Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 25
Erlent | 25Helgarblað 26.–28. ágúst 2011 Þessi lönd eru helstu innflytjendur olíu frá Líbíu Olía 1,6 milljón tunnur af olíu framleiddar á venjulegum degi 500.000 tunnur af olíu framleiddar á dag í óeirðunum 2% Líbía framleiðir um 2 prósent af allri olíu í heiminum Heimildir: The International Energy Agency, Reuters, U.S. Energy Information Administration, Wall Street Journal, The Economist*Tölur frá mars 2011 Líbía Stærð: 1,8 milljónir ferkílómetra, fjórða stærsta ríkið í Afríku Höfuðborg: Trípólí Fólksfjöldi: 6,4 milljónir Olía: Landið á tíundu stærstu olíuauðlindir heims Y fir fjörutíu ríki hafa viður- kennt stjórn uppreisnar- manna í Líbíu sem rétt- mæta ríkisstjórn. Meðal þessara landa eru Banda- ríkin, en mikil umræða hefur verið vestanhafs um stuðning Bandaríkj- anna við aðgerðir uppreisnarmanna í Líbíu eftir að auðmaðurinn Donald Trump sagði í viðtali við Fox News að hann teldi óeðlilegt að Bandaríkin veittu uppreisnarmönnum stuðning nema að fá loforð um olíu í staðinn. Líbía er rík af olíu en mörg Vestur- lönd eru háð olíunni sem kemur frá landinu. DV hefur tekið saman lista yfir þau ríki sem hvað mestra hags- muna eiga að gæta hvað varðar olíu- viðskipti við Líbíu. Írar og Ítalir treysta á Líbíu Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljóst að Írar eru hvað háðastir olíu frá Líbíu. Um fjórðungur allrar olíu sem Írar nota kemur frá Líbíu en Írar kaupa um 14 þúsund tunnur af olíu á dag. Það er þó talsvert minna af olíu en önnur stærri ríki nota af olíu frá Líbíu. Ítalir kaupa lang- stærstan hluta þeirrar olíu sem framleidd er í Líbíu en samkvæmt tölunum kaupa Ítalir um 376 þús- und tunnur af líbískri olíu á dag. Austurríki og Ítalía fá bæði yfir 20 prósent af allri olíu sem nýtt er í landinu frá Líbíu. Bæði Ítalía og Austurríki eru á lista yfir þau fjörutíu ríki sem við- urkennt hafa ríkisstjórn uppreisn- armanna en það hefur Írland ekki gert. Ísland er ekki á meðal þeirra landa sem viðurkennt hafa ríkis- stjórn uppreisnarmanna í landinu. Samkvæmt svörum frá utanríkis- ráðuneytinu er ekki hefð fyrir því að íslensk stjórnvöld viðurkenni ríkis- stjórnir heldur einungis þjóðríki. Skiptir Bandaríkin litlu máli Samkvæmt tölunum eiga Banda- ríkin ekki mikilla olíuhagsmuna að gæta í Líbíu. Aðeins um hálft pró- sent af þeirri olíu sem Bandaríkja- menn nota á hverjum degi kemur frá norðurafríska ríkinu. Ekki er víst að Bandaríkjastjórn fari að ráðum Donalds Trump og krefjist einfald- lega þess að fá 25 prósent af allri olíu í landinu næstu 25 árin en það myndi þýða að Bandaríkin fengju 400 þúsund olíutunnur á dag frá Líbíu í stað 51 þúsund tunna sem ríkið kaupir nú af Líbíu. Langmest af þeirri olíu sem framleidd er í Líbíu er seld til Evr- ópu eða um 85 prósent. Það endur- speglast að vissu leyti í lista þeirra þjóða sem viðurkennt hafa ríkis- stjórn uppreisnarmanna sem rétt- mæta ríkisstjórn Líbíu. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Líbía n Hvaða ríki hafa olíuhagsmuna að gæta í Líbíu n Ítalía kaupir mest af líbískri olíu n 25 prósent af olíu notaðri á Írlandi upprunnin í Líbíu„Þegar rýnt er í töl- urnar kemur í ljóst að Írar eru hvað háðastir olíu frá Líbíu. Evrópa treystir á olíu frá Líbíu Magn í tunnum Prósentan sýnir hlutfall af heildarinnflutningi hvers ríkis. Ítalía 376.000 tunnur 15–25% Frakkland 205.000 tunnur 15–25% Spánn 136.000 tunnur 10–15% Grikkland 63.000 tunnur 10–15% Kína 150.000 tunnur 0–10% Austurríki 21.000 tunnur 15–25% Sviss 17.000 tunnur 15–25% Írland 14.000 tunnur 15–25% Þýskaland 144.000 tunnur 0–10% Bretland 95.000 tunnur 0–10% Bandaríkin 51.000 tunnur 0–10% Holland 31.000 tunnur 0–10% Ástralía 11.000 tunnur 0–10% V in n SLa pa LLi@ d V .iS Cheney vildi láta ráðast á Sýrland Dick Cheney hvatti George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2007 til að láta varpa sprengj- um á kjarnaofn í Sýrlandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í endur- minningum varaforsetans en bókin In My Time: A Personal and Political Momoir, kemur út í næstu viku. „Þegar ég hafði sagt þessa skoðun mína spurði forsetinn hvort einhver styddi mitt sjónarmið. Ekki ein ein- asta hönd fór á loft,“ segir hann í bók- inni. Ráðleggingum hans var hafnað en stuttu síðar gerðu Ísraelar loftárás á kjarnaofninn. Í bókinni, sem erlendir miðlar segja að varpi nýju ljósi á marg- ar ákvarðanir Bush-stjórnarinn- ar, sakar hann Colin Powell, þáver- andi utanríkisráðherra, um að hafa reynt að grafa undan forsetanum í einkasamtölum við aðila utan stjórn- arinnar. Hann ku hafa látið í ljósi efa- semdir sínar um stríðið í Írak. Þess vegna hafi afsögn hans árið 2004 ver- ið fyrir bestu. Í bókinni viðurkenn- ir hann einnig að hafa ekki fyllilega gert sér grein fyrir afleiðingum stríðs- ins en hann verst þó ásökunum um að Bandaríkjamenn hafi beitt pynt- ingum við yfirheyrslur í tengslum við stríðið. Cheney skýtur í allar áttir í bók sinni og sakar Condoleezzu Rice um að hafa verið barnaleg í samskiptum við Norður-Kóreumenn með tilliti til kjarnorkumála. baldur@dv.is Enginn studdi hann Dick Cheney gefur út bók um tíma sinn sem varaforseti Bandaríkjanna. Warren Buffet fjárfestir í banka Milljarðamæringurinn Warren Buffet ætlar sér að kaupa stóran hlut í Bank of America, einum stærsta banka Bandaríkjanna, fyrir fimm milljarða dala. Kaupverðið er jafn- virði um 573 milljarða íslenskra króna. Bankann kaupir hann í gegn- um fjárfestingafélag sitt, Berkshire Hathaway, sem er eitt arðsamasta fjárfestingafélag heims. Buffet ætlar sér að kaupa um 50 þúsund hluti í félaginu samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá fjárfestinum en eftir að tilkynningin barst hækk- uðu bréf í bankanum um 25 prósent. Buffet er einn ríkasti maður heims en hann hefur fjárfest í fjöldamörg- um fyrirtækjum í gegnum Berkshire Hathaway. Prófessor myrti unnustu sína Bandarískur háskólaprófessor fannst látinn á hótelherbergi á þriðjudag. Þar hafði maðurinn framið sjálfs- morð eftir að hafa skotið fyrrverandi kærustu sína daginn áður. Maður- inn var haldinn alvarlegum geð- sjúkdómum. Fyrrverandi kærasta mannsins sleit sambandi við hann í mars síðastliðnum en samkvæmt upplýsingum frá bandarísku lögregl- unni hafði maðurinn setið um hana síðan. Svo virðist sem prófessorinn hafi skipulagt morðið á fyrrverandi kærustu sinni, sem var nemandi í sama skóla og hann kenndi í, en hann hafði sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag, föstudag. Sprungur í minnisvarða Eftirlit með Washington-minnis- varða sem stendur gegnt Hvíta hús- inu í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, hefur leitt í ljós glufur í steypunni sem minnisvarðinn er gerður úr. Glufurnar eru í efsta hluta minnisvarðans, sem er um 170 metra hár. Talið er nær öruggt að glufurnar séu afleiðing öflugs jarð- skjálfta sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna á þriðjudag. Jarð- skjálftinn átti upptök sín tiltölu- lega nálægt höfuðborginni. Svæðið í kringum Washington-minnis- varðann verður lokað ferðamönn- um þangað til búið er að lagfæra skemmdirnar. Fleiri sögufrægar byggingar skemmdust í jarðskjálft- anum. n dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.