Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Side 17
Fréttir 17Helgarblað 19.–21. apríl 2013 „Við höfum þurft að berjast“ n Konurnar sem kveðja þingið n Margt breyst til batnaðar en draumheimar eru fjarri n Haldið frá ákvörðunum n Styrkur að sjá konu taka forystuna deila valdi og leiða fólk saman. Auð­ vitað eru undantekningar á því og sumar konur geta bara ekki leitt fólk saman til samvinnu og samstarfs. Oft­ ar hefur mér þó sýnst þær betur til þess fallnar að laða fram það besta í öllum og bera virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og eiginleikum. Með þessu vil ég ekki tala niður til karl­ anna því ég hef unnið með fjölda prýðilegra manna í gegnum tíðina. Mér finnst gott að sjá að leiðtogar fimmflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Samfylkingar­ innar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna með Katrínu Jak í broddi fylk­ ingar eru allir gott fólk sem vill vel þótt áherslurnar séu misjafnar. Hver hefur sinn stíl og hver kemur nestað­ ur sínum reynsluheimi. Ólöf: Eins og ég segi, þá finnst mér konur og karlar nálgast hlutina á ólíka vegu. Það er augljóst að hver og einn einstaklingur er ólíkur og hver og einn hefur sinn styrkleika og veikleika. Ennþá er það þannig að konur þurfa að hafa meira fyrir hlutunum og því miður höfum við ekki náð þeim ár­ angri að það sé ekki frétt að kona hafi náð á toppinn hvort sem er í stjórn­ málum eða atvinnulífi. Ég bíð eftir því. Mér finnst konur oft fá óvægnari gagnrýni – það er til dæmis miklu meira talað um útlit kvenna og skap­ gerð – það er fáheyrt þegar kemur að körlum. Lilja: Karlar eru gjarnan óhræddari en konur að nota valda­ stöður til að tryggja og jafnvel auka völd sín enn frekar. Völd kvenna eru oftar dregin í efa af öðrum í nefndum og jafnvel komið í veg fyrir að konurn­ ar geti beitt þeim með sama hætti og karlar, til dæmis með því að hafna til­ lögum kvenna um breytingar á fyrir­ komulagi funda og fundarefni. Dæm­ in sýna þó að kyn viðkomandi er ekki endilega trygging fyrir bættum og lýð­ ræðislegri vinnubrögðum. Karllægur vinnustaður Hver er þín upplifun af Alþingi – er þetta karllægur vinnustaður? Siv: Vinnustaðurinn er karllægur að því leyti að maður veit oft ekki hvenær maður kemst heim. Vinnu­ tíminn er óreglulegur. Konur eiga erf­ iðara með að höndla þetta því þær taka enn sem komið er meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar eins og rannsóknir hafa sýnt og sýna. Kynja­ hlutverkin hafa sem betur fer verið að breytast og ég heyri að ungir karl­ menn ræða líka um mikilvægi þess að skipuleggja vinnutímann betur á Al­ þingi. Þorgerður Katrín: Mér finnst Al­ þingi hafa breyst mikið frá því að ég byrjaði. Ég er rétt byrjandi í pólitík miðað við suma á þingi eins og Össur, Ögmund og Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur setið lengst allra. Þetta er ekki langur tími en það hefur margt breyst og fyrir því eru ýmsar ástæður. Fyrst og fremst má þar nefna fjölgun kvenna á þingi. Þó að við séum ekki alltaf sammála um málefnin, síður en svo, þá hefur myndast ákveðin sam­ staða á meðal kvenna á þingi sem er sterkari í dag en hún var á árum áður. Þannig að þingið er ekkert endilega karllægt í dag. Karlar geta ekki leng­ ur leyft sér að ganga fram hjá konum og ég vona að það muni aldrei gerast aftur, nú þegar tengslanet karla og kvenna er að verða samtvinnað. Ólöf: Alþingi er mjög sérstakur vinnustaður. Ég hef stundum orðað það þannig að það sé lífsstíll að vera í stjórnmálum og það er ekki hægt að líkja vinnuumhverfi á Alþingi við neinn annan stað. Því miður er skipulag þingstarfa ekki nógu gott – allt of mikið um kvöldfundi og nætur­ fundi sem henta afar illa fjölskyldu­ fólki. Það hefur hreint ekki lagast á þeim tíma sem ég hef verið þar. Auð­ vitað hefur kreppuástandið haft áhrif þarna en ég held samt að við ættum að geta komið miklu betra skikki á þessi þingstörf. Lilja: Já, Alþingi er karllægur vinnustaður þar sem formenn flokka ráða mestu um störf þingsins, það er hvaða mál komast í gegn fyrir jóla­ og sumarfrí. Þegar slíkar samningavið­ ræður áttu sér stað fóru margir karlar á flug í alls konar plotti. Fæstar konur fundu sig í plottinu og áttu oft erfitt með að skilja hvað væri í gangi dögum saman á þingi. Þeim þingmönnum sem stóðu fyrir utan samningavið­ ræðurnar gramdist hvernig farið var með fullkláruð frumvörp sem fórnað var í valdaspili formanna stærstu þingflokkanna. Engin breyting varð á þessu á meðan ég sat á þingi. Plottað í bakherbergjum Eiga konur erfiðara uppdráttar á þingi en karlmenn? Þorgerður Katrín: Tengslanet karla er ósýnilegt en það er þarna. Það sem skiptir máli er að núna verða þeir engu að síður að gera ráð fyr­ ir konum og tengslaneti þeirra. Það er ekki hægt að líta fram hjá okkur lengur. Það er afar jákvæð þróun, bæði kynin eru þarna, eru sýnileg og hafa áhrif. Það er frábær breyting. En það þarf að vinna úr þessu og það má enginn vera þægur, allra síst konur þegar það kemur að því að vinna að hagsmunamálum, hvort sem um er að ræða jafnréttismál, menntakerfið, heilbrigðismál eða efnahagsmál. Lilja: Já, á meðan völd snúast um plott í bakherbergjum og sam­ tryggingarkerfi karla en ekki þekk­ ingu og hæfni. Fæstar konur kunna öll klækjabrögðin sem tíðkast í póli­ tík og valdaleysi þeirra í pólitík þýðir að þær geta ekki treyst á jafn víðtækt stuðningsnet og karlar þegar á þarf að halda. Konum hefur verið innrætt í meira mæli en körlum að þær þurfi að mennta sig til að ná árangri. Þær missa því margar fótanna þegar inn á þing er komið og í ljós kemur að holl­ usta við flokksforystuna ræður mestu um hvaða trúnaðarstörf þingmenn fá. Voru gerðar aðrar væntingar til þín sem konu en þeirra karla sem þú hefur unnið með? Lilja: Mér fannst fleiri vænta þess að karlar sem voru nýir á þingi tækju að sér forystuhlutverk í stjórnmálum en konur. Ég heyrði til dæmis oftar að einhver þingmaður væri efnilegur en þingkona. Þetta er hluti af þeirri karllægu menningu sem ríkir á Al­ þingi. Öðruvísi komið fram við konur Er komið öðruvísi fram við þingkonur en þingmenn? Siv: Í þessu sambandi man ég eft­ ir tveimur skondnum atvikum, þegar ég var erlendis og var spurð við komu á fundarstað: „Hvenær kemur ráð­ herrann?“ „Hann er kominn,“ svaraði ég. Viðkomandi hélt í bæði skiptin að ráðherrann væri karlmaður. Þorgerður Katrín: Í draumaheimi væri enginn munur á því en við erum ekki alveg komin þangað enn. Ég held að menn sjái það. Ég hef upplifað það sjálf að það er tekið öðruvísi á konum. Mér fannst það ekki sérlega skemmtilegt að til að byrja með virtust vinstri sinnað­ ar konur ekki sýna hægri sinnuðum konum skilning, eins og við værum ekki sömu jafnréttissinnarnir eða sömu baráttukonurnar og þær, bara af því við leyfðum okkur aðra nálgun á málefnið. Minn flokkur hefur verið íhaldssamur og haldið fast í hefðir innan flokksins. Þrátt fyrir að við eig­ um fyrsta kvenkyns ráðherrann og borgarstjórann þá hefur hlutunum stundum miðað hægt og við höfum þurft að berjast innan flokksins til þess að breyta því. Því fannst mér súrt að fá mestu gagnrýnina frá öðr­ um konum sem sýndu því ekki skiln­ ing að við værum að berjast í þágu jafnréttis. Sem betur fer hefur skapast meiri samstaða og vinskapur á milli kvenna þvert á flokka en áður. Eins má ekki taka það frá karlmönnum að þeir hafa leikið lykilhlutverk í mörg­ um málum eins og fæðingar orlofinu. Hugmyndafræðin að baki því kem­ ur frá Friðriki Sophussyni sem „Fyrst þegar ég var að byrja, þá fannst mér eins og fólk tryði mér ekki eins vel og næsta manni þegar ég talaði um efnahagsmál en það breyttist. Ólöf Norðdal n 1970-1971 Auður Auðuns, dóms- og kirkjumálaráðherra. n 1983-1985. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra og heilbrigðis- og félagsmálaráðherra frá 1985 til 1987. n 1987-1994. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. n 1994-1995. Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra. n 1995-2001. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. n 1999-2004. Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra. n 1999-2003. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. n 1999-2006. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. n 2003-2009. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra. n 2004-2006. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra. n 2006-2007. Jónína Bjartmarz, um- hverfisráðherra. n 2006-2007. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra. n 2007-2009. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. n 2007-2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. n 2007-2009. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. n 2009. Kolbrún Halldórsdóttir, um- hverfisráðherra. n 2009. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra. n 2009-2010. Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. n 2009-2010. Álfheiður Ingadóttir, heil- brigðisráðherra. n 2009-2013. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra n 2009-2013. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. n 2009-2012. Katrín Júlíusdóttir, iðnað- arráðherra. Fjármála- og efnahagsráð- herra 2012-2013. n 2011-2012. Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. Kvenkyns ráðherrar Kvennasamstaða Það er af sem áður var þegar hægri sinnuðum konum fannst þær helst sitja undir ámælum frá vinstri sinnuðum konum fyrir að vera ekki nægi- lega jafnréttissinnaðar. Nú hefur myndast samstaða á þingi og þær Ólöf, Lilja, Siv og Þorgerður deila reynslu sinni af því að vera kona í áhrifastöðu. SAmsett myNd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.