Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 50
50 Viðtal 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Lögfræði bara fyrir svona fólk í jakkafötum H elga Vala Helgadóttir héraðs­ dómslögmaður ólst upp á miklu menningarheimili. Foreldrarnir Helga Bach­ mann og Helgi Skúlason voru landsþekktir leikarar og sjálf lagði hún fyrir sig leiklistina til að byrja með. Áhuginn á lögfræðinni vaknaði á fréttastofu RÚV fyrir tæpum tíu árum og þá var ekki aftur snúið. Í dag rekur hún ásamt tveimur konum lögmannsstofuna Völvu í miðbæ Reykjavíkur. Þorir að taka áhættu „Þegar ég var að alast upp gleymdist alveg að segja mér að ég gæti ekki gert eitthvað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, héraðsdómslögmaður og leikkona, um veganestið frá foreldrum sínum. „Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég þori að taka áhættu og er ekki hrædd við að láta vaða,“ útskýrir hún enda steypti hún sér strax í djúpu laugina ásamt Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur og Kolbrúnu Garðars­ dóttur, sem eru á svipuðum aldri og Helga Vala og tiltölulega nýútskrif­ aðar. Saman opnuðu þær lögmanns­ stofuna Völvu í miðborg Reykjavíkur sumarið 2011. „Í hverju ætlarðu eiginlega að vera?“ Aðspurð segist hún alls ekki hafa stokkið beint af sviði inn í dómsal. Heldur færði hún sig fyrst úr leik­ húsinu yfir í fjölmiðla og starfaði við fréttamennsku og dagskrárgerð á RÚV, Bylgjunni og Talstöðinni sálugu í um fimm ár. Þar bankaði lögfræðin upp á öllum að óvörum. „Í mínum huga var lögfræði fyrir annað fólk, þá gjarnan svona fólk í jakkafötum. Hins vegar erum við Elva Dögg, með­ eigandi minn, báðar úr skapandi greinum. Hún er myndlistarkona og þessi staðlaða ímynd lögmanns­ ins kom glöggt í ljós þegar hún sagði frá því heima hjá sér að hún ætlaði í lögfræði. Þá spurði einmitt mamma hennar: Og í hverju ætlarðu eigin­ lega að vera? Mér fannst þetta fallegt,“ segir Helga Vala brosandi. Stór fjölskylda Helga Vala er gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwa­ ves, og saman eiga þau fjögur börn. Fyrir átti Grímur dótturina Evu og fyrir átti Helga Vala dótturina Snærós. Saman eiga þau tvö börn, þau Ástu Júlíu, 12 ára, og Arnald, 10 ára. Hún kom sínum nánustu á óvart með lög­ fræðinni og átti eiginmaðurinn síður von á að hún myndi endast fyrsta árið. Alls ekki vegna þess að hún leggi það í vana sinn að gefast upp. Heldur bara vegna þess að þetta var svo ólíkt henni. Þegar hún hóf nám við lagadeild HR árið 2005 var hún rúmlega þrítug og auðvitað eldri en flestir nemendur sem komu beint úr menntaskóla. Þá áttaði hún sig á að hennar nálgun yrði líklega önnur en þeirra sem yngri voru. Með lífsreynsluna í skólatöskunni „Öll lífsreynsla kemur að gagni í þessu starfi og þekking á málaflokkunum frá fyrstu hendi er ómetanleg. Eðli máls samkvæmt hef ég gert annað og meira en þeir sem fara beint úr mennta­ skóla í háskólanám. Fyrsta árið hugs­ að ég mikið um hvernig þau sem yngri voru gætu tengt við þetta en þau læra bara og nálgast fagið öðru­ vísi,“ útskýrir hún og segir betur frá erfiðri en dýrmætri reynslu sem nýt­ ist henni í starfinu. „Við Grímur skild­ um í tvo mánuði fyrir nokkrum árum. Þetta tímabil var að sjálfsögðu hræði­ lega erfitt en, þegar öllu er á botninn hvolft, góð lífsreynsla sem ég nýti í starfi mínu. Ekki síst þegar ég bendi á að það er stundum hægt að sættast og eiga dásamlegt líf saman í fram­ haldinu.“ Á þessum tíma voru þau hjónin búsett vestur í Bolungavík með tvö yngstu börnin. Grímur var þar bæjar­ stjóri og flutti Helga Vala suður með börnin. Hún bjó þeim nýtt heimili á innan við viku í vesturbæ Reykjavíkur og framundan var nýtt líf. Skömmu síðar náðu þau saman að nýju og hafa verið saman síðan. „Við vorum svo óheppin að lenda með þessi ósköp á forsíðu Séð og heyrt og þótt aðskiln­ aðurinn hafi bara varað í nokkrar vikur er enn fólk sem heldur að við séum bara skilin,“ segir hún brosandi. Útkall í Bónus „Fjölskyldan verður bara að þola það að ég starfi sem lögmaður með öllu því sem fylgir,“ segir hún og bætir við að oft og tíðum sé mikill hamagangur sem fylgi starfinu, sérstaklega þegar erfið mál eru í gangi. „Fyrirvarinn er oft stuttur og stundum þarf að æða í útkall. Um daginn fékk ég símtal á sunnudegi nýkomin í Bónus, búin að bjóða fjölda manns í mat og Grímur úti í heimi að kynna Airwaves og ís­ lenska tónlist. Þá vildi lögreglan fá mig í skýrslutöku samstundis. Svo ég hringdi í elstu dóttur mína sem var að koma með sinn mann og stjúpbörn að borða og bað hana að elda ofan í mannskapinn. Síðan kom ég bara beint í mat eftir skýrslutökuna,“ segir hún hlæjandi. Elsta dóttirin sem um er rætt er Snærós Sindradóttir sem nú leggur stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Mér finnst þetta fínt þótt hennar vegna hefði mér fundist gott lifa að­ eins fyrst. Kannski ferðast pínu en hún þarf að ráða þessu og ég stjórna henni ekki,“ segir Helga Vala og held­ ur áfram: „Ég er samt ekkert endi­ lega viss um að það sé út af minni vinnu sem hún valdi lögfræðina. Kannski finnur hún samt hvað mað­ ur er með hjartað og magann í þessu. Hvað maður hefur gaman af þessu. Auðvitað er hann smitandi, eldmóð­ urinn.“ Bannað að hrækja á löggur Mæðgurnar komust í fréttir í bús­ áhaldabyltingunni árið 2009 þegar Snærós var handtekin og geymd í kjallara Alþingishússins. Í fyrra komst hún að nýju í kast við lögin. Þá fékk hún á sig kæru vegna meints brots á 95.gr almennra hegningarlaga fyrir að smána aðra þjóð opinber­ lega þegar hún mótmælti meðferð á kvennasveitinni Pussy Riot fyrir utan rússneska sendiráðið. Hvernig stendur á þessari borgaralegu óhlýðni alltaf hreint, gengur réttlætiskenndin í ættir Helga Vala? „Ætli hún sé ekki bara svona óþekk,“ segir móðirin og kímir. „Mótmæli eru í góðu lagi, en svona uppeldislega séð er það á okkar ábyrgð að kenna börnunum að það sé í lagi að mótmæla en alls ekki í lagi að brjóta rúður eða hrækja á lögreglu­ menn. Á þessu er reginmunur og sem betur fer veit Snærós þetta. Hún er klár stelpa með hjartað á réttum stað.“ Hún segist ekki hafa verið beinlínis hrædd um Snærós þegar hún var handtekin í búsáhaldabyltingunni hins vegar hafi henni ekki beinlínis staðið á sama. „Þau voru fyrst geymd í kuldanum, á stéttinni fyrir aftan þing­ húsið. Þá var Snærós bara sautján ára og lá þar handjárnuð á jörðinni í janúar. Þá hamaðist ég þangað til þingmenn þrýstu á lögregluna að taka þau inn úr kuldanum.“ Að sögn Helgu Völu var þeim sem handtekin voru boðið að ljúka málinu með sekt sem Snærós kaus þó að afþakka. „Það urðu engir eftirmálar og hennar vegna ákváðum við að aðhafast ekk­ ert frekar í málinu.“ Baráttan tók fjögur ár Yngri dóttirin, Ásta Júlía, hefur líka notið góðs af baráttuvilja og lögfræði­ þekkingu móður sinnar. Ásta Júl­ ía lenti í ömurlegu slysi er hún datt á reiðhjóli þegar hún var sex ára og missti báðar nýju framtennurnar sín­ ar. Við tók allsherjar meðferð sem enn stendur yfir sem endaði með að bein var fært úr kjálka stúlkunnar til að græða í tanngóminn og jaxlar flutt­ ir í bil framtannanna. Sjúkratrygging­ um Íslands fannst slysið ekki nægi­ lega alvarlegt og neituðu að taka þátt í kostnaðnum. Helga Vala lagðist þá yfir allar reglugerðir og lög. Bar saman við til­ felli dótturinnar og komst að því að þetta væri alröng niðurstaða. Baráttan tók fjögur ár. Að lokum hafði fjölskyldan betur fyrir hönd Ástu Júlíu er Úrskurðarnefnd almannatrygginga snéri ákvörðun Sjúkratrygginga Ís­ lands. Það var sætur sigur að sögn Helgu Völu „Fyllerís- og ofbeldismenningin gerir mig grama“ Stefnan hjá Völvu hefur frá upphafi snúist um þessa húmanísku áferð. Málin sem rata inn eru úr öllum áttum en þó aðallega sakamál, for­ sjármál og málefni útlendinga. Flest þessara mála eiga það sameiginlegt að sögn Helgu Völu að vera erfið mál. „Sálgæsla er heilmikill hluti af þessari vinnu og oft tekur þetta á. Samt fer ég sjaldan heim með vinnuna í hausnum á mér, né er ég andvaka yfir örlögum annarra. Talaðu samt við mig eftir tíu ár,“ segir hún kím­ in og bætir við að hún sé hvort eð er oft og tíðum alveg brjáluð heima fyrir yfir alls konar málum. Það þurfi ekk­ ert vinnuna til. „Ég er oft mjög æst yfir fréttum og málefnum líðandi stund­ ar. Sem dæmi fyrstu fréttum á Íslandi allar helgar þegar er verið að fjalla um hvað var rosa gaman á djamminu í bænum. Hve mörgum var nauðg­ að, hvort einhver var stunginn, aðrar líkamsárásir og heimilisofbeldi sem lögreglan stöðvaði undir morgun. Svaka stuð. Eða þannig sko. Þetta gengdarlausa umburðarlyndi sem við höfum fyrir þessari fyllerís­ og ofbeldismenningu gerir mig grama. Auk þessa fréttaflutnings. Og hvað við erum vanmáttug gangvart þessu er al­ veg óþolandi. Því fórnarlömbin koma sjaldnast í fréttir.“ Þau koma hinsvegar sum inn á skrifstofu til mín. Eða ég hitti þau á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn­ ferðisofbeldis þar sem ég starfa einnig,“ segir hún alvarleg í bragði. Kraftaverkafólk á neyðarmóttökunni Neyðarmóttakan er tuttugu ára um þessar mundir og Helga Vala segir fólkið sem stendur þar að baki vera algjört kraftaverkafólk. „Þetta var bara svona hugsjónagengi sem ákvað að fara af stað og það er ekkert smáræði, það er í raun brjálæðislegt,“ segir hún og segir nánar frá lögfræðiþjónust­ unni sem þar býðst. „Fórnar lömb kynferðisbrota eiga rétt á ókeyp­ is þjónustu lögmanns, rétt eins og sakborningur getur fengið verjanda. Sama hvort mál er kært eður ei, því ekki allir þora að kæra,“ útskýrir hún. Samstarfskona Helgu Völu á stofunni, Elva Dögg, var byrjuð sem lögmaður á vöktum Neyðarmóttökunnar og síðan bættist Helga Vala við teymið. Kjarni lögmanna gengur þarna vaktir. Þær fá ekkert greitt fyrir að vera á vaktinni, bara ef sinna þarf útkalli og reynt er að halda utan um þekkinguna sem skapast í starfinu. Málaflokkurinn er vandmeðfarinn og þeim Völvukon­ um mikilvægur. „Mitt hlutverk er að kynna brotaþola réttarstöðu sína og fylgja brotaþola í gegnum það ferli sem tekur við í kjölfar brots. Brotaþoli þarf að finna að kerfið vakni strax, bregðist við og það sé stuðningur til staðar.“ Persónuleg reynsla Þarna kemur persónuleg reynsla Helgu Völu einnig að notum, þó ekki hafi hún þurft að þola þann hrylling sem kynferðisbrot er. Helga Vala varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavík­ ur þegar hún var 17 ára, er fullorðinn karl réðst fyrirvaralaust á hana og barði í andlitið með hnefahöggum með alvarlegum afleiðingum. Helga Vala kveðst hafa mætt ákveðinni mót­ stöðu í kerfinu þegar kom að því að kæra þar sem fullyrt var að ef hún vissi ekki deili á manninum þá gæti hún ekki kært. Sem betur fer er Ís­ land lítið og hún gat því fundið út um hvaða mann var að ræða en mál­ Helga Vala Helgadóttir rekur lögmannstofuna Völvu í miðbæ Reykjavíkur ásamt tveimur konum. Í störfum sínum nýtir hún sér lífsreynslu sína. Hún starfar oft með þolendum ofbeldis og skilur þann ótta sem þeir þurfa að þola. Sjálf lenti hún í alvar­ legri líkamsárás ung að árum. Þá segir hún stuttan skilnað sinn við núverandi eiginmann sinn, erfiða en dýrmæta reynslu. „Við Grímur skildum í tvo mánuði fyrir nokkrum árum. Þetta tímabil var að sjálfsögðu hræðilega erfitt en, þegar öllu er á botninn hvolft, góð lífsreynsla sem ég nýti í starfi mínu. Ekki síst þegar ég bendi á að það er stundum hægt að sættast og eiga dásamlegt líf saman í framhaldinu.“ Helga Vala ræddi við Rut Hermannsdóttur um lögmanns­ störfin, líkamsárásina, skilnaðinn, sem endaði í sátt, og baráttuna sem hefur einkennt líf hennar. Erla Rut Hermannsdóttir blaðamaður skrifar hermannsdóttir.rut@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.