alfræðiorðabókin á netinu, að loka henni í einn sólarhring til að mótmæla frumvörpunum. Ef frumvörpin, sem í daglegu tali kall- ast SOPA og PIPA, verða samþykkt munu miklar hömlur verða settar á aðgang að síðum á netinu. Banda- ríska ríkið mun þannig fá leyfi til að loka á erlendar vefsíður og taka þær út úr niðurstöðum leitarvéla á borð við Google. Tilgangurinn er að berj- ast gegn höfundarréttarbrotum á netinu, en verði frumvörpin að lög- um geta bandarísk yfirvöld lokað á vefsíður sem talið er að brjóti gegn höfundarréttarlögum í Bandaríkj- unum. Frelsið hverfur Áætlað er að sjö þúsund vefsíðum hafi verið lokað tímabundið til að mótmæla frumvörpunum. Þar á meðal voru Wikipedia, sem fær 2,7 milljarða heimsókna í Bandaríkjun- um að meðaltali í hverjum mánuði, og Reddit, sem er ein vinsælasta tenglasíða Bandaríkjanna. Google. com setti svartan borða yfir lógó fyrirtækisins á forsíðunni og vísaði notendum inn á undirskriftarsöfn- un þar sem frumvörpunum er mót- mælt. Telja forsvarsmenn þessara fyrirtækja að bandarísk stjórnvöld séu að færast of mikið í fang og með frumvörpunum hverfi það frelsi sem internetið hefur alltaf boðið upp á. Skipta um skoðun „Raddir internetsins hafa talað hátt og skýrt,“ segir Darrell Issa, þing- maður repúblikana í Kaliforníuríki, í samtali við The Washington Post. Issa segir að hann hafi þegar fengið að vita að þeir hlutar frumvarpsins, sem stóru netfyrirtækin eru á móti, muni ekki fara óbreytt í gegnum bandaríska þingið. The Washington Post greinir frá því að allt hafi bent til þess fyrir um hálfum mánuði að frumvörpin færu óbreytt í gegnum þingið. Aðgerðir almennings og stóru netfyrirtækjanna virðast hins vegar hafa gert það að verkum að svo verður ekki. Og margir þing- menn sem studdu frumvörpin hafa nú skipt um skoðun. Meðal þeirra eru Benjamin L. Cardin, þingmað- ur demókrata, og sex þingmenn repúblikana sem allir studdu frum- vörpin til að byrja með. Þeir hafa nú lagt til að afgreiðslu frumvarpanna verði seinkað svo hægt sé að endur- skoða þau í heild sinni. Um hvað snúast SOPA og PIPA? Þetta eru þær leiðir sem bandarískum stjórnvöldum verða færar ef frumvörpin ná fram að ganga. 1 Fyrirskipa vefþjónustufyrirtækjum að breyta DNS-skráningum á vefþjónum sínum til að loka á vefsíður utan Bandaríkjanna sem hýsa ólögleg afrit af myndböndum, tónlist og myndum. 2 Fyrirskipa leitarvélum á borð við Google að breyta leitarniðurstöðum og loka á vefsíður utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. 3 Fyrirskipa greiðsluþjónustuaðilum á borð við PayPal að loka á greiðslur og reikninga tengda vefsíðum utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. 4 Fyrirskipa auglýsingaþjónustuaðilum á borð við AdSense frá Google að auglýsa eða greiða fyrir auglýsingar tengdar vefsíðum utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Netrisar að leggja bandaríska þingið Óánægja með frumvörp Mikil óánægja ríkir vegna frum- varpanna og lokaði Wikipedia vefsíðu sinni til að mótmæla þeim. Mynd ReuteRS n umdeild lagafrumvörp vekja reiði n Aðgerðir stórra fyrirtækja skila árangri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.