Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Page 52

Fréttatíminn - 27.11.2015, Page 52
Helgin 27.-29. nóvember 2015  Ómissandi á veisluborðið  Kunnuglegt andlit Gamlar ljósmyndir á merkispjaldið Farðu í gegnum gömlu albúmin og skannaðu inn gamlar fjölskyldumyndir og prentaðu þær út á þykkan pappír. Næst klippirðu myndirnar út og notar gatara til að gera á þær gat í einu horninu og stingur litlum bandi eða borða í gegn. Þetta notarðu sem merkispjöld á jólagjafir. Gjöfin til afa getur verið merkt með mynd af honum þegar hann var barn, eða jafnvel af æskuheimilinu hans. Að sjálfsögðu er líka hægt að nota nýjar myndir, þar á meðal myndir af yngstu fjölskyldumeðlimunum með jólasveinahúfu á höfði. Merkimiðana er svo hægt að hengja á jólatréð eða setja í ramma, í stað þess að láta þá lenda í ruslinu. Ilmandi heimalagað rauðkál með eplum Rauðkál er án efa jólalegasta meðlætið. Það hentar vel með jólasteikinni, fiski og ofan á samloku með köldum sneiðum af hamborgarhrygg eða kalkúni. Þar að auki er rauðkálið afar hollt enda sneisafullt af trefjum og nauðsynlegum næringarefnum og vítamínum. Hér er einföld uppskrift að heimalöguðu rauðkáli með eplum: Hráefni 2 msk matarolía 8 bollar af rauðkáli, skorið í ræmur 1 niðurskorinn laukur 2 græn epli, afhýdd og skorin í litla bita 1 ½ tsk salt svartur pipar 3 msk sykur 2 msk vatn 3 msk borðedik Aðferð  Hitið olíuna í meðal- stórum potti. Hrærið rauðkálinu saman við og lauknum og steiktu þar til það fer að linast. Settu eplin, vatn, salt og pipar út í. Settu lok á pottinn og láttu malla í 25 mínútur.  Helltu ediki og sykri saman við. Láttu malla í 5 til 6 mínútur til við- bótar.  Berið fram.  Rauðkálið er líka hægt að sjóða með nokkra daga fyrirvara og geyma í loftþéttum umbúðum í kæli. Þá er það hitað upp áður en það er borið fram eða borðað kalt. Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Tindrandi Frostrós að hætti Jóa Fel Glitrandi fögur súkkulaðiterta með þunnum og stökkum toffí- og krókantbotni. Lagskipt með mjúkum súkkulaðibotnum og fersku hindberjahlaupi. Fyllt með flauelsmjúku rjómasúkkulaðikremi og hjúpuð með drifhvítum sykurmassa.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.