Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Page 4
„Ég veit ekki hver
þau eiga að vera“
4 Fréttir 19.–21. apríl 2013 Helgarblað
Sakfelldur fyrir 97 brot
n Halldór Viðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku
H
alldór Viðar Sanne hefur verið
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir umfangsmikil
svik í Kaupmannahöfn. Hall-
dór var sakfelldur fyrir 97 brot og er
brottrækur frá Danmörku þegar hann
hefur lokið afplánun dómsins. Hall-
dór Viðar mun hafa játað brot sín.
Halldór Viðar var handtekinn í
miðborg Kaupmannahafnar í lok
október í fyrra. Hann sat í gæslu-
varðhaldi þar til dómur féll í máli
hans í byrjun mars. Hann var talinn
hafa svikið 600–800 iPhone-síma út
úr fólki. Það gerði hann með því að
fá fólk til þess að fjárfesta í símum á
raðgreiðslusamningi og sagði fólki
að það gæti grætt töluverða fjárupp-
hæð með því að selja símana á Ís-
landi. Fólkið sem keypti símana fékk
hins vegar aldrei sinn skerf af gróð-
anum. Halldór var talinn hafa svikið
um 110 milljónir af fólki á þennan
hátt. Rannsókn málsins var afar um-
fangsmikil enda þurfti lögregla að ná
tali af öllum þeim sem hann hafði
svikið.
Eftir Halldór Viðar liggur slóð svika
hérlendis. DV fjallaði um mál hans í
janúar síðastliðnum en þá sagði fólk
sem til hans þekkti að hann hefði
stundað alls kyns vafasöm viðskipti
um árabil en hefði að mestu verið
búsettur erlendis síðan á tíunda ára-
tugnum. n
Sveik fólk Halldór Viðar fékk dóm fyrir að
svíkja fólk með því að fá það til að kaupa
fyrir sig iPhone-síma sem hann ætlaði svo að
selja til Íslendinga og skipta ágóðanum með
þeim sem keyptu símana. Fólkið fékk hins
vegar aldrei sinn skerf af gróðanum.
n Hafnar því að stórfelld lögbrot, að yfirlögðu ráði, hafi átt sér stað
Þ
orsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, hafnar því
alfarið að útgerðarfyrirtækið
hafi að yfirlögðu ráði og til
lengri tíma gerst sekt um brot á
lögum um gjaldeyrismál í viðskiptum
sínum með fisk frá Íslandi til tengdra
félaga í Evrópu. Rannsókn á meint-
um lögbrotum Samherja hefur verið
send til embættis sérstaks saksóknara
frá Seðlabanka Íslands. Hann segir að
húsleit Seðlabanka Íslands á skrifstof-
um Samherja í mars í fyrra hafi snúið
að tímabilinu frá því febrúar 2008 til
ársins 2012. Seðlabankinn lagði hald
á mikið magn gagna í húsleitinni.
Rannsóknin snýr að rannsókn á því
hvort Samherji hafi selt fisk frá Íslandi
til dótturfélaga sinna í Evrópu á undir-
verði til að láta hagnaðinn af viðskipt-
unum verða til hjá dótturfélögunum
erlendis en ekki hjá móðurfélaginu á
Íslandi. Undir í rannsókninni liggur
sú hugmynd að með þessu móti hafi
Samherji átt að hafa komið sér undan
þeirri skilaskyldu á erlendum gjald-
eyri sem lögbundinn hefur verið í
gjaldeyrishaftalögunum frá hruninu
2008. Eðli málsins samkvæmt eru
fjármunir erlendra dótturfélaga Sam-
herja undanskildir íslenskum lögum
og þar af leiðandi ekki skilaskyldir á
Íslandi.
Mistök – ekki lögbrot
að yfirlögðu ráði
Þorsteinn Már útilokar þó ekki að
Samherji kunni að hafa gert einhver
mistök í verðlagningu sinni á þeim
fiski sem seldur var til dótturfélaga
Samherja, meðal annars í Þýska-
landi. „Það getur vel verið að það hafi
verið gerð einhver mistök. En ég veit
bara ekki hvaða mistök þetta ættu að
vera. Ég er bara að segja að við unn-
um þarna mánuðum saman við mjög
erfiðar aðstæður og ég ætla ekki að
segja að hugsanlegt sé að gera hefði
mátt eitthvað öðruvísi,“ segir Þorsteinn
Már en með „erfiðum aðstæðum“ vísar
Þorsteins Már til þeirra aðstæðna sem
sköpuðust í kjölfar hrunsins. Af orðum
Þorsteins að dæma geta slík „mistök“
hins vegar ekki verið stórfelld lögbrot
að yfirlögðu ráði til langs tíma.
„Líti maður til baka þá held að ég
við höfum tekið réttar ákvarðanir í
flestum tilfellum. En kannski var það
þannig, einn daginn, að við hefðum
átt að hækka eða lækka verðin á
fiskinum fyrr en við gerðum,“ segir
Þorsteinn Már.
Veit ekki hver niðurstaðan var
Þorsteinn Már segist ekki vita hver
niðurstaðan var úr rannsókn Seðla-
banka Íslands og þar af leiðandi
þekkir hann ekki forsendurnar sem
lágu að baki þeirri ákvörðun að senda
kæru um málið til embættis sérstaks
saksóknara. „Ég veit ekki um hvað
málið snýst. Ég hef ekki séð nein gögn
um rannsóknina og það hefur aldrei
verið við mig talað. Seðlabankinn
hefur ekki spurt okkur að einu eða
neinu síðan húsleitin fór fram. Við
áttum von á því að þeir myndu tala við
okkur en svo var ekki,“ segir Þorsteinn
Már. Forstjóri Samherja veit því ekki
nákvæmlega hvað það er sem Seðla-
bankinn og sérstakur saksóknari eru
að rannsaka í starfsemi Samherja.
Mál Samherja er þriðja meinta
brotið á gjaldeyrishaftalögunum sem
opinbert er að sérstakur saksóknari
hafi fengið til rannsóknar. Hin tvö eru
Aserta-málið, sem ákært hefur í, og
mál tengt Heiðari Má Guðjónssyni
fjárfesti, sem rannsókn var hætt á.
Staðan á málinu er því sú, ef Þor-
steinn Már er að segja satt og rétt
frá, að hann hefur ekki hugmynd
um þau stórfelldu brot á gjaldeyr-
ishaftalögum sem hljóta að vera
undir í rannsókninni hjá sérstök-
um saksóknara. Miðað við þessi
orð Þorsteins Más liggur fyrir að
eitthvað mikið er á huldu í málinu:
Annaðhvort hefur Seðlabanki Ís-
lands verið í skógarferð síðastliðið
ár eða Þorsteinn Már veit ekki um
þau stórfelldu mistök, brot á gjald-
eyrishaftalögunum, sem átt hafa sér
stað í rekstri fyrirtækisins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Seðlabankinn
hefur ekki spurt
okkur að einu eða neinu
síðan húsleitin fór fram.
Útilokar ekki
mistök Þorsteinn
Már útilokar ekki að
Samherji hafi gert
mistök í viðskiptum
sínum við erlend
dótturfélög sín.
Rannsókn
lokið
Lögreglan á Selfossi hefur lokið
rannsókn á láti refsifanga á
Litla-Hrauni sem lést í klefa sín-
um þann 17. maí 2012 og hefur
ríkissaksóknari nú fengið málið
til meðferðar. Í tilkynningu segir
að rannsóknin hafi verið flókin
og að frá upphafi verið ljóst að
ekki yrði að vænta samvinnu
þeirra tveggja sakborninga,
Annþórs Kristjáns Karlssonar og
Barkar Birgissonar, sem grunað-
ir eru um að hafa valdið áverk-
um sem leiddu manninn til
dauða.
„Í þágu rannsóknarinnar
hefur verið leitað til ýmissa sér-
fræðinga um úrlausn tiltekinna
atriða. Dómkvaddur var réttar-
meinafræðingur til að fara yfir
þau gögn sem urðu til við krufn-
ingu líksins auk annarra þátta
sem varða áverka þá er leiddu
til dauða mannsins. Þá voru
tveir prófessorar í sálfræði dóm-
kvaddir til að greina atferli fanga
á upptökum úr öryggismynda-
vélum. Prófessor í verkfræði við
HÍ var fenginn til að rannsaka
þá krafta sem þarf til að valda
þeim áverkum sem voru á lík-
inu. Hann mun skila skýrslu
sinni til ríkissaksóknara á næst-
unni. Sérstakar mælingar voru
gerðar á hljóðburði innan fang-
elsisins og möguleikum vitna á
að heyra það sem talið er hafa
farið fram innan veggja fanga-
klefa hins látna. Þá var nákvæm
eftirlíking klefans byggð í fullri
stærð í húsnæði Lögregluskóla
ríkisins þar sem Tæknideild
lögreglu höfuðborgarsvæðis-
ins sviðsetti mögulega atburða-
rás auk þess sem grunuðum var
gefinn kostur á að lýsa atvikum
í klefanum þar,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Lögreglan vill ekki greina frá
fjölda vitna sem hefur nú þegar
verið leiddur fyrir dóm og borið
þar vitni undir nafnleynd en
vitnin hafa talið að framburður
þeirra um málavexti gæti stofn-
að þeim í hættu, að sögn lög-
reglunnar.
Málið er nú í höndum ríkis-
saksóknara eftir langt og tíma-
frekt ferli. Ríkissaksóknari mun
nú yfirfara málsgögn og taka
ákvörðun varðandi frekari rann-
sókn einstakra þátta ef hann tel-
ur þörf á því og taka málið síðan
til ákærumeðferðar í samræmi
við ákvæði sakamálalaga.