Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað F rá árinu 2008 hefur eitt megin­ stef verið ráðandi í stjórnmál­ um og umfjöllun fjölmiðla: Efnahagskreppan í Evrópu. Hér á landi hefur Hrunið verið þetta meginstef, er enn og verður að öllum líkindum um ókomin ár. Það fer í sögubækurnar sem skrifaðar verða í framtíðinni og er nú þegar komið í sumar. Góðærinu, sem nær algerlega var fjármagnað með lánum og rangri gengisskráningu, lauk haustið 2008, þegar hið einkavædda bankakerfi Ís­ lands hrundi, enda orðið tíu sinnum stærra en þjóðarframleiðsla landsins. Einkavæddir banka hrundu eins og spilaborgir eftir aðeins nokkurra ára líf á eigin fótum. En hvernig bregðast íbúar í „kreppulöndum“ við krepp­ unni? Í þessari grein verður reynt að bregða upp svipmyndum af kreppu­ viðbrögðum í nokkrum löndum Evrópu. Grikkland Fá lönd hafa verið meira í fréttum undanfarin misseri en Grikkland. Þinghúsið í Aþenu og götur borgar­ innar hafa verið svið fjöldamótmæla vegna hrunsins í Grikklandi. Fjöldinn hefur notað lýðræðislegan rétt sinn til að láta óánægju sína í ljós. Margt bendir til þess að Grikkir og grískir stjórnmálamenn hafi verið lykil­ gerendur í hruni landsins. Grikkir lugu sig t.d. inn í evrusamstarfið með því að falsa hagtölur. Ríkisumsvif voru gríðarleg í grísku efnahagslífi og margt afar sérkennilegt í gangi, t.d. að lífeyrisréttindi erfðust innan fjöl­ skyldna. Laun hjá starfsmönnum hins opinbera hækkuðu um 50% frá 1999– 2007, langt umfram það sem gerðist í öðrum Evrópulöndum og innan evrusvæðisins. Þá skuldsettu þeir sig gríðarlega vegna Ólympíuleikanna árið 2004. Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Líkar ekki við skatta Grikkir hafa aldrei verið hrifnir af því að borga skatta og svört atvinnu­ starfsemi gríðarlega útbreidd. Í að­ draganda kosninga árið 2008 hljóm­ uðu viðvörunarbjöllur og varað var við því að auka ríkisútgjöld og gefa út feit kosningaloforð. En allt kom yrir ekki og Grikkir stigu enn frekar á bensíngjöfina. Efnahagskerfi lands­ ins beið skipbrot árið 2009. Í kjölfarið fylgdu neyðarlán og niðurskurður. Viðbrögðin við grísku kreppunni birt­ ast meðal annars í auknum áhrifum nasistaflokksins Gylltrar dögunar, sem fékk 18 þingsæti af 300 í kosn­ ingum í fyrra. Flokkurinn vill reka alla útlendinga frá Grikklandi og liðsmenn hans hafa ráðist á útlendinga á götum úti. En það er ekki allt kolsvart, sam­ kvæmt nýjustu fréttum eykst fjöldi ferðmanna á Grikklandi að nýju, en ferðamannaiðnaðurinn er einn af burðarásum efnahagslífsins. Írland Margir hafa bent á mikil líkindi með Íslandi og Írlandi, enda er írskt blóð í mörgum Íslendingnum. Báðar þessar eyþjóðir voru gríðarlega vanþróaðar langt fram á tuttugustu öldina. Bent hefur verið á að stjórnmálamenning landanna sé lík, með miklum kunn­ ingja­ og vinatengslum sem gegn­ sýrt hafi stjórnmálalífið. Fyrir aðild að Evrópusambandinu var Írland eitt vanþróaðasta land Evrópu, en smám saman tók efnahagslífið stórstígum framförum og var kallað „keltneski tígurinn.“ Stórfyrirtæki á borð við Dell og Microsoft komu sér fyrir í landinu. Hagvöxtur var gríðarlegur frá 1995– 2000, eða um 10% á ári, en var um 6% frá 2000–2008, þegar kreppan skall á landinu. Viðbrögð Íra hafa verið með allt öðrum hætti en t.d. Grikkja og lítið sem ekkert hefur verið um mótmæli og fjöldagöngur. Gríðarleg spilling Í Silfri Egils sagðist Stephen Kinsella, prófessor við háskólann í Limerick, ekki hafa neina skýringu á því. Í þessu áhugaverða viðtali kom einnig fram að gífurleg spilling hafi ýtt undir þá gríðarlegu bólu sem myndaðist í hag­ kerfi Íra, sem síðan sprakk árið 2008. Í áratugi var Írlandi stjórnað af tveim­ ur flokkum, Fianna Fail og Fine Gael. Sá fyrrnefndi var stofnaður 1932 og hefur verið í stjórn í 61 ár af síðastliðn­ um 79 árum. Í síðustu kosningum var flokknum refsað grimmilega og beið hann afhroð, fékk 17,4% miðað við 41,6% í kosningum árið 2007. Mesta fylgi flokksins var árið 1938, er hann fékk rúmlega 51% atkvæða! Hagvöxtur í landinu var um 0,9% á síðasta ári. Landið bað um neyðarlán í nóvem­ ber 2010 til að endurfjármagna írska bankakerfið. Spánn Spánverjar glíma við mikil efnahags­ vandræði, samdrátt, niðurskurð og atvinnuleysi. Sérstaklega meðal ungs fólks, þar sem það er um 50%. Þetta hefur lengi verið vandamál á Spáni og er meðal annars rakið til stífra reglna á spænskum vinnumarkaði og van­ kanta á menntakerfi landsins. Sam­ kvæmt nýlegum fréttum stendur til að breyta reglum á spænskum vinnu­ markaði til að glíma við þetta mikla vandamál. Byggingabóla springur Gríðarlega byggingabóla tók að myndast um miðjan áttunda ára­ tuginn og þegar hún sprakk árið 2008 fylgdi mikill samdráttur. Þessum aðhaldsaðgerðum hafa fylgt póli­ tísk mótmæli sem hafa mótmælin í Grikklandi og Arabíska vorið að fyrir­ mynd. Landið fékk 100 milljarða evra neyðarlán í fyrra til að hreinsa upp í spænska bankakerfinu – ekki til að styrkja efnahag spænska ríkisins, öf­ ugt við það sem gerðist í Grikklandi. Á stjórnmálasviðinu hafa tveir flokkar verið ráðandi á Spáni, Sósíal íski verkamannaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn. Sá fyrrnefndi sat lengi við völd og hafði innan­ borðs virta leiðtoga á borð við Felipe Gonzales. Flokkurinn tapaði hins­ vegar í kosningum til hins mið­ hægrisinnaða Þjóðarflokks, undir forystu Mariano Rajoy og fékk rúm­ lega 44% fylgi. Ísland Besti flokkurinn lofaði ísbirni í Húsdýragarðinn Besti flokkurinn, stofnaður af grínist­ anum Jóni Gnarr og Heiðu Kristínu Helgadóttur (Helga í Ríó Tríó) kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin hjá fjúkandi reiðri þjóð fyrir borgar­ stjórnarkosningarnar vorið 2009. Undir slagorðinu „Áfram allskonar“ og „Allskonar fyrir aumingja“ er óhætt að segja að ferskir vindar hafi fylgt Besta flokknum. Kannski má líta á flokkinn sem „hina pólitísku grein“ Smekkleysu, framsæknasta hljóm­ plötufyrirtækis landsins, þar sem Ási í Gramminu var fremstur í flokki. Ein­ ar Örn (Benediktsson) Sykurmoli var þarna líka og Margrét Kristín Blöndal úr Risaeðlunni, ásamt Óttari Proppé, söngvara HAM og Birni Blöndal bassaleikara. Grínistar Baggalúts, m.a. Karl Sigurðsson, eru líka innanborðs. En hver var stefna flokksins? Að fá Ís­ björn í húsdýragarðinn? Jú, það var vissulega eitt af því sem Jón Gnarr og félagar lofuðu fyrir kosningarnar, en þau sögðu líka að þau myndu svíkja kosningaloforðin. Á heimasíðu flokks­ ins má lesa orð á borð við heiðar­ leiki, velferð, lýðræði, réttaröryggi, umhverfisvernd, gegnsæi og virðing. Flokkurinn segist taka það „besta“ úr stefnum allra hinna og skammast sín ekkert fyrir það. Brenndi skólabækurnar „Ég kveikti í einkunnablaðinu mínu. … Ég kveikti líka í skólabókunum mín­ um … reif þær í tætlur … mér fannst gott að sjá þær brenna. … Skólataskan fór líka á eldinn.“ Þetta skrifar núverandi borgar­ stjóri, Jón Gnarr, í byrjun endurminn­ ingabókarinnar Sjó­ ræninginn. Þar lýs­ ir hann einnig aðdáun sinni á stjórnleysisstefnunni, anark­ isma. Jón Gnarr leiddi Besta flokk­ inn til stórsigurs í borgarstjórnar­ kosningunum vorið 2009, fékk 34,7%. Sjálfstæðis flokkurinn fékk rúmlega prósenti minna. Besti flokkurinn hafði því í raun rassskellt aðalvaldaflokk borgarinnar. Á ensku er þetta kallað „jarðskjálftasigur.“ Björt framtíð Í landsmálapólitíkinni hefur Besti flokkurinn getið af sér afkvæmi, sem er Björt framtíð. Þar er Guðmundur Steingrímsson fremstur í flokki og helsti talsmaður. Flokkurinn var stofn­ aður í byrjun febrúar 2012 og er eitt þeirra fjöldamörgu framboða sem keppir um atkvæði kjósenda í kosn­ ingum á laugardag. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra og formanns Fram­ Pólitísk afsprengi kreppunnar í Evrópu n Hvernig bregðast lönd við kreppu? n Eru viðbrögðin öðruvísi á Íslandi en Grikklandi? Í bál og brand 2002 Einkavæðing íslenska banka kerfisins hefst. 2004 Einkabankarnir fara inn á húsnæðis- lánamarkaðinn. 2004–2007 Góðæri á Íslandi, en að stórum hluta fjármagnað með erlendum lánum. September 2008 Lehman-bankinn fer í þrot. Október 2008 Íslenska bankakerfið hrynur, neyðar- lög sett. Janúar 2009 Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks fer frá í kjöl- far mikilla mótmæla, búsáhaldabyltingar- innar. Apríl 2009 Samfylking og Vinstri græn mynda fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórn Íslands. Maí 2010 Grikkland fær neyðarlán upp á 110 milljarða evra. Maí 2010 Jón Gnarr tekur við embætti borgar- stjóra í Reykjavík. Nóvember 2010 Írland biður um neyðarlán frá ESB og AGS. Febrúar 2012 Grikkland fær annað neyðarlán. sóknarflokksins á sínum tíma, sem sjálfur var sonur Hermanns Jónasson­ ar, sem sjálfur var forsætisráðherra. Pólitík í hverjum blóðdropa Hér er því pólitík í hverjum blóð­ dropa. Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst 2011 og hóf þá undirbúning þess sem nú er Björt framtíð. Heiða Kristín er einnig áberandi og hef­ ur komið fram fyrir hönd flokksins í fjölmiðlum. Besti flokkurinn segist vera frjálslyndur, umhverfisvænn og grænn flokkur, sem vill minnka sóun, minna vesen og aukna fjölbreytni. Flokkurinn vill markmiðasetningu í stjórnmál í stað loforða og hefur skor­ að ágætlega í skoðanakönnunum. Spurningin er hvort íslenskir kjós­ endur treysti sér til þess að kjósa flokk sem lofar engu? n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar ritstjorn@dv.is Gríska kreppan Efnahagsástandið í Grikklandi hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin misseri og er það land sem stendur einna verst í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.