Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 59
Þ ó svo að baráttunni um meist­ aratitilinn í enska boltanum sé formlega lokið má búast við gríðarlegri spennu um sæti í Meistaradeild Evrópu og á botni úr­ valsdeildarinnar. Manchester United tryggði sér sinn tuttugasta meist­ aratitil með 3–0 sigri á Aston Villa á mánudag og er óhætt að segja að United hafi pakkað deildinni saman. Þrjú lið berjast hins vegar um tvö laus sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð; Arsenal, Chelsea og Totten­ ham, og er ljóst að þessi lið mega illa við því að misstíga sig í síðustu um­ ferðum deildarinnar. Hörð barátta Manchester City situr í öðru sæti deildarinnar með 68 stig og virðist fátt benda til þess að liðið færist neð­ ar á töflunni. Arsenal, sem mætir Manchester United á Emirates á sunnudag, er í þriðja sæti með 63 stig úr 34 leikjum. Chelsea er í fjórða sæti með 62 stig eftir 33 leiki og Tottenham er í fimmta sæti með 61 stig eftir 33 leiki. Sem kunnugt er gefa fyrstu fjögur sætin þátttökurétt í undankeppni eða riðlakeppni Meist­ aradeildar Evrópu. Arsenal fær verðugt verkefni um helgina þegar liðið tekur á móti United. Arsenal hefur verið á fín­ ni siglingu undanfarnar vikur og ekki tapað síðan 3. mars. Chelsea tekur á móti Swansea á sunnudag og ætti að landa sigri sé litið til þess að Swansea hefur að engu að keppa og siglir lygnan sjó um miðja deild. Tottenham heimsækir fallbaráttulið Wigan á laugardag sem má illa við tapi ætli liðið sér að halda sæti sínu í deildinni. Wigan er í 18. sæti með 31 stig en með sigri kemst liðið upp að hlið Aston Villa með 34 stig í 17. sætinu. Veik von Everton Everton á enn veika von um að kom­ ast í Meistaradeildina en liðið er í sjötta sæti með 56 stig eftir 34 leiki. David Moyes og lærisveinar hans munu þó væntanlega leggja aðal­ áherslu á að halda sjötta sætinu og tryggja sig inn í Evrópudeildina enda anda Liverpool­menn ofan í hálsmál granna sinna. Liverpool er í sjöunda sæti með 51 stig en verður án Luis Suarez í síðustu leikjum tímabilsins. Everton á heimaleik gegn Fulham á laugardag á meðan Liverpool heim­ sækir Newcastle. Fallbaráttan QPR og Reading eru svo gott sem fallin en bæði lið eru með 24 stig og eru 10 stigum frá öruggu sæti. Bar­ áttan um að sleppa við 18. sætið og þar með fall stendur hins vegar á milli Wigan og Aston Villa. Wigan er sem fyrr segir í 18. sætinu með 31 stig eftir 33 leiki en Aston Villa er með 34 stig í 17. sæti eftir 34 leiki. Wigan mætir sem fyrr segir Totten­ ham á laugardag en á mánudag tekur Aston Villa á móti Sunderland sem hefur verið í miklu stuði eftir að Ítalinn Paolo Di Canio tók við stjórnartaumunum. n Sport 59Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Línurnar skýrast á toppi og botni n Hart barist um sæti í Meistaradeildinni n Aston Villa og Wigan berjast um að falla ekki Verður að vinna Arsenal þarf á sigri að halda þegar liðið mætir nýkrýndum Eng- landsmeisturum Manchester United á Emirates á sunnudag. Mynd REutERs Leikir sem liðin eiga eftir Arsenal n Manchester United (h) n QPR (ú) n Wigan (h) n Newcastle (ú) Chelsea n Swansea (h) n Manchester United (ú) n Tottenham (h) n Aston Villa (ú) n Everton (h) Tottenham n Wigan (ú) n Southampton (h) n Chelsea (ú) n Stoke (ú) n Sunderland (h) Wigan n Tottenham (h) n WBA (ú) n Swansea (h) n Arsenal (ú) n Aston Villa (h) Aston Villa n Sunderland (h) n Norwich (ú) n Chelsea (h) n Wigan (ú) Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.