Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Morgungöngur Ferðafélags Íslands 2013 Komdu með í frískandi fjallgöngu í morgunsárið og vaknaðu með fuglunum í eina viku. Við fyrsta hanagal Fjöll vorsins Mánudagur 29. apríl. Mosfell í Mosfellsdal. Þriðjudagur 30.apríl. Úlfarsfell. Miðvikudagur 01. maí. Helgafell í Mosfellssveit. Fimmtudagur 02. maí. Helgafell við Hafnarfjörð. Föstudagur. 03. maí. Esjan upp að Kögunarhóli. Föstudagur: morgunmatur í boði FÍ. Einstök náttúruupplifun, gleði og upplestur úr Skólaljóðunum. Ókeypis þátttaka. Brottför á eigin bílum úr Mörkinni 6 kl. 06.00 eða mæting á upphafsstað göngu. Nánari upplýsingar daglega á www.fi.is Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir É g spái góðu sumri, yfirleitt svona frekar veðragóðu,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, aðspurður hvernig veðrið verði á Íslandi í sumar. Páll segist búast við að þetta verði nokkuð hlýtt sumar en ómögu- legt sé að spá um hversu sólríkt það verði. DV leitaði til nokkurra veður- fræðinga til þess að fá þeirra spá um veðrið í sumar. Voru þeir allir á því að líklega yrði veðrið milt í sumar. Minni hafís bendir til hlýju „Það er nú bara þannig að það er mjög erfitt að spá fyrir um veður lengra fram í tímann en viku – tíu daga. Það er þó ein vísbending sem hægt er að nota í þessu samhengi og hún er sjávarhiti og magn hafíss fyr- ir norðan landið og vestan. Og það er örlítið minni hafís en hefur verið að meðaltali síðastliðin 30 ár, en þetta er ekki langminnst, heldur aðeins minna en meðaltalið, en ef maður lítur á meðaltal undanfarinna 10– 15 ára þá er þetta ekkert sérstaklega lítið. Þessi staka vísbending myndi benda til þess að sumarið verði í svipuðum takti og það hefur verið undanfarin 10–15 ár og þau hafa flest verið hlý. Það er helsta vísbendingin sem maður hefur og allt annað er af öðrum meiði en þau vísindi sem ég fæst við,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Fer að hlýna um miðjan maí „Ég var orðinn bjartsýnn á einhvers konar endurtekningu frá síðasta sumri en nú er ég farinn að hallast að því að þetta sumar verði lakara en í fyrra – hvað varðar hitatölur og svo- leiðis,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, að- spurður um sína spá fyrir sumarið. „Ég held að þetta sumar verði ekki á topp fimm listanum yfir heitustu sumrin það sem af er öldinni. Hins vegar hallast ég að því loftþrýsting- ur verði frekar hár og við fáum frekar bjart sumar og þurrt. Ef loftþrýsting- ur er hár og það verður ofan á eins og sumar veðurlagsspár gera ráð fyrir þá eru líkindi á hægum vindi meiri en minni. Við erum að tala um að þetta sumar verði í góðu meðallagi, þetta verði gott meðallagssumar. Við erum bara orðin svo góðu vön. Fyrir tutt- ugu árum þótti bara fínt að fara í úti- legu í 13 stiga hita en nú vilja menn hafa 17–18 stiga hita. Við erum orðin svo góðu vön. Við fáum alveg þannig daga í sumar en ekki eins marga og í fyrrasumar,“ segir hann. „Allavega hvað hita varðar þá hallast ég að því að þetta verði ekki Majorkasumar. En yndislegt engu að síður. Það eru samt sem áður kuldakaflar framund- an þó að sumardagurinn fyrsti sé runninn upp. Þannig að hretið er alls ekki búið. Þetta hefst svona hægt og sígandi og fer svo í þennan farveg svona þegar miður maí er runninn upp,“ segir Sigurður. Þjóðtrúin byggð á misskilningi Flestir þekkja þá þjóðtrú sem lengi hefur verið við lýði hér á landi að ef vetur og sumar frjósa saman þá sé von á góðu sumri. Það gerðist í ár en frost var aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Páll segir þessa þjóðtrú lang- lífa en telur að líklega sé hún byggð á misskilningi og því ekki endilega von á góðu sumri þó að vetur og sumar hafi frosið saman. Páll rakst á vísu í gömlu almanaki sem hann telur að þjóðtrúin sé byggð á. „Ég held að þetta sé misskilningur. Ég held að það sé þessi vísa sem þessi spá um sumarið er byggð á. En vísan felur ekki í sér að það verði sérlega gott veður um sumarið. Það bendir kannski til þess að það verði kalt vor þegar það frýs saman, frekar en hitt, en þá seinkar gróðrinum en hann hefur tilhneigingu til þess að standa vissan tíma. Ef honum seinkar að vorinu þá seinkar hon- um að haustinu líka, það er að segja, það verður grænt lengra fram eftir hausti. Það gæti orðið gott þá.“ Verður með hlýrra móti Páll segir að nú sé í gangi hlýinda- skeið sem staðið hafi frá aldamót- unum síðustu. „Það hefur aldrei verið eins hlýtt tímabil og þetta og það er ekki að sjá að það sé að draga úr því. Það gæti farið að gera það eftir nokkur ár en það er ekki að sjá. Ég held að sumarið núna verði heldur með hlýrra móti,“ segir Páll. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Veðurfræðingar spá fyrir um sumarveðrið n Gæti verið kal í túnum á Norðurlandi „Ég held að þetta sumar verði ekki á topp fimm listanum yfir heitustu sumrin það sem af er öldinni. Von á mildu sumri Milt sumar Þeir veðurfræðingar sem DV ræddi við búast allir við nokkuð mildu og góðu sumri. Vísan góða Hér má lesa vísuna sem Páll telur hafa valdið þeim misskilningi að ef vetur og sumar frjósi saman sé von á góðu sumri: Frjósi sumars fyrstu nótt fargi enginn á né kú. Gróðakonum gerist rótt, gott mun verða undir bú. (höfundur ókunnur)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.