Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 19.–21. apríl 2013 Helgarblað Ætlar í rómantíska utanlandsferð n Elín Arnar verður á launum fram á haust É g ætla að njóta lífsins og fara eins oft til útlanda og ég get í sumar, segir Elín Arnar, fyrrver- andi ritstjóri Vikunnar, en hún lét af störfum í byrjun þessarar viku. „Í júní ætla ég að fagna fertugs- afmælinu mínu með æskuvinkon- um mínum. Við ætlum til Brighton á Englandi. Ein af okkur á hús í borginni skammt frá ströndinni. Við verðum allar fertugar á árinu og ákváðum fyrir löngu að fara saman í utanlandsferð af því tilefni. Í júlí ætla ég og dóttir mín að fara til Barcelona. Vinkona mín er með íbúð í borginni og við ætlum að heimsækja hana. Í ágúst liggur leiðin svo til Kaup- mannahafnar en bróðir minn er að gifta sig og ég ætla í brúðkaupið. Fjórða ferðin verður með kærastan- um, við ætlum saman í rómantíska ferð. Það er hins vegar ekki ákveðið hvert eða hvenær. Það verður nóg að gera hjá mér í sumar enda ætla ég að njóta þess að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt því ég er á laun- um fram á haust.“ Elín segist ekki vita hvað taki við þegar fer að hausta en hún segist sannfærð um að það séu góðir tímar fram undan. Hún segir að nokkrir hafi nú þegar sett sig í samband við hana og viðrað ýmsar hugmyndir um samvinnu. Hún vill hins vegar ekki gefa upp við hvað eða í hvaða geira. Elín hefur unnið sem blaðamaður í á áttunda ár. Hún ritsýrði Vikunni allan þann tíma. Hún segist ekki sjá eftir Vikunni. „Ég elska Vikuna en ég sé ekki eftir henni. Þetta er frábært blað en ég var farin að hugsa mér til hreyfings snemma á þessu ári.“ n Hvað er að gerast? 19.–21. apríl Föstudagur19 apr Laugardagur20 apr Sunnudagur21 apr Kvennafræðarinn Leikritið er byggt á bókinni Kvinde kend din krop sem kom fyrst út í Danmörku árið 1975 og vakti mikla athygli með hispurslausri umfjöllun um konur, líkama þeirra, tilfinningar, frjósemi og kynlíf. Eldfjörug og ágeng leiksýning um allt sem konur og karlar vilja vita um kven­ líkamann. Þjóðleikhúsið 19.30 Englar alheimsins – aðalæfing Hér er á ferð ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð en Englar alheimsins lýsir árekstri tveggja heima, brjálseminnar og hversdagsleik­ ans. Verkið er saga listamannsins Páls sem ungur að árum er orðinn illa haldinn af geðveiki og missir tökin á lífinu. Lýst er af miklu innsæi heimi hins geðveika, einsemd hans og útskúfun og átökum hans við sjálfan sig og samfélagið. Ógleymanlegt verk, fullt af sársauka en jafnframt hlýju og húmor. Þjóðleikhúsið 19.30 Kvöldstund með Þór Breiðfjörð Nú gefst Íslendingum tækifæri til að setjast niður með söngvaran­ um Þór Breiðfjörð í ná­ lægð, heyra bestu lögin úr mörgu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og heyra sögur af ferli hans. Rödd Þórs hefur ótrú­ lega breidd, mátt og tilfinningu og lætur engan ósnortinn. Þór er fyrst og fremst sviðsmaður og nýtur þess að spjalla við áhorfendur og deila lögum sem hann hefur dálæti á. Með Þór á sviðinu verður píanóleikarinn og útsetjarinn landskunni, Kjartan Valdemarsson. Salurinn 20.30 Útgáfutónleikar Akureyski tónlistar­ maðurinn Rúnar Eff er að senda frá sér sína aðra breiðskífu og efnir í tilefni þess til glæsilegra útgáfu­ tónleika. Sviðið verður fullt af frábærum hljóðfæraleikurum og söngvurum og mun 15 manna kór aðstoða Rúnar við flutning nokkurra laga. Sérstakir gestir á tónleikunum eru Jógvan Hansen, Vignir Snær Vigfússon og Pontus Stenkvist. Hof, Akureyri 21.00 Vortónleikar Á vortónleikum Karlakórs Akureyrar­ Geysis einblína kórfélagar á tímabilið 1930 til 1950. Horft verður jafnt til erlendra og innlendra tónskálda og víst er að söngdagskráin verður fjölbreytt. Einsöngvarar kórsins fá sérstaklega að njóta sín á þessum vortónleikum og undirstrikar framlag þeirra breiddina í starfi kórsins. Hamrar 16.00 Góðir tímar framundan „Elska Vikuna en sé ekki eftir henni,“ segir Elín Arnar fyrr­ verandi ritstjóri Vikunnar. H venær áttu afmæli? spyr listamaðurinn Ísak Óli Sæv- arsson kíminn á svip þegar blaðamaður kynnir sig í galleríi Listamönnum á Skúlagötu. Þangað er blaðamaður kominn til að kynna sér sýninguna Meistarar. Listamenn gallerí tekur nú þátt í List án landamæra í fyrsta skipti og setur upp sýninguna sem saman stendur af verkum sex lista- manna sem hafa verið áberandi á há- tíðinni síðastliðin ár. Listamennirnir eru þau Ísak Óli Sævarsson, Guðrún Bergsdóttir, Hermann B. Guðjóns- son, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson og Gígja Thorodd- sen. Þrjú þeirra eru mætt til að ræða við blaðamann um verk sín, þau Ísak Óli, Guðrún og Ingi Hrafn. Batman-strumpur og sóðastrumpur „Þá varstu þrítug árið 2006,“ tjá- ir Ísak Óli blaðamanni eftir að hafa heyrt svar við spurningu sinni. Hann virðist ánægður með þá stað- reynd. Verk Ísaks Óla eru löngu orðin landsþekkt. Myndefni hans snýr að þekktum persónum barnaævintýra. Skemmtilegast finnst honum að mála strumpana. Hann bendir á strumpana á myndum sínum og þylur upp nöfn þeirra. Meðal þekktra strumpa leynast aðrir óþekktari, Batman-strumpur og sóðastrumpur þeirra á meðal. Hann segist ánægður með sýningarhaldið. „Já, mér finnst þetta mjög gaman,“ seg- ir hann og snýst á hæli. Ísak Óli er með einhverfu og hefur stundað myndlist undanfarin ár með góðum árangri. Kirkjur og ávextir Ingi Hrafn Stefánsson málar kirkjur og er með nokkur verk á sýningunni. „Ég mála kirkjur og ávexti, útskýrir hann og sýnir blaðamanni afrakstur- inn. Teikningar hans eru bráð- skemmtilegar, í aragrúa af þekktum kirkjum leynast kirsuber og bananar. „Þetta er allt í samhengi, ávextirnir og kirkjurnar,“ segir hann glaður í bragði. Nýgreind með Parkinson-sjúkdóminn Guðrún Bergsdóttir er með út- saumsverk á sýningunni. Hún vinnur eitt til tvö verk á ári. Hnýtir með garni í striga litrík mynstur. Útkoman er magnað sjónarspil. Guðrún veiktist af flogaveiki fyrir nokkrum árum og hefur borið skaða af þeim veikindum og er ný- greind með Parkinson-sjúkdóm- inn. „Ég vona að hún geti haldið áfram að vinna að myndlistinni,“ segir móðir hennar sem er mætt í sýningarsalinn henni til aðstoðar. Guðrún vill helst að móðir hennar svari fyrir hana spurningum blaða- manns. Garnið hefur Guðrún með sér í bakpoka og hnýtir í verk sín þegar hana lystir. Sýningin verður opnuð á laugar- daginn. Við opnun sýningarinnar flytja þau Rut Ottósdóttir og Auðunn Gestsson nokkur ljóð úr nýútkomnum ljóðabókum sínum. „Ég vona að það komi margir, ég býð alla velkomna,“ segir Ingi Hrafn sem vonast til þess að selja verk á sýn- ingunni. „Kannski á svona fjörutíu þúsund kall.“ n kristjana@dv.is Magnað sjónarspil Guðrún er nýgreind með Parkinson­sjúkdóm sem gerir henni erfiðar fyrir að vinna að list sinni. Bananar, ber og kirkjur Ingi Hrafn teiknar kirkjur og ávexti. Listamenn Ingi Hrafn, Ísak Óli og Guðrún, þrjú þeirra sem sýna á sýningunni Meistarar í Listamönnum gall­ eríi á hátíðinni List án landamæra. MyNd siGtryGGur Ari Eftir Ísak Óla Strumparnir eru Ísaki Óla hugleiknir. Á þessari mynd má sjá Batman­strump fyrir miðju. n List án landamæra hefst um helgina Meistarar sýna verk sín Meistarar 20. apríl til 4. maí Opið frá 9–18.00 virka daga Frá 12–16.00 laugardaga Listamenn, Skúlagötu 32–34 101 Reykjavík listamenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.