Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 26

Listin að lifa - 01.06.2014, Blaðsíða 26
Mataræði á efri árum Aukakílóin Þegar við erum hætt að vinna og orðin eftirlaunaþegar er ýmislegt sem breytist hjá okkur. Við hættum að fara daglega til vinnu og hreyfum okkur því minna en áður, en matur á heimilinu er alltaf nærtækur. Brennsla líkamans minnkar og efnaskiptin einnig. Flest okkar sakna vinnufélaga og starfsins okkar og við förum hugsanlega að narta meira í mat. Ef við förum ekki varlega vilja aukakílóin hlaðast utan á okkur. Orkuþörfin minnkar en þörfin fyrir vítamín, steinefni, prótein, lífsnauð- synlegar fitusýrur og trefjar minnkar ekki. Við þurfum því að vanda okkur meira en áður og velja rétta matinn, svo að við fáum þau lífsnauðsynlegu næringarefni sem við þörfnumst. Vís- indamenn á sviði næringar og heilsu eru sammála um að best sé að fá nær- ingarefnin úr matnum sjálfum, frekar en að fá þau úr fæðubótarefnum. Hvað eigum við þá helst að borða? Við eigum að borða mat sem inniheld- ur mikið af lífsnauðsynlegum næring- arefnum, en að sama skapi ekki mikla orku (eða hitaeiningar). Það sem við eigum að leggja áherslu á, er að borða daglega grænmeti, ferska ávexti, fitu- litlar mjólkurvörur, grófan kornmat, mjúka fitu og hóflega af próteinríkri fæðu. Af próteinríkri fæðu er fiskurinn bestur, en einnig má fá í staðinn mag- urt kjöt, egg, baunir og hnetur. A Is- landi er nauðsynlegt að taka D'VÍtamin í töfluformi eða taka lýsi. Ráðlagðir dagskammtar af D-vítamíni eru 20 míkrógrömm fyrir 70 ára og eldri. En hvað eigum við þá helst að forðast eða minnka stórlega? Ef við viljum koma í veg fyrir auka- kílóin, verðum við að draga stórlega úr neyslu á sykri og sykruðum mat, kökum, kexi, sælgæti og gosdrykkjum. Einnig öllu því senr hefur að geyma mikið af sigtuðu korni, svo sem hvítu hveiti, hvítum hrísgrjónum og fínunn- inni sterkju, hvítu pasta og pitsum. Mjög mikilvægt er að lesa um efna- mmm Elísabet S. Magnúsdóttir, MSc. næringarfræðingur. innihald á öllum tilbúnum dósa- og pakkavörum, og forðast matvörur þar sem sykur, glúkósi, frúktósi eða sterkja eru í fyrstu sætunum í innihaldslýsing- unni (e. ingredients, d. ingredienser). Kaupum mest ferskt hráefni og eldum matinn frá grunni. Með því að forðast þessar matvörur rná koma í veg fyrir uppþembu og þyngdaraukningu. Annað sem skiptir miklu máli fyrir okkur. Ég ráðlegg öllum sem vilja fækka aukakílóunum að hafa reglu á máltíðunum. Borða góðan og hollan morgunverð, hóflega stóran, borða hægt og njóta bragðsins. Ekki lesa dag- blöðin á meðan á máltíðinni stendur. Finna hvenær við erum orðin hóflega södd og hætta þá. Þetta á reyndar við um allar máltíðir dagsins. Hádegis- verðurinn getur verið aðalmáltíð dags- ins eða aukamáltíðin eftir aðstæðum hvers og eins. Við forðumst feitu sós- urnar og sykruðu eftirréttina. Látum grænmetið fylla að minnsta kosti helrn- inginn af diskinum. Ef um aðalmáltíð dagsins er að ræða er próteinfæðan þar til staðar, ekki svo stór skammtur (120 grömm er ríflegur skammtur). Síðan eru kartöflurnar okkar góðu nauðsyn- legar, ásamt grænmetinu. í staðinn fyrir kartöflur mætti borða brún hrís- grjón, bankabygg eða annað heilkorn. Kvöldverðurinn getur svo verið með ýmsu móti, heitur eða kaldur. Ekki gleyma grænmetinu í aukamáltíðina. Við getum haft grænmetissúpu úr fersku grænmeti eða grænmetissalat með fiski, eggi eða kjúklingi. Með því höfurn við gjarnan gróft brauð með hollu próteinríku áleggi. Ekki gleyma ráðleggingum landlæknisembættisins um 5 skammta af grænmeti og ávöxtum daglega. Grænmetið ætti að vera u.þ.b. 300 grömm og ávextirnir 200 grömm. Hollara er að borða ávextina heila, ekki sem safa. Það verður enginn of þungur af grænmeti. Njótum matarins, borðum hægt, fylgjumst vandlega með því hvenær við erum hæfilega södd og hættum þá. Ekki horfa á sjónvarp eða lesa á meðan við borðum. Reynum að salta matinn sem minnst. Gleymum ekki að drekka nóg af vatni, því þorsta- tilfinningin dofnar þegar við eldumst. Veitum því sérstaka athygli hvenær vjð erum svöng og hvenær við erurn orðin södd. Hugsum ekki um aðra þegar við komum í veislur, við þurfum ekki að borða fyrir gestgjafann, jafnvel þó í boði séu miklar kræsingar. Við hugsum eingöngu um okkur og okkar heilsu. Hafi aukakílóin hlaðist á okkur, verðum við hægt og rólega að breyta matarvenjum okkar. Breytum hugar- farinu og það strax í dag. Við vitum að alls konar sjúkdómar og erfiðleikar geta fylgt ofþyngdinni. Flestir þola alveg að vera svangir í dálítinn tíma, en við þolum ekki að vera í stöðugri veislu. Förum eftir ráðleggingum land- læknisembættisins um mataræði, þær eru byggðar á vísindalegum grunni, hjálpa okkur að borða rétt og fá lífs- nauðsynleg næringarefni. Gangi ykkur vel. www.íondra.is Föndra Dalvegi • Kópavogi Föndra Survnuhlíð • Akureyri 26

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.