Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 52
52 26.–28. apríl 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Vængstýfður engill H vað er það sem gerir Engla alheimsins að því áhrifa­ mikla skáldverki sem það er? Sagan er lögð í munn látnum manni sem horfir um öxl yfir eigið líf, rekur æviferil­ inn frá vöggu til grafar. Hin fjörutíu ára langa ævi hans er eins sorgleg og nokkur ævi getur verið, mörkuð brostnum vonum, glötuðum tæki­ færum, höfnun, útskúfun, einsemd, óhamingju og að lokum algerri uppgjöf. Sagan er, eins og við vitum öll, byggð á örlögum bróður höf­ undar, Pálma Arnar. Hann lést ári áður en sagan kom fyrst út, eftir áralanga baráttu við geðveiki. Þrátt fyrir allt þetta eru Englar alheimsins alls ekki sorgleg saga. Öðru nær, hún er full af gleði og birtu; í raun og veru óður til lífs­ ins sem getur verið svo fyndið og fagurt, ef við höfum augun opin fyr­ ir því. Í verkinu hljóma margar ólík­ ar raddir og mynda pólýfóníu, sem nánast leiðir hugann að Shake­ speare; þar er leikið jöfnum hönd­ um á strengi myrkursins og ljóssins, tregans og glettninnar, tragedíunn­ ar og kómedíunnar. Ósýnilegur sögumaðurinn, fullur frásagnar­ gleði, lítur yfir svið atburðanna úr mikilli hæð, en hann getur líka skotist snöggt niður í mosann, eins og Kjarval, fundið hin fínlegu blæ­ brigði hlutanna, dregið fram smá­ munina sem geta orðið svo stór­ ir þegar við erum veikust fyrir. Átakan legir atburðir eru aldrei sýndir í ofurstærð, húmorinn fær að slá á allt sem gæti vakið tilfinn­ ingasemi. Ég hreifst af Englunum þegar þeir komu út fyrir tuttugu árum. Ef nokkuð er, hrífst ég enn meir þegar ég les söguna aftur nú, vit­ andi kannski dulítið meira en þá um geðsjúkdóma og hlutskipti geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Mér fannst kvikmynd Friðriks Þórs ágæt, trú anda sögunnar, en sagan sjálf finnst mér þó miklu, miklu betri. Ósannferðug leikgerð Um síðustu helgi var ný leikgerð eftir Englum alheimsins frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins. Höf­ undar hennar eru Símon Birgis­ son og Þorleifur Örn Arnarsson sem er leikstjóri. Þorleifur Örn hef­ ur gert það gott í Þýskalandi á síð­ ustu árum, þar sem hann er nú eftir sóttur leikstjóri. Í fyrravor kom hingað gestaleikur frá Luzern með áhugaverða útgáfu hans á Pétri Gaut Ibsens. Það er ánægjulegt að Þjóðleik­ húsið skuli nú hafa nýtt sér krafta Þorleifs; það hefði gjarnan mátt gerast fyrr. En því miður veldur útkoman vonbrigðum, einkum leikgerðin og þær áherslur sem í henni eru lagðar. Sögumanns­ forminu er haldið; aðalpersón­ an, Páll Ólafsson, er inni á sviðinu allan tímann, talar til áhorfenda af framsviði og tekur um leið þátt í sögunni. Þetta eitt skapar hættu á því að leikurinn tvístrist, leikarinn nái ekki eðlilegu sambandi við aðra leikendur og þeir við hann, þar sem hann þarf sífellt að þeytast á milli þeirra og áhorfenda. Fyrir þeirri hættu hefðu menn þurft að vera vakandi, sem er ekki að sjá að þeir hafi verið. Sem fyrr segir er sögumaður Englanna horfinn yfir í eilífðina þaðan sem gefur útsýn yfir lífsvefinn mikla. Í Þjóðleikhúsinu er ekki annað að sjá og heyra en sögumaður og aðalpersóna sé enn mitt á meðal vor. Hann er mjög hátt stemmdur og órór þegar hann gengur fram fyrir tjaldið, leikinn af Atla Rafni Sigurðarsyni, kynnir sig og tekur til við að leiða okkur inn í heim sinn. Strax er sleginn einkar óviðfelldinn tónn, þegar Páll varar okkur við að hafa uppi of stranga gagnrýni á sig: það geti orðið til þess að hann fyrirfari sér! Sjálfs­ víg er nokkuð sem á ekki að hafa í flimtingum, allra síst í þessu sam­ hengi. Ruddaleg kaldhæðni á sér enga samsvörun í verki Einars Más sem fer allan tímann varfærnum höndum um söguefni sitt. Sá Páll, sem er hér leiddur fram, er hins vegar allt í senn: kaldhæð­ inn, beiskur og reiður. Fram að hléi er engu líkara en hann sé í einu samfelldu maníukasti. Nú er fólk í mikilli maníu sjaldan mjög skemmtilegt kompaní; það er þessi maður ekki heldur. Það er þó ekki endilega aðalatriðið. Aðalatriðið er sú staðreynd, að með þessu móti hafa þær sveiflur milli heilbrigðis og sjúkleika, þær andhverfur bjart­ sýni og bölsýni, sem skipta sköp­ um í verkinu, verið þurrkaðar út. Það hvernig vonin um heilbrigt og fullnægt líf er sífellt að kvikna á milli þess sem hin sáru vonbrigði steypast yfir aftur, í alls kyns mynd­ um; það hvernig allt hið góða og gleðilega í tilverunni: leikir barn­ æskunnar, ástin stóra á unglings­ árunum og vináttan trausta, hvern­ ig það allt gufar upp og skilur eftir sig auðn og tóm, þess sér lítinn sem engan stað hér. Eftir stendur einber nöturleikinn sem síðan er reynt að lífga upp á með frekar ódýrum leik­ brellum sem ég ætla að sleppa að útlista sérstaklega hér. Út með realismann! Í leikskránni er langt viðtal við Þor­ leif Örn þar sem hann ræðir list­ ræna mótun sína, viðhorf og nálg­ un. Hann kveðst meðal annars vera „Konzept“­leikstjóri, eins og þykir gott hjá þýskum, auk þess sem hann upplýsir okkur um að hann hafi aldrei verið snokinn fyrir raunsæi í leikhúsi. Hann vilji frem­ ur „leik leikhússins með heiminn“, eins og hann orðar það, svona eins og Shakespeare hafi haft það. Já, hver vill ekki Lilju kveðið hafa? Kæri Þorleifur, ef þú heldur í alvöru að Shakespeare hafi ekki verið realisti, þá er ég hræddur um að þú þurfir að kynna þér hann svolítið betur. Vissulega fannst Shakespeare gaman að leika sér með heiminn og sviðið, ef svo bar undir; það hvernig mannlegt atferli og leikur á sviði kallast á var hon­ um sífellt umhugsunarefni. En það haggar ekki því, að hann er í grund­ vallaratriðum realistískt skáld; að það er sem realisti sem hann rís hæst í harmleikjunum og hefur haft frjóust áhrif. Evrópsk skáld­ saga nítjándu og tuttugustu aldar er óhugsandi án Shakespeares: Balzac, Tolstoy, Dostojevský, Dickens, Zola, Hamsun, Mann – og auðvitað Halldór Laxness; þessir risar eru allir gengnir út úr hans volduga faðmi. Ég ætla ekki að missa þessa stuttu umsögn út í vangaveltur um Shakespeare; það er bara svo óskaplega margt sem á hans spýtu hangir – jafnvel líka Ein­ ar Már. Því brýt upp á þessu hér, að ég sé ekki betur andúð leikstjórans á öllu sem lyktar af realisma, hafi spillt þessari sviðstúlkun frá rótum. Ef Þorleifur Örn getur ekki hugsað sér að vinna realistískt, þá hefði hann átt að finna sér verk sem kallar ekki á realisma – og þá allt annars kon­ ar verk en Engla alheimsins. Í því er realisminn – vitaskuld í bland við ljóðrænuna og kómedíuna og fantasíuna – ein af grunnaðferðum sagnameistarans: listin að mála upp trúverðugar myndir af mönn­ um og umhverfi. Persónulýsingar verksins eru að sönnu frekar laust teiknaðar, en við lestur þess finnst manni það engin goðgá; við fáum í rauninni að vita allt sem við þurfum að vita um þetta fólk: fjölskylduna, leikfélagana, vinina, kærustuna og hennar fólk, starfsliðið á Kleppi, hina sjúklingana, alla þá sem verða á vegi Páls og sumir eru á hraðri leið ofan í sama djúp og hann. Það er eitt af því góða við kvikmynd Friðriks Þórs, eins og hún er í minni minningu, að þar birtist þetta fólk sem raunverulegar manneskjur, frábærlega túlkaðar af nokkrum af okkar bestu leikurum. Skrípalæti En hér er annað uppi á teningnum. Eftir hlé hefst nýr þáttur: Páll er sloppinn úr maníukastinu og búið að lyfja hann niður. Hann er orðinn hluti af samfélaginu á Kleppi og þar eru sko ýmsir skrýtnir gaurar sem eiga sviðið góða stund eftir hlé. Ég hafði sterklega á tilfinningunni að leikstjóri og leikendur, Jóhann­ es Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson og Snorri Engilberts­ son, væru mjög tvístígandi gagn­ vart persónunum, hversu langt þeir ættu að ganga í að lita þær kómískt sem þeir sannarlega gerðu. Það var helst að vottaði fyrir ærlegri taug í mynd Snorra af Pétri, herbergis­ félaga Páls, þess sem að endingu gengur í sjóinn. Að öðru leyti vakti þessi söfnuður lítinn áhuga eða samúð. Og þegar Eggert Þorleifsson, sem leikur yfirlækninn á Kleppi, fer skyndilega að herma eftir Ólafi Ragnari í símtali, þá er komið út í hrein skrípalæti. Kveikjan að því atriði er frásögn bókarinnar af því þegar Páll fer að finna forsetann á Bessastöðum, forseti tekur honum vel og spjallar við hann góða stund. Þar er yfir atvikinu hlýlegur blær; hér er því líkast sem Spaugstofan sé mætt á svæðið, baðandi stjórn­ laust út öllum öngum. Þetta er lág­ kúra, smekkleysi og lágkúra, ekkert annað. Snubbóttur endir Einn magnaðist þáttur sögunnar er lýsing hennar á einangrun Páls, einmanaleik og vanmætti, þegar nær dregur sögulokum. Gömlu vinirnir eru horfnir eða dánir; hann fær ekki lengur að vera á Kleppi, ráðþrota heilbrigðisþjónusta hefur ekki önnur úrræði en koma honum fyrir í öryrkjaíbúð og láta hann sjá „Þetta er lágkúra, smekkleysi og lág- kúra, ekkert annað. Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Frumsamin tónlist: Hjaltalín Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Leikrit Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is „Alveg hreint ágætis afþreying“ „Kristján er listamaður sem þjóðin getur verið stolt af“ Ófeigur snýr aftur Ágúst Guðmundsson Blam! Kristján Ingimarsson og Jesper Pedersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.