Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 24
24 Kosningar 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
n Ekki láta plata þig n Flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan
Hversu raunhæf
eru loforðin?
S
tjórnmálaflokkarnir kepp-
ast við að yfirbjóða hvorn
annan með loforðum sem
gagnast eiga heimilum
og fyrirtækjum í landinu.
Skuldaniðurfærslur og afnám verð-
tryggingar eru einna fyrirferða-
mestu loforðin og hefur allt að 45
prósenta niðurfærslu verið lofað.
Í þeim tilgangi að reyna að af-
rugla umræðuna og koma í veg fyr-
ir að kjósendur láti plata sig fékk
DV hóp álitsgjafa til að vega og
meta kosningaloforðin með tilliti
til þess hversu raunhæf þau eru.
Álitsgjafarnir koma úr mismun-
andi áttum en eiga það allir sam-
eiginlegt að hafa fylgst með stjórn-
málalífinu undanfarin ár.
Gefnar voru einkunnir á skal-
anum einn til fimm þar sem einn
stendur fyrir mjög óraunhæft lof-
orð og fimm mjög raunhæft loforð.
Tekið var mið af því hvað flokkarn-
ir leggja mesta áherslu og hvað þeir
sextíu þúsund þátttakendur í Al-
þingisprófi DV töldu mikilvægustu
málaflokkana. Einkunnin sem birt-
ist hjá hverju loforði er meðaltals-
einkunn frá álitsgjöfunum. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Sjálfstæðismenn ætla að lækka tekju-
skatt og afnema þrepaskiptingu hans, fjár-
magnstekjuskatt, tekjuskatt fyrirtækja,
tryggingagjald, virðisaukaskatt sem jafn-
framt verði aðeins í einu þrepi, auðlinda-
gjald, tollar og vörugjöld, eldsneytisgjöld,
erfðafjárskatt og áfengisgjald. Þá ætlar
flokkurinn að afnema eignarskatta, þar
með talinn auðlegðarskatt, stimpilgjöld,
gistináttagjald, kolefnisgjald á eldsneyti,
raforkuskatt og bifreiðagjöld. Einnig á að
hækka persónuafslátt.
Umsögn:
„Það er að vísu tæknilega hægt að gera
þetta, en afleiðingarnar yrðu hrikalegar.“
Framsóknarmenn ætla að afnema verð-
trygginguna. Fyrst ætla þeir að setja þak
á hækkun verðtryggingar neytendalána
og skipa síðan starfshóp til að undirbúa
þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað
á stjórn efnahagsmála samhliða afnámi
verðtryggingar. Engin áætlun eða leiðir
hafa verið kynntar um hvernig afnema
eigi verðtrygginguna en flokksmenn hafa
horft til starfshópsins um lausnir á því.
Umsögn:
„Fátt fast í hendi í þessu - og til þessa
ekki vafist fyrir stjórnvöldum að skipa
starfshóp - spurning hvað kemur út úr
þeim.“
Skuldaniðurfell-
ingar og skuld-
breyting
Hægri grænir hafa talað fyrir
magnbundinni íhlutun til að afnema
verðtrygginguna og fella niður allt að
45 prósent af verðtryggðum skuldum
heimila. Leiðin felst í því að Seðla-
bankinn láni fé á mjög lágum vöxtum
í sérstakan afskriftasjóð sem kaupir
verðtryggðar skuldir og endurlánar þeim
sem skulda á föstum, óverðtryggðum
vöxtum. Sjóðurinn endurgreiðir svo
Seðlabankanum lánið með vaxtamis-
muninum.
Umsögn:
Gæti verið erfitt að útfæra þetta þótt
markmiðið sé ágætt.
Nýr gjaldmiðill
og stöðugleiki
Samfylkingin ætlar að klára
aðildarviðræður við Evrópusambandið,
gerast aðilar að því og taka upp
evruna. Þannig vill flokkurinn ná
stöðugleika. Samningaviðræður hafa
staðið frá því á miðju kjörtímabili en
hafa verið settar á ís núna. Enn á eftir
að semja um erfiðustu og umdeildustu
málin; sjávarútveg og landbúnað.
Umsögn:
„ESB og evran er engin töfralausn,
en ef Íslendingar taka nógu veltil í
sínum ranni til að uppfylla skilyrði
evrusamstarfsins skapar það ákveðinn
stöðugleika“.
Björt framtíð vill gera það að ófrávíkj-
anlegu markmiði að setja á laggirnar
húsnæðislánamarkað með lágum raun-
vöxtum til langs tíma. Engar útfærðar
leiðir eða ákveðin skref eru lögð fram með
þessu loforði eða markmiði en flokkurinn
segir að ræða þurfi grundvöll efnahags-
lífsins, minnka verðbólgu varanlega,
auka útflutningstekjur, sýna aðhald í
ríkisfjármálum og tryggja stöðugleika
gjaldmiðilsins
Umsögn:
„Erfitt að gefa þessu einkunn því þetta er
markmið en ekki loforð og gott og göfugt
sem slíkt.“
Dögun talar fyrir hvalrekaskatti, eða upp-
gripaskatti, á fyrirtæki sem hagnast mikið
á gengissveiflum eða á því sem flokkurinn
segir ekki vera frá eðlilegri viðskiptastarf-
semi. Flokkurinn hefur í samhenginu bent
á eignir bankanna sem færðar voru frá
gömlu bönkunum yfir til þeirra nýju með
miklum afslætti. Ekki liggur nákvæmlega
fyrir hvernig flokkurinn ætlar að sækja
þessar eignir aftur í tímann en hug-
myndir eru um að setja skattinn á í formi
eignarskatts eða setja háan en tímabund-
inn skatt á útstreymi gjaldeyris.
Umsögn:
Kannski ekki óvitlaus hugmynd en erfitt
að útfæra og hugsanlega mjög kostn-
aðarsamt. Einnig spurning hvort það
samrýmist lögum að breyta leikreglum
eftirá.
n Arna Schram, fyrrverandi blaðamaður
og upplýsingafulltrúi.
n Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
n Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bifröst.
n Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri.
n Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla
Íslands og fyrrverandi ráðherra.
n Valgerður Anna Jóhannesdóttir, verk-
efnisstjóri og aðjúnkt við meistaranám í
blaða- og fréttamennsku við félagsvís-
indadeild við Háskóla Íslands.
Verðtryggingin
Skattalækkanir
Lágir raunvextir á húsnæðislánum
Einkunn: 3,1
Einkunn: 2,7 Einkunn: 3,1
Einkunn: 3,0
Einkunn: 1,8
Einkunn: 2,2
Framsóknarmenn vilja nota svigrúm sem
hugsanlega myndast við uppgjör gömlu
bankanna til að færa niður verðtryggð
húsnæðislán. Talað hefur verið um að allt
að 800 milljarðar gætu fengist til að lækka
skuldir með samningum við kröfuhafa
gömlu bankanna þegar þeir færa eignir
sínar út úr landinu að loknu uppgjöri.
Skuldaniðurfellingar Einkunn: 2,1
Þau voru álitsgjafar:Hvalrekaskattur