Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 46
46 Viðtal 26.–28. apríl 2013 Helgarblað „Hafa af mér lífshlaup mitt“ A ðalbjörn Jóakimsson út- gerðarmaður býr í húsi við Laugarásveg sem hann veit ekki hversu lengi hann mun halda. Landsbankinn á veð í húsinu vegna afleiðuviðskipta við Lands- banka Íslands sem Aðalbjörn stundaði, og tapaði á, fyrir hrunið 2008. Í mars árið 2012 tapaði Aðalbjörn máli gegn Landsbank- anum fyrir Hæstarétti Íslands og var gert að greiða bankanum nærri hálfan milljarð króna sem hann á ekki til. „Ég veit ekkert hvort þeir taka nokkuð húsið af mér en þeir eiga veð í því. Það fer eftir því hvað sýslumaðurinn segir við því.“ Fé- lagið sem var skráð fyrir viðskipt- um Aðalbjarnar heitir Dynjandi ehf. og hefur það verið tekið til gjaldþrotaskipta. Aðalbjörn segir að Landsbanki Íslands hafi farið langt út fyrir þá heimild sem bankinn hafði til fjár- festinga fyrir hans hönd og fyrir vikið sættir hann sig ekki við lykt- ir málsins. Hann telur þvert á móti að bankinn eigi að vera skaðabóta- skyldur gagnvart honum. Hann er reiður vegna fjárfestingarráðgjaf- ar Landsbankans í afleiðuviðskipt- unum og ætlar að fara eins langt með mál sitt og hann getur. „Þeir fóru langt út fyrir heimildir sínar. Bankinn er að hafa af mér aleigu mína; þeir eru að hafa af mér lífs- hlaup mitt,“ segir Aðalbjörn. Hann segist hafa tapað um hálfum millj- arði króna á viðskiptum sínum við Landsbankann auk þeirra fjár- muna sem Hæstiréttur hefur gert honum að greiða til baka. Saman- lagt er því um að ræða um milljarð króna. Reyndi að stefna þremur Aðalbjörn reyndi í fyrra að stefna þremur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans vegna þeirrar fjár- festingarráðgjafar sem hann fékk hjá bankanum. Starfsmennirnir sem um ræð- ir voru Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs bankans, Arn- ar Jónsson, forstöðumaður gjald- eyrismiðlunar Landsbankans, og Sigurður M. Sólonsson, ráðgjafi í gjaldeyrismiðlun Landsbanka Ís- lands. Kröfur Aðalbjarnar í málinu voru að starfsmennirnir þrír yrðu dæmdir til að greiða Dynjanda ehf. rúmlega 350 milljónir króna í skaðabætur. Í stefnunni í mál- inu var rakið hvernig stjórnenda- tryggingar Landsbankans geti bætt Aðalbirni það tjón sem hann varð fyrir vegna ráðgjafar bankans. Tveir af starfsmönnunum fóru hins vegar fram á að Aðal- björn legði fram málskostnað- artryggingu í málinu. Þetta gat Aðalbjörn ekki gert og því var skaðabótamálið ekki höfðað. Hóf viðskipti eftir kvótasölu Aðalbjörn hóf viðskipti við Lands- banka Íslands eftir að hafa auðg- ast á sölu aflaheimilda í lok síð- ustu aldar og á fyrri hluta síðasta áratugar. Árið 2001 sagði með- al annars í Fréttablaðinu að Aðalbjörn hefði grætt 500 millj- ónir króna árið 1997 þegar hann seldi hlut sinn í bolvíska útgerðar- félaginu Ósvör til grindvíska út- gerðarfélagsins Þorbjarnar. Kvót- inn hvarf úr bænum eftir söluna til Þorbjarnar. Tveimur árum áður hafði Bol- ungarvíkurbær selt Aðalbirni kvótann. Kristinn Gunnarsson, þáverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, gagnrýndi viðskipti Bol- ungarvíkurbæjar með kvótann í Fréttablaðinu í árslok 2001 og sagði að sala bæjarins á útgerðinni hefði fært kaupendunum, Aðal- birni og Þorbirni hf., um 1.500 milljónir króna í hagnað. Kristinn hafði áður verið stjórnarformaður útgerðarinnar þegar hún var í eigu bæjarins. Viðskiptin með Ósvör vöktu því nokkra athygli á sínum tíma og þóttu nokkuð umdeild þar sem kvótinn var fluttur frá Bolungarvík vegna þessa. Aðalbjörn segir hins vegar að þessi staðreynd sé ekki hans vandamál þar sem hann hafi ekki flutt kvótann. „Það gerð- ist síðar,“ segir hann. Hann seldi hlut sinn í útgerðinni til Þorbjarn- ar í skiptum fyrir hlut í hinu sam- einaða félagi. Svo seldi Aðalbjörn hlut sinn í Þorbirni og Þorbjörn fór með kvótann í burtu. Þekkti lítt til afleiðuviðskipta Aðalbjörn hélt áfram útgerð og viðskiptum með kvóta á árunum þar á eftir og var kominn í veru- legar álnir árið 2004. „Þeir sóttust eftir viðskiptum við mig. Það voru einhverjir starfsmenn Landsbank- ans sem sáu að ég ætti þarna pen- inga á bók. Félagið var líka í fast- eignaviðskiptum en ég treysti á bankann í þessum bréfaviðskipt- um. Ég var ekkert inni í þessu,“ seg- ir Aðal björn um upphaf viðskipta- samband síns við Landsbankann. Í áðurnefndri stefnu Aðalbjarn- ar gegn Landsbankanum seg- ir að árið 2004 hafi hann selt skip og kvóta og að bankinn hafi haft samband við hann og boðið hon- um viðskipti. Í ársreikningi Dynj- anda kemur fram að árið 2004 hafi Dynjandi selt kvóta fyrir 585 millj- ónir króna það ár. „Eftir þá ráðstöf- un átti félagið allmikið eigið fé og breyttist starfsemi þess í kjölfarið í ýmiss konar fjárfestingarstarfsemi. […] Landsbankinn bauð Aðalbirni á sérstakan kynningarfund í byrj- un nóvember 2004, þar sem kynnt voru viðskipti með afleiður og sú þjónusta, sem fólst í áhættu- og skuldastýringu. Á fundinum kom meðal annars fram að bankinn gæti boðið upp á áhættulítil hluta- bréfa- og gjaldeyrisviðskipti, þar sem starfsfólk bankans hefði mikla sérþekkingu á slíkum viðskiptum,“ segir í stefnunni. Aðalbjörn segir að þrátt fyr- ir þessa sterku fjárhagsstöðu hans hafi hann ekki litið á sig sem auð- ugan mann. Hann man ekki hvað hann byrjaði með, fjögur hundruð milljónir eða fimm hundruð millj- ónir króna. „Ég var aldrei svo rík- ur maður. Þessir peningar sem ég var með voru peningar félagsins og mínir eigin.“ Segir bankann hafa farið út fyrir heimildir Aðalbjörn gerði einnig gjaldmiðla- skiptasamninga við bankann í japönskum jenum sem gengu út á að hann keypti jen á tilteknum tíma og seldi bankanum svo jenin aftur á tilteknum degi fyrir krónur. Hagnaður eða tap af viðskiptunum réðst þá af stöðu jensins gagnvart íslensku krónunni á hverjum tíma. Slík viðskipti eru mjög áhættusöm og var Aðalbjörn því að taka mikla fjárhagslega áhættu þegar hann gerði samninginn við bankann. „Þessi viðskipti voru flóknari þá en þau eru núna. Það er orðin miklu meiri vitneskja í samfélaginu um þessar afleiður en var þá. Maður pældi ekkert í þessu þá; vissi varla að þetta væri til. […] Ég gerði fjárfestingarsamning við Landsbankann þar sem með- al annars kom fram hversu mikla áhættu mætti taka fyrir mína hönd. Þeir höfðu heimild til að taka áhættu upp á 100 milljónir króna. Svo fara þeir út fyrir þær heimildir; þeir fara langt út fyrir þær heimild- ir,“ segir Aðalbjörn. „Ég hef aldrei kunnað á þetta sjálfur. Ég er bara fæddur inn í þannig samfélag, þar sem menn gátu treyst bönkum og bankastarfsmönnum.“ Krónan hrundi Í stefnunni gegn Landsbanka- mönnunum segir hvernig Aðal- björn vildi ekki ekki taka meira en 100 milljóna króna áhættu í af- leiðuviðskiptunum og var kveðið á um slíkt í samningi hans við bank- ann. Þetta var þó gert á fyrri hluta árs 2006. „Þegar þeir gerðu þenn- an afleiðusamning fyrir Dynjanda var ég staddur í Asíu. Þeir höfðu ekki samband. Það var upphafið að gjaldeyrissamningnum sem félag- ið er dæmt til að greiða.“ Aðalbjörn skrifaði því ekki upp á þau viðskipti sem ollu því að félag hans fór í þrot. Í lok árs 2005, þegar gengi krón- unnar var mjög sterkt, var ríflega 40 milljóna króna hagnaður af af- leiðusamningi Dynjanda við bank- ann. Gengi krónunnar fell á fyrstu mánuðum ársins 2006 eftir að hafa náð sögulegu hámarki árið 2005. Erlendir vogunarsjóðir gerðu árás á krónuna í febrúar 2006 sem átti þátt í að leiða til leiðréttingar á gengi hennar. Framlengt án heimildar Í stefnunni er rakið hvernig gjald- miðlaskiptasamningur Aðalbjarn- ar var samt sem áður endurnýj- aður án hans samþykkis þann 24. mars 2006 þrátt fyrir þessa stöðu íslensku krónunnar og þrátt fyrir að tap hans af samningnum næmi þá ríflega 30 milljónum króna. Viðskiptasamband Aðalbjarnar og bankans byggði hins vegar á því að hann samþykkti „skriflega“ þau viðskipti sem bankinn stundaði fyrir hans hönd, samkvæmt því. Um þetta segir í stefnunni í skaðabótamáli Aðalbjarnar gegn Landsbankanum: „Þrátt fyrir tapið Aðalbjörn Jóakimsson útgerðarmaður seldi kvóta í kringum síðustu aldamót og hóf áhættu­ fjárfestingar. Á nokkrum árum hefur hann farið frá allsnægtum til algjörs eignamissis. Hann kennir Landsbankanum um ófarir sínar og hyggst sækja rétt sinn meðan hann dregur lífsandann. „Það snýst um lífshlaupið mitt, æruna og aleiguna. Tapaði miklu á afleiðuvið- skiptum Aðalbjörn Jóakimsson tapaði miklum peningum á afleiðuviðskiptum á árunum fyrir hrunið 2008. Eignarhaldsfélag hans hefur nú verið sett í þrot. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.