Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 32
Sandkorn K osningarnar sem nú ganga í garð eru í undarlegu and­ rúmslofti. Skoðanakannanir hafa sýnt að stjórnarflokkarn­ ir eru í frjálsu fylgisfalli. Tap þeirra er fyrirsjáanlegt en spurningin er einungis hversu stórt það verður. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig að tapa, sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni þeirra sem þar stýra. Stærsta spurning kosninganna nú virðist vera sú hvaða flokkur verði stærstur eftir kosningar og leiði þar með stjórnarmyndun. Síðustu vik­ ur hefur Framsóknarflokkurinn far­ ið með himinskautum í skoðana­ könnunum. Loforð flokksins um að beisla hrægammana og veita fé til skuldugra húsnæðiseigenda vegur þar þyngst. Tillögur Sjálfstæðis­ manna í efnahagsmálum eru skyn­ samlegar og virðast til þess fallnar að ýta undir hagvöxt og þar með al­ menna velmegun. En þær hafa ekki náð í gegn og algjör óvissa um gengi flokksins. Undarlegasta staðan er uppi varð­ andi aðildarferlið að Evrópusam­ bandinu. Eftir þriggja ára starf virðast nokkrir flokkanna ætla að taka málið af forræði almennings. Framsóknar­ flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru á þeirri braut að setja viðræðurn­ ar í frost og leita einhvern tímann á kjörtímabilinu til almennings með spurninguna um það hvort viðræð­ urnar eigi að halda áfram. Í þessu felst valdníðsla gagnvart fólkinu í landinu. Það var lýðræðisleg niður­ staða að hefja aðildarviðræður. Í því felst að eðlilegt sé að ljúka viðræðun­ um og bera þann samning því næst undir atkvæði þjóðarinnar. Og það er grunnt á ofstækinu þegar litið er til þess að landsfundur Sjálfstæðis­ flokksins samþykkti að loka Evrópu­ stofu. Núverandi stjórnarflokkar eru í af­ leitri stöðu. Það er útbreidd skoðun á meðal fólksins í landinu að báðir hafi brugðist. Vinstristjórnin, sem kenndi sig við velferð, er að hrökklast frá völdum, trausti rúin. Sú grafskrift er ekki með öllu sanngjörn. Þetta var stjórnin sem hafði það hlutverk að reisa þjóðarbúið úr rústum hrunsins undir verkstjórn Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins. Það verkefni hefur tekist bærilega að mati þeirra sem nú bjóða kjósendum gull og græna skóga eins og enginn sé morgundagurinn. Í þroskuðu lýðræðisríki er mikil­ vægt að fólk neyti atkvæðisréttar síns. Það er nauðsynlegt að kjósend­ ur sjái í gegnum gullrykið sem lýð­ skrumararnir þyrla upp. Í DV í dag er farið í gegnum nokkur kosningalof­ orð og sérfræðingar leggja á þau mat. Á DV.is getur fólk leitað að sínum frambjóðendum og flokkum með því að taka Alþingisprófið. Áberandi hefur verið í umræðu­ þáttum frambjóðenda að svör eru loðin þegar spurt er um kjarna mála. Margir hafa hlaupið fimlega undan spurningum og svarað út og suður. Loforðin hafa streymt fram en þegar spurt er um aðferðir til að ná yfirlýst­ um markmiðum er gjarnan fátt um svör. Tómleikinn blasir við. Aðalatriðið er að hver kjósandi greiði atkvæði af dýpstu sannfæringu en láti ekki blekkja sig til hjarðhegð­ unar. Þá má enginn láta skoðana­ kannanir hræða sig frá því að kjósa flokka sem mælast lágt í fylgi. Ísland þarf á því að halda að gott fólk sem vinnur af heilindum komist til valda. Heimir og sendiherrann n Einhver mesti golfáhuga­ maður landsins er Heimir Karlsson, útvarpsmaður á Bylgjunni. Heimir hefur undanfarin ár ver­ ið á þeytingi um landið og heimsbyggðina til að spila golf. Í síðustu viku lagði hann land undir fót og heimsótti Guðmund Árna Stefánsson sendiherra og Jónu Dóru Karlsdóttur, sem er systir hans, í Washington D.C. Sem fyrr er heim­ sóknin tengd golfi. Ósammála landsfundi n Sjálfstæðismenn eru í nokkrum vanda vegna byltingarkenndrar sam­ þykktar landsfund­ ar um að Evrópustofu verði lokað. Ragnheiður Elín Árna- dóttir, leið­ togi í Suðurkjördæmi, var þráspurð um málið í sjón­ varpsþætti þar sem hún á endanum lýsti því yfir að hún væri ósammála lands­ fundi í þessu máli. Var á henni að skilja að hún ætl­ aði ekki að hlýða. Stolt siglir VG n Kannanir undanfarið hafa sýnt gríðarlegt hrun á fylgi stjórnarflokkanna. Örlög Vinstri grænna eru í samhenginu hrikaleg þar sem mælingar sýna að stærstur hluti fylgisins er horfinn og um tíma leit út fyrir að flokkurinn ætti á hættu að detta út af þingi. Í könnun á fimmtudag kom í ljós að fylgið er að lyftast. Smugan, sem var í eigu VG, tók mikinn kipp og það var ekkert dregið úr í fyrirsögn: „Vinstri græn á siglingu. Fréttin fjallar um mæl­ ingar sem sýna að einung­ is helmingur fylgisins er horfinn. Kynslóðaskipti n Jón Helgi Guðmundsson, athafnamaður í Kaupási, hefur um árabil verið einn um­ svifamesti kaupmaður Íslands. En nú heyrast þau stórtíð­ indi að hann hyggist selja rekstur sinn að undanskil­ inni byggingavöru keðjunni Byko. Jón Helgi mun vænt­ anlega standa upp frá sölunni með fullar hend­ ur fjár. Sjálfur segir hann í Viðskiptablaðinu að ástæða sölunnar sé sú að komið sé að kynslóðaskiptum. Guð forði þeim frá því að langa í kaffi á Kaffi París Hvað heitir þú væni minn? Bubbi Morthens um kaffiþyrsta. – DV.is Spurði eldri kona Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. – DV.is Kjósum af heilindum S tefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar stendur föstum fótum í stjórnar­ skrárfrumvarpinu, sem 2/3 hlut­ ar kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Helztu einkunnarorð Lýðræðisvakt­ arinnar eru sótt í upphafsorð nýju stjórnarskrárinnar: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Hvers vegna þarf að hamra á þessu? Það stafar af því, að hingað til höfum við ekki fengið að sitja öll við sama borð. n Við búum enn við ójafnan at­ kvæðisrétt, þar sem sumir greiða tvö atkvæði í alþingiskosningum og aðrir aðeins eitt. n Við búum enn við ójafnan að­ gang að arðinum af sameiginlegum auðlindum okkar. n Við búum enn við ójafnan að­ gang að upplýsingum, svo að við fáum ekki einu sinni að heyra hljóð­ rit af dýrasta símtali Íslandssögunnar, þar sem forsætisráðherra og seðla­ bankastjóri tefldu frá sér – nei, frá skattgreiðendum – 40 milljörðum króna. Lýðræðisvaktin er ekki eins máls flokkur. Stjórnarskráin, sem þjóðin kaus og þingið brást, spannar vítt svið. Fyrir liggur styrkur stuðningur með­ al þjóðarinnar við helztu ákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Í þjóðaratkvæða­ greiðslunni lýstu 83% kjósenda sig fylgjandi auðlindum í þjóðareigu, og 67% lýstu sig fylgjandi jöfnum atkvæð­ isrétti. Þetta eru þverpólitísk mál. Þverpólitískt framboð … Okkur á Lýðræðisvaktinni þótti rétt að veita færi á framboði, þar sem eru í forsvari átta fv. stjórnlagaráðsfulltrúar auk nýrra samherja úr ýmsum áttum. Við erum þverpólitískt framboð, nema réttara sé að kalla okkur ópólitískt framboð. Hvernig má það vera? Þeim, sem lesa stefnuskrá Lýð­ ræðisvaktarinnar á xlvaktin.is, er ómögulegt að færa haldbær rök að því, að hún hallist til hægri eða vinstri. Stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar býr yfir sama galdri og frumvarp stjórn­ lagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hún hefur breiða skírskotun til kjósenda hvar í flokki sem þeir kunna áður að hafa staðið. Þannig er nýja stjórnar­ skráin, enda speglar hún niðurstöðu þjóðfundarins, þar sem allar raddir heyrðust. Auðlindir í þjóðareigu snúast ekki um vinstri eða hægri stefnu. Jafnt vægi atkvæða snýst ekki um vinstri eða hægri stefnu, og það gerir frjáls að­ gangur að upplýsingum til að girða fyrir leynd og spillingu ekki heldur – og þá ekki heldur persónukjör eða beint lýðræði. Helztu stefnumið Lýðræðisvakt­ arinnar eru mál, sem þjóðin lýsti stuðningi við 20. október og gömlu flokkarnir á Alþingi brugðu fæti fyrir á lokadegi þingsins í eiginhagsmuna­ skyni. Baráttan fyrir jöfnum atkvæðis­ rétti hefur staðið frá 1849. Baráttan fyr­ ir réttlátri og hagkvæmri fiskveiðistjórn hefur staðið í 40 ár. Þjóðin tók af skar­ ið. Þingið tók völdin af þjóðinni. … gegn sérhagsmunum Vitaskuld eru ríkir hagsmunir við það bundnir, að þessi framfaramál og önnur nái ekki fram að ganga. Þess vegna var stjórnarskrárfrumvarpinu siglt í strand í skjóli nætur fyrir þing­ lok, þótt fyrir lægi opinber stuðning­ ur 32 þingmanna af 63 við samþykkt frumvarpsins, sem 2/3 hlutar kjós­ enda höfðu áður lagt blessun sína yfir. Forseti Alþingis braut þingsköp með því að bera frumvarpið ekki undir at­ kvæði, þótt enginn hafi fyrr en nú haft orð á þeim þætti hneykslisins opin­ berlega. Lýðræðisvaktin mælist til, að Al­ þingi staðfesti framgang þjóðarviljans í stjórnarskrármálinu. Lýðræðisvakt­ in býðst einnig til að hjálpa til við að endursemja þau lög, sem þarfnast endurskoðunar, svo að þau standist nýja stjórnarskrá. Málið er brýnt. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi kom upp um sig á lokadögum þingsins, þegar hann lagði fram fiskveiðistjórn­ arfrumvarp, sem gekk bersýnilega í berhögg við stjórnarskrárfrumvarp sama þingmeirihluta. Við á Lýðræðisvaktinni bjóðum fram krafta okkar á Alþingi til að tryggja, að lagasetningin, sem þarfn­ ast endurskoðunar í samræmi við nýja stjórnarskrá, verði rétt samin og með henni sé ekki reynt að fara á svig við efni og anda nýrrar stjórnarskrár. Við bjóðumst einnig til að hjálpa til við að koma hagstjórninni í betra og varan­ legra horf og leggja grunn að betra lífi um landið. Höfundur skipar 1.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkur­ kjördæmi norður. Réttlátt samfélag Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 32 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Auðlindir í þjóðareigu snúast ekki um vinstri eða hægri stefnu „Það er nauðsynlegt að kjósendur sjái í gegnum gullrykið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.