Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Vilja sátt um verðkannanir Neytendasamtökin hvetja ASÍ og fulltrúa matvöruverslana til að ná sátt varðandi verðkannanir verð­ lagseftirlits ASÍ sem styr hefur staðið um. Sem kunnugt er hafa forráðamenn matvöruverslana gagnrýnt kannanir ASÍ og jafnvel meinað verðlagseftirlitinu að taka niður upplýsingar um verð í versl­ unum þeirra. Fjallað er um málið á vef Neytendasamtakanna. Er það mat samtakanna að verðkannanir sem þessar séu mikilvægar; þær veiti neytendum upplýsingar um verð, verðþróun og verðmun á milli verslana. Þá veiti þær verslun­ um aðhald við verðlagningu. Því sé afar mikilvægt að slíkar kannanir séu gerðar og nái til allra verslana. „Neytendasamtökin hvetja að­ ila til að ná sátt um slíkar verð­ kannanir en leggja áherslu á að þær á fyrst og fremst að fram­ kvæma á forsendum neytenda enda gerðar í þeirra þágu. Stjórn­ völd gáfu út í lok árs 2000 leið­ beinandi reglur um verðkannanir til opinberrar birtingar. Verðlags­ eftirlit ASÍ tekur meðal annars mið af þessum reglum við gerð verðk­ annana. Það er skoðun Neytenda­ samtakanna að með því að meina aðilum að skrá niður verð hafi við­ komandi verslun eitthvað að fela fyrir neytendum,“ segir á vef Neyt­ endasamtakanna. Árétting Í grein sem birtist á DV.is 23. apríl var fjallað um blaða­ mannafund ríkislögreglu­ stjóra, sem haldinn var sama dag, var vitnað í Grím Gríms­ son, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra. Áréttað skal að Grímur var ekki á fund­ inum heldur Jón Bjartmarz, frá sama embætti. Beðist er velvirðingar á mistökunum. F riðjón Björgvin Gunnars­ son, eigandi netverslunar­ innar buy.is, og félög tengd honum eru nú til skoðunar hjá embætti sérstaks sak­ sóknara og hjá skattrannsóknar­ stjóra ríkisins. Hann er sakaður um að hafa skipulega fært starf­ semi netverslunarinnar buy.is á milli kennitalna á undanförnum árum til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Starfsemi buy. is felst að mestu í sölu raftækja en þegar þau eru flutt inn þarf að greiða af þeim tolla og virðis­ aukaskatt eða svokölluð aðflutn­ ingsgjöld. DV fjallaði ítarlega um meint brot Friðjóns og félaga hans í júní árið 2012. Var tilefnið ítrekaðar ásakanir á hendur honum um skipulagt kennitöluflakk og stór­ tæk skattsvik á spjallsvæði Verð­ vaktarinnar. „Kennitöluflakk er ekki ólöglegt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“ skrifaði Friðjón á vefsvæði Verðvaktarinnar til að verjast ásökunum á hendur sér. Í desember á síðasta ári notaði Friðjón síðan svipuð orð í samtali við fréttastofu RÚV um að kenni­ töluflakk væri ekki ólöglegt. Nafn hans kom hins vegar ekki fram í frétt RÚV. Sagður bjóða tíu milljónir DV greindi frá því í janúar að ýmis félög sem tengjast Friðjóni sam­ kvæmt fyrirtækjaskrá skuldi um 50 milljónir króna í opinber gjöld. Er svo komið að vegna rann­ sóknar sérstaks saksóknara og skattayfirvalda hefur nú verið lokað fyrir ýmis fyrirtæki sem tengjast Friðjóni hérlendis. „All­ ur innflutningur hefur verið stöðv­ aður á þeim kennitölum sem eru tengdar mér persónulega og þeim sem hafa komið nálægt rekstrinum hjá mér,“ segir Friðjón í tölvupósti sem heimildarmenn DV fullyrða að séu frá Friðjóni sjálfum. Í stað þess að hætta rekstri buy.is ákvað Friðjón síðan að stofna félagið buy LLC sem skráð er til heimilis í bæ nálægt borginni Atlanta í Georgíu­ fylki í Bandaríkjunum. Fréttastofa RÚV greindi síðan frá því í kvöldfréttum síðasta fimmtudag að Friðjón hefði boðið íslenskum aðila allt að tíu milljónir króna fyrir veita honum aðgang að íslenskum kennitölum sem um­ ræddur aðili er skráður fyrir. Var þar vísað í tölvupóst sem sagður var þeirra á milli. RÚV greindi hins vegar hvorki frá nafni Friðjóns né þess aðila sem skráður er fyrir um­ ræddum kennitölum. DV hefur einnig umrædda tölvupósta undir höndum. Friðjón sjálfur heldur því hins vegar fram í samtali við DV að umræddur tölvupóstur sem RÚV vísaði í og DV vitnar í hér í fréttinni sé falsaður. „Ef þú hefur kennitölur á lausu sem hægt er að nota í þennan rekstur, þó má félagið ekki skulda ríkinu neitt, né tollstjóra, því að öðru leyti er það ekki hægt. Al­ mennur vöruinnflutningur færi þá í gegnum þitt félag á þínu nafni og verða vörurnar sem um ræðir afhentar buy.is til að selja þær í vefverslun okkar, bein tengsl okkar mega ekki vera í miklum mæli þar sem allir eru með nefið ofan í mín­ um skít og eiga vart annað ógert eins og staðan er í dag og því vil ég að þetta komi ekki til með að klúðrast ef um samstarf kemur til með að verða. Í raun eins og margir hafa haft eftir mér er þetta siðlaust en samt sem áður ekki ólöglegt, þó ég borgi ekki toll af þeim vör­ um sem ég hef keypt inn til lands­ ins og selt þær með þeirri álagn­ ingu sem ég get sett á vörurnar þannig að þetta gangi. En þar sem ég veit að þú kemur ekki til með að gera þetta frítt fyrir mig er ég til í að borga þér 5, til 10 milljónir fyrir þetta ef samningar nást, en ef þetta á að virka verður þetta ské, ég vill frekar borga þér aðeins hærri tölu og hafa þetta solid í stað þess að borga þér eitthvað lítið fyrir þetta og lenda svo í einhverju bastli með þetta,“ segir í tölvupósti sem heim­ ildarmenn DV fullyrða að séu frá Friðjóni. Sakaður um að búa til netsíðu Við þetta bætist síðan að nú hefur Guðjón Rúnarsson, eigandi vefsíð­ unnar vaktin.is, lagt fram kæru á hendur Friðjóni. Málefni buy.is hafa verið mikið í fjölmiðlum nú í rúmt ár og vill Friðjón meina að Guðjón hafi staðið á bak við það að koma óorði á hann og hans fyrirtæki. Guðjóns ásakar Friðjón hins vegar um að hafa látið íslenskan karlmann sækja um tölvulén undir sínu nafni sem síðar var gert að svokallaðri stjórnleys­ ingjasíðu undir nafninu ringulreid. in sem skráð var á Indlandi en með íslensku efni. Fjallaði vefmiðillinn Pressan um málið um miðjan apríl og sagðist Guðjón miður sín fyrir að hafa verið skráður fyrir umræddri síðu í samtali við Pressuna.Vegna þessa ákvað Guð­ jón að kæra Friðjón. Þá hefur einn af þeim íslensku aðilum sem mynd var birt af á síðunni í Indlandi kært myndbirtinguna til lögreglunnar. Í yfirlýsingu sem Guðjón birti á vefsíðunni spjall.vaktin.is segist hann hafa lagt fram kæru á hend­ ur ótilgreindum manni. Hugsanleg brot þess manns segir Guðjón að séu þjófnaður á persónueinkennum, umboðssvik og skjalafals, meið­ yrði, kúgun og tilraun til mannorðs­ morðs. „Ég get nú upplýst ykkur kæru vinir að það er búið að finna manninn sem er á bak við þessa við­ bjóðslegu síðu,“ sagði Guðjón í yfir­ lýsingu sinni. Hvatti hann einnig alla sem ættu um sárt að binda, eftir að hafa lent á þessari síðu mannsins, til að kæra hann vegna þess. DV hefur fengið staðfest að umræddur aðili sé Friðjón og að kæra á hendur honum liggi fyrir hjá embætti lögreglunnar í Reykjavík. Í sömu tölvupóstum og áður hefur verið fjallað um hér í frétt virðist Friðjón viðurkenna að hafa ætlað sér að hefna sín á Guð­ jóni. „Ég sé ekki af hverju það ætti að skipta þig máli hvort að ég sé með ringulreid.in en þannig ligg­ ur samt landið, þeir hafa eyðilagt rekstrarformúluna hjá mér með ærumeiðingum í minn garð og valdið mér skaða af því, því skulu þeir fá það sama og ég fékk,“ seg­ ir í tölvupósti sem DV hefur und­ ir höndum sem heimildarmenn blaðsins fullyrða að séu frá Frið­ jóni. Friðjón neitar ásökununum Friðjón B. Gunnarsson vísar sjálfur ásökunum Guðjóns Rúnarssonar um að hann hafi komið að stofnun ringul­ reid.in á bug. Þá segir hann að þeir tölvupóstar sem fréttastofa RÚV hefur vitnað í og DV gerir einnig í greininni séu falsaðir líkt og áður kom fram. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en DV hefur ekki heimildir fyrir stöðu rannsóknar­ innar. Friðjón segist sjálfur ekki hafa verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins sem bendir til að málið sé skammt á veg komið. Á miðvikudaginn lagði Friðjón síðan sjálfur fram kæru á hendur Guðjóni Rúnarssyni fyrir að hafa kært sig en líkt og áður kom fram sagði Pressan frá kærunni sem vitnað var í hér áður í grein DV. Ásakar Friðjón Guðjón um að not­ ast við fölsuð gögn sem hann hafi afhent lögreglunni ásamt því að láta fréttastofu RÚV og DV fá sömu gögn. Þess skal getið að Guðjón Rúnarsson hefur ekki afhent DV nein gögn. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is „Ef þú hefur kenni- tölur á lausu sem hægt er að nota í þenn- an rekstur, þó má félag- ið ekki skulda ríkinu neitt, né tollstjóra, því að öðru leyti er það ekki hægt. n Lokað á félög Friðjóns B. Gunnarssonar n Neitar ásökunum og kærir Kærður fyrir að stofna vafasama síðu Neitar Friðjón neitar ásökunum um að hafa stofn- að vafasama netsíðu til að ná sér niður á samkeppnisaðila. Málið er komið til lögreglu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.