Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 22
22 Kosningar 2013 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Þrettán þúsund á kjörskrá erlendis n Um 70 prósent búsett á Norðurlöndunum n Dagur Sigurðsson flaug 800 kílómetra til að kjósa N ærri 13 þúsund Íslendingar sem eru með lögheimili er- lendis eru á kjörskrá. Um 70 prósent þeirra eru á Norður- löndunum eða um níu þús- und. Á kjörskrá eru um 240 þúsund Íslendingar og af þeim eru 4,4 prósent með lögheimili erlendis. Þeir sem eru með skráð lögheimili erlendis eru með kosningarétt í átta ár eftir að hafa flutt af landi brott. Að þeim tíma loknum þurfa þeir sérstaklega að sækja um áframhaldandi kosningarétt hérlendis. Þeir sem hafa búið erlendis þekkja líklega margir að mjög mismunandi aðgangur er að ræðismönnum og sendiráðum Íslands. Frásögn Dags Sigurðssonar, þjálfara Füsche Berlin í úttekt DV, er gott dæmi um það. Þegar hann var búsettur í Japan flugu hann og kona hans rúmlega 800 kílómetra leið frá Hiroshima til Tókýó til að nýta sér kosningarétt sinn. Í ár hjóluðu þau í sendiráðið í Berlín til að kjósa. DV leitaði til nokkurra Íslendinga sem flestir hafa verið búsettir nokkuð lengi erlendis. Líkt og sjá má í svörum þeirra höfðu þau misgott aðgengi að ræðis- mönnum og sendiráðum sem skýr- ir að þau sáu sér ekki öll fært um að kjósa í þetta skiptið. n D agur Sigurðsson er þjálf- ari Füsche Berlin í þýsku bundesligunni í handbolta. Hann er flestum kunnur enda fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og var at- vinnumaður í handbolta erlendis til margra ára. Hann hefur búið í Berlín frá því að hann tók við þjálf- un Füsche Berlin sumarið 2009. Í samtali við DV segist Dagur oft- ast reyna að nýta sér kosningarétt sinn en hann hefur að stærstum hluta verið búsettur erlendis síð- ustu 17 árin eða frá því að hann gerðist leikmaður Wuppertal árið 1996, þá 23 ára. Hann var einnig leikmaður í Japan og síðar spilaði hann og þjálfaði í Austurríki. Þess skal getið að hann fagnaði fertugs- afmæli sínu fyrr í þessum mánuði. „Mest þurfti ég að hafa fyrir því að nýta kosningarétt minn þegar ég var búsettur í Japan. Þá flugu ég og konan mín frá Hiroshima til Tókýó til þess að fá að kjósa. Þetta var hins vegar aðeins einfaldara hjá okkur í þetta skiptið, en við fórum hjólandi í sendiráðið hérna í Berlín til að kjósa,“ segir Dagur. Þess skal getið að á milli þessara staða eru heilir 800 kílómetrar. Varðandi kosningabaráttunnar heima á Íslandi segist hann hafa verið nokkuð duglegur að fylgjast með fréttum af því sem hefur ver- ið að gerast. „Mér finnst umræðan enn litast svolítið af hrunárunum. Það var nokkuð skýrt fyrir mér hvaða kostir eru í boði og um hvað fólk er að kjósa. Síðan má alltaf ef- ast um hvort sum framboð séu að setja fram loforð sem eiga sér stoð í raunveruleikanum eða ekki. Eftir að hafa farið yfir það fannst mér nokkuð skýrt hvaða framboð ég taldi raunverulega í boði,“ segir hann. n K ristinn Hermannsson er dokt- or í hagfræði og er búsettur í Edin borg á Skotlandi ásamt sambýlismanni sínum. Hann er 35 ára og vinnur að rannsóknum í hagfræði hjá stofnun sem heitir The Fraser of Allander Institute. Frá árinu 2004 hefur Kristinn að mestu verið búsettur erlendis, fyrst í Hollandi þar sem hann var í meistaranámi og síð- ar Skotlandi þar sem hann stundaði doktorsnám í hagfræði og hefur síð- an unnið við rannsóknir á því sviði. Þess má til gamans geta að Kristinn er sjálfur ekki ókunnugur stjórnmálum en árið 1996 varð hann yngsti bæjar- fulltrúi á Íslandi þegar hann settist í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í tvö ár fyrir hönd Funklistans sem var fram- boð ungs fólks þeim tíma. Kaus hjá séntilmanni „Ég skellti mér til ræðismanns Ís- lendinga sem er hér í Edinborg, íhaldsmaður og séntilmaður sem stundar ullarviðskipti í Hálöndunum, og kaus hjá honum. Mjög skemmti- legur kall. Hjá honum hef ég verið reglulegur gestur, bæði vegna stjórn- lagaráðs og Icesave eitt, tvö og þrjú,“ segir Kristinn. Aðspurður segist hann hafa verið nokkuð duglegur að fylgj- ast með kosningabaráttunni á Íslandi. Þó sé orðið erfitt að skilja allt sem er í gangi þar sem hann vanti stund- um forsöguna varðandi ýmis málefni og deilur á milli stjórnmálamanna. Hann segist hafa það á tilfinningunni að það hafi ekki verið mikill áhugi hjá þeim Íslendingum sem hann þekki í Skotlandi fyrir því að kjósa núna í al- þingiskosningunum. Mikil þátttaka hafi verið 2009 en nú sé fólk minna spennt. Skrítin staða í stjórnmálunum „Mér finnst staðan í íslenskum stjórn- málum svolítið skrítin núna. Báðir stjórnarflokkarnir gáfust upp fyrr í vetur og það var eins og þá lang- aði ekki lengur að vera til. Síðan kom þessi ofboðslegi stuðningur við Framsóknarflokkinn. Þótt flokk- urinn sé með mikið af hugmyndum varðandi skuldavanda heimilanna kemur stuðningurinn við Fram- sókn mér töluvert á óvart. Síðan er krísa í Sjálfstæðisflokknum. Það eru ekkert vinstrimenn sem eru vondir við Bjarna Benediktsson heldur ein- faldlega hans eigin flokksmenn. Bjarna myndi örugglega bara finn- ast það hressandi núna ef vefmiðil- inn Smugan færi að atast í honum eftir að hafa fengið hnífasettið í bak- ið frá samherjum sínum í Sjálfstæðis- flokknum,“ segir Kristinn. Það er hans mat að margir séu ráðvilltir og þá sérstaklega þeir sem studdu ýmis umbótamál sem núver- andi ríkisstjórn lagði upp með árið 2009, varðandi stjórnarskrá, endur- skipulagningu bankakerfisins og auðlindamál. Svo séu margir núna sem vilji styðja ný framboð sem þó mörg hver mælast ekki með nægt fylgi til þess að ná inn þingmönnum. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi reynt að útskýra fyrir erlendum vinum sínum það sem sé í gangi núna í kosningabaráttunni segist Kristinn ekki hafa gert mikið af því. „Þó hef ég sagt að hægri síð- an virðist klofin, líka vinstri síðan og svo eru margir tilraunaflokkar sem verður spennandi að sjá hvað kemur út úr. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að það sé fullt af fólki á Íslandi sem sé að prófa sig áfram í stjórnmálum með því að skipuleggja ný framboð. Þó að sum þeirra komist ekki á þing þá held ég þetta sé jákvætt. Þær tengingar sem þar verði hverfi ekki eftir kosn- ingarnar.“ Annars segir Kristinn að framboð Landsbyggðarflokksins sem býður sig fram í Norðvesturkjördæmi sé einna áhugaverðast. Það sé flokkur sem sé að setja byggðamálin fram á annan hátt en áður hefur verið gert. n Dagur Sigurðsson, Þýskalandi: Flaug frá Hiroshima til að kjósa Kristinn Hermannsson, Skotlandi: 18 ára bæjarfulltrúi Funklistans Reynir oftast að kjósa Dagur Sigurðsson, þjálfari handboltaliðsins Füsche Berlin segist yfirleitt reyna að nýta sér kosningarétt sinn en hann hefur verið búsettur erlendis að mestu síðustu 17 árin. Kaus í Edinborg Kristinn Hermannsson, doktor í hagfræði sést hér, til hægri á myndinni, ásamt félaga sínum á góðri stund í Skotlandi með Highland Park-viskíflösku í hendi. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Þá flugu ég og konan mín frá Hiroshima til Tókýó til þess að fá að kjósa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.