Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Side 25
Erlent | 25Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Þessi lönd eru helstu innflytjendur olíu frá Líbíu Olía 1,6 milljón tunnur af olíu framleiddar á venjulegum degi 500.000 tunnur af olíu framleiddar á dag í óeirðunum 2% Líbía framleiðir um 2 prósent af allri olíu í heiminum Heimildir: The International Energy Agency, Reuters, U.S. Energy Information Administration, Wall Street Journal, The Economist*Tölur frá mars 2011 Líbía Stærð: 1,8 milljónir ferkílómetra, fjórða stærsta ríkið í Afríku Höfuðborg: Trípólí Fólksfjöldi: 6,4 milljónir Olía: Landið á tíundu stærstu olíuauðlindir heims Y fir fjörutíu ríki hafa viður- kennt stjórn uppreisnar- manna í Líbíu sem rétt- mæta ríkisstjórn. Meðal þessara landa eru Banda- ríkin, en mikil umræða hefur verið vestanhafs um stuðning Bandaríkj- anna við aðgerðir uppreisnarmanna í Líbíu eftir að auðmaðurinn Donald Trump sagði í viðtali við Fox News að hann teldi óeðlilegt að Bandaríkin veittu uppreisnarmönnum stuðning nema að fá loforð um olíu í staðinn. Líbía er rík af olíu en mörg Vestur- lönd eru háð olíunni sem kemur frá landinu. DV hefur tekið saman lista yfir þau ríki sem hvað mestra hags- muna eiga að gæta hvað varðar olíu- viðskipti við Líbíu. Írar og Ítalir treysta á Líbíu Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljóst að Írar eru hvað háðastir olíu frá Líbíu. Um fjórðungur allrar olíu sem Írar nota kemur frá Líbíu en Írar kaupa um 14 þúsund tunnur af olíu á dag. Það er þó talsvert minna af olíu en önnur stærri ríki nota af olíu frá Líbíu. Ítalir kaupa lang- stærstan hluta þeirrar olíu sem framleidd er í Líbíu en samkvæmt tölunum kaupa Ítalir um 376 þús- und tunnur af líbískri olíu á dag. Austurríki og Ítalía fá bæði yfir 20 prósent af allri olíu sem nýtt er í landinu frá Líbíu. Bæði Ítalía og Austurríki eru á lista yfir þau fjörutíu ríki sem við- urkennt hafa ríkisstjórn uppreisn- armanna en það hefur Írland ekki gert. Ísland er ekki á meðal þeirra landa sem viðurkennt hafa ríkis- stjórn uppreisnarmanna í landinu. Samkvæmt svörum frá utanríkis- ráðuneytinu er ekki hefð fyrir því að íslensk stjórnvöld viðurkenni ríkis- stjórnir heldur einungis þjóðríki. Skiptir Bandaríkin litlu máli Samkvæmt tölunum eiga Banda- ríkin ekki mikilla olíuhagsmuna að gæta í Líbíu. Aðeins um hálft pró- sent af þeirri olíu sem Bandaríkja- menn nota á hverjum degi kemur frá norðurafríska ríkinu. Ekki er víst að Bandaríkjastjórn fari að ráðum Donalds Trump og krefjist einfald- lega þess að fá 25 prósent af allri olíu í landinu næstu 25 árin en það myndi þýða að Bandaríkin fengju 400 þúsund olíutunnur á dag frá Líbíu í stað 51 þúsund tunna sem ríkið kaupir nú af Líbíu. Langmest af þeirri olíu sem framleidd er í Líbíu er seld til Evr- ópu eða um 85 prósent. Það endur- speglast að vissu leyti í lista þeirra þjóða sem viðurkennt hafa ríkis- stjórn uppreisnarmanna sem rétt- mæta ríkisstjórn Líbíu. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Líbía n Hvaða ríki hafa olíuhagsmuna að gæta í Líbíu n Ítalía kaupir mest af líbískri olíu n 25 prósent af olíu notaðri á Írlandi upprunnin í Líbíu„Þegar rýnt er í töl- urnar kemur í ljóst að Írar eru hvað háðastir olíu frá Líbíu. Evrópa treystir á olíu frá Líbíu Magn í tunnum Prósentan sýnir hlutfall af heildarinnflutningi hvers ríkis. Ítalía 376.000 tunnur 15–25% Frakkland 205.000 tunnur 15–25% Spánn 136.000 tunnur 10–15% Grikkland 63.000 tunnur 10–15% Kína 150.000 tunnur 0–10% Austurríki 21.000 tunnur 15–25% Sviss 17.000 tunnur 15–25% Írland 14.000 tunnur 15–25% Þýskaland 144.000 tunnur 0–10% Bretland 95.000 tunnur 0–10% Bandaríkin 51.000 tunnur 0–10% Holland 31.000 tunnur 0–10% Ástralía 11.000 tunnur 0–10% V in n SLa pa LLi@ d V .iS Cheney vildi láta ráðast á Sýrland Dick Cheney hvatti George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2007 til að láta varpa sprengj- um á kjarnaofn í Sýrlandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í endur- minningum varaforsetans en bókin In My Time: A Personal and Political Momoir, kemur út í næstu viku. „Þegar ég hafði sagt þessa skoðun mína spurði forsetinn hvort einhver styddi mitt sjónarmið. Ekki ein ein- asta hönd fór á loft,“ segir hann í bók- inni. Ráðleggingum hans var hafnað en stuttu síðar gerðu Ísraelar loftárás á kjarnaofninn. Í bókinni, sem erlendir miðlar segja að varpi nýju ljósi á marg- ar ákvarðanir Bush-stjórnarinn- ar, sakar hann Colin Powell, þáver- andi utanríkisráðherra, um að hafa reynt að grafa undan forsetanum í einkasamtölum við aðila utan stjórn- arinnar. Hann ku hafa látið í ljósi efa- semdir sínar um stríðið í Írak. Þess vegna hafi afsögn hans árið 2004 ver- ið fyrir bestu. Í bókinni viðurkenn- ir hann einnig að hafa ekki fyllilega gert sér grein fyrir afleiðingum stríðs- ins en hann verst þó ásökunum um að Bandaríkjamenn hafi beitt pynt- ingum við yfirheyrslur í tengslum við stríðið. Cheney skýtur í allar áttir í bók sinni og sakar Condoleezzu Rice um að hafa verið barnaleg í samskiptum við Norður-Kóreumenn með tilliti til kjarnorkumála. baldur@dv.is Enginn studdi hann Dick Cheney gefur út bók um tíma sinn sem varaforseti Bandaríkjanna. Warren Buffet fjárfestir í banka Milljarðamæringurinn Warren Buffet ætlar sér að kaupa stóran hlut í Bank of America, einum stærsta banka Bandaríkjanna, fyrir fimm milljarða dala. Kaupverðið er jafn- virði um 573 milljarða íslenskra króna. Bankann kaupir hann í gegn- um fjárfestingafélag sitt, Berkshire Hathaway, sem er eitt arðsamasta fjárfestingafélag heims. Buffet ætlar sér að kaupa um 50 þúsund hluti í félaginu samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá fjárfestinum en eftir að tilkynningin barst hækk- uðu bréf í bankanum um 25 prósent. Buffet er einn ríkasti maður heims en hann hefur fjárfest í fjöldamörg- um fyrirtækjum í gegnum Berkshire Hathaway. Prófessor myrti unnustu sína Bandarískur háskólaprófessor fannst látinn á hótelherbergi á þriðjudag. Þar hafði maðurinn framið sjálfs- morð eftir að hafa skotið fyrrverandi kærustu sína daginn áður. Maður- inn var haldinn alvarlegum geð- sjúkdómum. Fyrrverandi kærasta mannsins sleit sambandi við hann í mars síðastliðnum en samkvæmt upplýsingum frá bandarísku lögregl- unni hafði maðurinn setið um hana síðan. Svo virðist sem prófessorinn hafi skipulagt morðið á fyrrverandi kærustu sinni, sem var nemandi í sama skóla og hann kenndi í, en hann hafði sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag, föstudag. Sprungur í minnisvarða Eftirlit með Washington-minnis- varða sem stendur gegnt Hvíta hús- inu í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, hefur leitt í ljós glufur í steypunni sem minnisvarðinn er gerður úr. Glufurnar eru í efsta hluta minnisvarðans, sem er um 170 metra hár. Talið er nær öruggt að glufurnar séu afleiðing öflugs jarð- skjálfta sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna á þriðjudag. Jarð- skjálftinn átti upptök sín tiltölu- lega nálægt höfuðborginni. Svæðið í kringum Washington-minnis- varðann verður lokað ferðamönn- um þangað til búið er að lagfæra skemmdirnar. Fleiri sögufrægar byggingar skemmdust í jarðskjálft- anum. n dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.