Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Page 40
40 Lífsstíll 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ essa dagana er ég í óða að undirbúa mig fyrir aðra at­ rennu að hæsta punkti Ís­ lands, Hvannadalshnúk. Aðfaranótt 11. maí verður lagt upp í ferðina sem að þessu sinni endar vonandi á toppnum í rúm­ lega 2.100 metra hæð. Þessi ganga er talin vera erfiðasta dagleið í Evrópu. Gangan sjálf er um 25 kílómetrar og hækkunin um 2.000 metrar. Þetta er því ekki fyrir aukvisa. Í fyrra reyndi ég við Hnúkinn ásamt rúmlega 100 öðrum félög­ um í 52ja fjalla hópi Ferðafélags Íslands. Sú ferð endaði þegar um 100 metrar voru í efsta punkt. Ástæðan var að frost, og snjókoma hömluðu för. Frem­ ur en að taka áhættuna á því að steypa öllum þessum fjölda göngu­ manna í lífsháska var snúið við og haldið áleiðis niður aftur. Dagur­ inn hafði byrjað í glaðasólskini og fádæma góðu skyggni. En þegar komið var upp í 1.700 metra hæð lagðist yfir kolsvartur bakki með ofankomu og frosti. Þ að urðu mér gríðarleg vonbrigði að þurfa að snúa við þegar einungis örfáir metrar voru á toppinn. En ég hef tamið mér hlýðni við fararstjóra auk þess að hafa varkárni í öndvegi. Þannig reyndir ég tvisvar við Þverfellshorn Esjunnar áður en ég náði að fara alla leið upp. Þar hamlaði reyndar gríðarleg lofthræðsla för. Mér tókst í þriðju tilraun að komast á Hátind á Esjunni síðasta sumar. Reglan er nefnilega sú að láta efann ráða og snúa frá fremur en ana inn í hásk­ ann. Þegar hópurinn minn sneri frá í maí í fyrra var annar hópur uppi á Hnúknum. Það fólk hafði misst áttir og ráfaði í nokkra klukkutíma í sortanum. Hermt er að örvænting hafi gripið nokkra þar sem ekki sást út úr augum og staðsetningar­ tæki voru orðin rafmagnslaus. Sá siður hefur verið algengur að fólk skilur bakpoka sína eftir neðan við Hnúkinn sjálfan og léttir á sér eins og kostur er. Í þessu tilviki þýddi það að fólkið var án aukaskjólfatn­ aðar og matar. Sem betur fer rofaði til eftir nokkra klukkutíma og fólkið komst heilu og höldnu niður. Þ egar við snerum baki í Hnúk­ inn sást varla út úr augum. En eftir svo sem hálftíma göngu yfir öskjuna áleiðis að brún­ inni birti til á einu augabragði. Skyndilega blasti hinn ókleifi tindur við okkur baðaður í vorsólinni. Það var orðið heiðskírt. Tilfinningin var sú að Hnúkurinn væri að undir­ strika smæð okkar mannskepn­ anna. Við stoppuðum og upplifðum fegurðina í andakt. Síðan var haldið áfram niður. Ferðin upp á Hnúkinn tók um 12 klukkustundir. Ég hef aldrei á ævi minni verið þreyttari en þegar ég og ferðafélaginn, eiginkonan, komum í náttstað. Mig verkjaði í hvern ein­ asta vöðva og fæturnir voru sárir. En í miðri þjáningunni var sælan yfir að hafa þó farið upp í næstum 2.000 metra hæð. Þetta var hálfur sigur. F róðir menn segja mér að topp­ ur Hvannadalshnúks sé sýnd veiði en ekki gefin. Dæmi eru um að fólk hafi náð að toppa í fjórðu tilraun. Það getur því far­ ið á hvorn veginn sem er hvort ég næ að toppa í ár. En það skiptir ekki öllu máli. Ferðin sjálf er aðal­ atriðið. Ef áfanginn næst ekki kem ég aftur að ári. Aftur á Hnúkinn Ögrar þyngdaraflinu N ý húsgagnalína Rúnars Helga Haraldssonar vekur mikla athygli um þessar mundir. Rúnar sýndi nýja hönnun sína í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu; sófa og stól sem hann kallar Spóa á HönnunarMars og nýlega var fjallað um stólinn í pólska tímaritinu Futu. Rúnar lék sér að þyngdaraflinu við hönnun húsgagnanna sem eru alfarið framleidd hér á landi. „Ég vildi brjóta upp ásýnd jafnvægis. Þyngdarpunkt­ urinn liggur mjög aftarlega og bökin liggja í gegnum sessurnar. Þannig ögra ég þyngdaraflinu. Nafnið Spói er tilkomið af því að mjóar lappirnar minntu mig á fuglinn.“ Rúnar nam í Danmörku og lauk námi sínu árið 2008. Hann starfaði um nokkurra ára bil á arkitekta­ og verk­ fræðistofu þar í landi en fluttist til Ís­ lands fyrir einu og hálfu ári. Stóllinn Spói og sófinn eru fyrstu verk í nýrri línu hans. Hann stefnir á að hanna fleiri húsgögn undir vörumerkinu Kurrdesign. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun og arkitektúr. Núna beinist sá áhugi helst að hönnun húsgagna og ég hef hug á því að halda áfram.“ n n Fjallað um hönnun Rúnars Helga í Futu Stílhreint Lína Rúnars er ákaflega stílhrein og falleg. Nýfluttur til landsins Rúnar Helgi Har- aldsson vakti mikla athygli á HönnunarMars og stefnir á að hanna fleiri húsgögn undir merkinu Kurrdesign. Þykir vænst um greinina í Dwell Þ etta eru marmaraborð með stálgrind sem virka tvö saman eða stök en þau fengu mikla athygli,“ segir hönnuðurinn Ólöf Jakobína Ernudóttir, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt. Í framleiðslu erlendis Borðin hennar heita Marmo en Ólöf Jakobína segir þau ekki enn komin í framleiðslu. Sú athygli sem borðin hafa fengið ýti þó undir að hún verði að gera eitthvað meira með þau. „Ég er að gæla við þá hugmynd að fá þetta í framleiðslu erlendis en það er allt á frumstigi.“ Aðspurð hvenær Ís­ lendingar megi vænta þess að hægt verði að kaupa Marmo­borð segist hún vona að þau verði til í árslok. Fjallað var um hönnun hennar á vefsíðum tímarita eins og Dwell og Cool Hunting, auk Emmas Design, sem er víðlesið hönnunarblogg. Hún segir að sér þyki jafnvel vænst um að hafa fengið umfjöllun á vefsíðu Dwell þar sem það sé metnaðarfullt tímarit og mikill heiður að vera þar. Vítamínsprauta fyrir hönnuði „HönnunarMars er frábær meðal annars að því leyti að hátíðin er góð vítamínsprauta fyrir íslenska hönnuði. Þetta er gríðarleg kynning fyrir okkur og það vindur upp á sig. Ég veit að nokkrar vörur hafa farið beint í framleiðslu hjá erlendum að­ ilum í kjölfar hátíðarinnar.“ Ólöf Jakobína sýndi einnig skálar sem hún gerði í samstarf i við Guð­ björgu Káradóttur. „Þetta samstarfs­ verkefni okkar heitir Postulína en við höfum unnið saman í nokkur ár.“ Um er að ræða skálalínu sem þær vonast til að stækki og hugmyndin er að hún breytist í matarstell þegar fram líða stundir. n gunnhildurdv.is n Hönnun Ólafar Jakobínu vakti athygli erlendra blaðamanna Marmo Borðin vöktu athygli erlendra blaða- manna. Postulína Samstarfsverkefni Ólafar Jakobínu og Guðbjargar Káradóttur. Erlend framleiðsla „Ég er að gæla við þá hugmynd að fá þetta í framleiðslu erlendis en það er allt á frumstigi.“ MyNd RakEl ÓSk SiguRðaRdÓttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.