Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 30
30 Erlent 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Ljósmyndarar Reuters festa á filmu stórvið- burði á hverjum einasta degi allan ársins hring. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því helsta sem gerðist í vikunni sem senn er liðin. Þar á meðal frá fögnuði samkynhneigðra í Frakk- landi, stórleik í fótbolt- anum í Þýskalandi og aðgerðasinnum í Belgíu.  Borin til grafar Syrgjendur sjást hér við útför hinnar 29 ára Krystle Campbell sem lét lífið í hryðjuverka árásunum í Boston í síðustu viku. Þrír létu lífið og á þriðja hundrað særðust í sprengingunum sem urðu við endamark Boston-maraþonsins þann 15. apríl. Lögreglan hafði hendur í hári annars tilræðismannanna, Dzokhar Tsarnaev, á föstudaginn í síðustu viku en eldri bróðir hans, sem einnig var viðriðinn hryðjuverkin, lést eftir skotbardaga við lögreglu. Tsarnaev er enn á sjúkrahúsi í Boston en hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna tilræðisins.  Byggingin hrundi Ringulreið ríkti í bænum Savar, sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá Dhaka, höfuðborg Bangladess, á miðvikudag þegar átta hæða bygging hrundi til grunna. Að minnsta kosti 170 manns biðu bana og yfir 500 slösuðust þegar byggingin hrundi, að því er virðist, fyrirvaralaust. Í húsinu var meðal annars að finna fataverksmiðju og verslunarmiðstöð og voru flest fórnarlambanna verkafólk.  Sigurgleði í München Einn stærsti knattspyrnuleikur ársins til þessa fór fram í München í Þýskalandi á þriðjudagskvöld þegar heimamenn í Bayern tóku á móti stórliði Barcelona. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að Bayern München fór með auðveldan 4–0 sigur af hólmi og hér sést Thomas Müller skora eitt marka Bayern. Flest bendir til þess að liðið komist í úrslitaleikinn þar sem annað hvort Borussia Dortmund eða Real Madrid bíður.  Ósvikin gleði Samkynhneigðir Frakkar höfðu tilefni til að gleðj- ast á þriðjudag þegar franska þingið samþykkti lög þess efnis að samkyn- hneigðum verði heimilt að giftast og ættleiða börn. Þessir elskhugar smelltu kossi á hvor annan í tilefni dagsins. Þrátt fyrir gleði margra sáu einnig fjölmargir ástæðu til að mótmæla lögunum, bæði um síðustu helgi og í kjölfar þess að lögin voru samþykkt á þriðjudag. Mótmælin fóru þó að mestu leyti vel fram.  Minn líkami, mínar reglur Aðgerðasinnar úr samtökunum Femen létu til sín taka í háskólanum í Brussel á miðvikudag þegar erkibiskup landsins, Andre Joseph Leonard, ætlaði að halda þar fyrirlestur. Konurnar skvettu meðal annars vatni á biskupinn sem virtist ekki kippa sér mikið upp við að fá smá vatnsgusu yfir sig. Fyrirlestur Leonards átti að fjalla um samkynhneigð en hann hefur opinberlega lýst yfir andúð sinni á samkynhneigð. Sögðust konurnar meðal annars vera að berjast gegn andúð á samkynhneigð og tilraunum kirkjunnar til að hefta kvenfrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.