Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 44
44 Viðtal 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Snær varð strax skotinn og vin- ur hans talaði við hana fyrir hann í vinnustaðaútilegu á Laugarvatni í kringum sumarsólstöður. „Hann sagði henni að ég mig langaði til þess að tala við hana, þetta var mjög unglingalegt allt saman.“ Þau giftu sig síðan daginn fyrir aldamótin í Dómkirkjunni, í rign- ingu, segir Andri Snær þar sem ljósmyndarinn hefur stillt honum upp við rústrauðan vegg án þess að kippa sér upp við lekann sem drýp- ur niður á höfuð hans. „Ég er alltaf jafn ástfanginn af henni. Ég er eins og afi sem varð alltaf meyrari með aldrinum og eftir að hann varð 85 ára þá dundu ástarjátningarnar á ömmu.“ Stór hluti af vinahópnum er í sömu stöðu. Tíu strákar úr Árbæn- um halda hópinn og samkvæmt hefðinni fara þeir saman út í Flatey á hverju sumri. „Fyrst fórum við tíu strákar með kærustunum en núna erum við tíu hjón með þrjátíu börn.“ Ævintýrið um prinsinn Æskuvinir hans eru ekki endilega þeir sem hann er í mestu sambandi við. Í gegnum baráttuna hefur hann kynnst alls konar fólki sem veit- ir honum innblástur. „Hér skapað- ist bandalag aktífista, listamanna og skapandi fyrirtækja sem urðu að sýna að það væri hægt að nýta þekk- inguna og gera betur en að gjör- nýta landið og eyðileggja það um leið. Þetta fólk er bæði skemmtilegt og áhugavert og það breytti mér, ég þroskaðist og fór að hugsa öðruvísi. Um daginn hitti ég Ryuichi Sakamoto, japanskan tónlist- armann sem var búinn að lesa Draumalandið á japönsku og fannst það vera skrifað um kjarnorkulobbí- ið í Japan. Orðræðan var nákvæm- lega sú sama. Heimurinn er sam- settur úr mjög líkum mynstrum.“ Eftir að hafa gripið alls konar kanónur sem hafa komið til lands- ins er Andri Snær búinn að safna upp í annað Draumaland, en í þetta sinn er það alþjóðlegt en auk þess er hann að leggja lokahönd á ævin- týrabók. Verður að sjá tilganginn Ferillinn er óvenjulegur, Andri Snær á að baki barnabók, vísinda- skáldsögu, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð og kvikmynd fyrir utan allt hitt sem hann hefur gert; ljóð, smásögur og útvarpsþætti. „Minn ferill einkennist af því að finna sjálf- an mig upp aftur og löngun til að gera eitthvað sem ég kann ekki. Ég fylgi því flæði frekar en markaðslög- málum. Það var ekki sjálfgefið að Draumalandið yrði metsölubók en ég gat ekki farið gegnt hugsunum mínum. Mér finnst ekkert auðvelt að skrifa, það fylgir því sársauki að sitja einbeittur og sjá ekki fyrir end- ann á því sem þú ert að skrifa. Ég get ekki gert það nema ég sjái tilganginn í því.“ Það skilar sér. Andri Snær er ný- kominn úr þriggja vikna ferðalagi þar sem Love Star fékk Phillip K. Dick-verðlaunin og Blái hnötturinn heiðursverðlaun í einu umhverfis- verðlaunum fyrir barnabækur í Am- eríku. Svo var Draumalandið að koma út á Spáni svo hann varð að fara þangað. Yfirleitt fer hann út einu sinni í mánuði, oftast fimm daga í senn og kemur heim enn skotnari í kon- unni en áður. „Vandinn er bara sá að þegar hún er búin að vera ein heima með fjögur börn þá er hún kannski ekkert mjög skotin í mér,“ segir hann hlæjandi. „En það er ómetan- legt að fá að máta mig í öðru sam- hengi þar sem ég finn að ég hef eitt- hvað fram að færa. Á meðan ég var að skrifa Bláa hnöttinn sagði ég við fólk að þetta væri bók sem ætti eftir að koma út úti um allan heim. Ég var viss um það og varð eiginlega pirr- aður þegar mér fannst það ekki ger- ast nógu hratt.“ Óskir rætast Eins heltekinn og hann verður af verkefnum sínum þá virðist hann hafa óbilandi trú á þeim. „Það er einhver Magnús Scheving í mér. Ég hef ekki svona mikla trú á mér þegar ég fer á skíði eða almennt.“ Um áramótin galdraði hann til sín verðlaun fyrir Bláa hnöttinn og Love Star, sagði við konuna að þessi verðlaun yrði veitt og hann væri bú- inn að leggja þau í pant. Það gekk eftir. Hann á það til að kalla eftir að- stoð, þegar eitthvað er erfitt og eins þegar hann þarf að finna eitt- hvað. „Einu sinni týndi ég töskunni minni í Finnlandi. Ég sat á hótelher- berginu mínu með lokuð augu og óskaði þess að taskan mín væri hjá mér. Þegar ég opnaði augun þá var taskan fyrir framan mig. Þá hafði hún fundist og einhver hótelstarfs- maður hafði komið með hana upp á herbergi.“ Í öðru tilviki átti hann að halda erindi fyrir 300 manns og átti að vera mættur eftir korter þegar hann hljóp út og skellti hurðinni á eftir sér en áttaði sig svo á að hann var hvorki með bíllykla né tölvuna og hafði í þokkabót gleymt húslyklun- um líka. Þar sem hann stóð fyrir utan húsið og íhugaði hvernig hann ætti að brjótast inn sá hann hvar skólataska dótturinnar stóð á miðju stofugólfi og á henni héngu hús- lyklar. Viti menn, þá kom nágranni gangandi út um kjallaradyrnar með risastóra sjóveiðistöng sem Andri Snær gat stungið inn um bréfalúg- una og veitt lyklana til sín. Honum leiðist samt The Secret sem gengur út á að laða til sín fúlg- ur fjár, stór hús og dýra bíla. Hann á enga slíka drauma þótt hann hafi farið til Hollywood um daginn, staðráðinn í að koma ekki heim fyrr en hann hefði meikað það. „Tveim- ur dögum síðar hringdi ég í kon- una mína og sagðist vera búinn að meika það og gæti komið heim,“ segir hann og skellir upp úr. „Það er bara skilgreiningaratriði hvenær þú ert búinn að meika það.“ Fundaði með bæjarstjóranum Hann kom því heim og hélt áfram að skrifa. Síðustu ár hefur verið stund milli stríða fyrir mótmæland- ann í Andra Snæ og á meðan hann hefur notað tímann til þess að skrifa söguna sem hann þráði að koma frá sér hefur hann haldið niðri í sér andanum varðandi umhverfis- málin. Fyrir helgi varð svo smá gos þegar hann skrifaði um Gálga- hraun. Áður hafði hann hitt bæjarstjór- ann í Garðabæ því síst af öllu lang- aði hann að lenda í ritdeilu. „Ég vildi hitta hann því þetta er fínn karl sem á að geta tekið rökum. Ég er ekki að segja að ég eigi heimtingu á að hitta bæjarstjóra og hann geri það sem ég vil en þar sem ég var að tala fyrir hönd stórs hóps og fyrir mikilvægu málefni þá var ég að vona að þetta næði í gegn. En allt í einu er búið að skipta um nafn á hrauninu. Það sem hef- ur hingað til verið kallað Gálga- hraun í heild sinni er allt í einu orðið tvískipt, nú heitir um þriðj- ungur hraunsins Gálgahraun og restin Garðahraun. Um leið hljóm- ar andstæðingurinn eins og hann sé svo illa upplýstur að hann viti ekki einu sinni um hvaða stað hann er að tala.“ Hjartað á fullu í baráttunni Þegar Andri Snær sá að þetta voru viðbrögðin settist hann við skrift- ir. „Í gegnum tíðina hefur það kom- ið fyrir að hjartslátturinn hafi farið úr skorðum. Það er ekkert alvarlegt en getur komið fyrir ef ég er undir miklu álagi, drekk of mikið kaffi og er í stríði. Þannig að ég fór einu sinni til læknis til þess að láta skoða mig og hann setti á mig sírita. Niðurstöð- urnar voru fínar nema hvað hann spurði hvað ég hefði verið að gera á milli klukkan níu og tíu. Þá hafði ég verið að blogga um áætlanir Lands- nets um rafmagnslínur sem áttu að skera hálendið og á meðan var hjartað á fullu.“ Þar sem Andri Snær vill ekki keyra á þessari orku ákvað hann að reyna aðra leið og hitta bæjarstjór- ann í Garðabæ. Í huga Andra Snæs snérist þetta ekki um orrustu sem ynnist eða tapaðist, hans von var að enga orrustu þyrfti að heyja. „En þegar ég sá að hann kom með þetta nafnarugl þá setti ég aftur í hjart- sláttargírinn. Ég gat það af því að ég var búinn með ævintýrið sem ég var að skrifa. Um leið fann ég hvað þetta kemur hratt aftur.“ Draumsýn útlendinganna Í raun óar honum við þeirri tilhugs- un að um helgina verði Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn kannski kjörnir aftur til valda. „Það kemur í ljós á laugardaginn hvað þjóðin ætlar að gera. Fyrr neita ég að trúa því að þetta verði niður- staðan. Annars eru vinstri menn svolítið eins og Snæfríður Íslands- sól og velja frekar það versta en það næst besta. Þeir eru ekki alveg sátt- ir við það hvernig Samfylkingin hef- ur staðið sig og þá stofna þeir nýjan flokk sem endar með því að Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur taka völdin en saman eru þeir hættu- legir.“ Frá hruni hefur Andri Snær talað að minnsta kosti vikulega við erlenda blaðamenn víðs vegar um heiminn en þeir líta flestir til þess með glampa í augum að hér hafi verið unnið að nýrri stjórnarskrá, hér sé lítið atvinnuleysi og ástandið tölfræðilega að lagast. „Það er erfitt að útskýra fyrir þeim af hverju okkur langar í gamla settið aftur. Af því að fólk víða um heim þrá- ir breytingar. Þannig að þeir koma hingað og birta greinar sem endur- spegla þessa draumsýn.“ Bjartari og betri Til dæmis Þjóðverjar, sem vildu að hér væri til staður þar sem fólk talaði við álfa og færi í útreiðartúra en byggi samt í nútímasamfélagi þar sem fólk er læst og skapandi. Hipsterar heimsins með drauma um stað þar sem tónlistarmenn leika prog rock fyrir ömmu sína í fallegu landslagi á meðan þeir hír- ast í leiguíbúðum í New York. Spán- verjar með þá sýn að hér sé búið að fangelsa bankamenn og búa til nýja stjórnarskrá og þjóðfélagsmót. „Svo reynum við að segja þeim að þetta sé ekki svona einfalt en þeir draga engu að síður upp þessa mynd því þeir vilja ekki segja lesendum sín- um að þetta sé ekki hægt.“ Sjálfur hefur Andri Snær ver- ið hvattur til þess að stofna stjórn- málaflokk og fara á þing. „Ég hef oft hugsað um að láta slag standa en ég vona að ég verði miklu frægari rithöfundur. Ég held að það sé skemmtilegra og að ég geti haft meiri áhrif þannig. Á þessum tíma varð ég allavega að ná ákveðinni fjarlægð og keyra stórt ævintýri í gegnum hausinn á mér til þess að laga hann og finna hamingjuna aft- ur. Þá varð ég miklu skemmtilegri og bjartari og betri.“ n „Ég er alltaf jafn ástfanginn af henni. Ég er eins og afi sem varð alltaf meyrari með aldrinum og eftir að hann varð 85 ára þá dundu ástarjátningarnar á ömmu. Á milli tveggja heima Andri Snær er listamaðurinn sem var á eðlisfræðibraut. Hann íhugaði að fara í verkfræði en endaði í íslensku eftir að hann féll í læknisfræði fyrir að skrifa um anatómíu hafmeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.