Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 35
„Ég bið til guðs að æxlið hverfi“ bíla og bla, bla, bla. But money did not buy me happiness.“ Hann seldi því allt og flutti til Berlínar, þar sem hann var er hann frétti af andláti föður síns. Faðir hans, Carl Berndsen fékk, 61 árs að aldri, hjartaáfall og lést. Í kjölfar- ið fór Kalli heim til þess að vera hjá móður sinni. „Þetta var mjög sér- stakur tími, ég var meðvirkur og náttúrulega að hugsa um alla. Síð- an fór ég út þremur mánuðum síðar og þá hrundi ég eins og gamall torf- kofi. Vinur minn fann mig í íbúðinni sem ég leigði. Hann hafði ekki náð í mig í viku, hélt að ég væri farinn. Ég held að ég hafi fengið taugaáfall, ég vissi ekkert í þennan heim eða hinn. Ég hafði ekki farið í bað eða gert nokkurn skapaðan hlut.“ Hann jafn- aði sig á taugaáfallinu og flutti aftur til Íslands, en stoppaði enn og aftur mjög stutt. Var núll og nix í London Karl flutti þá til London og bjó þar í þrettán ár. Hann var orðinn vel efnaður eftir velgengnina á Íslandi en átti í þó nokkrum erfiðleikum með það að komast inn í bransann í London. „Ég var náttúrulega að koma, víkingurinn, og hélt að allir myndu fara á hnén. Var bæði með hárgreiðslu og make up, ógeðs- lega klár. Búinn að meika big time hérna, með fyrirtæki og allt saman. Honey, þú kemst fljótt að því að þú ert absolutely not a jackshit því það eru svona átta til tíu þúsund í sömu sporum og þú,“ sagði Karl. Eftir fimm ára starf í förðuninni ákvað hann að einbeita sér að hár- greiðslunni. „Það var nóg af make- up-artistum en margir lélegir hár- greiðslumeistarar,“ sagði hann um ástæður þess að hann skipti um vettvang. Hann náði í kjölfarið að hasla sér völl á Englandi og flaug reglulega til annarra landa í ýmiss konar verkefni. Nær dauða en lífi eftir e-töflu Að endingu var hann orðinn nokkuð stórt númer í förðunar- og hárgreiðslu- heiminum. Meðal þeirra sem hann sá um eru Madonna og ofurfyrirsætan Kate Moss. „Ég bara heilsaði: „Hello, Kate“ og hún svaraði á móti: „Hello, pretty boy.“ Ég roðnaði,“ sagði Karl um fyrsta skiptið sem hann hitti ofurfyrir- sætuna, og átti þá að sjá um varirnar hennar. En mikið djammlíferni var á fólki í skemmtanabransanum og margir neyttu eiturlyfja. Margir neyttu kóka- íns í kringum hann og mikið var drukkið. Sjálfur snerti hann ekki eitur- lyfin að undanskildu einu tilviki: „Ég vissi að þetta væri ekki fyrir mig,“ sagði hann. Ástæðan var mjög slæm reynsla: „Þegar ég útskrifaðist úr förðunarskól- anum prufaði E og endaði á spítala átta tímum síðar, nær dauða en lífi en það vita fáir. Það var hjartað og ég varð bara hræddur, sem betur fer.“ Karl Berndsen hóf svo sjónvarps- ferilinn á Íslandi á Skjá Einum, þar sem hann var með þættina Nýtt út- lit. Þættirnir færðust yfir á Stöð 2 árið 2011 en þar nefnast þeir Kalli Berndsen í nýju ljósi, en hann lagði nýlega lokahönd á nýjustu seríuna í þáttunum. n Viðtal 35Helgarblað 19.–21. apríl 2013„Ég er sann- færður um að ég eigi langt eftir „Ég endaði á spít- ala átta tímum síðar, nær dauða en lífi. Ætlar að sigra „Ég hef alltaf verið trúaður og það veitir mér styrk. Ég er sannfærður um að ég eigi langt eftir. Það eru mörg verkefni sem ég á óunnin í lífinu,“ segir Karl Berndsen sem greindist nýlega með heilaæxli. myNd Heiða HeLgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.